Þjóðviljinn - 11.03.1979, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11 mars 1979. GILS GUÐMUNDSSON: STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI ÞRJÁTÍU ÁRA STRÍÐ 1 Um þessar mundir eru þrjátíuár liðin síðan island varð aðili að hernaðar- bandalagi. Þrítugasti mars fyrir tæpum þrjátíu árum mun seint líða úr minni og 4. april heldur ekki, en þann dag gerðist land okk- ar formlegur aðili að hinu nýja striðsfélagi, er hlaut skammstöf unina NATO. Alla stund siðan hefur bar- átta verið háð um það, hvort við ættum heima í þessum félagsskap eða ekki. Nær jafnlengi hefur og verið um það deilt, hvort hér skyldi dveljast bandarískur her á vegum eða i umboði hernaðar- bandalagsins. Er þetta strið allt kunnara en svo að hér sé þörf að rekja. Þegar viö herstöövaandstæö- ingar litum til baka á þessum timamótum, er eölilegt að viö spyrjum sjálfa okkur og hvert annað: — Hvert er þá oröiö okkar starf? Hefur baráttan gegn striösbandalagi og hersetu veriö meö öllu unnin fyrir gig? Viö Is- lendingar erum enn reyrðir i fjötra NATO og herinn er hér sem áður suður á Miönesheiöi og ekk- ert fararsniö á dátunum þar. Þreytu gætir óneitanlega hjá yms um okkar hinum eldri, sem oft og lengi höfum vonað að starfiö bæri árangur, en jafnoft og jafn- lengi oröið fyrir margvislegum vonbrigöum. En aö sjálfsögöu hristum viö af okkur sleniö og höldum áfram baráttunni við hliö nýrrar kynslóöar herstöövaand- stæöinga, sem vonandi ber gæfu til aö leiöa baráttuna fram til sig- urs. Og þá er ekki til einskis unn- iö, ef tekist hefur aö halda á lofti kyndli friöarins og fela ungum höndum aö berjast til fullnaöar- sigurs undir þeim kjöroröum, aö Island skuli herlaust og friðlýst og standa utan hernaöarbanda- laga. 2 Þess hefur gætt mjög þaö miss- iri sem liöiö er frá myndun núver- andi rikisstjórnar, að viö Alþýðu- bandalagsmenn höfum látið helst til litiö aö okkur kveöa i barátt- unni fyrir herlausu landi. Sú staö- reynd, aö i núverandi stjórnar- samningi er ekkert ákvæöi um breytta stefnu i þessum málum, ætti sist af öllu aö gera okkur Al- þýöubandalagsmenn deigari i þeirri baráttu gegn herstöðvum I landi okkar sem framundan er. Miklu fremur ætti sú staöa, sem nú er upp komin, að brýna okkur til dáða ög sapnfæra hvern Al- þýöubandalagsmann um nauösyn þess, aö gefa herstöövaandstöö- unni aukiö rúm i öllu flokksstarfi. Þess gætir alltof mikiö um þessar mundir, aö viö eyðum miklum tima og kröftum I aö taka þátt i aö „stjórna” hinum og þessum stofnunum þjóöfélagsins. Viö mæöumst í mörgu, eins og segir um önnum kafna dugnaöarkonu i frægri bók, en hættir til að gleyma þvi i amstri daganna, aö eitt er nauösynlegt. Þaö er lifsnauösyn aö efla og glæöa þann vilja I brjóstum is- lensks æskulýös, aö tryggja, eins og segir I stefnuskrá flokks okkar, „sjálfsákvöröunarrétt og full- veldi þjóöarinnar, varöveislu og viðgang Islenskrar menningar og þjóöernis.. I samræmi viö þetta berst Alþýöubandalagiö fyrir þvi, að Island standi utan allra hern- aöarbandalaga og leyfi engu riki hér neins konar hernaöaraðstööu eöa gefi kost á aö fariö sé héöan meörangisleitnigegn öörum þjóð- um. Þvi er þaö stefna flokksins aö bandarikjaher hverfi sem fyrst meö allt sitt af Islenskri grund og Island segi sig úr Atlantshafs- bandalaginu”. Næstu vikurnar veröur þess trúlega minnst meö ýmsum hætti, aö þrjátiu ár eru liðin sfðan