Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 11
Miövikudagur 28. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Kjarvalsstaöir Make music, not war Tónleikar á Kjarvalsstööum 19.3. 1979. Kammerverk eftir Mozart, Sigursvein D. Kristins- son, Jónas Tómasson og Sigurð Egil Garðarsson. í menningarvikunni til höfuðs herstöðinni á Rosmhvalanesi voru mánudaginn 19. marz s.l. haldnir nokkuð athyglisverðir tónleikar á Kjarvalsstöðum, sem vegna litillar kynningar er hætt við aö hafi fariö framhjá mörg- um. Höfundar verkanna á tón- leikaskrá skiptust i tvö andstæð horn, ef frá er talinn Sigursveinn, en það voru annars vegar tón- smiður frá Vinarborg sem allir kannast við, og hins vegar þrir starfebræður hans á Isafirði. Af isfirsku verkunum féll verk Jakobs Hallgrimssonar niður vegna veikinda. Það var ósvikinn divertimentó- andi yfir Kvartett f. flautu og strengi Mozarts K285 i meðförum Manúelu Wiesler, Guönýjar Guð- mundsdóttur, Helgu Þórarins- dótturog VictoriuParr. Þetta var stykki sem náði að smella, enda mjög vel tekiö af áheyrendum, ekki siztvegna giampandi fiautu- leiks Manúelu. Sigurður Egill Garðarsson var höfundur næsta verks, tlr dagbók hafmeyjunnar, sem tveir bretar fluttu, Oliver Kentish á selló og Lawrence Frankel á pianó. Að uppistööu einræöur knéfiðlunnar, með örstutt framigrip planósins, örlandi á dýpt stundun, en ekki mikill arkitektúr. Sigursveinn D. Kristinsson bar ábyrgö á Fylgd fyrir sópran og „kontrakvintett”, þ.e. 2 fiðlur, viólu, selló og kontrabassa. Þetta er skemmtileg hljóðfæraskipan, sem allt of li'tiö hegur verið skrif- að fyrir, eitt þekktasta dæmið er verk Dvoíáks i G-dúr. Undirrit- uðum fannst það vandað, smekk- legt og alláheyrilegt verk, þótt sumum kynni að þykja heldur gamaldags i stíl. Yngri kynslóö- inni hættir til aö vilja f ara fram á hiðfullkomnaþegarmúsikin á að heita tónöl, og er þaö i sjálfu sér skiljanlegt. Þó naut verkið sin tæplega sem skyldi i fremur slöppum og óhreinum flutningi. Eins og i hinum verkunum á pró- gramminu léku nær undantekn- ingarlaust starfsfólk úr Sinfóniu- hljómsveit Islands. Eftir hlé var stutt verk, Sóley, eftir Jónas Tómasson (yngri) fyrir nokkuð óvenjulega hljóð- færaskipan: flautu, klarinett, 3 fiðiur og kontrabassa. Verkiö, sem er samiö fyrir menningar- viku herstöðvaandstæðinga, varð til með Utlum fyrfrvara rúmum hálfum mánuöi fyrir tónleikana og bar vissan keim af þvi. Þaö var engu að siður fagmannlega unnið og fingert á köflum. Það sýndi næmara skynbragð höf- undarins á meöferöómstreitna en oft heyrist meöal frónskra tón- setjara. Loks var hinn vinsæli klarinett- kvintett Mozarts i A-dúr K581 i frábærri útgáfu Gunnars Egils- sonar, Guönýjar, Helgu, Victoriu og Kolbrúnar Hjaltadóttur. Þetta gómsæta kammerverk er skin- andi dæmi um hiö dulræna en hárfina jafnvægi Wolfgangs miUi Ustrænnar tjáningar, handverks og afþreyingar. Innblástur is- lenzkra tónlistarmanna virðist stundum stjórnast af einstarki óhagsýni. Hér lét hann sér ekki muna um að rafmagna aUt loftið fyrir fáeina tugi áheyrenda i hálf- gleymdum tónleikum i Klambra- koti. —RÖP Ríkarður Pálsson skrifar um ióniist Jón Gauti Jónsson. Nýr bæjar- stjóri A fundi bæjarstjórnar Garða- bæjar sl. fimmtudag var sam- þykkt að ráða Jón Gauta Jónsson bæjarstjóra I Göðrum. Ráðning hans var samþykkt með atkvæð- um hinna fjögurra fulltrda Sjálf- stæðisflokksins i bæjarstjórninni