Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 1
DlOOVIUINN Miðvikudagur 28. mars 1979 — 73. tbl. — 44. árg. Fráleit Vísisfrétt Svavar Gestsson viðskiptaráðherra tjáði Þjóðviljanum I gær að frétt Visis um að rlkisstjórnin ætlaöi að banna verkföll og grunnkaupshækkanir væri ómerkilegt blaður. Rétt væri eins og komið hefði fram I Þjóöviljanum að rikisstjórnin hygöist búa svo um hnútana aö sú launastefna sem hún heföi samiö um viö Bandalag starfsmanna rikis og bæja og Bandalag háskólamanna næði fram að ganga. Þaö þýddi að 3% grunnkaupshækkun 1. april til hópa eins og blaðamanna og bankamanna yröi frestað. Hinsvegar væri fráleitt aö tala um bann við verkföllum. —ekh Stopp á bílakaup krata- ráðherra Þingflokkur Alþýðuflokks- ins hefur gert samþykkt um aðráðherrum flokksins skuli ekki heimilt að nýta sér 3 miljón króna rlkislán til bif- reiðakaupa. Það mun hafa verið ætlun Alþýöuflokks- ráöherranna þriggja að nýta sér þá tilhögun, en rikis- stjórnin hefur lagt til að ráð- herrum væri heimilt að fá þriggja miljón króna lán úr rflússjóði á hæstu lögleyfð- um fasteignavöxtum til bila- kaupa. Þingflokkurinn samþykkti hinsvegar að slik fyrir- greiðsla væri ekki aö hans skapi og annaöhvort keyptu ráöherrarnir bilana sjálfir eða létu ráðuneytin kaupa bila og reka þá. Þessa tiliögu hafa Alþýpuflokksráðherr- arnir kynnt i rikisstjórninni án þess að leggja hana fyrir. Eins og áður hefur verið kynnt I Þjóðviljanum hefur af Alþýðubandalagsráöherr- unum einungis Hjörleifur Guttormsson keypt sér bil algerlega fyrir eigin reikning, en hinir tveir talið sig hafa öðru þarfara að sinna en huga aö bilakaupum á hagstæðum kjörum. —ekh Ný yfirskrift: Sunnudags- blaöiö i haust eru fimm ár liðin frá þvi að Sunnudagsblaö Þjóðviljans hóf göngu sina I núverandi formi. Eins og frá hefur verið skýrt i blaöinu hefur Ingólfur Margeirsson blaðamaður tekið við umsjón sunnudagsblaðsins en fyrri umsjónarmenn i þess voru þau Arni Bergmann og VU- borg Haröardóttir. i opnu blaðsins i dag er viötal við þau um þróun blaösins. 1 daglegu tali hefur sunnu- dagsútgáfa Þjóðviljans verið nefnd Sunnudagsblaðið og hefur ritstjórnin nú ákveðið að stiga skrefið til fulls og festa nafnið enn betur i sessi meö því að breyta blaö- hausnum á sunnudögum. Verður Sunnudagsblaðið þvi framvegis aðaltitill auk þess sem Þjóðviljinn verður und- irtitill á forsiðu. Sunnudagsblað Þjóðvilj- ans var nýjung á sfnum tima og hefur jafnan verið vandaö tilefnis þess, enda hafa ýmis önnur blöð fetað i fótspor þess meö sinar helgar-útgáf- ur. Fyrir utan titilbreyting- unaeru ýmsar aðrar nýjung- ar á döfinni i Sunnudags- blaðinu. —ekh SJÁ OPNU Ætla AIþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn að hafna leið Verkamannasambandsins? ERU MÓTFALLNIR LÁGLA UNABÓTUM Ekki blæs byrlega í við- ræðunum innan rfkis- stjórnarinnar um efna- hagsmálafrumvarpið. Al- þýðubandalagiö lagði í gær fram samningstilboð sitt þar sem forgangskrafan var láglaunabætur í líkingu við það sem Verkamanna- samband Islands hefur farið fram á. Einnig voru gerðar tillögur um breyt- ingar á vísitölukaflanum sem mjög hnígur i sama farveg og samkomulags- tilraun formanna verka- lýðsfélaga innan Verka- mannasambandsins. Litill áhugi virðist vera á þvi að verða við óskum um láglauna- bætur hjá þingflokkum Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins. Má nánast segja að samn- ingamenn þessara flokka hafi hafnaö þeim alfarið i gær. Rökin Gamli bærinn i Laugarnesi, þar sem enn er kynnt með kolum og hrossin berja frerann. Eru slikar vinjar I borginni fyrir nokkrum öðrum