Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVlLJINN'Föstudagur 16. mars 1979
MOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðS'
hreyfingar og þjóðfrelsis
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóftviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir
Rekstraratjóri: Olfar Þormófisson
Auglýslngastjóri: Rúnar Skarphéfiinsson
Afgreifislustjóri: Filip W. Franksson
Biafiamenn: Alfheibur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gufijón
Fribriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús
H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Gufi-
mundsson. tþróttafréttamafiur: Ingólfur Hannesson. Þlngfréttamafi-
ur: Sigurfiur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Otlit og hönnun: Gufijón Sveinbjörnsson, Sævar Gufibjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvörfiur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrffiur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Gufirún Guövarfiardóttir, Jón Asgeir Sigurfisson.
Afgreiftsla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét-
ursdóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlfiur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárfiardóttir
Húsmófilr: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gufimundsson.
Ritstjórn, afgrelfisla og auglýslngar: Slfiumóla C, Reykjavfk, slml t UM-
Prentun: Blaðaprent hf.
• Deilan sem nú stendur milli stjórnarf lokkanna er að-
eins f ramhald af þeirri stórdeilu sem staðið hef ur óslitið
frá því í byrjun stjórnarmyndunarviðræðnanna og fram
á þennan dag. Það er deilan um skiptingu þjóðartekn-
anna og um það hvort láglaunafólk eigi að bera kostn-
aðinn af því að koma verðbólgunni niður.
Það kemur semsagt á daginn í síðustu samningalot-
unni um efnahagsmálastefnu að allir bjarghringir krat-
anna, niðurskurður í ríkisumsvifum, stórum minni
einkaf járfesting og opinber f járfesting, samdráttur í at-
vinnu og útlánum bankakerfisins, tomma ekki í barátt-
unni gegn verðbólgunni. Þjóðhagsstofnun reynist ó-
mögulegtað merkja nokkur áhrif af slíkum aðgerðum í
sinum verðbólguspám. Þó er það eins og Asmundur
Stefánsson hagfræðingur segir í viðtali við Þjóðviljann
útfærslan á ráðstöfunum sem þessum og reynslan sem
skera úr um hvaða áhrif þær hafa. Og margir eru þeirr-
ar skoðunar að sé samræmi í beitingu stjórntækja efna-
hagslífsins gegn verðbólgunni náist verulegur árangur.
• Sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar virðast hins vegar
ekki vera færir um að meta annað til verðbólguhjöðnun-
ar en lækkun á kaupmætti launa. Þessvegna er það sem
Ólafur Jóhannesson lætur hafa sig í það að undirlagi
Jóns Sigurðssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar að
leggja fram tillögur fyrst um 10% bótalausa skerðingu
verðbóta á laun 1. júní og síðan um 6.6%. Það er almenn
skoðun í verkalýðshreyfingunni að forstjóri Þjóðhags-
stofnunar vinni leynt og Ijóst að flokkshagsmunum
sjálfstæðiskratanna í Alþýðuflokknum. Enda er það
nokkur trygging fyrir því að sundur skilji milli stjórnar-
stefnunnar og verkalýðshreyfingarinnar að hann sé
kvaddur til sem sérfræðingur ríkisstjórnarinnar.
• Að hamast gegn vísitölukerf inu er vinsælt um þessar
mundir, enda eru umræður um tæknilega samsetningu
þesssvo f lóknar að þær gerast hvimleiðar og lítt skiljan-
legar almenningi. Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambandsins, segir í blaðaviötali að
setja megi vfsitölumál upp í margbreytilegt mál, en sé
umbúðunum fleygt utanaf ráðgerðum vfsitöluaögerðum
þá séu þær fólgnar í því að lækka verðbólgu meö því að
lækka kaup. Þótt upp sé sett á fræðilegan hátt séu að-
geröirnar kauprán óbreyttar, og ógæfulegar.
• Kristján Thorlacius, formaður BSRB, segir í viðtali
við Þ jóðviljann að visitölukerfið sé geysimikil vörn gegn
sífelldri ásókn atvinnurekendavaldsins í að ná til sín
meira af þjóðartekjum. „Það væri fullkomið ábyrgðar-
leysi ef samtök launafólks samþykktu að brjóta niður
þetta varnarvirki", segir Kristján.
