Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 28. mars 1979 Skoðanakönnun Visis: Ólafur vinnur á en Alþýdu- flokkur og Alþýöu- bandalag tapa Skoöanakönnun sem Visir geröi 14,—19. þ.m. bendir til þess aö Sjáifstæöisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi unniö á fylgi meöal landsmanna, en Alþýöubandalagiö og Alþýöu- flokkurinn tapað fylgi. Könnunin náöi til 1642 kosningabærra manna í öllum kjördæmum og var svörunin 78.9%. Niðurstaðan var þessi: Alþýðu- flokkur 16.7% (22%) Framsóknarflokkur 20.7% (16.9%), Sjálfstæðisflokkur 44.3% (32.7%), Samtökin 0.9% (3.3%), Karvel 0.1%, Alþýöubandalagið 17.3% (22.9%). Tölurnar i svigun- um eru hlutfallstölur flokkanna i siðustu alþingiskosningum. Benda má á að þessa daga sem könnunin stóð var mikið umrót i stjórnmálunum og óvissa og mun hafa verið merkjanlegur daga- munur á afstöðu fólks til flokk- anna. —ekh Hitaveitu- samningar á Héraöi Búiðer miað ganga fráogsam- þykkja samstarfesamning og reglugerð fyrir Hitaveitu Egils- staðakauptúns og Feliahrepps. Var stofnfundur fyrirtækisins haldinn að Egilsstöðum sl. mið- vikudag. Eignaraðild Egilsstaða- hrepps I væntanleg 'i hitaveitu er 85% en FeUahrepps 15%, að sögn Guðmundar Magnússonar, sveit- arstjóra á Egilsstöðum. Aformaö er að eigiö fjármagn frá sveitarfélögunum verði 100 milj. kr. á þessu ári en áætlaö er að vinna að hitaveitufram- kvæmdum fyrir rúmar 300 milj. Lögðverður aðal æö hitaveitunn- ar, sem verður nlmlega 5 km. löng, og komiö verður upp dreifi- kerfi á Hlööum I Fellahreppi fyrir ca 10.500 rúmm. húsnæðis og i Egilsstaöahreppi fyrir 82-83 þús. rúmm. eöa alls I ár fyrir 92-93 þús. rúmm. Heita vatnið, sem þarna er um að ræða, fæst við eða öllu heldur úti i Urriðavatni i Fellum, ca 70-80 m. frá landi, 64-65 gráðu heitt. Ekki er ennþá nægilegt vatnsmagn fengið þarna fyrir byggöina alla en þó nóg fyrir þannhluta, sem tengja á iár oger þá miðað við8 stiga frost. Ef frost yrði meira þá er hugmyndin ann- að tveggja að taka út af kerfmu stærstu byggingarnar eöa reisa kyndistöð. Hins vegar þykir rlk ástæða til að ætla, að þarna fáist mun meira vatn við frekari bor- anir þvi mikið uppstreymi er þarna af heitu vatni og virðast miklir vatnsgangar. 30. mars í Mývatnssveit 30. mars verður þess minnst viðsvegar um landið að þá verða liöin 30 ár frá inngöngu lslands i Nató. Herstöðvaandstæðingar 1 Mývatnssveitog Reykjadal munu þá um kvöldiö haida baráttusam- komu að Breiöumýri, og hefst hún kl. 21. Ræðumaður kvöldsins verður Siguröur Blöndal skógræktar- stjóri rikisins. A dagskrá fundar- ins er einnig leikþáttur eftir Vé- stein Lúðvlksson, erindi, söngur ofl.. Alþingismennirnir Jónas Arnason og Stefán Jónsson munu koma þarna fram, svo og trúba- dúrinn Orn Bjarnason auk heima- manna. ih ALLT í GAMNI r ; \ A ' ' V- , 7, \ H - \ tt ■ I l V*. v*. 4 . , J © ( © 1 f lZ’ & i ~~~* ■:■ ■ ■ ,10; ~wm 'x } \ jp&m* "■■■■* 4r' O Q Dansatriðið með nunnunum lifsglöðu er hápunktur sýningarinnar. Leikfélag Reykjavikur sýnir . STELDU BARA MILLJARÐI eftir Fernando Arrabal I Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Þýðing: Vigdls Finnbogadóttir J Arrabal er einn af þeim I mönnum sem báru uppi | absúrdismann i leikhúsum heimsins I kringum 1960 og | vaktí athygli fyrir leikrit sem ■ voru sérkennileg blanda af ■ harðsnúnum grimmileik og ljóörænni viökvæmni og hafa I sum verið sýnd hér á íslandi, ■ eins og Fando og Lis, Skemmti- I ferð á vigvöllirm og Bilakirkju- garðurinn. Siðar vaktí hann | mikla athygli fyrir hápólitlskt og ■ mjög sterkt ádeiluverk, Og þeir I handjárnuðu blómin, sem var I einusinni næstum þvi sýnt i I Þjóðleikhúsinu. Steldu bara i milljarði er nýjasta verk Arra- I bals alveg nýtt af nálinni og útaf fyrir sig fengur að fá að sjá það | svona ferskt. Það sem hefur • skort einna mest I leikhúsunum I upp á síðkastið er einmitt þetta beina samband við útlönd. I Hitt er annað mál að verkið olli ■ mér nokkrum vonbrigðum. Arrabal hefur tekið upp nýjan stn, skrifar nú hreinan farsa með absúrdu ivafi og beinir spjótum ádeilu sinnar I ýmsar áttir, en fyrst og fremst aö hvers kyns tiskuhugmyndafræði til vinstri og hægri sem hann