Þjóðviljinn - 11.03.1979, Síða 4

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mars 1979. UJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis L'tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéÖinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sigurö- ardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Mar- geirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. lþróttafrétta- maöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: GuBrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir SigurÖsson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristín Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Kvartanir um skatt- píning og niöurskurö • Við vitum öll hvers konar umkvartanir eru algeng- astar I íslenskri stjórnmálaumræðu um þessar mundir — fyrir utan hina almennu kvörtun um mikla verðbólgu. Það er kvartað yfir niðurskurði á útgjöldum ríkis og borgar til félagsmála og menningarmála. Og það er líka kvartað yf ir þvi að ríki og borg heimti alltof mikla skatta af almenningi, skattpíningin er alla menn lifandi að drepa. • Það vantar hinsvegar mikið á að menn reyni að setja þessar kvartanir allar í eitt kerfi. Þegar rætt var um fjármál borgarinnar fyrir skemmstu vildu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bæði andmæla niðurskurði í félags- málum og fella niður mikið af skattheimtu. Eins og nokkrum sinnum hef ur verið bent á, fengust þeir ekki til að skýra f rá því hvernig þeir vildu að dæmið gengi upp. Því miður eru þeir ekki einir um slíka ósamkvæmni. Það er líka algengt hjá þeim sem telja sig vinstra megin í til- verunni,að þeir bæði kvarti undan skattheimtu oq telii um leið að stórauka eigi félagslega þjónustu og þar með útgjöld til hennar. Reyndar getur það vel verið að hver og einn reikni dæmið á sinn hátt m.a. með því að gera ráð fyrir því að ríkisútgjöld minnki á einhverjum öðrum sviðum í staðinn, en ekki fer mikið fyrir því að slíkur reikningur fari fram í heyranda hljóði. • Gisli Gunnarsson víkur að þessum þverstæðum í f róðlegri dagskrárgrein sem birtist hér í blaðinu á föstu- dag. Hann minnir á ýmsa þá hluti sem alltof sjaldan verða á dagskrá. í íslenskri stjórnmálaumræðu hefur þeim alltof oft tekist að hafa orðið, sem kvarta og stynja yf ir hinu opinbera „bákni" eða „eyðsluhít" — og búa þar með í haginn fyrir þá sem kjósa að leysa f jármálavanda með því að skera niður félagslega þjónustu. í þessum málf lutningi er jafnan gert ráð fyrir því að við séum há- þróað velf erðarþjóðfélag sem svo er nef nt, sem þýði að bæði skattheimta og félagsmálaútgjöld séu „komin út í öfgar" eins og það heitir. Gísli minnir mjög rækilega á að þetta er alrangt. Hinn opinberi geiri er hér minni en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Skattar eru hér lægri en í nálægum löndum bæði í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Og félagsleg þjónusta af ýmsu tagi er eftir því miklu minni en á Norðurlöndunum, sem oftast eru tekin sem dæmi um velferðarríki — eins það ungt fólk islenskt veit mætavel, sem hefur á seinni árum flutt þangað í þeim mæli að helst minnir á landflótta til Ameríku nálægt aldamótum. • Okkur er nefnilega ekki einu sinni boðið upp á þá sósíaldemókratísku umbótastefnu sem svo mjög mótar allan rekstur annarra norrænna þjóðfélaga. Okkur er boðið upp á að snúa f rá henni með niðurskurði og skatta- lækkum án þess það við höfum fengið að reyna hana. Þetta hef ur allt valdið verulegri ringlureið í málf lutningi og hugsunarhætti, og einstaklingar,hópar og f lokkar hata ekki gefið nægilega greið svör við því hvað það sé sem þeir vilja hafa forgöngum-Og þá er við okkar aðstæð ur fyrst og siðast spurt um einkaneyslu og samneyslu. ^ I fyrrgreindri grein er því fram haldið, að sú leið sem helst verði vinstristefna talin við okkar aðstæður sé fólgin í því, að gera opinbera sjóði virkari til kjarajöfn- unar. Og eins og þar segir: „hér er um að ræða kjör í merkingunni rauntekjur, t,d. framlög til byggingarmála og margvíslegustu tryggingastarfsemi (f jölskyldu- bætur, ellilífeyri, örorkubætur of I.) Hér er einnig um að ræða kjör í merkingunni menningar- og uppeldisstarf- semi". Ogtil þess að þessu kjarajöfnunarhlutverki verði sinnt í þeim mæli,að fólki þyki Island ekki síður byggi- legt en grannlöndin, þurfa ríkissjóðir og sveitarfélög auknar tekjur. Hjá því verður ekki komist. En til þess að þetta sé viðurkennt í verki þurfa vinstrisinnar að yfir- stíga ýmsar hefðir — m.a. þá að litið sé á ríkið fyrst og fremst sem fjandsamlegt afl, að ríkisvaldið sé skoðað sem höfuðóvinur í stað þess að líta á það sem margþætt fyrirbæri sem hægt er að beita meðal annars til aukins jöfnuðar í samfélaginu. áb. Úr almanakinu Mismunurinn að búa á ísafirði og í Reykjavík Um daginn var