• Það er tómt fals að halda því fram eins og sumir
Framsóknarmenn haf a verið að gera studdir af skýrslu-
gerð Þjóðhagsstof nunar að bótalaust af nám 6.6 verðbóta
þýði ekki kaupmáttarskerðingu. Þá miða þeir við allt
siðasta ár, sem var að hálfu kaupránsár. Með því að
miða við þann kaupmátt sem haldið hef ur verið uppi í tíð
núverandi stjórnar og bæta við hálfu kaupránsári, sem
hún á að bera ábyrgð á, er eðlilegt að mennirnir fái
óbreytt ástand frá því í fyrra. Slík talnaspeki blekkir
engan.
• Að halda því fram að baráttan fyrir því aö viðhalda
núverandi kaupmætti sé hégómamál er fráleitt. Sem
dæmi um það má nefna að um sl. áramót var ísl. iðn-
verkamaður 9 klukkustundir og 48 mfnútur að vinna fyr-
ir 15 algengum matvælategundum, einu kflói af hverri.
Fyrir sama matarpakka þurfti sænskur starfsbróðir
hans aðeins að vinna f tæpar 5 klukkustundir, danskur
ívið lengur og finnskur 8 klukkustundir og 41 mínútu. Að
halda þvf fram að kaupmáttur verkafólks á fslandi
sprengi upp verðbólguna jafngildir viðurkenningu á upp-
gjöf frammi fyrir þvi verkefni að stjórna efnahagslff-
inu.
• Það er óviturlegt eins og Hjörleifur Guttormsson iðn-
aðarráðherra segir í viðtali við Þjóðviljannaðætla sér að
vinna á verðbólgunni með því að kveikja stríðseldanna
og segja samtökum launafólks stríð á hendur. Kaup-
lækkunarleiðin, skerðing á verðbótum á laun, eð'a af nám
vísitöluviðmiðunar launa, hefur verið margreynd af í- k
haldsstjórnum. Sem stjórntæki í efnahagsmálum og
verðbólgubaráttu dugar þessi leið ekki nema ríkisvald-
inu takist að beygja verkalýðshreyfinguna í duftið og
lama baráttuþrek hennaraðfullu. Þaðátti að reyna hina
leiðina með núverandi stjórnarsamstarf i, en þeir sem nú
vilja snúa við og feta gömlu kauplækkunarleiðina munu
leiðast út á braut ófarnaðar. —ekh
„Frjálshyggja”
, án framtíðar
Bjarni, sonur Hannesar heit-
ins Pálssonar frá Undirfelli, rit-
aöi grein „á dagskrá” Þjóövilj-
ans á þriðjudaginn var og nefndi
hana „Gullinn draumur eöa
gullinn draugur”. Þar ræddi
hann þróun svonefndrar frjáls-
hyggju i markaösmálum, og
geröi nokkurn samanburö á
þjóðfélögum mikiliar og litillar
miöstyringar i efnahagsmálum.
Bjarni Hannesson leiddi rök aö
þvi, aö ekki væri framtíöarvon i
hinu kapitaliska kerfi i hagsýslu
þjóöanna. Það kerfi væri aö
likindum óframkvæmanlegt til
lengdar og virtist ekki geta leitt
HannesH. Gissurarson er af ætt
manna sem efast um gildi
„frjálshyggju” i markaösmál-
um.
til annars en algerðs öngþveitis
aö þróun óbreyttri.
1 grein sinni telur Bjarni
Hannesson upp nokkur atriöi
sem hann telur aö þurfi aö skoöa
til aö unnt sé aö meta stööu og
horfur kapltalismans: Nýtast
vinnuafl og landgæöi til félags-
legra og efnahagslegra fram-
fara? Dreifast tekjur og eígnír á
eölilegan hátt milli þjóöfélags-
þegnanna? Eru náttúruauölind-
ir hagnýttar meö skynsamleg-
um hætti? Er meingun hald-
iö í skefjum? Eru aö verki ein-
hver innri þróunarlögmál sem
grafa undan hagkerfinu?
