Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. febrúar 1979 Kvikmynda- skóli Þjóðviljans Umsjón: EÍSy" Jón Axel 11 v- Egilsson sýningavélar, þvi hátalarar sem gefa góðan hljóm i sam- bandi við stereo-tæki þurfa ekki nauðsynlega að gera þaö i sam- bandi við sýningavél. Fyrir fá- um árum var byrjaö á hljóðvél- um fyrir Standard 8, en hljóm- burðurinn var ekki nógu góður. Bassinn var sæmilegur en disk- antinn var brandari út af fyrir sig. Menn gáfust hreinlega upp á þessum útbúnaði og þar á meðal undirritaður. t dag horfir málið öðruvisi við. Menn hafa séð gróðann i gerð tækja fyrir áhugamenn og einnig hina hliðina að kvik- myndagerð er mjög uppbyggj- andi fyrir æskuna. Hljóðkvik- myndavél kostaöi mánaðarlaun fyrir svona tiu árum, i dag er þaö hálft og reiknað með verð- bólgu. Vandamáliðlá meðal annars i þvi að mögnunin var ekki nægj- anleg og hátiðnin tapaðist. I dag Hávaxnir áhorfendur geta varpað skugga á bestu sýningarstjóra. Tónlist Tónlist er ávallt vel þegin undir þessum kringumstæðum. Ef þú hefur t.d. tekið upp tónlist á band, geturðu leikið hana á meðan þú ert að skipta um film- ur. Það mætti jafnvel leika hana á meöan fólkið er að koma sér fyrir og þegar sýningu er lokið. Einhvern veginn finnst manni aö þessi hlé-tónlist þurfi að eiga einhverja samleið með myndunum sem verið er að sýna og þvi væri ekki úr vegi að velja inn á eina snældu tónlist sem við á i hvert skipti eða til að undirbúa næstu mynd. Þaö þætti eflaust einhverjum skrýtiö að heyra Waltzing Mathilda i hléi á Hamlet. Óundirbúinn I nlu af hverjum tiu sýningum hefurðu eflaust tima til að undirbúa þig. En i tiunda skiptið koma vinir óvænt i heimsókn og biðja þig um að sýna myndina ,,þú manst”. Og hver getur staðist þá freistingu? Nú þarf snör handtök og fljót- a fætur og koma öllu fyrir á met-tima. Þá gæti komið sér vel að eiga sýningartjald með inn- byggðum hátölurum. Eina sem þarf að gera er að koma tjaldinu fyrir og tengja það við vélina. Hátalararnir eru frekar smáir, en hljóðið getur verið nokkuð gott. Ef þú ert svo vel búandi að þú getur haft sýningar i sérstöku herbergi eða hefur standandi herbergi þar sem útbúnaöurinn getur staöið svo að segja tilbú- inn er málið einfalt. Hátalarar Sýningatjöld með innbyggð- um hátölurum eru til fyrir mono og stereo. Það kemur sér ágæt- lega, þvi I allra nýjustu vélum er hægt að taka upp I stereo. Vandamálið i sambandi við tjöldin er það aö of stutt er á milli hátalaranna. Og stereoiö skilar sér ekki sem skyldi. En góö hljóðupptaka skilar sér yfir- leitt,svo yfir hverju erum við að fárast. Það getur veriö erfitt að velja viðeigandi hátalara fyrir er hægt að fá vélar sem magna I upp i tuttugu wött og hafa vitt • tónsvið og þvi hægt að tengja ' þær við hátalara stereo-tækja. Samt sem áður verður maður að prófa sig áfram eins og áður. Þó hafa nokkrir framleiðendur J snúið sér að gerð hátalara sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir sýningavélar og fylgir þeim magnari svo hægt sé að sýna i stærri sölum. Ef þú átt staka(n) hátalara og magnara, getur það aukið gæðin á sýningum i heimahúsum, og mundu að þú hefur góða mynd til að sýna og jafnvel yfir nokkr- um stillmgum að ráða á hljóð- J. hliðinni. Nokkur minnisatriði Við skulum að lokum fara ■ hratt yfir sýningartækni: 1. Ef hægt er, þá skaltu undir- I búa sýninguna áður en áhorf- endur mæta. Yfirfarðu alla ■ hluti og hafðu fyrstu mynd i I fókus og rétta á tjaldinu. Athug- I aðu hátalara og hæðarstilling- | una. • 2. Þegar áhorfendur hafa komiö sér fyrir skaltu dimma ljósin og hækka aöeins i tónlist- * inni á bandinu. 