Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Sænsk þróunaradstoö er vegleg. En hún er þó aðeins litið brot þess gróða sem sænsk stórfyrirrtæki uppskera árlega i þriðja heiminum. Sænskt auðvald og þróunarhjálpin A undanförnum árum hefur farið fram allitarleg umræða um aöstoð Sviþjóðar við þróun- arlöndinj í hverju sú aðstoð sé fólgin og af hvaða rótum hún sé runnin. Af hálfu borgaralegra afla hér I landi, hefur að vonum gætt kokhreysti yfir myndarleg- um hlut Sviþjóðar i þessum efn- um, en frávinstrihefurkomið sú skoðun að við nánari athugun sé aðstoð þessi runnin af einhverju öðru en kærleikshvötum einber- um. Hefur verið bent á tengsl milli aðstoðar þessarar og f jár- festingar sænskra auðfyrir- tækja i löndum þriðja heimsins. Sviþjóð er hákapitaliskt land. Hin glöggu einkenni þess leyna sér ekki á þjóðfélagsgerðinni þrátt fyrir áratugastjórn krata á landi og lýð. Og undraði svo- sem engan. Stærstur hluti fjár- magns og framleiðslutækja er i höndum stórra og voldugra samsteypa. Efnahagslifið er ofurselt einokunarhringjum, sem með dyggri hjálp ríkis- valdsins hafa náð völdum yfir hinni frjálsu samkeppni. Mjög sterkir framkvæmdabankar stjórna meginfjárfestingu i iön- aðinum, innanlands og utan. Toppinn i þessum efnahagslega valdapýramida mynda svo nokkrar stórfjölskyldur með þá Wallenberga i broddi fylkingar. Mátti nýlega kenna úrslitaafl þeirrar kliku, er Volvosamning- arnir runnu út i sandinn, nú ný- verið. — 1 vaxandi örðugleikum innan- lands, hefur sænsk borgarastétt i auknum mæli flutt starfsemi sina til annarra landa á undan- förnum árum. Hefur sænskt auðvald með þessum hætti sýnt svo ekki verður um villst, að það hefur lært ýmislegt af banda- riskum kollega sinum i þeim efnum sem öörum. A timabilinu 1965-77, fækkaði störfum i sænskum iðnaði heima fyrir um 85.000 , meðan dótturfyr- irtækin erlendis juku starfs- mannatölu sina um 120.000 manns. Ariö 1975 höföu sænsk fyrirtæki erlendis samtals um 325.000 manns á launaskrám. — 1 upphafi sjötta áratugsins námu beinar fjárfestingar sænsks iðnaðar erlendis um 150 milljónum sænskra króna ár- lega, en árið 1977 nam fjárfest- ing af þessu tagi uþb. 3.400 milljónum króna. — Æ stærri hluti þessa fjár- magns hefur safnast til þróun- arlandanna. Arið 1976 fóru þangað 20% allrar fjárfestingar af þessu tagi og var hún skipu- lögð af örfáum stórfyrirtækjum. 1 löndum þessum eru mun hag- stæðari skilyröi til gróðatöku, m.a. vegna ódýrs vinnuafls, lágra skatta og littnuminna náttúruauðlinda. Auk þess hefur þróunarhjálp sú.sem skipulögö er af Sameinuðu þjóðunum, nýst við uppbyggingu nýtisku samfélags í hlutum þessara landa, og hafa m.a. sænsk iðn- fyrirtæki verið óspör á að bjóða fram „aðstoö” sina við það starf. Má i þvi sambandi nefna auðhringinn L.M. Ericson, sem hefur um nokkur ár aöstoðað stjórnir Mið-Amerikurikja við uppbyggingu talsimakerfis o.fl. Af ýmsum ástæðum hafa S- Amerikulönd gjarna orðið fyrir valinu, er fjárfestingalönd eru ákveðin. Hagstæðar herfor- ingjabyltingar eru tiðar og er skemmst að minnast heilla- óskaskeyta sem forstjóri Alfa- Laval sendi hollvinum sinum I Chile, eftir að þeim tókst að hrekja Allende . frá völdum I september 1973. 