Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.03.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. mars 1979 Tillaga fimm þingmanna Alþýðubandalagsins Lágmarks- og hámarkslaun Kjartan Ólafsson krefst þess að launaþak verði sett að nýju áður en verðbætur láglaunafólks eru skertar 1 siöustu viku mælti Stefán Jónsson fyrir þingsályktunartil- lögu sem hann flytur mí i 4. sinn ásamt Helga Seljan, Jónasi Arna- syni, Kjartani Óiafssyni og Ólafi Ragnari Grimssyni. áefán rakti i upphafi ástæöur þess aö þessi til- laga er nú fiutt i fjóröa sinn, en þær kvaö hann vera tillöguflutn- ing Braga Sigurjónssonar. Kvaö hann augljóst af tillögu hans og greinargerð aö Bragi heföi mis- skilið tiliögu Alþýöubandalags'og heföi hann greinilega haldið aö hann væri hér aö grípa til út- færslu á þingmáli sem notið hafi almennra vinsælda. Sagöi Stefán að sist væri undan þvi aö kvarta aö Bragi heföi gripið til þessarar tillögu ef ekki kæmi tii þessi meinlegi m isskilningur . Siöan sagöi Stefán m.a.: Með ráöstöfun þeirri, sem reif- uö er i okkar tillögu hyggjumst við koma því til leiöar, aö kjara- bætur handa þeim, sem lægst eru launaöir veröi (arögjöf og) ófrá- vikjanleg forsenda hverrar launahækkunar til þeirra, sem betur eru staddir í þjóöfelaginu. Aö dómi flm. er unnt að búa svo um hnútana, að kjarabætur til handa verkamönnum verði sá biti i aski hinna hálaunuðu, sem þeir fá alls ekki vikiö til hliöar, ef þeir ætla aö bæta sína mötu. Svo aö dæmi sé tekiö yröi þaö ófram- kvæmanlegt eftir setningu laga sem hér eru ráðgerö i tillögu okkar fyrir ýmsa þá háttsetta aö- ila, forsjónarmenn efnahagsmála á tslandi, aö hækka sin eigin laun svo sem við hefur borið samtimis þvi sem þeir hafa fellt þann úr- skurð, að efnahagur landsins þoli ekki hækkun verkamannalauna. Forn hefð um hluta- skipti Þvi er það aö við kveöum á um tvöföld verkamannslaun sem há- mark, að við tökum mið af fornri hefö islenskri um hlutaskipti á sjó, þar sem þeim skipverjum, er mesta bera ábyrgðina á Uthald- inu og lifi og Úmum áhafnar aö auki, voru ætluö tvöföld laun há- setans, hins almenna verka- manns á skipinu. Aö okkar áliti yrði torfundiö þaö starf á þurru hér á landi, sem hefði I för meö sér meiri ábyrgö og vert væri af þeim sökum meiri umbunar en starf skipstjóra á fiskiskipi. Mun þaö einnig mála sannast, að þá fyrst hafi slikur forsjónar- maöur unniö til verölauna, þegar hlutur háseta hans er oröinn svo góöur, aö hans hlutskipti sjálfs er orðiðágætt. Aövisu, ogtil þess aö koma i veg fyrir misskilning, þá skal það tekiö fram, aö mér er það ljóst, aö mikiö hefur veriö hróflað viö hlutaskiptum á is- lenska flotanum. Ekki vil ég deila viö Braga Sigurjónsson um það, hvort réttlátara sé, aö hin hæstu iaun svosem hann kveöur á um i sinni þingsályktunartillögu skuli vera þrefóld verkamanns- laun eða tvöföld. Alltaf hef ég tek- iö þaö fram, þegar ég hef mælt fyrir þessari tillögu, aö fyrir mér er þettahlutfall, sem hér er nefnt, alls ekki heilagt á nokkurrar handar máta, heldur er þaö mál, sem ihugunar þarfnast. Að. dómi flutningsmanna er óþarft