Nato var stofnaö og viö gengum I þann félagsskap. Fátt tel ég brýnna um þessar mundir, en aö allir and- stæöingar hersetu og herstöðva taki höndum saman og vinni skipulega aö upplýsinga- og fræöslustarfi um háskalega meinsemd hersetunnar og unni sér ekki hvildar fyrr en herinn er á brott og Island utan hernaöar- bandalaga. Þetta er þeim mun brýnna sem auðsætt er, aö her- setumenn og Natovinir eru stöö- ugt á feröinni og láta viÖa til sin taka. 3 Ekki þarf aö rekja þaö i löngu máli, meö hverjum hætti her- setumenn halda uppi baráttunni fyrir sinum málstað. Er og auö- velt aö sanna þaö meö dæmum, hvernig leiötogar hersetustefn- unnar tengja jafnan saman bar- áttuna fyrir dvöl bandarisks setu- liös i lándinu, aðild tslands aö herbandalagi og baráttuna gegn róttækum öflum hér innanlands. Þegar pólitiskur meirihluti virtist fenginn fyrir þvi eftir kosningar 1971 aö endurskoöa herstöövasamninginn meö þaö fyrir augum að herliöiö hyrfi á brott á nýhöfnu kjörtimabili, brugðu hersetumenn við hart og tóku aö undirbúa hina alkunnu VL-undirskriftasöfnun. Svo sem flestir muna lauk þeirri herferö meö undirskrift 55 þúsund Islend- inga undir þá kröfu aö herinn yröi hér áfram. Sakl þvi sist neitað aö þessi mikli árangur VL-manna varö verulegt áfall fyrir okkur herstöövaandstæöinga og hefur torveldaö árangur baráttunnar gegn herstöövum á Islandi alla stund siöán. Breytir þar litlu um þótt auövelt sé aö sýna fram á margvislega annmarka undir- skriftasöfnunar eöa skoöana- könnunar af þessu tagi. Er þó vit- anlega rétt aö hafa i huga þau áhrif, sem þaö hlýtur aö hafa, þegar mörg hundruð atvinnurek- endur og forstjórar fyrirtækja ganga meö VL-lista á milli starfs- fólks sins og biöja það aö gera það nú fyrir sig aö setja nafniö sitt á blaöiö. Mun ekki dæmalaust aö fylgt hafi með sú athugasemd, aö eftir þvi yröi vissulega tekiö hverjirskæru sig úr og neituðu aö skrifa undir, en auglýstu sig meö þeim hætti sem kommúnista og fjandmenn vestrænnar sam- vinnu. Óneitanlega minnti aöferö þessi öll á kosningaafskipti surnra atvinnurekenda fyrr á tiö, fyrir og um siöustu aldamót, meöan enn var kosiö i heyranda hljóöi. 4 Ekki þarf aö leiöa mörg vitni aö þvi, aö undirskriftasöfnun sú sem • viö Variö land er kennd, heíur veriö notuö grimulaust i flokks- pólitiskri baráttu. Skal i þvi sam- bandi aöeins minnt á skrif Morg- unblaösins fyrir alþingiskosning- arnar 1974, þar sem sérstaklega var skoraö á hina 55 þúsund und- irskrifendur aö veita Sjálfstæöis- flokknum brautargengi i kosning- unum. Tölvuafritun þessara und- irskriftalista og gerð tölvuskýrslu er svo alvörumál út af fyrir sig, en sannað var fyrir rétti aö starfsmenn IBM höföu unniö aö tölvuúrvinnslu fyrir Variö land á næturþeli. Voru starfsmennirnir margsinnis áminntir um aö fara meö þessa næturvinnu sina sem trúnaöarmál. Aldrei mun hafa veriö upplýst, hvar tölvuspólur þessar eru niöur komnar. Enda þótt hinn ótrúlegi árangur Varins lands i undirskriftasöfn- uninni heföi veruleg áhrif og ætti aö likindum sinn rika þátt i aö Framsóknarflokkurinn heyktist á aö framfylgja ákvæöum stjórnar- sáttmálans 1971 um brottför hers- ins á kjörtimabilinu, héldu rök- semdir okkar herstöövaandstæö- inga um tilgangsleysi herstöövar- innaráfram aðslast inn i þjóöina. Landhelgisbaráttan átti rikan þátt i að opna augu margra fyrir þvi, aö Bandarikjaher var hér i öörum