Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 11. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Forsetakjörift á þingi FIDE veröur mörgum Islendingnum á- reiöanlega lengi i minnum haft. Þó aö Friörik ólafsson hafi i seinni umferöinni unniö ákaflega öruggan sigur og sannfærandi þá voru úrslit kosninganna raun- verulaga ráöin I fyrri umferöinni og þar var svo sannarlega mjótt á mununum. Kvöldiö fyrir kjöriö var hljóöiö i Islendingaherbúöun- um i Buenos Aires langt frá þvi aö vera gott, Kosningahorfurnar vægast sagt óljósar og ef eitthvaö var, þá hallaöi á Friörik. Barist var um hvert atkvæöi aöfararnótt kosninganna, og eins og einn sendifulltrúinn komst aö oröi þá tókst aö „snúa” ákaflega mikils- veröum aöila á siöasta augna- bliki. Ég held aö þaö sé eng- in goögá þegar fullyrt er aö hver einasti fylgismaöur Friöriks hafi hreinlega „frosiö” i sætunum þegar fyrstu tölurnar voru lesn- ar: MENDES, 31 atkvæöi... OLAFSSON, 30 atkvæöi. Siöan Friörik ólafsson Gligloric .... eins og í Portoroz kom löng þögn. „Kosningarnar glataöar, Friörik búinn aö tapa”, kjökruöu menn innra meö sér þvi fullvist var taliö aö fulltrúarnir væru u.þ.b. 100 talsins og þá nær tölunni 100 en 90. En svo kom næsta tala: GLIGORIC, 29 at- kvæöi. Þetta geröi útslagiö þvi Mendes var vitaskuld vonlaus i næstu umferö. Júgóslavarriir og austantjaldsmenn bölvuöu i hljóöi og hálftima siöar komu tvö skeyti, umboð til aö kjósa Gligoric. 1 þokkabót reyndist einn öruggur fylgismaður Gligoric, fulltrúi Sri Lanka, vera aö útkjlá biöskák frá fyrri umferö i sömu mund. „Þú tókst hann eins og I Portoroz” var þaö fyrsta sem Guðmundur Sigurjónsson sagöi viö Friörik um leiö og hann óskaöi honum til hamingju, og ég hygg aö þaö sé góö samliking. Fyrir tuttugu árum fór fram i Portoroz skákmót sem vakti hér heima á Islandi engu minni at- hygli en forsetakjöriö. Þetta var millisvæöamót og þátttakendur á borö viö Mikhael Tal og Bobby Fischer. Tal var á þessum árum algerlega óstöðvandi hvar sem hann fór og meö slikum glæsibrag lagði hann andstæöinga sina aö velli aö um hreina byltingu var aö ræöa Bobby Fischer vakti einnig óskipta athygli. Hann var þá aö- eins 15 ára gamall og géröi sér lit- ið fyrir tryggöi sér eitt af sætun- um sex I áskorendakeppnina og nældi sér um leiö i stórmeistara- gráöu, sá langyngsti frá upphafi. En þetta voru einnig uppgangs- timar fyrir Friörik Ólafsson, Hann tefldi af hreinni snilld á köflum, og sigrar hans yfir Szabo, Averbach og siöast en ekki sist Fischer voru lireint út sagt stór- glæsilegir. Þaö stóö honum helst fyrir þrifum hversu aögangs- haröir minni spámennirnir voru, og til þess aö tryggja sér sæti i áskorendakeppninni varö hann aö vinna sina siðustu skák. Skák- in fór I biö og hver sem einhver , Er sjonvarpið bilað? Skjarinn Spnvarpsvertakði BergstaðasWi 38 simi 2-1940 kunni skil á manntafli hér á landi grúföi sig niöur viö taflboröiö. í Vestmannaeyjum til aö mynda var komiö fyrir sýningartöflum i búöargluggum, og þangaö flykkt- ust bæjarbúar til aö átta sig á biö- stööunni. Friörik vann eins og öll- um mun kunnugt og deildi þvi 5ta sætinu meö undrabarninu Fisch- er. Viöureign Friöriks og Gligoric haföi töluverö áhrif á lokastööuna og þróun mótsins. Skákin var tefld I 6. umferö en þá voru báöir keppendur i fararbroddi: Hvltt: Svetozar Gligoric Svart: Friörik Ólafsson Spænskur leikur 1; e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-d6 (Steinitz-afbrigöiö, en þaö hefur löngum veriö i miklu uppáhaldi hjá Friörik.) 