aö kveöa sérstaklega á um sérstööu hlutasjómannsins I launakerfi á Islandi, enda má til sanns vegar færa, að sú kauptrygging, sem hlutasjómaöurinn heföi mátt una allt frá upphafi er svo lág, aö óhæfilegt hlýtur aö teljast og ævi- tekjur fiskimanna viö verkalok yfirleitt I rýrasta lagi. Einnig má efalaust bæta kjör þeirra manna mjög, ef siögóöar reglur yröu teknar upp við launagreiöslur I landi og felldar aö þeirri grund- vallarhugsun hinnar ævafomu skiptareglu, sem réttlætiskennd kynslóöanna hefur taliö viöun- andi. Launajöfnun og úr- skurður kjaradóms Nú bar einmitt svo viö I vetur, aö við flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu þóttumst sjá hilla undir það, aö svo yröi gengiö frá framkvæmd veröbóta- vísitölu,- að launamismunur á landi hér mundi minnka smám saman, þar sem sett haföi veriö þak á kaupgjaldsvfsitölu og launafólk meö iægri tekjur en 280 þús. kr. fékk óskertarverobætur'a laun, en þeir sem hærri launin höföu, fengu aöeins krónutöluna, þannig að viö útreikning hverrar kaupgjaldsvísitölu dró saman af þessum hætti meö hinum hæst launuðuog meö þeim, sem lægra voru launaðir. Þetta taldi ég góöragjalda vert og stefna i rétta átt, þótt enn væriég þeirrarskoð- unar, aö nauösynlegt væri aö kveöa á um þaö meö lögum hvort vera skuli kaupgjaldshlutfall á landi hér og aö kjör þess fólks, sem vinnur aö undirstööuat- vinnuvegunum skuli verða órofa mælikvaröi á laun þeirra, sem meira er ætlaö úr býtum, órofa mælikvarði. Ég hefði ekki sætt mig við þaö eitt, að þakið á kaup- gjaldsvisitölunni yrði smám saman látiö jafna þennan mun, sem er á launum manna á landi hér, heldur heföi ég eigi aö siöur haldiö áfram að beita mér fyrir þvi, aö kveðið yröi á um þetta með lögum. Breytingin 1960: Meiri launamunur Ég er þeirrarskoðunar, aö þró- un kaupgjaldsmála á landi hér á siöustu áratugum hafi veriö mjög svo i ranga átt. Ég hef áður haldiö þvl fram og er best aö gera þaö aftur, af þvi ég var svo heppinn, aö Gunnar Thoroddsen gekk nú I salinn, aö breyting hafi oröiö á þessum málum I þann mund, sem hann var-fjármálaráöherra upp úr 1960. Fram aö þeim tima hygg ég, aö þaö hafi verið almennt viðurkennt æskilegt markmiö, aö miðaö yröi aö launajöfnuöi á landi hér, en um þetta leyti hafi menn hneigst til þess og þaö upp úr kjarasamningum, sem Banda- lag starfsmanna rikis og bæja gerði þá viö rikissjóö i tiö Gunn- ars Thoroddsen, aö nokkur launa- munur,efalaust ekki ótakmarkaö- ur, gæti talist æskiiegur hvati til athafna og dáöa. Siöan þeir kjarasamningar voru geröir hefur gliökaö nokkuö biliö á milli launaflokkanna á landi hér og fólk, sem þiggur laun fyrir al- menna verkamannavinnu, hefur dregist mjög mikið aftur úr. Fram aö þeim tlma var þaö metiö býsna hátt tíl launa, aö menn gengu I likamlega erfiö störf og óþrifaleg störf oft og tiöum viö undirstööuframleiösluna og svo I þriöja lagi aö þau störf sem þær stéttir vinna, eru grundvöllur undirööru launakerfi á landi hér. En það skeöur siöan sem sagt nú fyrir nokkrum dögum, aö kjara- dómur kveöur upp þann úrskurö, aö vlsitöluþakiö svonefnda á laun