Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Föstudagur 16. mars 1979—63. tbl.—44. árg. Stúdentaráðskosningar: Vinstri menn sigruðu Úrslit kosninganna i Háskólanum i gær: Tii stúdentaráðs: B-iisti vinstri manna 8X2 atkv. (52,4%) og 7 menn kiörna, A-listi Vöku 648 atkv. (41,8%) og6'/menn kjörna. 90 seölar auöir. Til Háskólaráös: B-listi vinstri manna 842 atkv. og 1 mann kjörinn og A-listi Vöku 640 atkv. og 1 mann kjörinn. —GFR Leynivopniö heitir þetta splunkunýja verk Sigurjóns ólafssonar, en þaö er til sýnis á myndlistarsýningu herstöövaandstæöinga aö Kjar- valsstööum, sem opnuö veröur I dag. Ljósm. Leifur Verðbótatillögur forsætisráðherra 4% skerðlng kaupmáttar Þróun kaupmáttar kauptaxta allra iaunþega á fyrri helmingi ársins 1979 samkvæmt frumvarpi forsætisráöherra er talin veröa þessi samkvæmt lauslegri áætlun Þjóöhagsstofnunar. Tölurnar sýna kaupmátt I upphafi hvers mánaöar miöaö viö 100 1977. I januar sl. var kaupmátturinn 111.8 stig, i febrúar 109,3 stig, mars 113.0 stig. 1 april er taliö aö kaupmátturinn veröi kominn niöur i 110.5 stig, i mai sigur hann niöur i 106.1 stig og i júni er áætl- aö aö hann veröi I upphafi mán- aöarins 108.6 stig. Kaupmáttar- sigiö frá mars til júni er 3.9%. —ekh Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins Mótmæltu Menningarvikan hefst í dag á stjórnar- fundi 1 dagkl. 16.00 verður Menning- ar- og listahátiö herstööva- andstæöinga opnuö aö Kjarvals- stööum. Opnunarathöfnin sjáif er fyrirboðsgesti, en kl. 17.00 veröur hátiðin opnuö aimenningi. Einsog áöur hefur veriö skýrt frá hér i blaöinu sýna 30 mynd- listarmenn verk sfri i vestursal Kjarvalsstaða meðan hátiðin stendur yfir. Eftir helgina veröur sögusýning sett upp á göngum hússins, og verður saga hemáms- ins rakin þar, aöallega i ljós- myndum. Nú um helgina veröur mikiö um að vera á hátiöinni. A morgun kl. 14 hefst tónlistardagskrá, þar sem sönghópar og trúbadúrar munu koma fram. Meöal þeirra eru Kór Rauösokkahreyfingar- innar, söngsveitin Kjarabót, Visnavinir, Sóleyjarsöngsveitin, Bergþóra Arnadóttir, Bubbi Morthens, Ingólfur Steinsson og Kristján Guðlaugsson. A sunnudaginn verður skálda- vaka, einskonar maraþondag- skrá þar sem u.þ.b. 25 skáld og rithöfundar lesa úr verkum sin- um. Barnagæsla veröur i húsinu báða dagana frá 2—6. Fóstrur munu leika viö börnin og einnig veröa þeim sýndar teiknimyndir. Kaffistofan veröur að sjálfsögöu opin, og veröur hátölurum komiö þar fyrir til þess aö fólk geti skroppið i kaffi án þess aö missa neitt úr dagskránni. í sunnudagsblaöi Þjóöviljans veröur nánar sagt frá dagskrá menningarvikunnar. ih r Olafur Jóhannesson á Alþjngi i gær: Ráöherrar Alþýöubanda- lagsins iögðu i rikisstjórninni i gær fram mótmæli gegn þeim vinnubrögöum sem samstarfsfiokkarnir heföu viðhaft að undanförnu og gegn ósvifnum fullyröingum samráöherra sinna um aö ráöherrar flokksins heföu samþykkt veröbótakaflann i frumvarpi ólafs Jóhannes- sonar fyrir helgina. 1 bókuninni segir að sam- starfsflokkarnir hafi meö óbilgjörnum hætti tekið sig Kíppi mér ekki ingar á fruin- varpinu Reynum til hlítar að fá því breytt á þinginu, segir Svavar Gestsson Ólafur Jóhannesson lagði I gær fram á Alþingi frumvarp um efnahagsmál og hyggst hann flytja þaö i efri deild, en þar situr hann. i umræðum utan dagskrár sem uröu af þessu tiiefni, kvaðst Ólafur á engan hátt telja það óeðlilegtað Alþingi teldi sig þurfa aö breyta einhverju i frumvarp- inu. „Ég munekkikippa mér upp viö þaö” sagöi hann. Þá svaraði forsætisráöherra áskorun Geirs Hallgrimssonarum aöhann segöi af sér fyrir sig og ráöuneyti sitt á þann veg aö hann myndi aö sjálf- sögöu beygja sig fyrir vantrausti en „fyrr ekki”. Umræöur þessar hófust þegar Sverrir Hermannsson smyglaöi sér inn i umræður um - Útvarp og sjónvarp: Afnotagjöldin hækka Rikistjórnin hefur samþykkt hækkun á afnotagjöldum útvarps og sjónvarps. Afnotagjöld