1 kjölfar hverr- ar fasistabyltingarinnar á fætur annarri, hefur sænskt fjármagn streymt til stuönings óþjóðlegri borgarastétt þessara landa, þeim sömu sem Palme karlinn hefur svo oftmótmælt með þátt- töku i alls kyns andófi hér heima fyrir. — Athyglisvert er að viðskipti þessi hafa aukist á sama tima og sænsk þróunaraðstoð hefur oröið æ umfangsmeiri. Um ára- mót 1975/76, náði Sviþjóð þvi marki að verja 1% þjóðartekna sinna til hjálpar snauðum. Stærstur hluti aðstoðarinnar hefur runnið gegnum greipar Sameinuðu þjóöanna og Alþjóöa þróunarsjóðsins, en honum er stjórnað af Alþjóða- bankanum. — Fram til 1966 nutu einkum Indland, Pakistan og Eþiópia góðs af hinni sænsku aðstoð. Eftir 1970 tóku sænsk stjórnvöld upp þá stefnu alfarið að styrkja einungis þau rlki sem sýnt hafa áhuga og viðleitni til að fram- kvæma þannig grundvallar- breytingar á hagkerfi sínu, að þau hafi möguleika á að standa á eigin fótum. Stærstu móttöku- lönd i dag eru Indland, Tanzanla og Vietnam, en auk þeirra renn- ur sænsk þróunaraðstoð til Bangladesh, Botswana.Eþiópiu, Buineg-Bissau, Kenya, Kúbu, Mósambik, Sri-Lanka, Túnis og Zambiu. — Um það bil 95% aðstoðarinnar eru beinir styrkir. Hins vegar hefur verið bent á aö amk. 40% þessa fjármagns renni aftur til Sviþjóðar með ýmsum hætti. Oft fylgja gjöfunum skilyrði um að fénu skuli varið til kaupa á sænskri framleiðslu. Engin til- viljun er, að á sama tima og sænsk fyrirtæki eiga allt erfið- ara með að losna við fram- leiðslu sina,á frjálsum markaði, skuli hlutfall aðstoðarinnar.sem fólgið er i beinum vörusending- um til hinna þurfandi, fara æ stækkandi. Sænska rikisstjórnin er svo sem ekki ein sek i þeim efnum að „rugla” saman þró- unarhjálpinni og aðstoð viö framleiðslufyrirtæki heima fyr- ir. Er hollt að minnast sovéska dæmisins af þessu tagi, er þeir sendu Libýu 500.000 klósettset- ur, væntanlega i þeirri von að stjórn Gaddafis pantaði klósett- in siðar. Af þvi varð þó ekki og segir sagan aö á alþýðuheimil- um viða um landiö megi i dag sjá mynd af lýbýska þjóðarleið- toganum inni I sovéskum myndaramma! Vaxandi völd alþjóðlegra auðhringa gera þróunarlöndin æ háðari vestrænu fjármagni. Hvort sem um vinnslu náttúru-. gæða er að ræða ellegar sölu af- urða á erlendum mörkuðum, setja samsteypur þessar skorð- ur, sem fjársveltum rikjum gefst einginn kostur á að yfir- stiga. Rikir hér náin samvinna auðhringanna við vestrænt rik- isvald og um er að ræða beint framhald af nýlendukúgun fyrri ára. Virðist eina von hinna snauðu landa til að komast til sjálfsbjargar, að efla náin tengsl sin á milli og þróa tækni- lega og efnahagslega samvinnu. Til þess þarf sósialiskar bylt- ingar i þessum löndum, enda hefur rikjum með þannig stjórnarfar tekist að varpa af sér sameiginlegu oki auðhringa og útlends rikisvalds. Eru Kina og Kúba allgóð dæmi um slikt, en mörg önnur rlki, td. Indland, lýsandi vottur um hve illa getur fariö