Þjóðviljinn - 04.05.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖDVILJINN Föstudagur 4. mal 1979 STJÓRNA RFRUMVARP Á ALÞINGI viö þroskahefta Aöstoð Nýlega mælti félagsmálaráö- herra fyrir stjórnarfrumvarpi um aöstoö viö þroskahefta. Frumvarpiö er I 6 köflum og skiptist I 26 greinar. Þar segir ma. i 1. grein aö markmiö lag- anna sé aö tryggja þroskaheft- um jafnrétti á viö aöra þegna þjóöfélagsins og skapa þeim skilyröi til eölilegs lifs I sam- félaginu. 1 fyrsta kafla frum- varpsins er ma. gert ráö fyrir aö stofnuö veröi sérstök deild I félagsmálaráöuneytinu og sér- stök stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra. Þá eru þar ákvæöi um skipt- ingu landsins I svæði og þá þjón- ustu sem veita skal á hverju svæöi. Annar kafli frumvarps- ins er um skyldu starfsfólks i heilbrigðiskerfinu til þess aö til- kynna svæöisstjórn um þroska- Fékk góðar undirtektir heft börn sem fæöast. í þriðja kafla er fjallað um greiningar- stöö sem annast rannsókn og greiningu á þroskaheftum og aöstoð og þjónustu viö foreldra og forráöamenn, auk þess sem greiningarstööin á að annast þjálfun og leiðbeiningu starfs- fólks. Fjórði kaflinn er um stofnanir og þjónustu viö þroskahefta, fimmti kafli um rekstur og kostnað, og I sjötta kafla eru ýmis ákvæði. Frumvarp þetta er samiö af ne&id sem starfaöi á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins, menntamálaráðu- * neytisins og Landssamtakanna Z Þroskahjálpar. Upphaf þess I starfs var aö 1976 samþykkti ■ Alþingi þingsályktunartillögu I frá Helga Seljan ofl. um slika ■ lagasetningu.ogvar í framhaldi | af þvi byrjaö aö vinna aö samn- ■ ingu frumvarps um þessi efrii. ■ Ekki var þaö frumvarp þó lagt I fyrir Alþingi, þar sem mikil J óánægja var meö efrii þess. Ný | nefnd var svo skipuð i fyrravor ■ til þess aö semja nýtt frumvarp, I og var þaö samið af fulltrúum B félagsmálaráöuneytis, mennta- ■ málaráöuneytis og Landssam- * takanna Þroskahjálpar. Frumvarpiö hlaut góðar I undirtektir þingmanna viö J fyrstu umræöu i efri deild I fyrri | viku. -sgt ■ ■J Fyrirspurnir frá Geir Gunnarssyni: Landanir erlendis og útflutningur gallaöra þorskafuröa Geir Gunnarsson hefur lagt fram á Alþingi svohljóöandi fyrirspurn til sjávarútvegsráö- herra og óskaö eftir skriflegu svari: ”1. Hversu miklum afla hafa Islensk fiskiskip landaö erlendis s.l. 6 mánuöi? 2. Hvernig skiptist sá afli eftir heimahöfnum skipanna? 3. Hversu miklum hluta af heildarafla sínum hafa ein- stök skip iandaö erlendis á þessu tímabili? 4. Hvert var heildaraflaverö- mætið, þegar frá er talinn kostnaöur erlendis og áætlaö- ur olíukostnaður viö sigling- arnar? 5. Hvert má áætla: a) aö útflutningsverömæti þessa afla heföi oröiö viö vinnslu hérlendis? þingsjé b) aö launagreiðslur heföu oröiö viö þá vinnslu? 6. Hyggst rlkisstjórnin setja frekari hömlur en gilt hafa undanfariö á sölu óunnins þorskafla eöa annars óunnins afla islenskra fiskiskipa erlendis?” Þá hefur Geir einnig lagt fram fyrirspurn til sjávarútvegsráð- herrá um útflutning á gölluöum þorskafuröum. Er hún svona: „Óskað er skriflegrar skýrslu um útfluttarfrystar þorskafurðir, sem stóöust ekki gæöakröfur á árinu 1978. í svari komi m.a. fram: 1. Hvenær þessi vara var unnin, I hvaöa sveitarfélögum og i hvaöa mæli I hverju um sig. 2. Aö hve miklu leyti um var að ræöa bátafisk og aö hve miklu leyti togarafisk. 