af lít- varpi og svarthvitu sjónvarps- tæki hækka um 15% og afnota- gjöld af litasjónvarpstækjum hækka um 17%. Rikisútvarpiö haföi farið fram á 35% hækkun á öllum afnotagjöldum. Afnotagjöld á fyrri hluta þessa árs veröa: Fyrir útvarpstæki kr. 5800, hækkar úr kr. 5000. fyrir svarthvítt sjónvarpstæki 12.309, hækkar úr kr. 10.700 og fyrir lit- sjónvarpstæki kr. 16.300, hækka úr kr. 13.900. Gjalddagi afnota- gjaldanna var 1. mars sl. —eös. upp við breyt stofnstærð útsela, undir þvi yfir- skini að ræða þingsköp. Forseti átaldi þingmanninn fyrir að breg)a sér i þetta liki, enda kom i ljós aö Geir Hallgrimsson haföi fyrr um daginn óskaö eftir að tala utan dagskrár um frumvarp forsætisráöherra og var aðeins eftir því beðið aö Ólafur Jóhannesson kæmi i þingsal. Eftir þjófstart Sverris talaöi Geir og gagnrýndi hann harölega for- sætisráðherra, rikisstjórnina og alla málsmeöferð. Jafnframt veittist hann harkalega að rlkis- fjölmiðlunum og kvaö deUuaðil- um irikisstjórngefastkosturá að breiða sig út i þeim en hlutur stjórnarandstöðunnar væri mjög fyrir borð borinn. Þá sagöi Geir að ljóst væri af yfirlýsingum ýmissa ráðherra aö ósamkomu- lagið irikisstjórninni væri slikt aö stjórninni bæri að segja af sér. 1 svari ólafs Jóhannessonar kom fram að hann hyggst mæla fyrir frumvarpi sinu i efri deild á mánudag og myndi hann þá gera nánari grein fyrir málsmeöferö. Þaðað mál væri lagt fram þýddi auövitað ekki aö þaö yröi aö fara í gegn óte-eytt. Ólafur kvaðst hafa gert skyldu sýna meö þvi aö leggja fram frumvarpið en itrek- aöi aö hann teldi á engan hátt óeðlilegt þótt Alþingi teldi sig þurfa á breyta einhverju i þvi. „Ég mun ekki kippa mér upp viö það” sagði ólafur. Að lokum sagði Ólafur aö hann myndi aö sjálfsögðu beygja sig fyrir þing- vilja og segja af sér ef þingið samþykkti vantraust á hann, „Fyrr ekki”. Næstur talaöi Svavar Gestsson. Hann kvað ráöherra Alþýðu- bandalagsins staöráöna i aö reyna til hlitar aö fá frumvarpinu breytt i meöförum þingsins. Yröi það hinsvegar niöurstaðan að samstarfsflokkarnir ætluöu aö ganga yfir Alþýöubandalagið mundu réðherrar þess umsvifa- laust segja af sér. Las Svavar siðan greinargerð og bókun þeirra i rikisstjórninni, en hún birtist á bls 5 i blaðinu i dag. Margir aðrir þingmenn tóku til máls I þessari umræöu (Sjá baksiöu.). sgt saman um að ganga gegn þriðja st jórnarf lokknum meö framlagningu þessa frumvarps. Þá er þvi lýst yfir að verði frumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi i andstöðu við ráðherra Alþýöubandalagsins muni þeir að sjálfsögðu segja af sér. —ekh Sjá síðu 5 Nei, ljósmyndarar fá ekki aögang var úrskuröur þriggja forseta Al- þingis er beöiö var um aö fá aö taka mynd I hinni árlegu þingveislu sem haldin var á Hótel Sögu i gærkvöldi en hún mun kosta skattborgarana fáeinar miljónir króna. Starfsfólk hótelsins var hins vegar hiö elskuleg- asta og þótti miöur hvernig fór. (Ljósm:eik) Smámunir Tómasar Tómas Arnason sagöi í gær i út- varpsviötali aö á tillögum Al- þýöubandalagsins og veröbóta- kaflanum i frumvarpi forsætis- ráöherra fælistaöeins 1% munur á raunverulegum launatekjum. Sagöi fjármáiaráöherra aö hon- um væri óskiljanlegt hvernig AI- þýðubandalagið legöist af svo miklum þunga gegn þessum litla mun. Þjóðviljinn spyr af þessu tilefni hversvegna Tómas og samráðherrar hans i Framsókn- arflokknum og Aiþýðuflokknum eru að standa fast á svona tittlingaskit. Þá kom fram sú athyglisveröa fullyrðing hjá Tómasi aö þrátt fyrir þennan litla mun yröi verö- bólgan á árinu 37% ef farið yrði aö tillögum Alþýöubandalagsins, en 33% ef fariö yröi aö tillögum Ólafs Jóhannessonar. 1% i kaup jþýðir semsagt 4% verðbólgu- aukningu. En hvað um aöra þætti frumvarpsins at veröbæturnar? Hafa hinar 60 greinarnar i frum- varpinu engin áhrif á veröbólg- una? Var þaö allt til einskis gert? —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.