5. C3-Bd7 6. d4-g6 7. 0-0-Bg7 8. dxe5-dxe5 9. Be3-Rf6 10. Rbd2-De7 11. b4-b6 12. Bb3-0-0 13. Dc2-h6 14. Rc4-Be6 15. a4-Rd7 16. a5-b5 17. Rcd2-Rd8 18. Rel-c5 Hvort sem menn trúa þvi bet- ur eöa verr þá átti Friörik ekki meira en tvær mlnútur til aö ljúka skákinni, eöa svo herma sagnir. Hann var á þessum tima hinn ókrýndi konungur timahraksins.) 19. bxc5-Rxc5 20. Bxc5-Dxc5 21. Rd3-Dc7 22. Rb4-Rc6 23. Rd5-Bxd5 24. exd5-Re7 25. C4-RÍ5 26. Da2-Rd4 27. cxb5-axb5 28. Re4-Rxb3 29. Dxb3-f3 30. Hacl-Df7 31. Rc5-Hfc8 32. Re6-Dd7 33. Hc6!-Bf6 (En ekki 33. -Hxc6 34. dxc6-Dxc6 35. Rc7+ og vinnur.) 34. Hfcl-e4 35. Rc7-Hxa5 36. Hxf6-Hxc7 (Darraöardansinn var i hámarki. A meöan sekúndurnar á klukku Friöriks eru aö fjara út leitar Gligoric logandi ijósi aö vinnings- leiö. En taugaspenningurinn tek- ur sinn toll og i næsta leik lætur Gligoric vinninginn fara forgörö- um. Hann er aö fá meö 37. Hfc6! öll afbrigöi leiöa til vinnings fyrir hvitan: 37. -Hca7 (37. - Hxc6 38. dxc6+- Df7 39. Dxf7+-Kxf7 40. c7 eöa 37. - Df7 38. Hxc7-Dxc7 39. d6+-Dc4 40. Hxc4!-Hal+ 41. Hcl+ osfrv.) 38. d6+-Kh7 (38. - Df7 39. Hc8+-Kh7 40. d7!-Hxd7 41.Dc3-Dg7 42.Dxa5 o.s.frv.) 39. Db2-Dg7 40. H8c7 og vinnur.) 37. d6+?-Hc4! 38. Hxc4-bxc4 39. Dc3? (Hvltur er ekki alveg búinn aö missa af lestinni. Hér gat hann tryggt sér góöa jafnteflismögu- leika I drottningarendatafli sem kemur upp eftir: 39. Dxc4+ (39. Db8+ dugar skammt 39. - Kh7 40. h4-Ha7 o.s.frv.) Kg7 40. Hf7+!- Dxf7 41. Dc3+-Dfc6 42. Dxa5- Dxd6.) 39. ..Hd 5 ! (Hótar máti á dl. Hvitur er engu nær eftir 40. Hxg6+-Kh7, en I þessari stööu leikur hann best 40. h4! með jafnteflismöguieikum.) 40. Dxc4-Dc6!! (Slðasti leikurinn i hir u æsandi timahraki og hann gerir útaf viö hvitan.) 41. Df 1-Dc2! Dasaöur leit Gligoric yfir stööu sina sem er ekkert nema rústin ein. Eftir skamma stund stöövaöi hann klukkuna og gafst upp. Göran Sonnevi: Janúar 1979 Snjórinn þekur jörðina, húsin, trén, leikföng barnanna Það ríkir þögn hér í þessu samfélagi þarsem fólk er hvert öðru háð, þarsem stöðugleikinn er valtur Lítil stúlka í rauðri úlpu með hvíta hettu á leið í skólann Inni í mér sorg, vaxandi þögn, reiði Skuggamyndir þessa fölva, þessarar þagnar + Þegar það endanlega varð Ijóst að Víetnam er innrásarríki Dögunin talar með rödd tærri sem gler Skýrleikinn er í höfðum fólksins Hin gráa örvænting hefur enga rödd Tungan nýja talar svo Ijóst að við skelfumst Viðleitnin til samstöðu varðar þá sem verjast sérhverju framandi valdi Einnig þá, sem hljóta að hörfa! + Ég skrifaði um viðleitnina til samstöðu með hinu langa og erfiða starfi sem blasti við eftir sigurinn, því að sigurinn skyldi verða sigur Einnig um hina óhjákvæmilegu ytri og innri ósigra Um frjálsan vilja ofar allri skynsemi Það, sem við sjáum nú eru skuggar ofbeldisins Hinir blindandi skuggar 60 ára misheppnaðrar viðleitni til að skapa raunhæfan sósíalisma Mig uggði ekki að ósigurinn yrði svo stór! Ennþá deyr fólk í þessu stríði sérhvern dag + Hefur orðið samstaða nokkra merkingu lengur? Sú er trú mín, enn Með því fólki, sem ennþá leitar frelsis Sem flýr yfir hafið Ellegar starfar á hinum steindu ökrum Samstaða með ríkisstjórn hinna blindandi skugga er ekki möguleg Hver erum við, sem enn trúum á veruleika orðsins samstaða? Ég veit það ekki Þögnin étur einnig blindandi líkama minn Enginn getur frelsað sig frá eigin skugga + Ljós, sem svíður Bliknandi snjór Frumbirting: Aftonbladet, 17. janúar, 1979. Þýöing: Lárus Már Björnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.