Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. febrúar 1979. Svava Jakobsdóttir: RSRR ©/976 P.COBB tos flNOEtfs VflWO/flOO Kjarnafjölskyldan — teikning úr blaði bandarískra kjarnorkuandstæðinga. Löggjöf um bann kjamorkuvopnum Ef til vill rekur einhvern minni til þess að i samstarfsyfirlýsingu þessarar rikisstjórnar var ákvæði um að settyrði upp nefnd um at- hugun á öryggismálum. Svo er fyrir mælt að nefnd þessi eigi m.a. að gera itarlega úttekt á öryggismálum þjóöarinnar, stöðu landsins i heimsátökum, valkost- um um öryggisstefnu, núverandi skipan öryggismála ogáhrif á Is- lenskt þjóðlif, svo og framtið her- stöðvanna eftir að herliðið fer. bá skyldi nefndin einnig fjalla um hugmyndir um friðlýsingu, friðargæslu og eftirlit á norður-Atlantshafi. Nefndar- skipan af þessu tagi kemur auðvitaðalls ekki i stað yfirlýstr- ar stefnu Alþýðubandalagsins i utanrikismálum, enda skýrt kveðið á um það i samstarfsyfir- lýsingu rikisstjórnarinnar, aö Al- þýðubandalagiö sé andvigt aðild Islands aö Atlantshafs-bandalag- inuogdvöl hersins i landinu. bað ákvæði tryggirrétt Alþýðubanda- lagsins til þess að reyna aö vinna stefnu sinni fylgi jafnt utan þings sem innan þrátt fyrir aðild þess að núverandi rikisstjórn. Rikis- stjórnaraðild nú bindur ekki hendur flokksins á neinn hátt i þessum efnum. Hvað gæti nefndin gert? Enda þótt beri að harma að aöild Alþýöubandalagsins að rikisstjórn færir okkur ekki nær þvi marki aö herinn fari úr landi, er ástæðulaust að gera b'tið úr þeirri nefndarskipun er að ofan greinir, og verkefnum hennar, svo langt sem þau ná. Starf nefndar af þessu tagi getur stuðlað að s jálfstæöri umræöu um utanrikismál bæöi innan þings og meöal almennings. I þessum efn- um þarf smáþjóð aö gera aldeilis sérstakt átak þegar hún stendur andspænis hernaðarstórveldi sem býr yfir takmarkalausum yfir- burðum i áróðursaðstöðu og getur auk þess brugðiö fyrir sig nauösyn leyndarinnar hvenær sem þvi býður svo við að horfa. Hvað sem liöur skoðunum manna á aðild Islands aö Atlantshaf- bandalaginu er stórhættulegt fyrir þjóðina hvernig islenskir valdamenni' Nató-flokkunum láta mata sig á upplýsingum og stað- hæfingum sem hugsaðar eru og myndaðar af talsmönnum hernaöarhagsmuna bandalags- ins. bessum upplýsingum taka þeir gagnrýnislaust og virðast telja það móögun við valdhafana i vestri að hugsa sjálfstætt. baö er þvi fátt nauðsynlegra þjóðinni en aukin þekking á utan- rikismálum og alþjóðamálum yfirleitt, tii þess að veita slikum stjórnmálamönnum aðhald. Starf slikrar nefndar sem hér um ræö- ir, gæti, ef rétt er á haldið, oröið skref i þessa átt og opnaö augu fólks fyrir þvi að önnur skipan mála er heppilegri en sú sem við búum nú viö. Pólitískt seinlæti begar þettaer ritað, bólar samt enn ekki á neinni nefndarskipan um öryggismál þrátt fyrir ákvæöiö i stjórnarsáttmálanum. Hvort sem menn binda litlar eöa miklar vonir við störf slikrar nefndar, þá hlýtur það aö teljast algert hneyksli, ef rikisstjórnin ætlar að humma það fram af sér að hleypa henni af stokkunum. Nokkru fyrir jól voru þing- flokkarnir beönir að tilnefna full- trúa í nefndina, og munu allir rikisstjórnarflokkarnir hafa gert þaö. En siöan leið og beiö og ekk- ert hefur enn heyrst um nefndar- skipunina. I ljós hefur komiö, að forsætisráðherrann mun vera að biða þess aö Sjálfstæöisflokkur- inn tilnefni i nefndina. Ekki er mér ljóst hvort um er að kenna sinnuleysi þingflokks Sjálfstæðis- manna eða pólitiskum ásetningi að hann stingur þessu verkefni undir stól, en hitt nær auövitað engri átt að láta Sjálfstæðisflokk- inn ráða ferðinni i þessu efni. Al- þýðubandalagið hlýtur að krefj- ast þess að nefndin verði skipuð hvað sem Sjálfstæðisflokknum liður, ogsiður en svoástæöa til að harma það, þótt hann afsali sér áhrifum i þessari nefnd. En fróö- legt verður að fylgjast með þvi hvort forsætisráðherrann og utanrikisráöherrann ætia aö sætta sig við þaö lengi enn að Sjálfstæðisflokkurinn komi I veg fyrir, að þetta ákvæði stjórnar- sáttmálans veröi framkvæmt. Blint trúnaðartraust Eitt dæmi þess að Nató-sinnuð stjórnvöld á Isiandi afsala sér frumkvæði og sjálfsagðri árvekni I störfum, er afstaöa þeirra til þess, hvort herstöðin á Miðnes- heiöi sé kjarnorkuherstöö. Is- lenskstjórnvöld hafa lýst þvi yfir þegar tilefni hefur gefist, aö þeir tryöuBandarikjamönnum er