Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.03.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miövikudagur 28. mars 1979 UOWIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: utgáfufélag ÞjóBviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir Rekstrarstjóri: Olfar ÞormóBsson Auglýsingastjóri: Rúnar SkarphéBinsson AfgreiBslustjóri: Filip W. Franksson BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuB- mundsson. IþróttafréttamaBur: Ingólfur Hannesson. ÞingfréttamaB- ur: SigurBur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otllt og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöróur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigrfBur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristin Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Palsdóttir, Karen Jónadóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiBsia og auglýsingar: SIBumúla 6, Reykjavlk. tfmi 8 13 33. Prentun: BlaBaprent hf. Láglaunabœtur sem lausn • Alþýðubandalagið hefur lýst sig reiðubúið til sam- komulags um afgreiðslu efnahagsmálafrumvarps for- sætisráðherra á þeim grundvelli sem Verkamannasam- bandið hefur gert ályktun um. Þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins hafa látið í Ijós þá skoðun að eðlilegt sé að taka f ullt tillit til ályktunar for- ystumanna verkalýðsfélaganna ekki síst þar sem um var að ræða einhuga ákvörðun allra þeirra sem mættu á formannaráðstefnu Verkamannasambandsins. • Alþýðubandalagið er eindregið sammála þeirri til- lögu Verkamannasambandsins, að teknar verði upp sér- stakar launabætur á lægri laun til þess að koma í veg fyrir skerðingu þeirra launa með því nýja formi á vísi- tölugreiðslur sem frumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir. I samþykkt formannafundar Verkamannasam- bandsins kemur og glögglega fram/ að forystumenn verkalýðsfélaganna hvar í f lokki sem þeir standa leggja áherslu á að vísitölukafla frumvarpsins verði breytt á þann veg sem Alþýðubandalagið hefur gert kröfur um. • í samræmi við þetta hafa ráðherrar Alþýðubanda- lagsins og flokksformaður þegar lagt fram tillögur um breytingar á vísitölukaflanum og sérstakar jafnlauna- bætur. • Enda þótt skoðanakannanir bendi eindregið til að meirihluti landsmanna vilji að núverandi ríkisstjórn sitji áfram er það engin uppáskrift fyrir hana að fylgja í fót- spor fyrri ríkisstjórnar á kauplækkunarbrautinni. Og ætli samstarfsf lokkar Alþýðubandalagsins að slá á út- rétta hönd Verkamannasambands Islands gæti svo farið að taflið snérist við í skyndingu. Aiþýðubandalagið og hin almennu verkamannafélög í landinu hafa teygt sig til hins ýtrasta í samkomulagsátt. Sú staðreynd liggur fyrir og hana ber að virða. Brýnt til baráttu • Miðstjórn Alþýðubandalagsins gerði á fundi sínum i lok síðustu viku ályktun í tilefni af því að um þessar mundir eru þrjátíu ár liðin síðan ísland gerðist aðili að hernaðarbandalagi. Þar segir m.a. að átökin um aðild íslands að NATO og dvöl Bandaríkjahers í landinu haf i klofið þjóðina í tvær fylkingar í afstöðunni til þessara stórmála og svo muni verða uns við losum okkur við herstöðina og af klafa hernaðarbandalags. • „Alþýðubandalagið er eini stjórnmálaflokkur lands- ins sem berst heilshugar fyrir brottför alls herliðs af islenskri grund og úrsögn úr hernaðarbandalagi. Miö- stjórn Alþýöubandalagsins leggur ríka áherslu á að þessa baráttu veröur að heyja af vaxandi þrótti. Sú staöreynd að Alþýðubandaiagið er um sinn aðili að ríkisstjórn, sem ekki hefur framangreind markmið á stefnuskrá sinni, má síst af öllu verða til að draga úr því upplýsinga- og áróðursstarfi, sem nú er brýnna en nokkru sinni, ef krafan um herlaust land utan hernaðar- bandalaga á að fá nægan hljómgrunn meðal þjóðarinn- ar. • Miðstjórn flokksins heitir á alla Alþýðubandalags- menn að vinna af alef li, hvar sem þeir fá því við komið, aðframgangi þess mikilvæga stefnumáls flokks okkar, að ísland standi utan allra hernaðarbandalaga og leyfi engu ríki hér neins konar hernaðaraðstöðu. Miðstjórn hvetur félagsmenn til að hafa forystu, hver á sínum vettvangi, fyrir þvi að sameina alla herstöðvaand- stæðinga um þá kröf u að Bandaríkjaher hverf i sem fyrst með allt sitt af íslenskri grund og ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu." • Sósíalísk