Þjóðviljinn - 04.05.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 04.05.1979, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fostudagur 4. maí 1979 T extar um börn Segðu mér söguna aftur Upplestrar- og söngdagskrá um börn i íslenskum bókmenntum Umsjón: Guðrún Þ. Stephensen Þaö var ósköp notaleg kvöld- stund að sitja i rólegheitum yfir rauövinsglasi i Leikhúskjallaran- um og hlusta á þessa dagskrá, — það er alltof litið gert af þvi hér á landi að flytja manni uppbyggi- legt efni við þægilegar og óþving- aðar aðstæður. Sömuleiðis er það höfuðkostur þessarar dagskrár að hún tekur sig ekkert of hátið- lega er hvorki með hámenningar belging og alvöruþunga i fasi né heldur að reyna að sanna eitt eða neitt — hér koma einfaldlega nokkrir leikarar saman og flytja okkur handahófsvalda texta um börn. Textarnir eru að sönnu mis- jafnir, og flutningurinn lika, en þegar á heildina er litiö er þetta prýðilegt. Margt var með miklum ágæt- um, en allra mest þótti mér gaman að þvi þegar þær Briet Héðinsdóttir og Anna Kristin sungu Magnús raular með öldungis bráðfyndnum tilburðum. Brlet og Anna Kristin syngja Magnús raular. Margt annað af sungna efninu var skemmtilegt, einkum það elsta og það yngsta. Þarna eru t.d. lag- lega samsettir textar eftir Pétur Gunnarsson og Sveinbjörn Bald- vinsson, báðir kunnir af plötum. En svo voru lika nokkrir skelfing þynnkulegir og væmnir textar eftir Úlf Ragnarsson, Sig. Júl. Jóhannesson og Orn Arnarson. Af óbundna málinu bar Þór- bergur auðvitað af. Eftir hann voru fluttir tveir textar úr Sálm- inum um blómið, sem inniheldur mesta visku um börn af þeim bókum sem út hafa komiö á tslandi, annars vegar sagan um Hauk sem skitti á fiðluna og hins vegar sagan um merkilegustu sögu i heimi. Báðir þessir textar eru snilldarverk og auka meira skilning okkar á eðli sagna- skemmtunar en margar doktors- ritgerðir. Fleira gott má nefna, svo sem eins og fallega kafl- ann um stóru systur úr Sjálfstæði fólki, kafla úr Púnktinum hans Péturs, hnyttilega og skemmti- lega leikna kafla eftir Jónas Arnason og Svavar Gests. Svo voru kaflar sem voru dálitið slæmir af þvi að höfundarnir voru svo ákafir að troða uppá okkur skoðunum sinum, kafli úr Atómstöðinni og annar úr Lifandi vatninu hennar Jakobinu — hvort tveggja góðar bækur en gallaðar vegna þess að höfundunum var svo mikið niöri fyrir. Þetta er upplifgandi og upp- byggileg kvöldskemmtun og upp- lagt að taka eldri börnin með. Sverrir Hólmarsson V iðamiklar r éttindab ætur I Þjóðviljanum 1. maí s.l. var skýrt frá svokölluðum félagsmálapakka og þeim ávinningi fyrir verkalýðs- hreyfinguna sem i honum felst. Þær upplýsingar sem þar komu voru byggðar á gömlu viðtali við Arnmund Backman lögfræðing sem hefur unnið að gerð þess- ara lagafrumvarpa. Síðan hafa hins vegar verið gerð- ar umtalsverðar breytingar á þessum Allt að 6 mánaða laun í veikinda- og slysatilfellum í stað 6 vikna áður Verkafólk sem unnið hefur i 1 ár hjá atvinnurekanda innan sömu starfsgreinar hefur eins mánaöar uppsagnarfrest en áður var þetta bundið þvi að unnið hefði verið i 1 ár hjá sama at- vinnurekanda. Nýmæli er hins vegar að þeir sem unnið hafa i 3 ár hjá sama atvinnurekanda fá 2 mánaða uppsagnarfrest og þeir sem unnið hafa samfellt i 5 ár hjá sama atvinnurekanda fá 3 mánuöa uppsagnarfrest. Þetta bætir mjög úr þvi réttleysi aði fólki sem hafði kannski unnið 10 frumvörpum í meðferð Alþingis og auk þess settar einstakar reglugerðir varðandi þessi mál í ráðu- neytum. Þykir þvi ástæða til þess að skýra frá því hvernig þessum nýmælum er háttað og hafði blaðið samband við Arnmund á ný á miðvikudag og bað hann um að segja frá „ f élagsmá lapa kkanum" eins og hann er núna. — 20 ár á sama staö var hægt aö sparka meö mánaðarfyrirvara og þannig var kannski kippt al- gjörlegrunninum undan þess lífs* munstri. 