3. Slökktu ljósin og settu sýningarvélina af stað, þar til þú sérð svarta þræðingarend- • ann renna inn I vélina. Kveiktu I á lampa hennar. 4. Lækkaðu tónlistina niður • og siökktu á henni, og um leiö á titill fyrstu myndar að vera I kominn á tjaldiö i fókus. Hækk- aðu hljóð sýningavélarinnar. 1 5. A meöan sýningavélin gengur skaltu undirbúa næsta lag af bandinu. 6. Þegar filman endar, kveik- ' irðu á bandinu, lækkar hljóðið frá sýningarvéiinni og slekkur á lampa hennar um leið og mynd- ' in dökknar niöur. Hækkaðu tón • J listina á bandinu. Mundu lýsing- I una við filmuskiptin. Þannig gengur þetta og hljómar ekki illa. Þetta krefst . æfingar eins og allt annað og athygli þin veröur að vera á varöbergi. Þegar þú hefur höndlað þessa tækni, sýnirðu myndir þinar eins og á að sýna þær. Ahorf- endur munu biöa spenntir eftir , næstu sýningu. LOKAORÐ Eins og getið var i formála þessara þátta var ætlunin að bæta úr þeim skorti á frambærilegu lestrarefni sem rikt hefur hér á landi i sam- bandi við kvikmyndagerð. Nóg hefur verið skrifað um kvikmyndir, en ekkert um kvik- myndagerðina sjálfa fyrr en með þessum þátt- um. Ég vil að lokum þakka Þjóðviljanum fyrir birtinguna og þær góðu undirtektir sem þessi skrif min hafa fengið. Einnig vil ég þakka góð- ar undirtektir annarra og vona að þeir sem les- ið hafa hafi fengið eitthvað bitastætt út úr þessu. Margt væri svo sem hægt að ræða um i viðbót við það sem hér hefur komið fram og vil ég benda áhugasömum lesendum sem eru læs: ir á dönsku og ensku að útvega sér bókiná „Bogen om smalfilm” sem er mjög góð og ýtarleg handbók og einnig enslka blaðið Film Making sem er mánaðarrit sem fjallar einung- is um kvikmyndagerð áhugamanna og flytur margar og merkilegar greinar um allt það er viðkemur kvikmyndagerð. Allir hlutir orka tvi- mælis, það sem einum er gleðiefni er öðrum kvöl. Þvi er það að vetrarveðrin hafa nú um sinn vakið mér og ýms- um öðrum gleði og á- nægju, en öðrum angur. Þetta hefur svo sannar- lega verið einstök tíð, sökum frosta, snjóa og birtu, sem hefur gert skammdegið að engu. Samt veit ég að margir geta ekki horft björtum augum til vetrar. Hinir öldnu og lasburða hafa raun af svoddan veður- fari, sem eykur á einangrun þess og tor- veldar þvi að komast brýnustu ferða. Samt er ég þess fullviss að þeir gætu verið miklu fleiri sem teiyga lifsfylli úr hinni hvitu, köldu vetrartið. Langt skíðahlé Ég hef i þessum pistlum komið inná ýmislegt tengt ferða- mennsku og útiveru en aldrei minnst á skiðasportið. A unglingsárunum stundaði ég dá- litið skiði, en hafði aldrei veru- lega gaman af. Núna i haust, eftir yfir fimmtán ára skíðabindindi tók ég svo bakteriuna og læknast vonandi ekki aftur, þvi aö þetta er ógurlega gaman, enda aðstaðan ólikt betri en áður. Framarar fá skemmtun Besta aöstaðan fyrir byr jendur er i Drottningargilinu svonefnda, þar sem Skíðadeild Fram hefúr komið sér fyrir. Þarna eru tvær lyftur sérstaklega ætlaðar byrj- endum. Það hefur vafalaust verið spaugileg sjón Framörum, þegar ég var að brölta i brekkum þeirra i haust, en aldrei sá ég þeim stökkva bros hvað - þá meira. Lyfturnar þeirra fá lika min bestu meðmæli fyrir að drö6la þessum hundrað kilóum alla leið. Svo stillti maður sig af gleið- fættur, svo koma mátti fyrir tunnu I klófinu, og geystist niður brekkuna. 1 kófinu sem þyrlast undan skiöunum grillir óljóst i börnog fullorðna, sem reyna í ör- væntingu að forða sér frá hætt- Skiðaferðin að hefjast, á háfjallinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.