Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Yfirut um finnsku stjórn- málaflokkana Fólkdemókratar (SKDL) er kosningabandalag Kommiln- istaflokksins og nokkurs konar jafnaöarmanna. A 7. áratugn- um klofnaöi flokkurinn innbyrö- is I haröllnumenn og hægfara. Harölinumenn eru i minnihluta og utan stjórnar, en hægfara eru I meirihluta og hafa tekiö þátt í samsteypustjórnum. Sósialdemókratar (SDP) er stærsti flokkurinn. Hann hef- ■ ur tekiö þátt i samsteypustjórn- um meira og minna siðan I seinni heimsstyrjöldinni. Stefna hans er byggð á Marxiskum grunni, fylgir þingræöislegu lýöræöi, áætlunarbúskap og al- þjóöa samvinnu. Höföar aöal- lega til verkamanna. Centerpartiið (KESK) var áöur bændaflokkur. Hann hefur leikiö nokkurs konar jafn- vægishlutverk milli hægri og vinstri. Hann er stærstur hinna svokölluðu ósóslalísku flokka og hefur tekið þátt f flestum stjórn- um siöan 1917. 80% af fylgi flokksins kemur úr dreifbýlinu og frá bændum. Kekkonen er úr Centerpartiinu. Liberala partíið (LKP) var stofnaður 1965 viö samein- ingu tveggja flokka, Finnska fólkapartisins og Liberala sam- bandsins. Hann er „frjálslyndur umbótaflokkur”, hefur félags- legt jafnrétti, fr jálst framtak og lýöræöi á stefnuskrá sinni. Stuöning fær fl. aöallega frá fólki i þjónustustörfum og smá- at vinnurekendum. Svenska folkpartiet (RKP) var upphaflega stofnaöur til aö vinna aö hagsmunum sænsku- mælandi Finnaenþar sem þeim fækkar stöðugt breyttu þeir um stefnu 1964 og sneru sér aö al- mennum þjóðfélagsmálum. Flokkurinn fær stuöning aðal- lega frá sænskumælandi fólki úr öllum stéttum. Kosningaspjöld eru vlöa uppi Þrir slðasttöldu flokkarnir teljast miðflokkar. Þeir hafa iöulega unniö saman og jafnvel veriö I kosningabandalagi. Þaö er skýringin á þvi aö LKP hefur 9 menn á þingi en aðeins 4% at- kvæða. Flokkarnir lengst til hægri eru: Samlingspartiet (KOK) leggur áherslu á frjálst mark- aöskerfi og baráttu gegn sósial- isma. Stuöningsmenn hans eru aöallega millistéttarfólk og smáatvinnurekendur ásamt bændum. Hefur veriö aö mestu I stjórnarandstööu eftir seinna heimsstriöið. Kristilega sambandið (SKL) leggur áherslu á kristna trú og berst gegn málum eins og fóst- ureyöingu. Hefur aukist fylgi á þessum áratug, fékk 1 þingm. 1970, 4 1972 og 9 menn 1975. Landbygdspartiet (SMP) er hópur tækifærissinna sem söfnuðust um Veikko Nennamo eftir aö hannklauf'sigút úr Cent- erpartiinu 1959. Stefnan er mót- uð af formanninum eftir þvi hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Vann mikinn kosningasig- ur 1970 þegar hann jók þing- mannatölu sina úr 1 i 18. Klofn- aði 1972 og aðeins 5 þingmenn uröu eftir. Enhetspartiet (SKYP) varö til 1972 þegar 13 þingmenn SMP komust i andstööu viö for- manninn og mynduöu SKYP. Konstitutiœiela partiet (SPK) varö til 1973 eftir klofning IRKP og KOK, þegar samþykkt voru lög sem heimiluöu Kekkonen aö sitja I embætti I 4 ár I viöbót án kosninga. Max Frisch Wolfgang Haller i einleik sinum ,,Ég er alls ekki Stiller Þýskur leiklistarviö burður í Iðnó: kWNWVWNW yWWWWW txxwww ^VnnVVVN „Eg er ekki Stifler” eftir Frisch Slödegis á laugardag verftur þýskur gestaleikur hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó. Wolfgang Halier, sem er þekktur fyrir að fara snilldarlega einn á leiksviði með kunn þýsk bókmenntaverk verður þá sameiginlegur gestur