ef uppbyggingin á sér ekki sósialiskar forsendur. — Ljóst er að Sviþjóð siturábekk þeirra rikja eridag ganga hvað harðast fram i þvi að mergsjúga auölindir hinna snauðu landa. Lönd Asiu, Afriku og S-Ameriku veröa i æ auknari mæli fyrir barðinu á þessari sókn sænskra auðfyrirtækja eftir meiri gróöa, samsteypa eins og L.M. Eric- son, Alfa-Laval, ASEA, Elek- trolux, Atlas-Copco, Saab- Scania, SKF o.fl.. Sænska þróunaraðstoöin nemur aðeins örlitlum hluta þess fjármagns er þessi fyrir- tæki ræna frá löndum þriðja heimsins. Af þessum sökum m.a., hefur Sviþjóð,sem hákapi- taliskt riki, átt ákaflega erfitt með að styrkja hina snauðu þeim stuðningi er gæti hnekkt gróðatöku alþjóðlegs auðvalds i löndum þeirra. Forsenda sllks stuðnings hlýtur að vera félags- leg stjórn alls sænsks iðnaöar og alþjóðaverslunar, upptaka eigna og uppræting hinna sænsku auðfélaga. Slik pólitik á þó ekki ýkja miklu fylgi aö fagna hér i landi um þessar mundir og væntanlega langt að biða sliks. En hitt má ljóst vera, aö ef Sviþjóð sprengir ekki af sér klafa þann.sem kapitalism- inn setur, hljóta tár sem sænskir stjórnmálamenn fella, vegna örbrigðar i löndum þriðja heimsins, að vera i ætt við krókódflsins. Vinstrihópar hér i Sviþjóð telja þó margir að sitthvað megi gera innan þess ramma sem hinn alþjóölegi kapitalismi set- ur I þessum efnum. Vilja þeir að sænsk þróunaraöstoð miðist i framtiðinni við stuðning við hin sósialisku riki þriðja heims- ins og þau eru heyja baráttu gegn heimsvaldastefnunni. Þeir vilja og að sænskt rikisvald við- urkenni frelsishreyfingar af þessu tagi og veiti þeim pólitisk- an stuðning á alþjóðavettvangi. Þeir vilja breytingar á gjald- eyrisreglum og að bann veröi sett við sænskum fjárfestingum I löndum eins og Chile og S- Afriku. Að lokum vilja þeir að Sviþjóð hætti þegar samvinnu viö heimsvaldasinnuð fyrirbæri einsog Alþjóðabankann og öll aðstoð Sviþjóðar við þróunar- löndin verði óbundin hvers kyns skilyrðum. — Vissulega er sænsk þróunar- aðstoð vegleg. En hún er þó að- eins örlitið brot þess gróða sem sænsk stórfyrirtæki uppskera árlega i þriðja heiminum. Það er þvi ljóst að staða sænskrar borgarastéttar hefur styrkst á kostnað þeirra þjóða sem rikis- valdið hér hefur verið að reyna aö hjálpa til sjálfsbjargar. Hér hefur þvi gilt reglan að gefa með annarri höndinni en taka miklu meira með hinni. Og læt- ur enginn sem sænskir stjórn- málamenn, á borð við Ullsten eða Palme, geri sér ekki grein fyrir samhenginu. — v Leigumálanefnd hefur starfað á methraða Nýtt frumvarp til laga um leigusamninga Fulltrúar leigjendasamtakanna, frá vinstri: Jón frá Pálmhoiti, for- maöur, Jón Asgeir Sigurösson, gjaldkeri og Einar Olafsson, starfsm. Nefnd sú er félagsmálaráö- herra skipaöi i vetur til þess aö semja frumvarptil lagaum húsa- leigusamninga hefur nú skilaö þvi af sér. Þetta hefur gerst meö meiri hraöa en menn eiga aö venjast um nefndarstörf hér- lendis. Nefndina skipa Ragnar Aðal- steinsson, f.h. Leigjendasam- takanna, Páll S. Pálsson f.h. hús- eigenda og Sigurður E. Guö- mundsson