tilgangi en þeim aö vernda Islendinga. Allir,sem hugsa vildu alvarlega um þessi mál, ööluöust á þvi skilning, að Islandi væri eng in vörn i þessum erlenda her, þvert á móti fæli dvöl hans i sér stórfelldan háska, ef til ófriðar kæmi. 5 En eftir þvi sem þaö rann upp fyrir fleirum, sem veriö höföu af ýmsum ástæöum fylgjandi bandariskum herstöðvum á Is- landi, aö herliöiö væri hér ekki I þágu tslendinga heldur Banda- rikjamanna og hagsmuna þeirra, fjölgaöi þeim sem sögöu: Úr þvi aö herinn er hér ekki i okkar þágu, er sanngjarnt aö stórveldiö borgi almennilega fyrir aö fá aö vera hér. Hefur ekki annar eins maöur og Jósef Luns reiknað það út, aö aöstaðan i Keflavik spari Bandarikjunum og Nato marga miljaröatugi ár hvert, miðað viö aörar lausnir sem tiltækar þættu? Um gjaldtökuhugmyndina eru að visu ekki allir á einu máli I Sjálf- stæöisflokknum. En hitt er ljóst, aö Aronskenningin svonefnda á þar miklu fylgi aö fagna, og kom þaö m.a. fram i prófkjörinu I nóv- embermánuöi 1977, þegar á átt- unda þúsund kjósendur Sjálfstæö- isflokksins vildu láta Bandarikja- menn borga vel fyrir herstöðina á Miönesheiöi og önnur hernaöar- umsvif hér, en abeins 1510 voru á móti. Og þó að helst til litiö hafi nú um sinn fariö fyrir okkur her- stöövaandstæöingum (viö erum svo uppteknir viö aö reyna að „stjórna” hinum og þessum stofnunum þjóöfélagsins eins og fyrr sagði), þá er vist að her- stöðvasinnar og sérstakir unn- endur „vestrænnar samvinnu” eru I fullu fjöri. Halda þeir nú ráöstefnur undir forsæti nýkjör- ins leiðtoga sins Alfreös Þor- steinssonar. Og Morgunblaðiö er ekki alveg af baki dottiö. Meö fjölbreytilegu móti berst þaö gegn lævisum herstöövaandstæð- ingum og rauðliðum. Annan dag- inn skrifar hugsjóna- og menn- ingarritstjórinn bráöskemmti- lega og sprenghiægilega leiöara um höfðingjann Snorra Sturluson og kommúnistalýöinn sem alls- staöar er að þvælast fyrir nú á dögum. Svo tekur efnishyggjurit- stjórinn viö og birtir einhvern samsetning um skatta og visitölu sem enginn les. En strax I næsta blaði eru nokkrar blaösiður helg- abar þvi göfuga viðfangsefni aö sannfæra lesendur um aö hvergi á tslandi sé eins dásamlegt aö lifa og starfa eins og á Keflavikur- flugvelli viö að þjónusta setuliðið þar. Er þess skemmst að minnast aö sunnudaginn 25. febrúar vitn- uöu ekki færri en fimmtán tslend- ingar I blaöi þessu um þá dýrö og dásemd aö mega vinna þarna fyr- ir herinn. Hefur slik lofgerö naumast heyrstsiöan andheitustu sálmaskáld okkar á sibaskipta- timanum dásömuöu hvaö ákafast væntanlega sæluvist i himnariki: Er guö allra besti augum vorum prýöi ný, hunangsseimur sætasti, söngur fagur eyrum i, balsamkær best sem skarta blómstur skær mjúk aö snerta, hver þar fær hvaö hans girnist hjarta. 6 Viö Alþýðubandalagsmenn höf- um fulla þörf fyrir aö hrista af okkurslenið i herstöövamálinu og halda áfram með auknum þrótti baráttunni fyrir brottför hersins og úrsögn tslands úr herbanda- lagi. Viö eigum þess kost allan siöari hluta marsmánaðar aö styöja og efla þá viöleitni til slikrar baráttu, sem fram fer á vegum Samtaka herstöövaand- stæöinga, en listamenn munu einkum bera uppi meö margvis- legu framlagi. Látum okkur hvergi vanta, þar sem af alvöru og einlægni er sótt fram undir kjöroröum: Island úr Nató, her- inn burt. Frá átökunum 30. mars 1949.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.