Þjóðviljinn - 28.03.1979, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. mars 1979 Stúdentaráð mótmælir Stúdentaráö Háskóla íslands hefur gert eftirfarandi sam- þykkt: „SHI mótmælir harölega öllum breytingum á visitölugrundvell- inum, er leiöa til skeröingar á kaupmætti launa og bendir á aö allar slikar aögeröir koma harö- ast niður á láglaunafólki, en stór hluti stúdenta telst til þessa hóps. Sérstaklega vill SHt vara viö öllum áformum um aö tengja visitöluna viö viöskiptakjör er- lendis. Þaö sem skiptir launafólk hérlendis máli er veröl. á vörum og þjónustu hér, en að taka ábyrgöina af gróöabraski auö- valdsins á erlendum mörkuöum má undir engum kringumstæðum verða hlutskipti launafólks. SHI beinir þeim tilmælum til verkalýðsforystunnar aö hún af- neiti öllum tillögum sem miöa aö þvi að koma hluta af kreppu borg- arastéttarinnar yfir á launafólk.” V eðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa Islands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eða einhleypinga, til veður- athugana á Hveravöllum á Kili. Starfs- mennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst sm miðjan júlimánuð 1979. Umsækjendur þurfa að vera heilsu- hraustir og reglusamsamir, og nauðsyn- legt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglis- gáfu, nákvæmni og samviskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og með- mælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa bor- ist Veðurstofunni fyrir 17. april n.k. Allar nánari upplýsingar gefur deildar- stjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar, Bú- staðavegi 9, Reykjavik. Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis mJ AÐ ALFUNDUR deilda KRON verða haldnir sem hér segir: 1. og 2. deild, miðvikudaginn 4. april i Hamragörðum, Hávallag. 24. 3. og 4. deild, þriðjudaginn 3. april i fundarsal Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi við Laugarnesveg. 5. deild, fimmtudaginn 5. april i fundar- stofu KRON-búðarinnar við Norðurfell, gengið inn um austurenda. 6. deild, mánudaginn 2. april að Hamra- borg 11, Kópavogi. Dagskrá fundanna er samkvæmt félags- lögum. Fundirnir hefjast kl. 20:30. — Kaffiveitingar. Deildaskiptmg KRON: 1. deild: Seltjarnarnes og Vesturbær að og með Hringbraut að Flugvallarbraut. 2. deild: Vesturbær norðan Hringbrautar og Miðbær að og með Rauðarárstig. 3. deild: Norð-austurbær frá Rauðarár- stig, norðan Laugavegar og Suðurlands- brautar að Elliðaárvogi. 4. deild: Suð-austurbær frá Rauðarárstíg, sunnan Laugavegar og Suðurlandsbraut- ar, austur að Grensásvegi, Stóragerði og Klifvegi og suður að Sléttuvegi. 5. deild: Austurbær, sunnan Suðurlands- brautar að mörkum Kópavogs, austan Grensásvegar, Stóragerðis og Reykjanes- brautar sunnan Sléttuvegar að mörkum Kópavogs, að meðtöldum þessum götum, nema Suðurlandsbraut vestan Elliðaáa. Einnig Árbæjar- og Breiðholtshverfi og staðir utan Reykjavikur, Kópavogs og Seltjamarness. 6. deild: Kópavogur. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS. Umræður utan dagskrár á Alþingi_ í gær um aflatakmarkanir „Betra seint en aldrei” 25% skerðing á Vest- jjörðum, sagði Kjartan Ólafsson Garöar Kjartan 1 gær urðu miklar umræöur utan dagskrár á Alþingi. Þar voru til umræöu leyf isveitingar sjávarútvegsráöuneytisins til loönubáta tii þorskveiöa i net. Þá var einnig gagnrýnt aö aflatak- markanir þær sem sjávarútvegs- ráðherra hefur boöaö á þorski komi mjög misjafnt niöur eftir landshlutum og skipategundum. Einnig var rætt um þann vanda sem skapast hefur á Noröaustur- landi vegna hafissins. Páll Pétursson kvaddi sér fyrstur hljóös utandagskrár og gerði aö umtalsefni leyfisveit- ingartil loönubáta tilþorskveiða i net. Páll sagði aö á sama tima og 1 ráöi væru harkalegar aflatak- maikanir á togara væri loönubát- um sem gertheföugott á loönunni „sleppt á þorskstofninn”. Hann velti einnig nokkuö vöngum yfir þvi hver verðmætismunur væri á þeim fiski sem veiddur væri I net og væri verkaöur i skreiö og salt og þeim f iski sem fengist á h alan- um og „væri verkaður i neyt- endapakkningar aö norölenskum, vestfirskum og austfirskum hætti.” Þá lýstí þingmaðurinn megnri óánæg ju meö þaö aö gefnar væru út ráöherratilskipanir um aö skeröa hlut togarasjómanna um 20—25% meðan aörir sjómenn héldu sinu. Næstur talaöi Arni Gunnarsson ogvildihann vekjaathygli á þeim vanda sem nú steðjaði aö fólki á Norðurlandi eystra vegna hafiss- ins. Spuröi hann sjávarútvegs- ráöherra hvort þeir dagar sem bátar á þessu svæöi misstu vegna issins yröu ekki dregnir frá þegar tíl skeröingar kæmi. Þá spuröi hann samgönguráðherra hvort ekki væri á döfinni sérstakar ráð- stafanir til þess aö greiöa fyrir samgöngum á landi, svo hægt væri aö flytja fisk frá tam. Vopnafiröi til Þórshafnar. 