Sjálfvirkt fall?
Bjarni telur aö ofnotkun á
náttiiruauölindum og meingun-
in séu kapitalismanum firna
hættulegt til frambúöar, en al-
varlegasta ógnunin stafi frá van-
þróuöum heimshlutum. Þar sé
allt útlit fyrir áframhaldandi og
raunar aukna eymd sem annars
vegar valdi pólitiskum óróa og
hins vegar þvl, aö kapitalisminn
geti ekki fest þar rætur. Van-
þróuðurikin veröiekki aflögufær
meö hráefni, og þá geti iönþró-
uöu rikin þurft aö fara aö lifa
nokkurs konar sjálfsþurfta-
búskap. Muni þaö etv. leiöa til
sjálfvirks falls hins frjálsa
markaöskerfis, hvort sem þaö
veröur hægfara þróun eöa meö
snöggum hætti i formi byltinga.
Viröist þvl greinarhöfundi
nokkuð liklegt, ,,aö þaö sem
frjálshyggjumenn töldu og telja
jafnvelenn verahina einu sönnu
leiötil efriahagslegra framfara,
hafi oröiö aö einhverjum þeim
versta draug sem maöurinn
hefur þurft aö glima viö á
þróunarbraut sinni”.
Gullinn draugur
Hér látum viö lokið þessari
ófullkomnu endursögn á grein
Bjarna frá Undirfelli, og vekj-
um um leiö athygli á þvi aö hér
komst ekki nema litill hluti af
röksemdafærslu Bjarna til
skila. Hann sýnir sjálfsagða -
varúö I spádómum og hefur
ýmsa fyrirvara á llklegum
þróunarferlum.
Bjarni Hannesson sýnir þaö i
grein sinniaöhannersanngjarn
maöur og tillitssamur viö raun-
veruleikann. Hann gefur
kapitalismanum þaö gott
sem hann á, en sýnir fram á aö
hann stefnir inn i kreppu sem
ekki er liklegt aö hann ráði viö
aö óbreyttu þjóðfélagsmynstri.
Hin svokallaöa „frjálshyggja”
eöa trú á óheftan kapitalisma sé
hvort tveggja I senn gullinn
draumur og gullinn draugur.
Einn af nánum ættingjum
Bjarna lifir mjög I hinum gullna
draumi. Þaö er systursonur
hans, Hannes Jiólmsteinn
Gissurarson.
Ættfrœðilegt
undur
Hannes Hólmsteinn er nefni-
lega dóttursonur hins mæta
Framsóknarmanns, Hannesar
heitins frá Undirfelli. Meöal nú-
lifandi ættingja hins unga
Hannesar eru bæði fyrrverandi
og núverandi þingmaöur Fram-
sóknar, forystumenn I búnaöar-
samtökum ogfleiriágætirmenn
sem eru fjarri þvi aö hafa bund-
iö trúss sitt viö hinn gullna
draug Sjálfstæöisflokksins. Mér
er nær aö halda aö kjörorö
flestra þessara manna sé þetta
gamla og góöa ,,allt er betra en
ihaldið”, og þaö skyldi ekki
vera, aö ýmsir af fööurfólki
Hannesar unga úr Jökulfjöröum
séu sama sinnis.
Þaö má þvi segja aö Hannes
Hólmsteinn, sitjandi inni i miöj-
um Sjálfstæöisflokknum, sé
eiginlega ættfræöilegt viöundur.
Frjálshyggjuprédikanir H.
Hólmsteins hafa nú fengið verö-
ugt svar úr þvi húsi, þar sem
hann ætti heima samkvæmt
uppruna sinum.
