Þjóðviljinn - 04.05.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.05.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. maí 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 ALASKA NORTHWESÍ TERRITORIES BRITISH • *, DLUMBIA i / MANITOBA^ idmonton q a aj a D A iVancouvér UNITED STATES Proposed Trans-Alaska Oil Route Proposed Canadian Oil Pipeline Existing Oil Pipeline Þóröur Ingvi Guðmundsson skrifar um kosningar i Kanada: Persónuleg fremur en málefnaleg Olían í Alberta er meiriháttar kosningamál — eins og er liggja leiöslurnar þaöan suöur tii Bandaríkjanna. Forsætisráöherra Kanada, Pierre Trudeau hefur boöað til næstu almennu þingkosninga i Kanada 22. mai n.k. Síöast var kosiö til alrikisþingsins sumariö 1974, en kjörtimabiliö er 5 ár I Kanada. Meö ákvöröun forsætis- ráöherrans er lokiö 18 mánaöa óvissutimabili um hvenær boöaö yröi til kosninganna, en á þessu timabili hefur forsætisráöherr- ann nokkrum sinnum gefiö i skyn ákvaröanir og einu sinni ákveöiö kosningar, en jafnan dregiö ákvöröun sina til baka, þar sem þing var aldrei formlega rofiö. Málabúnaður Trudeaus Þaö var mánudaginn 26. mars s.l., daginn sem friöarsamning- arnir milli ísraelsmanna og Egypta voru undirritaðir i Washington, aö Trudeau gekk á fund landstjórans og tilkynnti honum aö hann óskaði eftir aö þing yrði rofið og til kosninga boöaö 22. main.k. Þessi ákvöröun kom öllum á óvart, þar sem beöið hafði verið eftir kallinu i tvo mán- uði og Trudeau sagt að sér lægi ekkertá, ogvar því almennt búist við að hann myndi ekki rjúfa þing fyrr en um miðjan april, með það fyrir augum að ekki yrði kosið fyrr en um miðjan júni, vegna þess að siðustu skoðanakannanir bentu til þess að heldur drægi saman með Ihaldsflokknum og Frjálslynda flokknum, en s.l. 9 mánuði hefur ihaldið haft 7-11% meira fylgi en frjálslyndir, sam- kvæmt slikum könnunum. 1 boðskap sinum til þjóðarinn- ar, sem fýlgdi tilkynningunni um kosningarnar, sagði Trudeau aö 5 eftirfarandi mál væru helstu kosningamálin frá sinni hendi: Eining rikisins, endurreisn efnahagslifsins, sem hann kallaði Nýja efnahagsstefnu fyrir 8. ára- tuginn, verðbólgan, en hún er um 10% i Kanada, orkumál og atvinnuleysið, sem er um 10%. Eining ríkisins Eining Kanada er þaö mál, sem Trudeau hefur alltaf lagt mesta áherslu á á hinum 11 ára ferli sin- um sem forsætisráðherra. Trudeau hefur þrisvar tekist að gera þetta mál að aðal-kosninga- málinu, 1969, 1972 og 1974, og spurningin er hvort honum tekst þaö nú i fjórða sinn. Máliö snýst um hve mikið vald hin einstöku fylki i Kanada eigi að hafa gagn- vart alríkisstjórninni. Höfuð- vandamáliö i augum Trudeaus, er auðvitað stjórn Réne Lévesque i Quebec, sem stefnir að fullveldi Quebec-fylkis og aðskilnaði þess frá enskumælandi hluta Kanada. Þó ekki sé búist við þvi að Quebec lýsi yfir sjálfstæði, þá er máliö notað af hálfu Parti Quebecois (Flokkur Lévesque) sem hótun eða ógnun til að ná fram samn- ingum við alrikisstjórnina um aukið vald til handa fylkisstjórn- inni. Seint á komandi sumri verð- ur þjóðaratkvæðagreiðsla i Quebec um hvort heimila eigi fylkisstjórninni að stefna að • skilnaöi frá Kanada. 1 þessari kosningarbaráttu mun Trudeau benda á þetta mál, auk þess sem hann mun benda á vald Alberta i orkumálum (Alberta er aöal-oliuútflytjandi Kanada), sem dæmi um hvaöa vandamál það skapi fyrir kanadisku þjóðina sem heild þegar einstök fylki séu of sjálfstæð, hugsi of mikið um eigin hagsmuni, sem komi svo niður á hagsmunum allrar þjóð- arinnar. Trudeau nefndi það t.d., á öðrum degi kosningarbarátt- unnar, að það væri nánast föður- landssvik að lita ekki á einingar- málið sem mikilvægasta málið i þessari kosningabaráttu, þvi að veik alrikisstjórngæti aldrei bætt velferð þjóðarinnar og leyst að- kallandi efnahagsvandamál. íhald og kratar Vandinn er hinsvegar sá, að hinir flokkarnir, Ihaldsflokkur- inn, Nýi lýöræðisflokkurinn og Kreditistarnir (Social Credit Party) eru alls ekki sammála for- stætisráðherranum um að einingarmáliö sé aöalkosninga- málið. Joe Clark, leiðtogi Ihalds- flokksins sagði t.d. i sjónvarps- viðtali daginn eftir aö boðað hafði verið til kosninganna: Trudeau hefur tekist aö gera þetta mál (einingarmáliö) að aðalkosninga- málinu i þremur undanförnum kosningum, til.að draga úr um- ræðum um alvarlegri og meira aðkallandi mál, en nú munum viö koma Trudeau frá völdum. 