Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. febrúar 1979. — Góöan daginn, komiði blessuð og sæl. Þá er að drífa sig fram á gólfið. Við skulum byrja með að hoppa svolít- ið, og ...einn, tveir, einn, tveir, hægri vinstri, hægri vinstri. I 22 ár hefur þessi hressa og f jörefnisríka rödd vakið Islendinga og hvatt þá til dáða I bardaganum við spikið, vöðvabólguna, giktina og kransæðasjúkdómana. Við létta og glaðlega pianótóna Magnúsar Péturssonar hefur skíðakappinn, leikfimiskennarinn, söngvarinn og iþróttafrömuðurinn Valdimar örnólfsson rifið morgun- fúlan almenning upp ur bólunum og fengið hann til að gera undarlegustu fettur og brettur á gólfinu. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson — Fyrstu árin fóru menn hálf- partinn hjá sér þegar morgun- leikfimin barst i tal, segir Valdi- mar. Viö sitjum yfir kaffibollum og einni sandkökusneiö handa leikfimiskennaranum („ég komst ekki heim i mat út af þessu viö- tali”) á þekktu kaffihúsi I miö- bænum. Valdimar er nýkominn inn úr dyrunum, siungur, hress og fimlegur eins og auglýsinga- spjald fyrir vitaminstöflur. — Menn hvisluöu svona aö mér i laumi aö þeir væru meö I leik- fiminni, en þetta var hálfgert feimnismál. Þaö hefur oröiö gjörbreyting á þessu. Nú stæra menn sig af þvi aö vera þátttak- endur i morgunleikfiminni. Ég fæ bréf og upphringingar, og eintómt þakklæti. Sérstaklega er mikiö um fólk utan af landi, sem ekki hefur tækifæri aö njóta leiösagnar i leikfimi, sem vottar mér þakk- læti sitt. Þaö er ótrúlega sjaldan, sem ég fæ skammir i blööunum, ég skil nú varla neitt i þvi, þvi þaö er stór hópur, sem ekki er meö i leikfiminni, en neyöist til aö hlusta á þáttinn. I byrjun var ég aleinn en fannst vanta létta músik meö, og gekk þá á milli skemmtistaöanna i leit aö pianóleikara. Magnús fann ég eftir skamma leit. Hann spilaöi þá i Naustinu. Ég heyröi strax aö þetta var rétti maöurinn. — t byrjun vorum viö svo einir, en ég sá fljótlega aö þetta gat ekki gengiö. Starfsfólk útvarpsins hef- ur alltaf veriö duglegt aö koma inn i stúdió og liöka vöövana, sér- staklega tæknimennirnir. Klem- ens Jónsson leiklistarstjóri er þó einna haröastur viö leikfimina, hann veröur beinlinis sár, ef hann getur ekki veriö til staöar af ein- hverjum orsökum. — Þú byrjaöir á morgunleik- fiminni 1957. Hefur aldrei hvarfl- aö aö þér aö hætta? — Þaö hefur oft hvarflaö aö mér, blessaöur vertu, oft. Ég hef stundum dregiö þaö I efa aö vera svona lengi meö þennan þátt. Bæöi vegna min og annarra. En þegar ég hef ætlaö aö hætta, hefur fólk byrjaö aö hringja og skrifa mér og þá hef ég ekki getaö neitaö þvi. Ef fólk telur sig hafa gagn af hlutunum og ég get oröiö til aö- stoöar, þá reyni ég aö halda áfram, minnsta kosti þangaö til ég hef æft einhvern annan inn i hlutverkiö. — Hlutverk, já. Þú hefur reyndar fariö meö leikhlutverk i Skugga-Sveini fyrir mörgum ár- um? — Já, já, ég lék Harald i Þjóö- leikhúsinu 1961. Þetta er afskap- lega skrýtin saga. Þaö var mikil leikarafæö i Þjóöleikhúsinu og þá vantaöi einhvern, sem gat sungiö og svo náttúrulega bjargaö Astu úr klettunum. Ég hef grun um, aö Dementz hafi bent á mig, þvi ég læröi söng I þrjú ár hjá þeim skemmtilega og dásamlega menni. Alla vega hitti ég Klemens Jónsson á götu, og var þá nýkom- inn úr Kerlingafjöllum, liklega nokkuö villimannalegur útiits. Þá segir Klemens: „Þú passar lik- lega i hlutverkiö, sem okkur vant- ar.” Ég svaraöi náttúrulega: ,,AÖ sjálfsögöu, maöur!” Og hvaö helduröu: næsta dag hringir Þjóöleikhússtjóri i mig, og spyr, hvort ég vilji koma niöur i leikhús og syngja fyrir þá nokkur lög. Nú var þetta oröiö nokkuö spennandi, svo ég sló til og fór niöureftir. Fleiri leikarar og söngvarar voru þarna komnir til prufu, en mig langaöi