Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 28. mars 1979 iþróttir (3 iþróttir g) íþróttir [ Stórídómur KKÍ fallinn Valur og KR leíka úrslitaleikinn á fimmtudaginn Stjórn Körfuknattleikssam- bands tslands kom saman I gær til þess að fjalla um beiðni Vals og t.R. um að fá að leika að nýju leik þessara félaga frá 4. mars s.l. Stjórnin hafnaði þessari beiðni og er þvi ákveðiö að Valur og K.R. leiki hreinan úrslitaleik um Islandsmeistaratitilinn á fimmtudaginn kl. 20.30 I Laugar- dalshöllinni. Yfirlýsing stjórnar KKÍ hljóöar svo: „Stjórn Körfuknattleikssam- bands Islands kom saman til fundar þriðjudaginn 27. mars 1979, kl. 12.30 og tók fyrir beiöni Knattspyrnufélagsins Vals dags. 26. mars um að endurtaka leik 1R og Vals frá 4. mars s.l. Málavext- ir eru þeir að i umræddum leik voru mistök við færslu leik- skýrslu þess valdandi aö ljósa- tafla sýndi ranga stööu á siöustu minútu leiksins þannig aö taliö var að Valur heföi forystu i leikn- um og héldu Valsmenn knettinum siöustu 49 sekúndur leiksins án þess aö reyna körfuskot. Viö yfirferö dómara á leik- skýrslu að leik loknum komu áöurnefnd mistök i ljós. Leiörétt- ing á skýrslunni leiddi í Ijós aö 1R haföi skoraö einu stigi meira og hlaut þvi sigur i leiknum. Valur vildi ekki una þessum málalokum og kærði leikinn til dómstóls KKRR og kraföist þess að hann væri endurleikinn. Dómstóll KKRR hafnaði kröfu Vals. Valur áfrýjaði þessari niöurstööu til dómstóls KKl sem staöfesti dóm KKRR. Körfuknattleiksdeild Vals sendi stjórn KKl siöan bréf og beiddist þess að hún fyrirskipaði aö áður- nefndur leikur væri endurleikinn. Beiðni sina studdi Valur yfir- lýsingu frá Körfuknattleiksdeild IR þess efnis að þeir væru reiðu- búnir til að endurtaka leikinn og teldu það réttlátustu lausn.” Ennfremur visaöi Valur til ummæla i telexskeyti frá FIBA þess efnis aö stjórn Körfuknatt- leikssambandsins gæti heimilað að leikurinn væri endurtekinn ef samþykki beggja liöa lægi fyrir. Stjórn Körfuknattleikssam- bandsins ákvað að hafna áður- nefndri beiðni Vals. Þrír stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn beiðninni, einn var samþykkur og einn sat hjá.” I lokin má geta þess, að þeir sem greiddu atkvæði gegn beiðn- ^inni voru Stefán Ingólfsson, Sig- 'urður Jónsson og Siguröur Ingólfsson. Þórdls Kristjánsdóttir sat hjá og Helgi Arnason var meðmæltur. IngH ..> ■* Valsmenn hafa sigraö I 4 af 6 viöureignum sinum gegn KR I vetur, en liöin reyna meö sér 17. sinn á fimmtudaginn. Unglingalandsliðið valið Unglingalandsliösnefndin i handknattieik tilkynnti val sitt i fyrradag á liöi þvl sem keppa á fyrir Isiands hönd á NM unglinga I lok april og er þaö þannig skip- aö: Sverrir Kristjánsson, FH, Sigmundur Guðmundsson, Þrótti og Sigmar Þröstur, Þór, Vm. markverðir. tJtispilarar: Kristj- án Arason, FH, Valgarður Val- garösson, FH, Sveinn Bragason, FH, Hafliði Halldórsson, 1R, Páll Olafsson, Þrótti, Arni Einarsson, Þrótti, Brynjar Harðarson, Val, Erlendur Davlðsson, Fram, Guöni Hauksson, Fylki, Ragnar Hermannsson, Fylki og Gunnar Glslason, KA. Þessir strákar hafa æft stift að undanförnu og framundan er mikil törn hjá þeim. Að sögn Jóhanns Inga, þjálfara. er þessi hópur llklega sterkari en i fyrra. Athygli vekur aö aðeins einn leikmaöur I þessum hóp er frá tveimur sterkustu liöum Islensks handbolta, Val og Vikingi. Íþróttahátíð með glæsibrag A laugardag og sunnudag var haldiö fyrsta tslandsmót