Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 11. febrúar 1979 Við borgum ekki Við borgum ekki í Lindarbæ eftir Dario Fo Sunnudag kl. 17 . UPPSELT mánudag kl. 20.30. fimmtudag kl. 20.30. Vatnsberarnir barnaleikrit eftfr Herdisi Egilsdóttir sunnudag kl. 14. Miöasala opin daglega frá kl. 17-19 og 17-20.30 sýningardaga. Simi 21971. Pépulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin). íl^ÞJÓÐUEIKHÚSIU KRUKKUBORG i dag kl. 15 Uppselt A SAMA TIMA A ARI i kvöld kl. 20. Uppselt EF SKYNSEMIN BLUNDAR Frumsýning fimmtudag kl. 20 2. sýning sunnudag kl. 20 Litla sviöið: HEIMS UM BÓL þriðjudag kl. 20.30. Miöasala 13.15-20. Simi 1-1200. GEGGJAÐA KONAN 1 PARIS 11. sýn i kvöld kl. 20,30 12. sýn. föstudag kl. 20.30 LIFSHASKI 25. sýn. miðvikudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 SKALD-RÓSA 80. sýn. fimmtudag kl. 20.30 örfáar sýningar eftir. miðasala i Iðnó kl. 14-20,30 ROMRUSK i Austurbæjarbiói miðvikudag kl. 21.30. Miðasala i Austurbæjarbiói mánudag kl. 16-21. simi 11384. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður BARNASPÍTALI HRINGSINS FÉLAGSRÁDGJAFI óskast vi& Ge&deild Barnaspítala Hringsins frá og með 1. april n.k. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til yfirfélagsráðgjafa að Dalbraut 12, R. fyrir 1. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirfélagsráð- gjafi i sima 84611. LANDSPÍTALINN VERKAMAÐUR óskast nú þegar i bygg- ingavinnu. Upplýsingar gefur deildartæknifræðingur i sima 29000. Reykjavik, 11.2.1979. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA KIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Blaðberar óskast Vesturborg: Melhagi — Neshagi (sem fyrst) MOWIUINN Síðumúla 6, simi 8 13 33 Erlendur vettvangur Framhald af bls. 5 um”) var rikjandi. Um þetta siðasttalda vitnar sænski rithöf- undurinn Jar. Myrdai, sem er mikill vinur Rauðu kmeranna. A hinn bóginn má vera ljóst að sumar fréttirnar um ógnarverk Rauðu kmeranna eru orðum auknar. Sem dæmi um það má taka aö vestrænar fréttastofnanir héldu þvi fram, að stefna Kampútseustjórnar væri aö fækk* landsmönnum niður i helm- ing ef ekki meira, og nú nýlega lét talsmaður stjórnar þeirrar, er sest hefur aö i Phnompenh i skjóli Víetnama. hafa eftir sér að Rauöu kmerarnir hefðu drepið ekki færri en þrjár miljónir landa sinna á þeim þremur árum, sem þeir sátu að völdum. Margar af fréttunum um fjöldamorð i Kampútseu eru komnar frá fylgismönnum Lon Nol-stjórnar- innar, andstæðingi Rauðu kmer- anna úr borgarastriðinu, og er varla nema rétt að taka fullyrð- ingum þeirra með nokkrum fyrir- vara. Benda má á að jafn hlut- lægur og virtur fréttaskýrandi og Lennart Ljunglöf, ritstjóri Afton- bladets sænska (málgagns sósial- demokrata) um alþjóðamál, vill ekki fullyrða afdráttarlaust að stjórn Pols Pot hafi verið ógnar- stjórn. Hættulegt fordæmi Auk þess sem erfitt er að af- saka innrásir frá siðferðilegum sjónarhól má alltaf við þvi búast að þær dragi hættulegan dilk á eftir sér, skapi fordæmi. Meö það i huga hrukku Júgóslavar og Rúmenar illilega við, þegar ráð- ist var inn i Kampútseu, og minntust innrásar Varsjárbanda- lagsins i Tékkóslóvakiu 1968. Ötti þeirra varð ef til vill mestur vegna þess, hve fljót Varsjár- bandalagsrfkin voru að lýsa yfir ánægju sinni meö innrásina i