ræðst gegn með vopnum háðs- ins, oft á bráðsnjallan hátt. Vinstri róttækni, kvenfrelsis- barátta, kirkjan, stjórnmála- mennirnir og stórfyrirtækin fá hér marga beiska pillu. En það er eins og ádeilan sé ekki sér- lega djúðstæð, þetta er einhvern veginn allt I gamni. Mér þótti verkið skorta heilllega stefnu. Þetta kemur meðal annars fram i þeim tvlskinnungi sem mér virðist vera á persónu vlsindamannsins — er hann af- vegaleiddur og hættulegur sjúklingur eða er hann óeigin- gjarn mannkynsfrelsari? Það má kannski sætta sig við að hann sé samsettur úr hvoru tveggja, enhversu alvarlega er þá hægt að taka verkiö? Steindór Hjörleifsson átti sýni- lega dálitið erfitt með aö gera upp við sig nákvæmlega hvers konar persónu hann var að leika, hann gerði að vísu margt ágætlega vel, en það var eins og vantaði herslumuninn. Steindór ræður heldur ekki yfir þeirri likamlegu tækni sem góður farsaleikur krefet. Það gerir hins vegar Þorsteinn Gunnarsson, sem fer ákostum í tveimur hlutverkum og fer auöveldlega meö þaö að bregða sér úr gervi hins hlédræga spænskuprófessors yfir I gervi nautabanans sem er alger andstæða hans. Dans- atriði hans með nunnunum lifsglöðu (sem Soffía Jakobs- dóttir og Valgeröur Dan leika af miklu fjöri) eru há- punktur sýningarinnar. Þór- hildi Þorleifsdóttur hefur að vlsu tekist að ná, upp góðum hraða og réttum farsa- anda, en sú óbeislaða kátina sem réttur farsi á að vekja kviknaði ekki með mér i þetta skipti nema endrum og sinnum, en vera má að afburðaþungt hús á frumsýningu hafi valdið ein hverju um þaö. Að minnsta kosti gera þau Karl Guðmunds- son og Guðrún Asmundsdóttir sitt besta til að halda uppi fjör- inu. Þetta er sýning þar sem allir hafa augljóslega lagt sig fram, en heildin veröur einhvern veg- inn ekki alveg jafngild summu partanna. Leikmynd Steinþórs er t.d. afskaplega hugvitsamleg og tilkomumikil, en verður ekki að sama skapi eðlilegur þátt- takandi i leiknum en leikur um of sjálfstætt hlutverk, dregur athyglinga frá leikurunum. Steindór kemst raunar aldrei I almennilegt samband við öll þessi apparöt sín og tílburðir hans I vlsindamennskuátt verka ósannfærandi. Sverrir Hólmarsson skrifar um ÍGtkhús Nútímatónlist hjá Tónlistarfélaginu KRONOS strengjakvartettinn frá Bandarlkjunum kemur fram á tónleikum Tónlistarfélagsins i Austurbæjarbiói i kvöld og leikur aðallega verk eftir núlifandi höf- unda, en einnig eitt eftír Beethov- en og annað eftír Charles Ives. Kvartettinn var stofnaður fyrir 6 árum og hefur siðan unniö sér mikla frægð, einkum fyrir flutning á nútimatónlist og einnig jass, þjóðlaga- og rokktónlist. Hefur hæfni kvartetteins orðiö til þess, að um 50 tónskáld hafa sam- ið og tileinkaö kvartettinum verk sln. Kronos kvartettinn hefur starf- að viö Mills College i Oakland i Kaliforniu, en einnig ferðast, haldið námskeiö og stundað einkakennslu. Hann hefur haldið tónleika viða um Bandarikin og Kanada, og fyrsta tónleikaferöin til Evrópu var i byrjun þessa árs. Kronos kvartettinn er skipaður þeim David Harrington, John Sherba, Hank Dutt og Joan Jeanreaud. 45. ársþing Félags íslenskra iðnrekenda Stefnuskrá Félags Islenskra iðnrekenda verður meðal mála til umfjöllunar á 45. ársþingi þess, sem haldið verður að Hótel Loft- leiðum 30. marsnk. Stefnuskráin var fyrst samþykkt á siðasta árs- þingi, en er nú i endurskQðun. Hjörleifur Guttormsson mun ávarpa þingið og aðalræðuna flyt- ur Jóhannes Nordal seölabanka- stjóri, aö þvi er segir I frétt frá FÍI. Kosning til stjórnar F.l.I. stendur nú yfir og lýkur fimmtu- daginn 29. mars n.k..Kjósa skal formann og tvo meðstjórnendur. A6 þessu sinni eiga tveir meö- stjórnendur að ganga úr stjórn- inni, þeir Kristinn Guðjónsson og Björn Guömundsson. Kristinn Guðjónsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns F.l.I. undanfarin ár, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endur- kjörs. Laus staða Staða fulltrúa 1. stigs við Fasteignamat rikisins er laus til umsóknar. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg. Nánari upplýsingar gefur forstjórinn. Reykjavik 26.03.1979. Fasteignamat rikisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.