f.h. ráöherra. Eftir er aö sjá hvort þeir félagar koma sér jafn greiðlega saman um hvað teljast beri hæfi- leg leiga fyrir ibúðarhúsnæöi þvl þeir er ætlað að skila frumvarpi um hámarkshúsaleigu i vor. Frumvarpið um húsaleigu- samninga er nú til umfjöllunar hjá Félagsmálanefnd efri deildar Alþingis og hafaefri deildarmenn sent hana ýmsum aöilum til at- hugunar. Leigjendasamtökin kölluðu blaðamenn til fundar vegna frumvarpsins um húsaleigu- samninga. Samtökin fagna frum- varpinu og hafa sent félagsmála- nefnd efri deildar áskorun þess efnis að Alþingi samþykki frum- varpið. A hinn bóginn vilja þau vekja athygli á þvi aö frumvarpið er málamiölun milli þeirra aðila er stóðu að samningu þess. Jafnframt fyrrgreindri áskorun hafa samtökin sent sundurliðaða gagnrýni á einstakar greinar frumvarpsins og jafnframt lýst eftir ýmsu sem þeim þykir vanta i það. Leigjendasamtökin leggja til að á vegum allra hinna stærri sveitarfélaga verið kosnar húsa- leigunefndir með likum hætti og aðrar nefndir á vegum sveitar- félaganna. Verksvið þessara nefnda yrði einhvers konar milli- ganga milli aðila leigumála og dómkerfisins til að tryggja betur framkvæmd laganna og hugsan- legt væri einnig að slik nefnd gæti sætt deiluaöila svo að ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. Leigjendasamtökin telja að frumvarpið gangi ekki nógulangt i að takmarka fyrirframgreiðslu enda séu þær ekki annað en vaxtalaus lán til leigusala. Þá sakna þau ákvæða um for- gangsrétt barnafjölskyldna i frumvarpinu. Eins þykir það óhæfa að leyft skuli að láta full- gott Ibúðarhúsnæöi standa ónotað svo lengi sem eigendum þóknast. 1 frumvarpinu er kafli um leigumiðlun; vilja leigjendasam- tökin ekkigera neina athugasemd viðhann, telja heppilegt aðkomið verði á opinberri húsnæðismiölun er tæki bæði til leigu- og sölu- ibúða, þar sem allt húsnæði yrði skráð á einum stað. Við höföum samband við félagsmálaráðherra og spuröum hannum framvindumála. Kvaðst hann vona að frumvarpið staldr- aði aðeins skamma stund viö i félagsmálanefndum beggja þing- deilda, og benti á að félagsmála- nefnd neðri deildar ætti að geta haft nokkuð snör handtök þar eö húngæti búið að þeirri vinnu sem efrideildarnefndin innti af hendi. Hann benti og á að störf nefndar þeirrar er nú heföi skilað af sér frumvarpi til laga um húsaleigu- samningaværu tviþætt. Um fyrr- nefnt frumvarp ætti að geta oröið þokkalegt samkomulag. Fram- undan væri erfiðari hjalli, þvi nefndinni er og ætlað að semja frumvarp til laga um hámarks- húsaleigu, vonast er til að það verði lagt fyrir i vor. Nefndinni hefur einnig verið falið aö kynna sér þau lögmál er ráða húsnæðismarkaði annars- staðar á Norðurlöndum og mætti ætla að við gætum eitt og annað lært af grönnum okkar I þvi efni. Sérstaklega renna menn hýru auga til svokallaðs leigukaupa fyrirkomulags. En i grófum dráttum felur þaði sér að sveitar- félög eða jafnvel alþýöusamtök eigi húsnæðið en fólk geti keypt sér rétt til að búa i þvi svo lengi sem það fýsir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.