fatlaöra I borðtennis og boccia I Iþrótta húsi Glerárskóla á Akureyri Jafnframt fór fram keppni i lyftingum og bogfimi. tþrótta félag fatlaöra á Akureyri annaö istum allan undirbúning og fram kvæmd mótsins I samstarfi viö ISt, borötennissambandiö og enn fremur naut félagiö aöstoöar borötennisdeildar KA. Mótsstjori var Þröstur Guðjónsson Iþrótta kennari. Mótið var sett á laugardag kl 10 f.h. af Sigurði Magnússyni skrifstofustjóra ÍSl. Lét hann þess getið m.a., að hér væri um sögulegan áfanga að ræða I iþróttastarfsemi fatlaðra þar sem i fyrsta sinn færu fram Islands- meistaramót I borðtennis og boccia. Jafnframt kom fram i ávarpi hans, aö iþróttastarfsemi fatlaðra hér á landi heföi nú náö fótfestu og væri greinilega I sókn, en þátttakaní þessumóti bæriþvi ljósast vitni, þar sem þátttakend- ur værufrá 4 bæjarfélögum, þ.e. Reykjavík, Akureyri, Vest- mannaeyjum og Siglufirði, og von væriá að fleira fólk bættist bráð- lega i hópinn frá öörum stööum á landinu. Grslit I einstökum greinum uröu sem hér segir: Borötennis, einliöaleikur kvenna: 1. verðlaun Guðný Guönadóttir Reykjavik 2. verðlaun Elsa Stefánsdóttir , Reykjavlk 3. verðlaun Guðbjörg K. Eiriks- dóttir Reykjavlk. Borötennis, einliöaleikur karla: 1. verölaun Sævar Guöjónsson Reykjávik 2. verölaun Björn Kr. Björnsson Akureyri 3. verðlaun Tryggvi Sveinbjörns- son Akureyri Borðtennis, tviliöaleikur: 1. verðlaun Guðbjörg Eirlksdóttir og Sævar Guðjónsson Reykjavlk 2. verðlaun Hafdls Gunnarsdóttir og Tryggvi Sveinbjörnsson Akur- eyri Boccia, einliðaleikur: 1. verðlan Stefán Arnason Akur- eyri 2. verðlaun Þorfinnur Gunnlaugs- son Reykjavik 3. verölaun Sævar Guðjónsson Reykjavik Boccia, sveitakeppni: 1. verðlaun A-sveit Reykjavlkur: Sævar Guðjðnsson, Þorfinnur Gunnlaugsson og Siguröur Jóns- son 2. verðlaun A-sveit Akureyrar: Snæbjörn Þóröarson, Stefán Arnason og Björn V. Magnússon. 3. verðlaun B-sveit Akureyrar: Ingibjörg Sveinsdóttir, Sigurrós Karlsdóttir, og Baldur Bragason. Úrshtakeppnin i sveitakeppni boccia var afar jöfn og tvisýn og þurfti aukaúrslitaleik milli A-sveitar Reykjavlkur og A-sveitar Akureyrar sem lauk með sigri Keykjavikursveitarinn- ar með aðeins einu stigi fram yf- ir. Lyftingar: 1 52 kg flokki sigraði Björn Krist- inn Björnsson Akureyri lyfti 72,5 kg sem er nýtt tslandsmet. 1 56 kg flokki Jónatan Jónatans- son Reykjavík lyfti 72,5 kg Framhald á blaðsiðu 14. Valsmaöurinn Albert Guömundsson missir aö öll- um likindum af fyrstu leikj- um tslandsmótsins vegna meiösla. Albert úr leik tslandsmeistaraliö Vals i knattspyrnu veröur llklega án eins máttarstólpa slns I fyrstu leikjum þessa keppnistimabils. Landsliös- maöurinn Albert Guömunds- son er nú meö annan fótinn I gifsi eftir meiösl sem hann varö fyrir I firmakeppni á dögunum. t þessari firmakeppni rann Albert meö annaö hnéö á marksúlu eftir taklingu meö þeim afleiöingum aö sprunga kom I hnéskelina. Hann þarf aö vera meö gifsiö á fætinum I 1/2 mán. enn og missir þ.a.l. af meistara- keppninni og Reykjavlkur- mótinu. Sjálfur sagöist hann ætla aö reyna aö vera meö i einhverjum af fyrstu leikjum tslandsmótsins. Albert dvaldist um tima i vetur hjá hollenska liöinu Twente og var I hörkuæfingu og varö hann þvi fyrir nokkr- um vonbrigöum þegar hann hlaut þessi meiösl. IngH Skoti til ÍBV Vestmannaeyingar eru eina líöiö I 1. deild sem enn hefur ekki ráöiö þjálfara fyrir keppnistima- biliö. Þó mun skoskur þjáifari