1 félagsmálapakkanum er lög- festur réttur verkafólks til 3 mánaða dagvinnulauna i þeim til- fellum að slys verði i vinnu eða á leið til og frá vinnu eða vegna at- vinnusjúkdóma sem orsakast af vinnunni. Þetta er algjör viöbót viö gildandi rétt. en áður haföi verið samið i samningum um 4 vikna sérstakan rétt. Þeir sem starfaö hafa eitt ár samfellt hjá sama atvinnurekanda eiga rétt á óskertum launum I 1 mánuð i veikinda- og slysatilfellum en áður höfðu flest verkalýösfélög samið um 14 daga óskert laun. Hafi þetta verkafólk verið ráðið i 3 ár hjá sama atvinnurekanda fær það 1 mánuð að auki á daglaunum og eftir 5 ára starf samtals 3 mánuöi. Þetta þýðir að verkafólk getur átt rétt á allt að 6 mánaða launum i veikinda- og slysatil- fellum i stað 6 vikna hámarks áður. 18 mánaða ríkisábyrgð á laun vegna gjaldþrota Þá er gert ráð fyrir allt að 18 mánaða rikisábyrgð á laun, verði fyrirtæki gjaldþrota en reynslan sýnir aö þeir 6 mánuðir sem fyrir voru nægðu ekki til að fólk næði út þessum peningum sinum. Hér er þvi um verulega kjarabót að ræöa þar sem mjög algengt er aö fyrir- tæki fari á hausinn með stór- felldar upphæðir i vangreiddum launum. Þá bætist þaö við aö ráðuneytið er búið aö gefa út reglugerð þar sem kveðiö er á um að rikissjóöur greiði fulla vexti á þessa kröfu. Orlof greitt þó um vanskil sé að ræða og vextir hækkaðir Mjög hefur verið undir hælinn lagt að þegar fólk hefur ætlað i sumarfri hafi það fengiö orlofsfé sitt útgreitt vegna van- skila fyrirtækja á greiðslu þessa fjár. Þá hafði Póstgiróstofan enga lagaheimild til aö rannsaka Viðtal við Arnmund Backman lögfræðing um Jélags- málapakk- ann” eins og hann er nú sjálfstætt hvað hverjum atvinnu- rekanda bar að greiða. Nú er reglugerð að sjá dagsins ljós þar sem kveðið er á um að Póstgiróið greiði viðkomandi fólki orlof þó aö um vanskil sé að ræða hjá at- vinnurekandanum. Þannig greiöir það höfuöstólinn strax en vexti þegar innheimta hefur farið fram. Þá hefur Póstgiróstofan fengið heimild til að fara i bók- haldsgögn fyrirtækja til að stað- reyna orlofsgreiðslur. Þá er rikis- stjórnin búin að samþykkja vaxtahækkun úr 5% i 11,5% og hefur til athugunar að hækka vextina enn meira. Bein lögtök heimiluð vegna vanskila í sjóði Þá hefur nú verið heimilað að taka beint lögtak án undanfar- andi dóms eða sátta hjá atvinnu- rekanda vegna vanskila á umsömdum greiðslum i sjúkra-, orlofs- og stéttarsjóði stéttar- félaga svo og iögjaldagreiöslum i lifeyrissjóði. Þetta auöveldar mjög alla innheimtu. Næturvinna að lokinni dag- vinnu á föstudögum Þá er nú á lokastigi hjá Alþingi frumvarp um að næturvinna skuli hefjast að lokinni dagvinnu á föstudögurp, en beöið er með að fella eftirvinnu algjörlega niöur þar til séö veröur hvernig þessi breyting kemur út i raun. Bætt hollusta og öryggi á vinnustöðum Að lokum má geta þess að viðamikið frumvarp um aöbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stööum liggur nú hjá rikisstjórn- inni,en endurbót á þvi sviöi var eitt af loforðum í „félagsmála- pakkanum”. I þessu frumvarpi eru geysimiklar úrbætur um öryggi á vinnustöðum svo sem um ókeypis læknisþjónustu fyrir verkafólk á 2 ára fresti, öryggis- trúnaðarmenn og nefndir, lág- marks hvildartima og Vinnueftir- lit rikisins. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.