Þjóðviljinn - 04.05.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.05.1979, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Föstudagur 4. maf 1979 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfs- menn blaösins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I slma- skrá. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélagsins: , ,Harðari afstaða en áður vegna verkbannsins 99 „Kröfur okkar eru komnar fram og við komum okkur sam- an um að vlsa málinu til sátta- semjara,” sagöi Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur, er Þjóðviljinn hitti hann að máli við upphaf samningafundar sjó- Guðmundur Hallvarðsson: Með þessu eru vinnuveitendur að hengja bakara fyrir smið. (Ljósm.:eik) manna og útgerðarmanna kl. 14 i gær. Þetta var fyrsti sátta- fundur þessara aðilja, en at- vinnurekendur hafa lýst yfir verkbanni á undirmenn á kaup- skipum frá og með miðnætti 10. mal nk. „Verkbannið er sist til hins betra og má segja að nú komi aðrirmenn að samningaborðinu en þegar kröfur vinnuveitenda voru lagðar fram,” sagði Guð- mundur. „Afstaða okkar er nú einbeittari og harðari en áöur. Viö vorum ekki búnir að leggja fram kröfur okkar, þegar vinnuveitendur boðuðu okkur á sinn fund og lögðu þar fram sín- ar kröfur. Þeir knúðu þarmeö fram okkar kröfur og settu sið- an þetta verkbann i beinu fram- haldi af þvi, nákvæmlega með þeim hætti sem vinnuveitendur hafa hvað mest gagnrýnt I starfsaðferðum yfirmanna á farskipunum. Við fáum ekki séð hvað veldur , en með þessu eru vinnuveitendur aö hengja bak- ara fyrir smið.” -eös I ■ I ■ I ■ -! Uppreisnarmenn eða framagosar? Myndin er tekin á blaöamanna fundi fimmtánmenninganna i gær (Ljósm.: eik) 15 ungir og miðaldra Sjálfstæðismenn gefa út bókina Uppreisn frjálshyggjunnar: Hvöss gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn t gær boðuðu 15 ungir og mið- aldra Sjálfstæöismenn til blaða- mannafundar til að kynna bókina Uppreisn frjálshyggjunnar sem þá kom út. Ritstjóri er Kjartan Gunnarsson og sagði hann að i henni kæmi fram hvöss gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn og störf hans I siðustu rikisstjórn. 1 formála fyrir bókinni segir m. a. að það sé orðið löngu tima- bært að snúa sókn kommúnista i Humarvertíð hefst 21. maí Akveðið hefur verið hvaða regi- ur skuli gilda um humarveiðar á komandi humarvertlð og eru þessar hinar heistu: 1. Humarvertið hefst 21. mai n. k. og stendur ekki lengur en til 15. ágúst n.k. 2. Ekki veröur leyft að veiða meira en 2500 lestir humars á vertiöinni og verða veiöarnar stöövaöar fyrirvaralaust þegar þvi magni hefur verið náö. 3. Humarleyfi verða aðeins veitt bátum, sem eru minni en 105 brúttórúmlestir. Þó veröur stærri bátum veitt leyfi til humarveiða séu þeir búnir 400 hestafla aðalvél eða minni. 4. Umsóknir sem berast eftir 15. mal n.k. verða ekki teknar til greina. Auk þess gilda venjulegar Framhald á blaðsiðu 14. vörn og kveöa niður hatursróginn gegn frjálsu framtaki og athafna- lifi. Hugmyndafræði öfundarinn- ar hefur of lengi ráðið of miklu i samskiptum manna á íslandi, segirþar. Fimmtánmenningarnir sögðu að það væri löngu orðið timabært að taka Sjálfstæðis- flokknum tak og bókinni væri m.a. ætlaö það hlutverk og þess vegna kæmi hún út sama dag og Landsfundur flokk^sins hefst. Ekki vildu þeir þó viöurkenna aö hún væri liður i innbyrðis valda- baráttu. Blaðamaður Þjóðviljans spurði hvort þetta væri uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins og spurði þá einn fimmtánmenning- anna, Halldór Blöndal varaþing- maður, á móti hvort honum fynd- ust þeir vera uppreisnarlega vaxnir og varö blaðamaðurinn að játa að'honum fyndist það ekki. Þeir sem eiga efni i bókinni eru Bessi Jóhannsdóttir kennari, Baldur Guðlaugsson lögfræðing- ur, Björn Bjarnason skrifstofu- stjóri, Davlð Oddsson borgarfull- trúi, Erna Ragnarsdóttir arki- tekt, Friðrik Sophusson alþingis- maður, Geir Haarde hagfræðing- ur, Halldór Blöndal varaþing- maöur, Hannes Gissurarson hug- myndafræöingur, Jón Asbergsson viöskiptafræðingur, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur, Pét- ur Eiríksson framkvæmdastjóri, Þór Whitehead sagnfræöingur, Þorsteinn Pálsson framkvæmda- stjóri og Þráinn Eggertsson hag- fræðingur. YFIRMENN_Á FARSKIPUM: Látum vinnuveitendur um rangfærslurnar Á f undi sínum i gær sam- þykkti samninganefnd FFSi að afturkalla ekki undanþágu fyrir Fjallfoss/ sem hefur verið í áburðar- flutningum til hafíssvæð- anna fyrir norðan og aust- an. Segir i samþykktinni að þrátt fyrir harkalegar verkbannsaðgerðir Vinnu- veitendasambandsins hafi aðstæður bænda lítið breyst, og því muni Far- manna- og fiskimanna- sambandið ekki svara með hörku og þvermóðsku, að hætti vinnuveitenda. Nefndin átaldi einnig harðlega þá ósvlfnu áróðursherferð sem Vinnuveitendasambandiö hefur rekið gegn farmönnum I fjölmiðl- um landsins. I samþykktinni er sérstaklega minnst á fuilyrðingar Þorsteins Pálssonar fram- kvæmdastjóra VSI i sjónvarps- þættinum „Kastljósi” s.l. föstu- dag. En að sögn farmanna fór hann þar með illar ýkjur um tekj- ur bæöi skipstjóra og vélstjóra. Jafnframt segja farmenn að Þor- steinn hafi smurt hvorki meira né minna en 50% á þær tekjur, sem hann kvað annan stýrimann hafa að jafnaði. ÖS Farmannaverkfallið harðnar: Undanþágumar afturkallaðar Verðandi óskað til hamingju með „stéttvísina” 1. maí „Við höfum verið held- ur tregari á undanþágur núna og drógum til baka þær undanþágur sem búið var að veita til færslu á skipum i höfninni," sagði Þorkell Pálsson formað- ur verkfallsnefndar FFSi í viðtali við blaðið í gær. Brúarfoss hafði fengið heimild til að fara undir kornkranann í Sundahöfn og til baka aftur, og einn- ig hafði Háafossi verið heimilað það sama. Síð- degis í fyrradag voru þessar undanþágur dregnar til baka og er Brúarfoss nú stöðvaður undir krananum, en verið er að moka 400 tonnum af korni úr Háafossi. Fleiri undanþágur til korn- losunar hafa verið dregnar til baka og undanþágubeiðni fyrir Kyndil til oliuflutninga var hafnað. 1 gær fékk Reykjafoss leyfi til að losa i Reykjavik, en skipiö er að koma að utan og Mælifell fékk leyfi til losunar á Svalbarðseyri vegna snjókomu og slæmrar færðar þar fyrir norðan. „Eftir þvi sem okkur sýnist stefnir I langt verkfall”, sagði Þorkell. „Þaö má sjá það á þvi hvernig gengið er frá skipunum og þaö virðist vera álit okkar viðsemjenda að það verði langt. Og þegar þeir vilja ekki einu sinni yröa á samningamenn okkar, þá verður maður að búast við löngu verkfalli, þvi miður.” Þorkell sagðist að lokum vilja óska Verðandi I Vestmanna- eyjum til hamingju með „stétt- vlsina” 1. mai. Þann dag var samþykkt á fundi I félaginu að félagsmenn skyldu greiða at- kvæði um áframhaldandi aðild félagsins að FFSI. Fór sú at- kvæðagreiösla fram I gær. —eös -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.