koma til þeirra á næstunni og bendir alit til þess aö þeir muni ráöa kappann. Knattspyrnumenn i Eyjum eru mjög hressir meö frammistöðuna . gegn Skagamönnum um helgina, en 1A vann naumlega 3—2. Eng- inn barlómur er i Eyjapeyjum og hyggja þeir gott til glóðarinnar á komandi knattspyrnuvertið. Ungu strákarnir stóðu sig mjög vel I leikjum og gömlu jaxlarnir voru fastir fyrir að vanda s .s. örn Óskarsson, sem lék miðvörð. IngH 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 - 1X2 Það sem mesta athygli vakti við leiki síðasta laugardags var hve mörg mörk voru skoruð. Þetta veit á gott og er vonandi að framhald verði á. Uppskera síðustu spár varð heldur rýr eða 6 réttir og enn einu sinni voru það óvæntu úrslitin sem komu á óvart. Tveir seðlar reyndust vera með 12 rétta og varð vinningur á hvorn kr. 451.500. Annar seðill- inn var frá Reykjavik og hinn frá þeim mikla „tipparastaö”, Kópaskeri, en þar er hlutfalls- lega mest þátttaka I get- raununum eöa u.þ.b. 2 raöir á hvern Ibúa. Þá er að vinda sér i spána: Bristol C-Birmingham 1 Birstol hefur átt litilli vel- gengni að fagna undanfarið og eru þeir nú komir niður fyrir miðja deild. Þrátt fyrir þetta hljóta þeir að sigra Birming- ham, sem hefur aðeins nælt i eitt stig af 32 mögulegum á úti- völlum i vetur. Nott Forest-Bolton 1 Forest er óstöðvandi um þessar mundir og litil hætta á þvi að Bolton geri þeim skrá- veifu. QPR-Derby X Þessi leikur ætti að geta oröið jafn og spennandi‘,1 rauninni ili- mögulegt aö spá fyrir um úrslit hans. QPR stóð sig vel gegn WBA i vikunni og Deby náði jafntefli gegn Everton. Brighton-Notts County 1 Brighton hefur náð næst best- um árangri á heimavelli allra liða i 1. og 2. deild (13 sigrar, 2 jafntefli og 2 töp), og er aðeins Liverpool sem skákar þeim. Óhætt held ég að sé að spá þeim 14. heimasigrinum á laugardag- inn. Burnley-Cambrigde 1 Burnley hefur nú endurheimt nokkrar gamlar stjörnur s.s. Leighton James og Steve Kindon og eru þeir meö gott lið um þessar mundir, i topp- baráttunni. Heimsigur. Fulham-Charlton X Charlton hefur þumbast og þvælst fyrir á útivöllum i vetur og náö ótrúlega mörgum stig- um. Arangur Fulham á heima- velli er ekkert sérlega sann- færandi og verða þeir sennilega aö sættast á jafntefli. Millwall-Wrexham 2 Kristalkúlan segir mér, að Wrexham vinni þennan leik 3-1 og svipuð niðurstaða fæst eftir teningakast. Rökstuðningur óþarfur, eins og Haukamaður- inn sagði. Oldham-Newcastle 1 Newcastle beið háðuglegan ósigur fyrir West Ham um siö- ustu helgi (5-0) og þvl liöiö ekki liklegt til afreka þó að and- stæöingurinn sé ekki burðugur. Preston-Orient 1 Þessi lið eru með mjög svip- aða stöðu I 2. deildinni og ekki ósennilegt að heimavöllurinn Getraunaspá IngH muni ráða einhverju um stöð- I una þegar upp verður staðið. ’ Sheff. Utd.-Bristol R 1 Liðið hans Jackies Charlton, Sheffield United, er I mikilli fallhættu og hreinlega verður að vinna þennan leik. Bristol R. er um miðja deild og hefur að öngvu að stefna. Heimasigur. Sunderland-Luton 1 Sunderland stendur nú I hat- rammri baráttu um 1. deildar- sæti aö ári og : er staðráðið I þvi að gefa ekkert eftir. Luton verður þeim vart mikil hindrun I þeirri baráttu. West Ham-Leices._. 1 West Ham er nú með best markahlutfall allra liða i 2. deild (60-29) og eru þeir til alls liklegir eftir stórsigurinn yfir Newcastle á laugardaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.