en reglustikumönnum? Að minnsta kosti eru hrossin hans Sigurðar ólafsson söngvara nógu vinaleg. Ljósm.: Leifur. eru þau að helst megi ekkert hreyfa i kjaraskerðingartillögum efnahagsmálafrumvarpsins þvi það hækki verðbólgustigið. Þessi viðbrögð vekja sérstaka athygli þvi að i röðum formanna verkalýðsfélaga innan Verka- mannasambandsins eru fjöl- margir Alþýðuflokksmenn. Engu að sfður viröist það ætla að verða niðurstaöa þingflokka Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins að daufheyrast algerlega við þeim óskum formannaráöstefnu Verkamannasambandsins aö kjaraskerðingin sem frumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir komi ekki af fullum þunga á þá sem lægst hafa launin. —ekh. Skákmótið í Lone Pine _________ Guðmundur vann. Helgi með jafntefli. Margeir tapaði Sjá bls. 13 Aflatakmarkanimar til umræðu á Alþingi: Sjá 6. síðu „Betra er seint en aldrei” Miklar umræður urðu utan dagskrár á Alþingi I gær um aflatakmark- anir og sjávarútvegsmál. Þar kom fram annars vegar að menn töldu takmarkanir þær sem gerðar hafa veriö á þorskafla togara réttmætar en kannske of seint fram komnar. Hins vegar kom fram mjög harkaleg gagnrýni frá nokkrum þingmönnum Norðurlands og Vestfjaröa og töldu þeir að takmarkanir þessar fælu I sér mismunun á meðan þorsk- veiöi I net væri að mestu látin óáreitt. Þá kom fram að þorskaflinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs yrði liklega 35 þús. tonnum meiri en á sama tíma I fyrra og þvl yrðu þessar auknu takmarkanir enn harka- degri seinni hluta ársins. Umræöur þessar stóðu fram á áttunda timann i gærkveldi og fjölmargir þingmenn tóku til máls. —sgt ORKUEáÐ leggur einróma til atta ara áætlun 8.8 miljörðum króna dreifíkerfí strjábýlis Orkuráö boðaði blaðamenn á sinn fund I gær til aö skýra frá einróma samþykktsem það gerði I byrjun þessa mánaðar um að á næstu 8 árum verði árlega varið 1100 miljónum króna á verðlagi i byrjun þessa árs til að styrkja rafdreifikerfi f strjálbýli.en á þvi er mjög brýn þröf, einkum I hin- um þettbýlli sveitum landsins. Samþykkt orkuráös var gerð á grundvelli ýtarlegrar athugunar á dreifikerfi sveitanna og leiðum til að auka flutningsgetu þess sem ráðiö lét gera og byrjaö var á siðla árs 1976. Lagt er til að styrkingin veröi gerð með svonefndri þrífösun á um 65% af heildarlengd dreifi- kerfisins en með þvi móti gæti það flutt nægilegt rafmagn til al- mennra heimilisnota i sveitum, fullrar rafhitunar húsa og búnota hvers konar svo og til þjónustu og minni háttar iðnaðar. Þorvaldur Garöar Kristjáns- son, formaöur orkuráðs, sagði á fundinum i gær aö það væri eink- um hækkun á ollukyndingar- kostnaði, offramleiðsla á land- búnaðarvörum sem gerði það brýnt að skapa nýja atvinnu i sveitum t.d. i þjónustu og smáiðn- aði og slæmt ástand dreifikerfis- ins sem knýr fast á um aö ráðist veröi I þetta framtak. Kallaði hann það „aöra rafvæðingu sveit- anna”. Það kom fram á fúndinum aö verst er ástandið I búsældarleg- ustu og þéttbýlustu sveitunum svo sem á Suðurlandi og Eyja- varið í firði. Þar er kerfið svo lélegt aö mikil undirspenna er á því og orkutapið 20-30%. 1 orkuráði sitja Þorvaldur Garöar, Daniel Ágústinusson, Ingólfur Jónsson, Magnús Kjart- ansson og Valur Arnþórsson. A fundinum I gær voru, auk Þor- valds og Vals, Jakob Björnsson orkumálastjóri, Páll Flygenring ráöuneytisstjóri, Páll Hafstaö rit- ari orkuráðs, Guöjón Guðmunds- son frá RARIK og verkfræðing- arnir Gunnar Amundason og Jón Bergmundsson frá Rafhönnun sem annaöist gerö skýrslunnar. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.