3. Hve mikið aflamagn viö- komandi fiskvinnslufyrirtæki tóku til vinnslu miöaö viö af- kastagetu, þegar framleidd var sú vara sem reyndist skemmd. 4. Hvaða skýring er á þvi, aö skemmd vara er framleidd og flutt út þrátt fyrir þrefalt gæöaeftirlit, þ.e.: a) eftirlit verkstjóra meö matsréttindi, b) eftirlit Framleiöslueftirlits sjávarafuröa, c) eftirlit útflutningssam- taka.” Davíd A. Gunn- arsson skipaður framkvæmda- stjóri ríkis- spítalanna Heilbrigöis- og tryggingaráö- herra hefur skipaö Daviö A. Gunnarsson I stööu fram- kvæmdastjóra rikisspitalanna. Um stööuna sótti auk Davíös Steinar Benediktsson rithöfund- ur. (Fréttatilkynning). UTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i bygg- ingu fjögurra steinsteyptra starfsmanna- húsa við Búrfellsstöð. Miðast verkið við afhendingu á húsunum i haust tilbúnum undir tréverk. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitis- braut68,108 Reykjavik, frá og með mánu- deginum 7. mai 1979 að telja og kostar eintakið kr. 10.000.- Tilboðsfrestur er til 28. mai 1979, en þá verða tilboðin opnuð kl. 14.00 i skrifstofu fyrirtækisins. c Reykjavik4. mai 1979. LANDSVIRKJUN Forstöðumaður óskast að leikskólanum við Hliðarlund. Leikskólinn mun taka til starfa 1. ágúst n.k. Umsækjandi þarf þó að geta hafið störf fyrr. Einnig er óskað eftir fóstrum til starfa við dagvistarstofnanir Akureyrar- bæjar sem fyrst. Upplýsingar veittar i sima 96-25880 og 25881 kl. 10—12. Umsóknarfrestur er til 20. mai n.k. Félagsmálastofnun Akureyrar. Helgi Seljan Þorbjörg Arnórsdóttir Þingsályktunartillaga Þorbjargar Arnórsdóttur og Helga Seljan: F ramhalds- námáHöfn og samrœmt skólahald á Austurlandi Nýlega varlögöfram á Alþingi þingsályktunartillaga flutt af Þorbjörgu Arnórsdóttur og Helga Seljan um framhaldsnám á Höfn i Hornafiröi og samræmingu skólahalds á Austurlandi. t tillög- unni er lagt til aö mótuö veröi stefna um framhaldsnám á Höfn og veröi þaö liöur i samræmdum fra mhaldsskóla á Austurlandi. Til þess aö undirbúa samræmt framhaldsskólahald I fjóröungn- um meira en oröiö er, er lagt til aö skipuö veröi samstarfsnenfnd þeirra skóla á Austurlandi þar sem framhaidsnám fer fram eöa er fyrirhugaö. t greinargerö meö tillögunni segir ma. að framhaldsnám fari nú fram í 7 skólum á Austurlandi. Þá segir að I greinargerð menntamálaráöuneytisins um framhaldsnám á Austurlandi sem út kom 1973 sé ma. gert ráð fyrir framhaldsnámi á Höfn i Horna- firði. I greinargeröinni er bent á að hugsanlegt sé aö gera ráö fyrir uppbyggingu eins fjölbrautaskóla á Austurlandi sem hafi aösetur á mörgum stööum, þe. þar sem starfandi skólar i fjóröungnum eru. Tilgangurinn meö stofnun sliks skóla yröi ma. aö samræma framhaldsskólahald i fjóröungn- um og tryggja fólki menntun í heimabyggð sinni. —sgt Utlitsteiknari óskast Þjóðviljinn óskar að ráða útlits- teiknara „lay-out” starfsmann sem fyrst. Vinsamiegast hafið samband við ritstjóra 1 síma 8 13 33 MOÐVIUINN Blaðberar óskast Austurborg Hjallavegur (sem fyrst) Háteigshverfi (sem fyrst) D/ÓDVIUINN Siðumúla 6, simi 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.