Leikfélagsins og félags þýskuvina Germanfu og leikur kafla (svo- nefnt „One man’s show„) úr kunnu verki svissneska leik- skáldsins Max Frisch: „Ich bin nicht Stiller”. Höfundurinn, Max Frisch, er einkum þekktur hér á landi fyrir tvö leikverk sin, „Biedermann og brennuvargana”, sem á sinum tima var sýnt i leikhúsi Grimu og þvi næst viöa um land á vegum áhugamannaleikhópa, — og einnig leikritiö „Andorra”, sem sýnt var i Þjóöleikhúsinu áriö 1963. Leikflokkur Menntaskólans I Hamrahliö hefur einmitt nýveriö sýnt þaö verk. „Ich bin nicht Stiller” („Ég er alls ekki Stiller”) er þekktasta verk Max Frisch I þýskumælandi löndum, þar sem höfundurinn er talinn koma sterkast til skila megininntaki svo til allra verka sinna, sem snúast um spurninguna „hver er ég?” I þjóöfélagi samtimans. Þaö er ekki hægt aö skipta um persónu- leika eins og föt, né lif, frá degi til dags. Stiller, sem ekki sættir sig viö lif sitt, grlpur til þess ráös aö hverfa, —-ósáttur viö þjóöfélag og reglur þess. Hann er tekinn fastur á feröalagi meö falsaö vegabréf. Sagan snýst um yfirheyrslur og viöbrögö hans sjálfs og þeirra, sem telja sig hafa þekkt I fortiö, Stiller, manninn sem hvarf. Listamaöurinn Wolfgang Haller er kunnur leikari sem hefur kynnt þýskar bókmenntir á leikferöum um allan heim. Hann kom hingaö til lslands fyrir tveim árum og fór þá meö einleik á sviöinu i Iönó um söguna af „Felix Krull” eftir Tomas Mann. Dómar hljóöuöu þá á einn veg, aö Wolfgang Haller væri óvenju- legur túlkandi, aleinn fyrir margar persónur, — þvi leikarinn bregöur sér i gervi allra þeirra sem koma viö sögu. Wolfgang Haller staldrar viö á íslandi 1 langri leikför til Suöur- Ameriku, þar sem hann hefurv veriö falaöur til aö koma fram i 15 borgum. Leiksýningin er i Iönó laugar- daginn 17. mars, kl. 16.30. Margir leita aðstoðar Leigjendasamtakanna Komið hefur I ljós, einsog reyndar var búist við, að brýn -þörf reyndist fyrir skrifstofu Leigjendasamtakanna sem opnuð var sl. haust, en þangað geta leigjendur snúið sér og fengið upplýsingar, ráð og aðstoð. Jafn- framt var komið á fót leigumiðlun fyrir félaga i samtökunum. I fréttabréfi Leigjendasamtak- anna kemur fram, aö af fyrir spurnum og erindum til skrif- stofunnar er algengast aö spurt sé um verö á leiguhúsnæöi. Þvi miö- ur hefur ekki veriö gerö nein al- mennileg könnun á þvi, hvorki hvaö sé venjulegt verö né hvaö kallast megi sanngjarnt. Skrif- stofan getur þvi ekki veitt áreiöanlegar eöa alveg nákvæm- ar upplýsingar, enda leiguverö misjafnt. En hægt er þó aö gefa fólki einhverja hugmynd um, hvað sé venjulegt verö. Talsvert er spurt um hvort heimilt sé aö hækka húsaleigu. Þvi er til aö svara aö veröstöövun gildir um húsaleigu og hefur eng- in hækkun veriö heimil siöan 9. september skv. bráöabirgðalög- um frá 8. september, segir I bréf- inu. Margir leita ráöa vegna óvæntrar uppsagnar á húsnæöi. ‘Oft er þess getiö I samningi aö hann renni út tiltekinn dag án uppsagnar og I samningsformi Húseigendafélagsins er beinlinis gert ráö fyrir þvi. En sé ekkert ákvæöi um uppsögn bundiö I samningi veröur leigusamning- urinn einungis uppsegjanlegur 1. október og 14. mai og þá meö þriggja mánaöa fyrirvara. Framhald á blaðsiðu 14. Leigjendasamtökm hafa aðsetur og opna skrifstofu á Bókhiöðustfg 7,— Ljósm. Leifur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.