Ragnhildur í
ættarböndum
Þvl fer nú fjarri aö öllum
thaldsmönnum sé svona illa I
ætt skotið. Svo er tilaömynda
ekki með elskuna hana Ragn-
hildi Helgadóttur (sem gleymdi
vist aö sitja NATO-ráðstefnuna
um daginn). Hún á a ö s jálfsögöu
hvergi annars staðar heima en I
Sjálfstæöisflokknum, og er
flokkurinn vel aö henni kominn
á allan hátt. Hún hefur sem
kunnugt er tekið upp haröa bar- •
áttu fyrir friöhelgi einkalifs
skólabarna, sérstaklega kynlifs
þeirra. Svo einkennilega vill til,
að klippari þessa þáttar er á
margan hátt sammála Ragn-
hildi um þetta, þó etv. ekki á
sömu forsendum. Sannleikurinn
er nefnilega sá, aö dansk-
menntaöir sálfræöingar hafa nú
fengið áhuga á kynlifi stjórn-
málamanna. Hefur heyrst aö
þeir hyggist gera aöra sálfræöi-
lega kynlifskönnun á Islandi og
fá til þess fjárstyrk úr
menningarsjóði Noröurlanda
sem einmitt Ragnhildur stýrir.
RagnhUdi Helgadóttur alþingis-
manni er óskaö innilega til
hamingju meö nýjan skilning á
friöhelgi einkaUfs.
Til er önnur skýring (og hún
sálfræöileg) á skyndilegum
áhuga Ragnhildar Helgadóttur
á friöhelgi einkallfs. Hún er sú,
aö hér sé um aö ræöa afleiöing-
ar heiftarlegs samviskubits
vegna árásar „Varins lands” á
friöhelgi einkallfs Islendinga á
sjálfu þjóöhátiöarárinu 1974*
Tölvuvinnsla aöstandenda VI á
undirskrifendum mundi nefni-
lega falla undir brot á friöhelgi
einkallfs, hvarvetna þar sem
nýtísku tölvulöggjöf væri I gildi.
Einmitt Ragnhildur upplýsti
þaö þá á alþingi aö gerö væri
tölvuskrá um undirskrifendur,
enda mátti hún gerst um þaö
vita þar eð aöstandendur voru
henni nákomnir. Siðar hefur
Ragnhildur lært ýmislegt um
tölvulög til verndar einkahögum
á Norðurlöndum, og þaö beit
samviskuna. —h.
Afsláttur
á fasteignasköttum fyrir elli- og örorkulifeyrisþega:
50% og 80% afcláttur
veittur eftir tekjum
Framtalsnefnd hefur ákveöiö
þau tekjumörk eUi- og örorkulif-
eyrisþega, sem veita rétt til 50%
og80% afsláttará fasteignaskött-
um, ogfá t.d. þeir sem höföu fulla
tekjutryggingu á siöasta ári 80%
afslátt.
Ekki þarf að sækja sérstaklega
um sllkan afslátt, þvl framtals-
nefnd fer sjáifkrafa yfir öll
framtöl elli- og örorkullfeyris-
þega og veitir afsláttinn eftir
tekjum vibkomandi, sagöi Adda
Bára Sigfúsdóttir, horgarfulltrúi,
sem Þjóöviljinn ræddi viö I gær
um þessi mál.
Einstaklingur sem i fyrra haföi
1.200.000 eða minna i tekjur fær
80% afslátt af fasteignasköttum.
Sama afslátt fá hjón ef tekjur
þeirra 1978 voru 1.800.000 eða
minna.
50% afslátt fá einstaklingar,
með tekjur á bilinu 1.2—1.5
miljónir oghjón með tekjur á bil-
inu 1,8—2,3 miljónir.
Adda Bára sagöi aö framtölin
væru ekki tilbúin til yfirferðar
fyrr en um miöjan febrúar i
fyrsta lagi, og þaö væri seinlegt
verk að fara yfir öll framtöl elli-
og örorkulifeyrisþeganna. I gær
var annar gjalddagi fasteigna-
gjaldanna og þriðji og slöasti
gjalddaginn er 15. aprll. Þvi
miður er þetta svo mikið verk,
sagöi Adda, aö fólk fær varla til-
kynningu um afsláttinn fyrr ai
einhvern timann i april, en endur-
greiðslur á ofgreiddum gjöldum
veröa sjálfkrafa póstsendar heim
til fólks frá gjaldheimtunni. —AI