og einu atkvæði varafulltrda Framsóknarflokksins. Alþýöubandalagið og Alþýðu- flokkurinn eiga hvor sinn bæjar- fulltrúa I Garöabæ og sátu þeir hjá við atkvæöagreiösluna. Hinn nýi bæjarstjóri mun taka viö störfum af Garðari Sigurgeirs- syni, fráfarandi bæjarstjóra, um mánaðamótin mai — júni. Jón Gauti Jónsson er 33 ára, viöskiptafræðingur að mennt. Hann hefur veriö sveitarstjóri á Fáskrúösfirði og Hellu og starfað i Nigeriu á vegum Scanhouse. Aörir umsækjendur um starfið voru Geir Þórólfsson verkfræð- ingur og Vilhjálmur Bjamason viöskiptafræðingur. — eös Bjargráð heildsala sem fyrr: Aukið „frelsi” minna eftirlit | Blaðinu hefur borist fréttatil- kynning um aöalfund Félags is- lenskra stórkaupmanna. Þar kemur fram að nýr formaður var kjörinn, Einar Birnir, en Jón Magnússon lét af formennsku eftir fjögurra ára dygga þjónustu. 1 ályktun fundarins um verðlags- mál er vikið að nýgerðri könnun Verðlagseftirlitsins á innflutn- ingsversluninni og sem vænta mátti túlka heildsalar niðurstöð- ur hennar ekki beinlinis eins og beinast liggur við. t ályktun þessari segir ma.: „Aðalfundur F.Í.S. 1979 fagnar þeirri umræöu um verðlagsmál sem oröið hefur á undanförnum misserum þar sem greinilega hefur komið i ljós hve úrelt nú- gildandi verölagslöggjöf er. Þrátt fyrir þetta sýndu kannanir, að verslunin skilar sambærilegu verði til nevtenda hér og á öðrum Norðurlöndum, en ljóst er að hún getur ekki búið öllu lengur við nú- verandi starfsskilyröi, enda er greinileg þróun I þá átt aö heild- verslun leggist niöur i ýmsum greinum og flytjist úr landi, og koma nú erlendir sölumenn I hópum til landsins. Aöalfundur F.l.S. mótmælir vinnubrögðum verðlagsstjóra i skýrslu um inn- flutningsverslun og neitar alfariö fyrir sitt leyti þeim dylgjum um umboðslaunaskil sem fram koma I skýrslunni.” Er augljóst að heildsalar loka augum sinum fyrir þeirri staö- reynd að tslendingar greiða tugi miljarða vegna óhagkvæmra innkaupa, umboðslauna sem stol- iö er undan og annars óhagræöis sem leiðir af þvi frumskógafyrir- komulagi sem felst i innflutnings- verslun heildsalamergöarinnar. Bjargráö heildsala eru nú sem fyrr aukiö frelsi og minna eftirlit og eru þaö náttúrlega undarleg rök aö menn svindli aðallega af þvi þeim sé bannað þaö. A aðalfundi stórkaupmanna voru auk þess samþykktar nokkrar ályktanir um skattpin- ingu, en skattar eru sem kunnugt taldir þjóðhættulegt böl I þessum herbúðum. ' —sgt Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags íslands verður i Dómus Medica Egilsgötu 3, 5. og 6. april n.k. og hefst kl. 9 fh. fimmtudaginn 5. april. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Hjúkrunar- fræðingar Reykjavikurdeild H.F.l. heldur almennan fund i átthagasal Hótel Sögu fimmtudag- inn 29.3.kl. 20.30. Fundarefni: Kynntar tillögur sem borist hafa fyrir fulltrúafund. Almennar umræður. Stjórnin. ® ÚTBOÐf Tilboð óskast i byggingu Holtabakka i Sundahöfn Kleppsvik fyrir hafnarstjór- ann i Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 18. april nk. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Sjónvarpsmarkaðurinn erum i fullum gangi. Óskum eftir 14, 16, 18 og 20 tommu tækjum i sölu. Ath. tökum ekki eldri en 6 ára gömul tæki. Erum einnig með úrval af alls kyns hljómflutnings- tækjum. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33,simar 41070 og 24613 • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.