skuli víkja, aö maöurinn meö tl- föld verkamannalaun skuli fá tl- falt meiri veröbætur heldur en maöurinn meö einföld v-erka- mannalaun, þannig að þaö er meira en hugsanlegt og mun vera raunverulegt, þó guöi sé lof sé I frekar fáum tilfellum aö þegar verkamaðurinn fær veröbætur, sem nema 10 þús. kr., þá fái ein- stakir hátekjumenn verðbætur sem samsvara heilum verka- mannslaunum. Að hverjum gengur ríkisstjórnin nú? Kjaradómurinn hljóöaði upp á launakjör fólks i Bandalagi há- skólamanna, og ekki hafði úr- skurðurinn fýrrveriökveöinn upp heldurenlýstvar yfirþvl afhálfu fjármálaráðuneytisins aö hin nýja regla.sem kjaradómur haföi úrskuröaö, skyldi jafnframt gilda um hina hálaunuöu, sem taka laun samkv. samningum Banda- lags starfsmanna rikis og bæja. þingsjá Þaðmáblasa viöhverjum manni, hvernig aöstaöa er nú fyrir þessa blessaða rikisstjórn til þess aö ganga tilþess fólks, sem hefur hin lægri launin ogsegja við þaö: Þaö er nú svo, að vlsitöluþakið hefur verið afnumiftallir skulu fá sömu hlutfallstölu I verðbætur á laun sin, en þið verðiö nú aö gera þaö fyrir okkur að fallast á þaö aö taka ekki af okkur 3% kauphækk- un I júnl I sumar, sem þið hafiö þó samiö um áöur. Þið veröiö aö gera þaö fyrir okkur, þiö, sem lægri launin hafið. Þiö veröiö aö fallast á þetta, enda þótt svona hafi nú verið unnið af þeim, sem hærri launin hafa. Ekki vil ég hrakyrða þá menn, sem skipa kjaradóm. Égfékk ástæöu til þess áður en ég kom hingaö inn á Al- þingi aö segja álit mitt á störfum kjaradóms fyrr meir. Þessi kjaradómur var gjarnan sakaö- ur um þaö aö hlusta eftir vilja rikisvaldsins og þá sérstaklega fjármálaráöherra hverju sinni, ábur en hann felldi úrskuröi sína, aö ég hygg, aö kjaradómur hafi þá afsökun núna, aö forsætisráö- herra hafi sjálfur lagt fram I rikisstjórn drög aö lagafrum- varpi, þar sem gert var ráð fyrir þvi, aö vlsitöluþakiö yröi afnum- iö. Annar af stjórnarflokkum I rikisstjórn, Alþýöuflokkurina hafði lýst yfir fylgi viö þessa til- lögu, svo aö ég geri ráö fyrir þvi, aö dómarar I kjaradómi hafi út af fyrir sig talið sig hafa ástæöu til þess aö ætla, aö pólitlskur vilji væri fyrir jivl á Alþingi aö taka upp þessa skipan mála aö nýju. Launamunurinn dregur úr okkur pólitiskan þrótt Hvaö sem þvf liöur, þá er þaö skobun min, aö launamunur sé allt of mikill á landi hér. Hann sé þesseðlis, aöhanndragi úrokkur pólitiskan þrótt, þessi launamis- munur á sér sannarlega vlöar staö heldur en I launakerfi hins opinbera. Fullvel vitum viö þaö, áö innan raöa alþýöusamtak- anna, Alþýöusambands íslands; rlkir geysilegur launamunur þegar allt kemur til alls. Næstur talaði Friörik Sophus- son. Hannkvað ekki rétt aö rlkis- valdið heföi afskipti af frjálsum samningum aöila vinnumark- aöarins. Rlkiö heföi aðrar leiðir til tekjujöfnunar, s.s. almanna- tryggingar, menntakerfi sem greitt væri af almannafé, og heil- brigðiskerfi. Hann tók þó undir þann þátt tillögunnar sem fjallar um duldartekjur. Þá kynnti hann aö hann hefði i hyggju að flytja þingsályktunartillögu um sveigjanlegan vinnutima. Friörik taldi að löggjöf af