þeir fullyrtu að hér væru ekki kjarn- orkuvopn og blint trúnaðartraust látið duga I svo örlagariku máli. Gjarna hafa þeir vitnaö I sam- komuiag islenskra stjórnvalda og varnarbösins um að hér skuli ekki vera kjarnorkuvopn. Ariö 1968 fórst bandarisk flugvél hlaðinn kjarnorkuvopnum á Grænlandi. Vakti þetta slys óhemjumikla athygb m.a. sakir þess að þaö var yfirlýst ste&ia Dana að óheimilt væri aö geyma kjarnorkuvopn á danskri grund og óleyfilegt aö fljúga með slik vopn yfir danskt land. Eftir þetta slys kröföust Danir nýrrar yfir- lýsingar af hálfu Bandarikja- manna um aö þeir mundu viröa þessa stefnu Dana og Banda- rikjamenn uröu þá við þeirri kröfu. Af tilefni þessa slyss uröu umræöur hér á Alþingi um hættu STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI við á sams konar slysi hér á tsiandi og stefnu islenskra stjórnvalda i þessum efnum gagnvart Banda- rikjamönnum. I þeim umrasðum sagði Emil Jónsson þáverandi utanrikisráðherra ,,Ég hef raun- ar ekki annaö um þetta að segja heldur en það að það er fullt sam- komulag á milli rikisstjórnar Is- lands og varnarliðsins, þeirra sem þvi stjórna, um það, að hér á tslandi séu ekki kjarnorku- sprengjuraf neinu tagi”. Og siðar i sömu ræðu sagði Emil Jónsson að haföi heyrt viötal i útvarpi viö yfirmann varnarliðsins, sem hér var þá, þar sem hann itrekaði og undirstrikaði að um þetta væri fullt samkomulag einnig af hálfu Bandarikjamanna. Slíkt samkomulag er ekki til Nauösynlegt er aö rifja þetta upp hér vegna þess aö áriö 1976 þegar enn uröu umræöur á ts- landi um hugsanleg kjarnorku- vopn hér á landi voru viöbrögö Bandarikjamanna gerbreytt. Vegna fullyröinga erlendra blaðamanna m.a. i fréttabréfi kjarnorkuvisindamanna og öðrum sérfræöiritum um aö kjarnorkuvopn væru geymd i her- stöðinni hér, voru talsmenn Bandarikjastjórnar og Banda- rikjahers hér á landi spuröir um máliö. Svör þeirra voru þá ekki önnur en þau aö Bandarikjamenn segöu aldrei neitt um kjarnorku- vopn sin né hvar þeim væri búinn staöur. baö væri stefna þeirra aö játa hvorki né neita ef þeir væru spuröir sliks. betta svar var auövitaö bein móögun viö islensk stjórnvöld og islenska þjóö, þvi blaöalesendur vorut.d. einmitt um sömu mundir fræddir um kjarnorkuherstöövar Bandarikjamanna annars staöar iheiminum. Svariö fékk auövitaö ekki staðist, en óneitanlega sækir á hugann, hvaö sé oröiö af sam- komulaginu góöa, sem Banda- rikjamenn vilja nú ekki kannast við að sé til. Enda mun slikt sam- komulag alls ekki vera til. t tilefni af þessum atburði, reyndiégað grafastfyrir um það, hvenær þetta samkomulag is- lenskra stjórnvalda og Banda- rikjamanna hafi veriö gert og hvar texta hans væri að finna. t utanrikisráðuneytinu fannst ekk- ert, en þáverandi utanrikis- ráðherra, Einar Agústsson upp- lýsti á Alþingi, aö það hefði ætið verið skoöun islenskra rikis- stjórna, að túlka bæri 3. gr. varnarsamningsins á þann hátt að ekki bæri að geyma kjarnorku- vopn á tslandi án heimildar is- lenskra stjórnvalda. En 3. gr. varnarsamningsins er almenns eðlis og kveður m .a. á um að þaö skuli háð samþykki tslands meö hverjum hætti varnarliöiö hag- nýtir þá aðstööu sem þaö hefur hér á tslandi. Lög og eftirlit baðliggur þvi i augum uppi, aö margrætt samkomulag við Bandarikjaher er litiö traustvekj- andi, svo ekki sé dýpra i árina tekiö, og næsta ábyrgðarlaust aö vitna til þess þegar um er að tefla þá ógn sem af kjarnorkuvopnum stafar. tslensk stjórnvöld hafa aldrei gefiö út skýlausa yfir- lýsingu opinberlega um þá stefiiu sina aö hér skuli ekki vera kjarn- orkuvopn. Slik yfirlýsing væri þó lágmark i þessum efnum. Besta mögulega trygging væri sú, aö setja lög um bann viö kjarnorkuvopnum á islensku landi, lofti og legi. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga sem ég flyt þess efiiis aöundirbúin veröi löggjöf er banni aö geyma hvers konar kjarnorkuvopn hér á landi, sigla með þau eöa fljúga meö þau eða flytja meö öðrum hætti um is- lenskt yfirráðasvæði. Jafnframt verði kveðiö á um eftirlit ts- lendinga til aö tryggja að þessi lög væru virt. betta mál varöar lif og framtiö islensku þjóöarinnar. baö varöar lika ábyrgö stjórnmálamanna og þaö verður nokkur prófsteinn á islenska stjórnmálaflokka og þessa rikisstjórn, hvernig brugðist veröur viö þessari til- lögu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.