Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. mars 1979
Finnar ganga
að kjörborði
Þuríður
Pétursdóttir
skrifar frá
Helsinki
Finnska þinghúsiö viö Mannerheimveginn I Helsinki. Þ.P.
Dagana 18. og 19. mars verða þingkosningar i
Finnlandi. Kosningabaráttan hófst opinberlega 26.
febrúar, þegar utankjörstaðaatkvæðagreiðsla
hófst. Sama dag birtust auglýsingaspjöld flokkanna
á götunum og sjónvarpið fór af stað með flokka-
kynningu. Fram að þessu hefur kosningabaráttan
verið róleg. Flokkarnir virðast eiga erfitt með að
vekja áhuga almennings. Sérstaklega á þetta við
um ungt fólk, sem segir að engu skipti hvað kosið
sé, þetta sé allt sami grauturinn í sömu skálinni.
Þingkosningar
Stiórnin, sem setiö hefur s.l. 3
ár, er samsteypustjórn Sóslal-
demókrata, Fólkdemókrata, Mið-
flokksins og Liberalafl.. Þessir
flokkar hafa setið meira og minna
I stjórn síðustu 10 til 15 árin og
ekki gert ráð fyrir að breyting
verði þar á I bráð. Nú slðast var
það ritari Sóslaldem. sem sagði
að Finnar hefðu ekki efni á að
gera tilraunir með stjórn borg-
araflokkanna eins og á stæði.
Róttækustu breytingarnar sem
gerðar hafa veriö á stjórninni slð-
ustu árin eru þegar Fólkdemó-
kratarnir koma inn I stjórnina
eða fara út úr henni. Sem stendur
eru þeir klofnir I afstöðunni til
stjórnarþátttöku, meirihlutinn er
I stjórn en minnihlutinn er f
stjórnarandstöðu. Þeir ganga þó
sameinaðir til kosninganna.
Eftir olíukreppuna 1973 var
verðbólga aðalvandamál Finna,
eins og fleiri þjóða. Verðbólgan
komst upp I 18-20% þegar hún
varð mest 1975-1976, slðan hefur
dregið úr henni ár frá ári og á slð-
asta ári var verðbólgan 7,8%. Is-
lendingi finnst þetta vel af sér
vikið, þar til i ljós kemur hvað
Finnar hafa greitt fyrir þessa
hagstæöu þróun. Atvinnuleysi
hefur aukist jafnt og þétt síðan
1974 (40.000 manns) og nú um
miðjan febrúar voru 192.000 at-
vinnulausir eða 8,7%. Sérstaklega
er atvinnuleysið tilfinnanlegt
meðal fólks undir 25 ára aldri. Við
þetta bætist að Finnar hafa flust
I stórum stfl til Svíþjóðar, eru nú
um 350.000 Finnar I Svlþjóö, þar
18. -19. mars
af hafa 130.000 atkvæðisrétt I
þingkosningunum hér. (Það má
e.t.v. bæta við, að atvinnuleysi er
ekki haft aö lifibrauöi hér, eins og
sagt er að gerist I sumum öðrum
Norðurlandanna. Bæöi eru at-
vinnuleysisbæturnar lágar og
menn fá þær ekki nema takmark-
aöan tlma.). Auk alls þessa hefur
kaupmáttur launa minnkað frá
ári til árs síðan 1975, og hér er
ekki hægt að drýgja tekjurnar
með yfirvinnu, hún þekkist ekki.
Kosningabaráttan
Umræðurnar það sem af er
kosningabaráttunni hafa þvl
staðið um hvernig draga skuli úr
atvinnuleysinu. Þar sýnist sitt
hverjum eins og gengur.
Sóslaldemókratarnir þjófstört-
uðu kosningabaráttunni þegar
fjármálaráðherrann Paul Paa-
vela kynnti tillögur flokksins til
aö auka atvinnu. Þar er lagt til að
eytt veröi 300 millj. marka I að
hressa viö fjárhag sveitarfélaga
og auka þannig framkvæmdir
þeirra. Sveitarfélögin njóti góös
af I hlutfalli viö hve margt fólk
undir 25 ára aldri fái vinnu.