þvi tagi sem talaö væri um i tillögu Stefáns mundi aðeins leiöa til lögbrota, þvi ef sett væru lög sem striddu gegn „rikjandi siðgæðishug- myndum” þá teldi fólk sig knúið til þess að brjóta þau. „Því nauö- syn brýtur lög” sagöi Friðrik að lokum. Þá talaði Kjartan Olafsson. Kvaösthann vilja leggja fáein orö i belg um þessa tillögu, en hann er einn flutningsmanna. Vék Kjartan siöan aö ræöu Friðriks Sophussonar og sagði ma: Ólikar siðgæðis- hugmyndir Þaö er ákafllega athyglisvert og segir likalega nokkra sögu aö Friðrik Sophusson þm. sem hér talaði næst á undan mér, lét þau orð falla að samþ. till. sem þess- arar myndi brjóta I bág viö siö- gæðisvitund einhverra þeirra manna, sem málið snerttog þar af leiðandi þá væri þaö jafnvel eðlilegt, ab slik lög ef sett yrðu, yröu að engu höfö. Já, þaö er ákaflega mismunandi hvaða siö- gæöishugmyndir menn ala með sér. Þær eru óllkar. Ég hygg aö þeir séu ennþá æriö margir f þessu landi, sem telja, þveröfugt vib skoðun Friöriks Sóphussonar aö þaö sé I rauninni siðlaust að greiða mönnum I kaup þreföld eöa fjórföld verkamannalaun, aö þaö sé siöleysi, en ekki hitt, að setja um það lög að einhver tak- mörk skulu vera fyrir launamis- muninum I landinu. Friörik Sophussonhaföi orö á þvi, aö lög- gjafinn ættiekkiað vera að skipta sér af þvl, hvað greitt væri I laun. Þaö er vissulega rétt, að hjá verkalýösfélögunum almennt i landinu er sú krafa uppi, aö þau fái aö halda frjálsum samnings- rétti.Og ég tel aö sú krafa sé rétt- mæt og sjálfsögö. En þessitillaga snertir ekki þann rétt. Febrúarlögin og virðing ihaldsins fyrir hinum frjálsa samningsrétti Þaö eru hér allt aörir aöilar og þeirra launakjör sem veriö er aö fjalla um. Þeir sem nú bera úr býtum fyrir dagvinnu eina mun meira en svarar tvöföldum verkamannalaunum. En ég vil spyr ja I tilefni af oröum Friöriks Sóphussonar og lika I tilefni af þeim oröum hans, þegar hann minnti á að viö Alþýðubandalags- menn heföum á siöasta ári haldiö uppi kröfunni um kjarasamn- ingana I gildi: Hver var viröing þingmanna Sjálfstæöisflokksins fyrir hinum frjálsa samnings- rétti verkalýðsfélaganna I land- inu þegar febrúarlögin voru sett hér á Alþingi I fyrra? Nei, þao vantað vlst æriö mikið á, aö hún væri áberandi. Þá var verið aö setja hér lög, sem skertu mjög al- varlega Ufskjör láglaunafólksins og hins almenna launafólks I landinu. Og þá varð ekki vart viö neinn I hópi þingmanna Sjálf- stæöisfiokksins sem taldi ástæöu til aö hafa orö á þvl, að kjara- samningar sem geröir heföu ver- iö á milli aöila vinnumark- aöarins, firjálsir kjarasamningar svokallaðii; ættu að sianda; þvert á móti. Ég vil hins vegar segja hér, að þegar þingmenn Sjálfstfl. eru aö minna okkur i Alþýöubandalag- inu á okkar kröfu um kjarasamn- ingana i gildi, sem við settum fram fyrir kosningar, og vilja halda þvl fram, að ef við látum okkur detta I hug að setja einhver takmörk á hæstu laun, þá séum við að ganga gegn eigin kröfu. Þarna er um að ræða málflutning, sem á enga stoð i veruleikanum, enga stoö, vegna þess að við I Alþýðubandalaginu litum á okkur bæöi nú og