Kampútseu. Það benti til þess aö Sovétmenn heföu verið I ráðum meö Vietnömum — benti það kannski lika til þess að þeim Austur-Evrópurikjum, sem ein- dregnast fara eigin leiðir, gæti veriö hætt? Og innrásin gæti einnig orðiö ráðamönnum I Peking handhægt fordæmi. Þeir gætu afsakað sig með þvi að segja að sfn innrás væri aöeins afleiðing innrásar Vietnama, að tilgangur þeirra, Kinverja, væri aðeins sá að frelsa Kampútseu. Kinverjar hafa lfka sagt að þeir muni aldrei ráöast á Vfetnama nema að Vfetnamar hafi áður gert árásir inn á kin- verkst land. En enginn hörgull er á sllkum átyllum nú, þegar vonskan sýður I mönnum við landamærin og illindi milli landa- mæravarða eru daglegur við- burður. Og nú siðustu dagana hef- ur fréttastofan Nýja-Kina hvað eftir annaö haldið þvi fram, að vi- etnamskir herflokkar hafi gert vopnaöar árásir yfir landamærin. Ráðist Kfnverjar á Vietnam er hætt við að Sovétrikin, banda- maður og verndari Vfetnams, haldi ekki að sér höndum. óþarfi er að fjölyrða um það, hvflikur voði þá getur verið á næsta leiti. dþ. Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Annar fundur norrænu ráö- herranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) áriö 1979 til úthlutunar á styrkj- um til útgáfu á norrænum bók- menntum f þýðingu á Norður- löndunum — fer fram 7. — 8. júni. Frestur til að skila umsóknum er : 1. april. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráöuneyt- inu I Reykjavik. Umsóknir sendist til: Nabolandslitteratur- gruppen Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K. — Simi: DK 1-11 47 11 — og þar má einnig fá ailar nánari upp- lýsingar. Þá datt honum í hug aö fara upp í f jall. Undraferð Einu sinni var strákur sem hét öli. Hann átti heima uppi í sveit hjá mömmu sinni og pabba. Bærinn hét Brekkukot. Einn góðan veðurdag leiddist Öla svolítiúþá datt honum í hug að fara upp í fjall. Hann spurði pabba sinn hvort hann mætti fara upp í f jall. „Já," sagði pabbi hans. Þá spurði hann mömmu sína hvort hann mætti fara upp í f jall. „Já, þú mátt það," sagði mamma hans. Hún gaf honum heitt kakó á brúsa og smurt brauð. Svo hélt hann af stað. Hann labbaði lengi þangað til hann varð þreyttur, þá settist hann niður og fékk sér að drekka, en hann skildi eftir svolítið kakó og brauð. Hann fann fyrir þreytu. Hann lagðist niður. Allt í einu sofnaði hann og dreymdi að tröllkarl kæmi og tæki hann og færi með hann inn í stóran helli. Þar logaði á hundrað kertum. Hann varð hræddur og reyndi að sleppa við það vaknaði Óli. Hann var dauðhræddur. Það var komin þoka. Hann gat ekki farið heim því þá mundi hann villast, Hann sá ekk- ert. Honum var kalt og það var farið að kvelda. En hvað var þetta? Jú, þetta var hellir. Pínulítill hellir. Öli skreið inn í hann og svo sofnaði hann. Mamma hans og pabbi voru orðin hrædd um hann. Klukkan var orðin ellefu. þáu gátu ekki sofnað. Morgúninn eftir vaknaði Öli. Hann var orðinn glor- soltinn, þá mundi hann eftir kakóinu og brauðinu. Kakóið var ekki lengur heitt, en það skipti engu máli. Þegar hann var bú- inn að drekka hélt hann heim á leið. AAamma hans og pabbi voru fegin þegar hann kom. Kristinn Pétursson, 9ára, Þingholtsstræti 16 Reykjavík. óli skreið inn í heliinn og sofnaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.