Skipasmiðaiönaðurinn og annar
iðnaður sem ræöur ungt fólk I
vinnu á einnig aö njóta góös af
þessum 300millj..Auk þess er gert
ráð fyrir að 20-30 millj. marka
faril að lækka ellilaunaaldur, þar
sem fyrirtækin ábyrgjast að ungt
A finnnska þinginu sitja 200 menn. Þeir skiptust milli 10 flokka I slö-
ustu kosningum. Ef þeim er raðað eftir stærð Uta hlutföllin svona út:
SDP Sóslaldemókratar..................... 54 menn og 25% atkv.
SKDL Fólkdemókratar........................ 40 menn og 19% atkv.
(Bandalag kommúnista og
nk. jafnaöarmanna).
KESK Miöflokkur (Centerparti).............. 39 menn og 18% atkv.
KOK Samlingsparti (Ihaldsfl.).............. 35 menn og 18% atkv.
RKP Svenska folkpartiet.................... 10 menn og 5% atkv.
LKP Liberalapartiet......................... 9 menn og 4% atkv.
SKL Kristilega sambandiö.................... 9 menn og 3% atkv.
SMP Landsbygdspartiet....................... 2 menn og 4% atkv.
SKYP Enhetspartiet......................... 1 maður og 2% atkv.
SPK Konstitutionelapartiet............... 1 maöur og 2% atkv.
■C' 'iduf’'*iT 'iíé*m bT ™ 1
^p: Iw- —'•»»»' - ÍWEÍW-m
Götumynd úr finnsku höfuðborginni. Ljósm. Þ.P.
fólk verði ráðiö I þær stööur sem
þannig losna.
Stytting vinnuvikunnar I 35
tima á nokkrum næstu árum er
aöal kosningamál Fólkdemókrat-
anna. Þeir segja að fyrirtæki hafi
á slðustu árum tekiö upp og aukið
sjálfvirkni við framleiösluna, og
um leið fækkað fólki og bætt sam-
keppnisstöðuna. Sjálfvirknin hafi
stóraukið framleiðni vinnunnar
og þvi sé ekki nema eðlilegt að
stytta vinnutímann. Vinnutlma-
stytting leiddi til þess að vaktir
yrðu 41 stað 3ja þar sem unnið er
allan sólarhringinn og vlða ann-
arsstaðar I vaktavinnu þyrfti að
fjölga fólki.
Borgaraflokkarnir vilja aftur á
móti létta sköttum af atvinnuveg-
unum og draga úr beinum skött-
um en leggja á neysluskatta I
staðinn. Þetta segja þeir aö muni
auðvelda fyrirtækjum að ráða.
fleira fólk i vinnu. Þeir vilja einn-
ig greiöa mæörum ungbarna n.k.
laun fyrir að vera heima I stað
þess að vinna úti og lækka elli-
launaaldur, sérstaklega fyrrver-
andi hermanna. Meö þessu segj-
ast þeir losa yfir 100 þús. stöður
fyrir ungt fólk að ganga inn I.
Flokkarnir hafa gert sitt besta
til aö auglýsa þessar lausnir sln-
ar, en einhvernveginn virðast
þeir ekki geta kveikt áhuga al-
mennings, Að vlsu var mikil að
sókn I utankjörstaðaatkvæöa-
greiðslunni fyrsta daginn, en nú
lltur út fyrir aö kjörsókn verði
ekki sérlega mikil. Sérstök
áhersla er lögö á að fá Finna I
Sviþjóð til að nota kosningarétt-
inn. Þar kusu aðeins 25% I siö-
ustu kosningum (1975). Það er
búist við töluverðri aukningu, en
samt er ekki talið að þátttökupró-
sentan verði mjög há, I besta falli
50%.
Gallup kannanir hafa sýnt að
Samlingspartlið muni vinna á I
kosningunum og sumir hafa túlk-
aö þaö sem hægrisveiflu. Kann-
anirnar hafa þó sýnt aö þeir munu
vinna á á kostnað litlu flokkanna
til hægri, Landsbygdspartlsins og
Enhetspartísins. Það er því ekki
llklegt að stórbreytingar verði I
pólitlkinni hér I Finnlandi 1 þess-
um kosningum.
Frá Þuriöi Pétursdóttur
í Finnlandi.