hreyfing, sem jafnan hefur haft baráttuna fyrir vopnleysi og hlutleysi í stórveldaátökum að megin- máli í starf i sínu, á það sammerkt með öllum herstöðva- anstæðingum að muna sókn og sár vonbrigði, sigra og ósigra, á þrjátíu ára NATó-skeiði islands. En það hefur jaf nan verið aðal þessara hreyf inga að geta snúið vörn í sókn og til hennar munu nú margir brýna líkt og mið- stjórn Alþýðubandalagsins í samþykkt sinni. Snorri Sturluson 800 ára Eins og margir eru liklega búnir a6 gleyma eru á þessu ári liðnar átta aldir frá þvi a6 Snorri Sturluson fæddist. Ekki hefur enn verið neitt að ráöi fjallaö um þetta ágæta afmæli i blööum, nema hvaö Morgun- blaöiö skrifaöi stórkostlegan leiöara þar sem blaöiö tók þaö aö sér að vernda Snorra karlinn fyrir fmynduöum árásum marxiskra kennara, sem leiö- araskrifari taldi aö hafa mundu hvassthorn i siöu sagnaritarans vegna þess aö hann var höföingi og átti kýr margar. Nú berast okkur fregnir frá Noregi, þar sem Snorri hefur lengi veriö i sérstökum heiöri haföur vegna þess aö hann hafi ekki aöeins lýst norskri sögu, heldur haft meö Heimskringlu djúpstæö áhrif á skilning Norö- manna á sjálfum sér og þar meö á tiöindi sem gerðust mörgum öldum eftir aö Snorri var höggv- inn I Reykholti. Eöa svo segja Norömenn einatt, og við skulum láta okkur hafa þaö aö taka þá trúanlega. I Christian Krogh reyndi aö gera sér grein fyrir þvi hvernig Snorri hafi litiö út. Mönnum ber saman um aö listamaöurinn hafi meö þessari mynd og öör- um iýst sjálfum sér fyrst og fremst. Er hœgt að treysta honum? 1 tilefni afmælis Snorra kem- ur út sérstök hátiöarúrgáfa af Heimskringlu og eru ritstjórar hennar þeir Hallvard Mageröy og Finn Hödnebö. Heimskringla veröur fyrstu tvö bindin i nýrri fjögurra binda útgáfu af sögum Noregskonunga. 1 viðtali viö Aftenposten á dögunum eru ritstjórarnir m.a. spuröir aö þvi hve áreiöanlegan sagnaritara þeir telja Snorra vera, og viö leyfum okkur aö lita svo á, aö islenskir lesendur hljóti aö hafa nokkurn áhuga á þeirri spurningu. Falsar ekki söguna Finn Hödnebö segir: Menn eiga aö gæta sin á þvi aö hengja sig ekki i smáatriðum. Aö þvi er varöar meiriháttar atburöi býr Snorri ekki til neitt nýtt, I þeim efnum höfum viö möguleika á aö prófa hann Erik Werenskiold hét litsamaöurinn sem fenginn var til aö stjórna myndskreytingu Heimskringlu nálægt aldamótum. Þessar þrjár skissur sýna hvernig hjá honum þróaöist sá strikastill sem aörir fimm listamenn tóku einnig miö af. eftir öörum sagnfræöilegum bókmenntum. En þegar hann til dæmis lýsir leynifundum, þá getur enginn vitaö hvaö þar fór fram i raun. Snorri veit þaö , en þaö er ekki sögufölsun af hans hálfu, heldur þaö sem gefur sögulegri atburöarás lif. Og höföingjar bænda halda ágætar ræöur, sem Snorri sjálf- ur hefur samiö, en þær inni- halda heldur ekkert sem af- skræmir raunverulega sögu. Þaö er ekki margt I frásögninni sem er svo af vegi fært, aö menn geti haldiö þvi fram, aö hér sé um þaö aö ræöa aö skoöa at- buröi meö augum þrettándu aldar manns. Halvard Mageröy sagöi: Snorri gerir þaö sem algengt var bæöi i fornöld og á miööld- um — hann lætur sér ekki nægja staöreyndir heldur reynir hann aö endurskapa söguna. Eru sög- ur hans heimildabókmenntir? Þar er til nefnt erfitt hugtak — þýöir þaö aö um sé aö ræöa hlut- drægt úrval á staöreyndum og upplýsingum? Menn geta til dæmis sagt, aö Snorri hefji bændahöföingjana I æöra veldi vegna þess aö þeir eru af hans stétt. En þaö er rangt aö segja, aö Heimskringla sé áreiöanleg „aftur á bak” aðeins af þvi er varöar samtiö Snorra. Persðnur sögunnar eru út frá eigin for- sendum... Lesið Snorra! Hin nýja útgáfa á Snorra kemur nú út bæöi á nýnorsku og bókmáli. Notaðar veröa mynd- skreytingar sex norskra lista- manna sem unnu merkilegt starf I þágu Heimskringlu fyrir skrautútgáfu sem kom út ná- lægt aldamótum — þær hafa og veriö notaöar I islenskri útgáfu. Nú fá myndirnar aö njóta sin I fullri stærö. Aöstandendur hinnar norsku útgáfu minna lesendur sina á þaö, aö þaö sé ekkert á móti þvi aö kaupa Snorra til aö hafa hann I bókahillu. En þaö er mjög brýntfyrir mönnum i leiöinni aö enn geti menn lesiö hinn forna texta sér til innblásturs og lyft- ingar. Einhverntima höfum viö sjálfir heyrt brýningar I þessa sömu veru. — áb —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.