1 svari Kjartans Jóhannssonar kom fram aö sömu reglur giltu nú um veiöar loönubáta á þorski og gilt hefðu i' fyrra, en nú heföu færri bátar fengið þessi leyfi en þá! Varðandi takmörkun á veiöum togaranna sagöi sjávar- útvegsráöherra aö þær væru geröar vegna þess aö togarar gætu öörum fiskiskipum fremur beitt sér I veiðum á öörum van- nýttum fiskistofnum. Þessum takmörkunum væri einkanlega beitt að sumrinu vegna þess að þá væru einmitt hinir svokölluðu „sumartoppar” ogeinnig þviaö á þessum ti'ma væri helst hægt aö veiða hina vannýttu fiskistofna. Talið væri aö þar væriverömæti sem væru Igildi 47 þúsund tonna af þorski. Ráöherrann sagöi einnig allar takmarkanir háöar ytri skilyröum og þeim mætti breyta. Sagöi Kjartan aö þetta gilti um þann vanda sem skapast heföi á Noröausturlandi. þingsjé Ragnar Arnalds svaraöi Arna Gunnarssyni og kvað vissulega vandamál viö aö striöa á Norö- austurlandi vegna hafissins. Kvaöst Ragnar telja rétt aö skip- uö yröi nefnd manna úr öllum þingflokkum til þess aö bregöast viö þvi. Kjartan ólafsson sagöi ma. aö menn væru auövitaö 'sammála því aö takmarka ætti veiöarnar á þorski. Um þaö væri ekki svo vit- aö væri neinn ágreiningur. Sjálf- ur kvaöst Kjartan vel geta fallist á aö þorskveiöar væru minnkaöar um 10%, en aöalatriöi væri aö sú skeröing kæmi jafnt niöur. Hér mætti ekki vera nein mismunun. Kjartansagöi aö aflatakmarkan- ir þær sem boöaðar væru fælu i sér aö togarar yröu frá veiöum 77—80 daga á næstu sex mán- uðum. Hér væri um riflega tvö- földun síöan I fyrra. Af þessum 80 dögum væru 30 I júli og ágúst. Rétt væri aö athuga hvað þetta þýddi. Afli 10 togara sem gerðir hefðu verið út á Vestfjöröum allt áriö i fyrra hefði veriö 3850 t. aö meðaltali. Ariö 1978 var aflinn aö meöaltali á skip á 30 dögum júli og ágúst 470 tonn. A timabilinu 1. apríl til 1. október aö undan skildum júli og ágúst heföi aflinn veriö hjá þessum togurum 28i tonn að meöaltali á skip á , m ánuði. A 50 dögum á þessu tlmabili'væri þvi aflinn aö meöal- tali á skip 475 tonn. Samtals vær! þarnaum aö ræöa 945 tonnaf árs- afla hvers skips eða um 25% árs- aflans og 45% afla þessara skipa átímabilinu. Skeröingin á þorsk- veiöunum kæmi þvi mjög mis- jafnt niður þvi efum væriaöræöa 10% skeröingu aö meöaltali þá væri hún miklu minni einhvers staðar annars staöar. Kjartan skoraöi á sjávarútvegsráöhera að leggja fram rökstudda greinar- gerö um þaö hvað aflatakmark- anirnar þýddu. Hann sagöi aö lokum að þjóöin öll ætti aö taka á sig byröarnar af skeröingunni á þorskveiöum og sérstaklea þeir sem betur mættusin, en ekki tog- arasjómenn. Stefán Valgeirsson talaöi nast- ur og sagöi ma. að hann heföi ámálgaö hafisvandann viö for- sætisráðherra og hann heföi aftur ámálgað erindiö viö sjávarút- vegsráöherra og sá heföi sagst vera aö hugsa um vandann. Treysti Stefán þvi að málið væri i góöum höndum. Matthias Bjarnason gagnrýndi sjávarútvegsráöherra fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráö viö Alþingi og sagöi einnig aö ákvaröanir um takmörkun þorsk- veiöa kæmu alltof seint. Nú væri búið aö veiða um 35 þús toimum meira af þorski en á sama tima I fyrra og þaö leiddi til þess aö all- ar friöunaraögeröir seinnihluta ársins kæmu miklu harkalegar niður. Þá ræddi þingmaöurinn nokkuö um afstööu sina til fiski- fræöinga og fór nokkrum stóryrö- um um þá og aöra sérfræöinga. Sagöi hann ma. aö einn eldgosa- fræöingur væri búinn aö spá eld- gosidag eftír dag en ekkert gerö- ist. Var þá kallaö fram I: Vonandi gýs! Garöar Sigurösson gagnrýndi Pál Pétursson fyrir kunnáttuleysi i fiskveiöimálum Hann kannaöist ekki viö einhverjar sérnorölensk- ar aöferöir viö fiskverkun. Garö- ar sagöi aö vissulega þyrfti aö taka allar þorskveiöar i net til heildarendurskoöunar. Þessar leyfisveitingar nú gætu orkaö tvi- mælis en þaö sem væri gagn- rýnisvert væri i fyrsta lagi aÖ ekki væri haft samráö viö þingiö og i ööru lagi væru þessar friöun- Framhald á blaðsiöu 14. Orka, iðnaður og atvinnumál í sveitum Alþýðubandalagið i uppsveitum Árnessýslu boðar til almenns fundar um orku, iðnað og atvinnumál i sveitum i félagsheimilinu að Fiúðum þriðjjudaginn 3. april n.k. og hefst kl. 21. Framsögumenn eru: Hjörleifdfe Guttormsson iðnaðarráðherra og oddvitar Hrunamannahrepps og Skeiðahrepps þeir Daniei Guð- mundsson, Efra-Seli og Jón Eiríksson, Vorsabæ. Að loknum framsöguræðum verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. « Allir velkomnir — Alþýðubandalagið Hjörieifur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.