til aö taka þátt i grininu, þvi þaö hvarflaöi aldrei aö mér, aö þaö gengi svo langt, aö ég væri beöinn um aö taka aö mér hlut- verkiö. En af þvi ég hef alltaf haft óskaplega gaman af þvi aö syngja, stóöst ég ekki mátiö og fór i prófiö, en þaö heföi ég aldrei átt aö gera, þvi þar negldu þeir mig fastan. — Hvernig fannst þér aö koma fram sem leikari? — Þetta var skemmtileg lifs- reynsla og gaman aö kynnast leikurum og öllu þessu sviöslifi. En þaö erfiöasta var, aö ég þurfti aö kenna svo mikiö meö leiknum, aö ég var oft þreyttur, þegar kom aö leiksýningum, og gætti þes^ ekki aö hvila mig fyrir sýningar sem reyndar uröu 52 alls. Td. kom ég einu sinni svo kvefaöur aö ég átti I erfiöleikum meö aö tala og syngja, enda endaöi þaö meö skelfingu: ég sprakk á hæstu tón- unum. En ég er berdreyminn og var búinn aö dreyma fyrir þessu Hress sál í / /f?f hraustum líkama nóttina áöur, og hélt áfram aö syngja eins og ekkert heföi i skor- ist. Skömmu eftir aö sýningum lauk, fékk ég svo slæma radd- bandabólgu, að ég varö aö gefa sönginn upp á bátinn og þarmeö allt leikhússtúss. En þetta bjarg- aöist nú allt saman, ég var svo heppinn aö hitta konuna mina á frumsýningunni á Skugga-Sveini svo ég sneri mér aö þvi aö gifta mig f staöinn, og þaö hefur veriö mitt mesta lán. Hún kom niöur I Þjóöleikhúskjallarann eftir frum- sýningu og vildi endilega horfa á mig, af þvi aö hún haföi séö mynd af mér I einhverju blaðinu. Og Valdimar hlær hressilega. En hvenær fékk þessi fulltrúi heilsuræktar áhuga á iþróttum? Ætlaöi hann aö veröa Iþrótta- kennari allt frá blautu barns- beini? — Ég hef alltaf veriö mikill áhugamaöur um iþróttir, segir Valdimar, og rennir siöustu leif- unum af sandkökunni niöur. En þaö er fyrst eftir stúdentspróf 1953, aö ég ákveö aö fara út á iþróttakennarabrautina. Þaö var aöallega fyrir áeggjan Pálma Hannessonar rektors og Valdi- mars Sveinbjörnssonar leikfimis- kennara MR aö ég tók þessa ákvöröun. Eiginlega var ég búinn aö ákveöa aö fara út i læknis- fræöi. En ég sé aldrei eftir þessari ákvöröun minni og mun vera þessum heiöursmönnum ævin- lega þakklátur fyrir aö hvetja mig aö halda út á iþróttabrautina. Ég byrjaöi strax aö loknu stúd- entsprófi i Iþróttakennaraskóla tslands á Laugarvatni og þaö var alveg ógleymanlegur timi. Sam- timis las ég frönsku og tók filuna viö Háskólann. Þeir kennarar Magnús Jónsson og Sveinn Páls- son reyndust mér alveg sérstak- lega vel i þvi sambandi. Ari siöar fór ég svo meö þetta nám i vegar- nesti til Kölnar, þar sem ég hélt áfram frönskunámi en innskrif- aöist jafnframt i iþróttaháskól- ann: Sporthochschule Köln, en þar var Karl Diem skólastjóri, sá hinn sami og stjórnaöi Olympiu- leikunum I Berlin 1936. Þessi undirbúningur minn frá Islandi reyndist vel, og ég gat stytt námiö um eitt ár og notaöi tækifæriö til aö fara til Austur- rikis I átta mánuöi og Iauk þar skiöakennaraprófi viö skiöakenn- araskóla Austurrikismanna, sem hefur bækistöðvar i Innsbruck og St. Christop. Þá höföu aöeins ör- fáir útlendingar stundaö þar nám. Viö erum byrjaöir aö tala um skiðaiþróttina og Valdimar er óstöövandi. — Ég er fæddur á Suöureyri viö Súgandafjörö, og beinlinis alinn upp á skiöum. Ég man eftir skið- um alveg frá fæöingu. Þá var Birgir Ruud frá Noregi aöalhetja allra stráka, og ég reyndi oft aö stökkva eins og hann. Einu sinni ætlaöi ég aö ná framhallanum i stökkinu, en áttaði mig ekki f þvi aö skiöastökk krefst brc rar brekku. Stökkiö endaöi natt- úrulega á þvi aö bæöi skiöin stungust á bólakaf og brotnuöu. Skiöabyltur minar eru reyndar efni I heila bók, en ég hef þó alltaf sloppiö viö beinbrot. — Segöu eina stutta hrakfalla- sögu. — Þaö varö nú frægt, þegar ég fór út úr brautinni I Austurriki. Ég var meö islenska landsliöinu 