áöur, sem talsmenn verkafólksins I landinntalsmenn almenns launa- fólk^ og þegar við gerum kröfur um aö kjarasamningar fái að standa, þá erum við aö tala um kjarasamninga þessa fólks. Viö erum aö sjálfsögöu ekki aö tala um kjarasamninga hálaunahóp- anna I landinu, flugmanna, ráðu- nejtisstjóra, bankastjóra, lækna, hæstaréttardómara eöa annarra slikra. Ef við gerum kröfu um kjarasamningana I gildi þá er sú krafa miðuð viö hið almenna launafólk i landinu. Og þaö hefur ekkert breyst i þeim efnum af okkar hálfu þó að. ártalið sé nú 1979 frá því sem var árið 1978. Rikisstjórnin og launaþakið Ég vil einnig minnast hér litil- lega á það sem gerst hefur slðustu daga I sambandi viö þróun launa- mála og þá ekki sist þróun launa- bils, i þjóðfélaginu, þar sem eru niöurstöður kjaradóms nú fyrir nokkrum dögum. Meö þvl launa- þaki sem rikisstjórnin setti á s.l. haust var mælt svo fyrir um, aö allir þeir, sem höfðuþá I laun þaö sem núsamsvarar fyrir dagvinnu einaréttum 300 þús. kr. á mánuöi miðaö við mars-laun skyldu fá fullar vlsitölubætur á sin laun. Ég leyfi mér aö halda þvi fram, aö allur meginþorri almenns launa- fólks I landinu er meö laun innan við þetta mark fyrir dagvinnu eina. Það má heita að svo sé um alla félagsmenn I verkalýösfélög- unum innan Alþýðusambands ísland (ASI), sem eru lang- samlega fjölmennustu samtök launafólks I landinu og það er einnig um a.m.k. milli 80—90% af félagsmönnum Bandalags stárts: manna rikis og bæja (BSRB), sem eru næst-fjölmennustu sam- tök launafólks I landinu. Þetta fólk allt hefur undanfariö hálft ár fengið sinar veröbætur á laun aö fullu. Þetta var rétt og sjálfsögö ákvörðun aö minu viti. En nú hef- ur það gerst að kjaradómur eöa meiri hluti hans, 3 menn af 5,hef- ur svipt þessu þaki af og kveðið á um þaö, aö þeir sem hafa t.d. miljón I mánaðarlaun fyrir dag- vinnutima skuli ef verölagiö I landinu hækkar svo sem 10% á einhverju timabili fá 100 þús. kr. 1 verðbæturá laun á sama tlma og þeir sem hafa 200 þús. kr. I mán- aðarlaun I dagvinnu fái aðeins 20 þUs. Launamisrétti er gifurlegt Ég vil einnig minna á þaö aö Friörik Sóphusson segir, aö til- laga okkar um hámarkslaun, sem nemi eigi meira en tvöföldum verkamannalaunum sé ekki langt frá þvf að samsvara því ástandi, sem riki nU i þessum efnum; aö þaö sé I raun og veruekki um öllu meiri launamun aö ræöa I land- inu. Þetta var ein af þeim fjar- stæðum, sem hv. þm. hélt hér fram. Þessu fer auðvitað alveg viðsfjarri. Ég vil t.d. minna á það, að enda þótt launin lægst launaða fólksins i landinu séu enn innan viö 200 þús. kr. á mánuöi þá stendur hér yfir kjaradeila ein- mitt nú þessa daga og hefur staö- iö I undanfarnar vikur þar sem hópur manna,flugmenn,ákveöinn partur flugmannanna I landinu, hópurmanna sem hefur í laun frá þvi um hálfa milj., algjörir byrj- endur, og upp i rösklega 1. milj á mánuöi, gera sinar launakröfur um nokkrahækkun á sin laun Þaö er vitað, aö stjórendur Flugleiöa gætu kannske hugsaö sér, aö koma þarna nokkuð til móts, enda Framhald á blaösiöu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.