ég í heimsókn vestur i Isa- firði. Þar hitti ég gömul, lasburða hjón sem búa þar í litla timburhúsinu sinu. Þau hafa engar tekjur nema ellilífeyri og tekjutryggingu. Kostnað- ur við upphitun hússins er þau lifandi að drepa. Eins og aðrir (sfirðingar búa þau við oíukyndingu og kostnaðurinn á mánuði hjá þeim að undanförnu hefur verið milli 30 og 40 þúsund krónur. Sjálfur bý ég í allstórri þriggja her- bergja íbúð í Reykjavík sem er vel kymt alla daga. Um daginn fékk ég reikning fyrir hálfan þriðja mánuð og hljóðaði hann upp á tæpar 13 þús- und krónur. Það eru um 5000 krónur á mánuði eða milli 6 og 8 sinnum lægri upphæð en gömlu hjónin á (safirði borga. En ekki er nóg meö þetta. Rafmagniö á lsafiröi er fast aö helmingidýrara en i Reykjavfk. Ég kom i annaö litiö hús á Isa- firöi sem ung kennarahjón eiga. Þau fluttust frá Reykjavik fyrir nokkrum árum til aö setjast aö á Isafiröi. Þau tjáöu mér sama hlut og gömlu hjónin. Oliu- og rafmagnskostnaöur ásamt öör- um kostnaöi sem fylgir þvi aö búa á staö eins og Isafiröi er aö þvi kominn aö flæma þau I burtu. A tsafiröi er fjölmenn stétt mjög tekjuhás fólks. Þaö eru einkum og sér i lagi sjómenn á skuttogurum sem hafa vist aldrei undir miljón i mánaöar- tekjur. Þá munar litiö um aö borga sina reikninga. En kenn- ara, ellilifeyrisþega og annaö tekjulágt fólk munar svo sann- arlega um þaö. Fyrir aöeins nokkrum árum var mikill fjármagnsflótti frá Isafiröi. Fólk sem bjó á tsafiröi og ætlaöi sér aö búa þar áfram þoröi ekki aö f járfesta þar i hús- byggingum. Fjárfesting i Reykjavik var öruggari. Þetta fólk kaus aö festa peninga sina i ibúö i Breiöholti eöa Kópavogi og bjó kannski sjálft i lélegu og gömlu húsnæöi. Nú hefur þetta snúist viö. tbúöarhús á tsafiröi þjóta upp eins og gorkúlur og fjölmargir trésmiöir og aörir iönaöarmenn frá Reykjavik eru þar vestra I störfum. Þaö sem tsafjöröur flytur nú til Reykjavikur eru ekki pening- ar heldur gamalt fólk og öryrkj- ar. Þaö er fólkiö sem sumir Reykvikingar kvarta /íú sáran undan og telja aö borgi litil út- svör. Hins vegar kvörtuöu þeir sömu ekki undan peningunum sem komu aö vestan fyrir nokkrum árum og þeir kvarta ekki undan útsvörum iönaöar- mannanna sem vinna á tsafiröi og þeir kvarta ekki heldur und- an útsvörum þeirra fjölmörgu sérfræöinga og embættismanna Guðjón Friðriksson skrifar sem búa i Reykjavlk en þjóna fyrst og fremst tsíiröingum og öörum sem búa úti á landi. Gamla fólkiö og annaö tekju- lágt fólk sem flyst til Reykja- vikur fer þangaö nauöugt vegna dýrtiöarinnar vestra. Fróöir segja aö svo mikil sé spennan oröin á tsafirði aö verö á ibúöar- húsnæöi hafi jafnvel fariö fram úr þvi sem gerist á almennum markaöi I Reykjavik. Og þaö á lika viö um leigu á húsnæöi. Birgir tsleifur Gunnarsson, Markús örn Antonsson, Albert Guðmundsson og fleiri skamm- sýnir Reykvtkingar leggjast gegn þvi aö verö á rafmagni veröi jafnaö yfir landiö, þeir leggjast gegn þvi aö sima- kostnaöur veröi jafnaöur, f lutni ngskostnaöur veröi jafnaöur og olian greidd niöur. Þeir segja aö Reykvikingar eigi aö njóta yfirburöadugnaöar sins á liönum árum i raforkumálum og öörum málum. Þetta er fullkomin þröngsýni. t staöinn frá þeir yfir sig allt tekjulága fólkiö sem greiðir litil útsvör, spennu milli landshluta og hrepparig. Eöa hver er kom- inn til meö aö segja aö tsfiröing- ar séu ekki dugnaöarfólk? Þeir vinna örugglega ögn haröar og meira en Reykvlkingar. En þeir hafa þurft að gjalda markaðs- lögmálanna sem eru ær og kýr fyrmefndra mann. Og svo koma náttúrulögmál- in. Isfiröingar búa ekki við heitt vatn meðan allt kraumar undir Reykvikingum, og virkjunar- skilyröi eru erfiöari bæöi vegna landslags og fámennis. Hins vegar búa tsfirðingar viö góö fiskimiö og aröurinn af þeim hefur óspart komiö Reykvfkingum til góöa. Eða eiga kannski Vestfiröingar einir aö búa aö Vestfjaröamiðum á sama hátt og Reykvikingar og nágrannar þeirra búa einir aö jaröhitanum syöra? Ég held aö þaö sé mjög hættu- leg stefna aö láta ekki eitt yfir alla ganga I orkumálum og öör- um málum eins og aöstæöur leyfa. Viö erum þó allir Is- lendingar. Þaö er álika heimskulegt aö mismuna fólki eftir búsetu eins og þaö er heimskulegt aö mismuna þvi eftir kyni, aldri, kynþætti, at- vinnustétt eöa heilsufari. Rök þeirra manna sem berj- ast gegn þvi munu koma þeim I koll fyrr eöa siöar eins og þegar hefur reyndar veriö nefnt dæmi um. Og þegar litiö er á Reyk- vikingana sem voru svo dugleg- ir aö virkja ódýrt á sinum tlma kemur vafalaust i ijóis aö margir þeirra voru utan af landi, þeir hlutu menntun sina þar eöa hún var kostuð þaöan. Reykvlking- ar og annaö fólk eru ekki and- stæöur þó aö nóg sé um fordóm- ana. Viö erum sama fólkið. En bráöum hækkar olían um helming.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.