1956 I Kitszbiihel I brunkeppni á Hahnenkamm brautinni. Þelta var slöasta brunkeppnin fyrir Olympiuleikana, og mér haföi gengiö ágætlega á brautinni I æf- ingunum. I brautinni var ein kröpp beygja, sem ég haföi alltaf tekið léttilega i æfingunum, en þennan dag var talsverö sól, og beygjan sjálf i skugga, og haföi þarafleiöandi myndast is i sjálfri beygjunni. Þaö er ekki aö orö- lengja þaö, en ég kom þarna á fullri ferö, rann á isnum, missti stjórnina og flaug út af beygjunni og fram af klettunum. Ég sveif þarna eina 50 metra milli trjá- toppanna, og falliö veriö svipaö og niðurúr Morgunblaöshöllinni. Þaö sem bjargaöi mér var aö ég haföi æft skiðastökk og hélt jafn- vægi I loftinu og kom standandi niöur. Aö sjálfsögöu var falliö svo mikiö aö ég tókst á loft aftur og fór ótal hringi og kollhnisa áöur en ég staönæmdist aö lokum. Ég var ótrúlega litiö meiddur, alveg óbrotinn en stokkbólginn á hnjám og ökklum og nefið tútnaöi allt út. Þessi bylta varö fræg: Iþróttarit- ari New York Time skrifaöi um þaö, aö tslendingur heföi mask- brotnaö I brunkeppninni. — Varstu mikiö i skiöakeppni? — Talsvert, en ég lét námiö ganga fyrir keppninni. Eftir aö ég lauk iþróttafræöi i Köln, lá leiö min til Grenoble i Frakklandi. Þar fór ég i háskóla til aö halda áfram frönskunáminu, og þar var ég svo heppinn aö fá aö vera meö i keppnisliöi háskólans, á skiöum, og þar fékk ég geysilega skiöa- þjálfun. Af þvi aö maöur er kom- inn á grobbaldurinn (47 ára) get ég bætt þvi viö aö ég var franskur háskólameistari i alpagreinum 1957. Þ.e.a.s. sameiginlegur ár- angur i bruni, svigi og stórsvigi. (Lesendum skal hins vegar bent á, aö Valdimar á nokkuö eftir i grobbaldurinn, þvi hann segir ekki aukatekiö orö um, aö hann var Islandsmeistari i bruni og sveitarkeppni 1952 og ári siöar ís- landsmeistari i tugþraut!) — Þú hefur ekki misst áhugann á iþróttum? — Ahugi minn á Iþróttum hefur helduraukisten hitt. Mér er oröiö ennþá ljósara gildi iþrótta og þá ekki aöeins likamlegt heldur einnig andlegt mikilvægi þeirra. Ég hef kennt iþróttir mikið, byrj- aöi 1957 sem kennari viö Mennta- skólann I Reykjavik, en hóf Iþróttakennslu viö háskólann 1967. Eini gallinn viö aö kenna Iþróttir er sá, aö manni gefst ekki timi til aö æfa sjálfur eins og æskilegt væri. Ég hef alltaf litiö á keppnisiþróttir sem spennandi og skemmtilegt aukaatriöi, en þær hafa yfir miklu uppeldisatriöi aö búa; þær kenna fólki aö takast á viö hlutinn, aö taka sigrum og ósigrum. Almenningsiþróttir hafa oröiö fyrir miklum áhrifum frá keppnisiþróttum, ekki slst hjá æskunni. Þaö er út i hött aö skammast út i keppnisiþróttirn- ar. Aö horfa á keppnisiþróttir er eins og aö horfa á list. Gamlir menn yngjast alveg upp viö aö horfa á fallegar Iþróttir. En þaö hefur llka riöiö baggamuninn aö læknisfræöin hefur hvatt fólk til aö iöka iþróttir I baráttunni viö kransæöasjúkdómana. Mér hefur aldrei leiöst aö kenna. Nú er ég kominn meö ægi- lega finan titil; fimleikastjóri há- skólans. Þaö starf er sambland af stjórnun; ég skipulegg iþrótta- kennslu viö háskólann, og hreinni kennslu. Ég kenni þrekæfingar, leikfimi og skiöaiþróttir. Nei, mér hefur aldrei þótt leiöinlegt aö kenna. Þetta er eins og aö fara inn á leiksviöiö meö rulluna sina. Hver kennslustund er ný upplif- un. Og nú litur Valdimar á klukk- una. Hópur háskólanema, sem þarf aö teygja, strekkja og liöka, biöur eftir honum upp i tþrótta- húsi. Valdimar sprettur á fætur , kveður og siglir i stórsvigi milli boröanna áleiöis aö dyrunum, al- veg jafn unglegur, stæltur og ljós- hæröur eins og fyrir rúmum ára- tug, þegar hann reyndi árangurs- laust aö kenna undirrituöum höf- uöstökk og frönsku á mennta- skólaárunum. — im

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.