1 sama streng hefur Ed Broadbent, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (sósialdemókrata) tekiö, þó ný- lýðræðissinnar lfti á sterka alrikisstjórn sem mikilvægara mál og nauðsynlegra en ihaldið. Ihaldið og kratarnir munu leggja aðaláherslu á efnahags- málin, þó meö mismunandi áherslum. Ihaldið boðar fyrst og fremst valddreifingu og gagnrýn- ir stjórnarferil Trudeaus sem timabil of mikillar samþjöppunar valds og útþennslu rikisbáknsins. Oliusalan til Bandarikj- anna Inn i þessa mynd kemur deilan um orkustefnuna. Rikisstjórn frjálslyndra stofnaði á sáium tima rikisrekiö oliufyrirtæki, PetroCan, sem mótvægi við þeim heljartökum, sem bandariskir oliuhringar hafa á kanadiskum oliubúskap. Ein afleiöing þess er sú að Alberta selur alla oliu sina til Bandarikj- anna, i staö þess aö selja hana til oliukrepptra iðnaðarhéraöa i Ontario og Quebec, sem flyt ja inn oliu frá öörum löndum. Trudeau vill viðhalda PetroCan, stööva oliuútflutninginn til Bandarikj- anna, en fyrirskipar bandansku fyrirtækjunum að leggja oliu- leiðslur frá Alberta til Ontario og Quebec. thaldið vill hins vegar leggja niöur PetroCan, og við- halda núverandi fyrirkomulagi á oliusölunni. Þar meö gefur það Trudeau færi á sér, sem sakar það um aö ganga erinda banda- risks auövalds. Þetta er þó það lengsta, sem Trudeau þorir að ganga i stórmáli hér i Kanada, sem erlend auödrottnun (aöal- lega bandarfsk) I kanadisku efna- hagslifi er. Nýi lýöræðisflokkur- inn er eini flokkurinn, sem hefur kjark til að reifa þetta mál, þar sem hann erekki sokkinnupp fyr- ir haus i tengsl viö bandarísku fyrirtækin, sem fjármagna að talsverðu leyti kosningabaráttu frjálslyndra og ihalds. Nýdemókratar standa vel að vigi Nýi lýöræöisflokkurinn leggur höfuöáherslu I þessari kosninga- baráttu á atvinnuleysið, sihækk- andi verðlag á nauðsynjavörum og hinn mikla gróöa auðfyrir- tækja. A siðasta árihækkaði gróöi auðfyrirtækja um 78%, á meðan Trudeau; hann er feiknarlega kjaftfor og getur verið gaman- samur. Frá Montreal höfuðborg Quebec — hvort spyrja menn frekar um einingu rikisins eða tékkheftið og magann? laun hækkuðu aðeins um 6%. I þessum málum ná kratarnir vel eyrum almennings, og hefur flokkur þeirra aldrei verið eins vel búinn undir neina kosninga- baráttu eins og nú, hvað mann- afla og fjármagn snertir, en flokkurinn hefurnú i fyrsta skipti fullan og einarðan stuöning Kanadiska Alþýðusambandsins (Canadian Labour Congress). 1 siöustu kosningum var fylgi flokkanna sem hér segir: Frjáls- lyndir 42% og 133 þingmenn kjörna. Ihaldsflokkurinn 35% og 98 þingmenn, Nýi lýðræðisflokk- urinn 15% og 17 þingmenn. Kreditistar 5% og 9 þingmenn. Óháðir þingmenn voru 7. Þing- sætum er nú fjölgað úr 264 i 287. Hvaða minnihluta- stjórn? Almennt er talið að næsta rikis- stjórn i Kanada veröi minnihluta- stjórn, og þá helst minnihluta- stjórn ihaldsins, þar sem siðustu skoðanakannanir benda til að thaldsflokkurinn og frjálslyndir komi nokkurn veginn jafnir út úr kosningunum, meö um 40% atkvæða hvor. Hver minnihluta- stjórnin veröur,fer hins vegar eft- ir þvi hvorum flokkanna Nýi lýð- ræðisflokkurinn kýs að veita hlut- leysi sitt, en myndun næstu rikis- stjórnar er raunverulega á valdi hans. Það er hins vegar ljóst aö það verður erfitt fyrir Nýja lýð- ræðisflokkinn aö veita Trudeau hlutleysi sitt ef frjálslyndir munu biða mikið afhroð i kosningunum og koma út sem minni flokkur en ihald, og almennt er talið að það muni gerast. Vandræði Trudeaus Takist Trudeau ekki að gera einingarmálið að aöalkosninga- málinu, er nokkurn veginn vistað flokkur hans verður Uti i kuldan- um næstu árin. Fylgi flokksins er traust I Quebec. 1 vesturfylkjun- um hefur hann hins vegar næst- um verið þurrkaður út. (Auka- kosningar, fylkjakosningar og skoöanakannanir sýna þaö.) Ljóst er hins vegar aö Trudeau vinnur ekki þessar kosningar ein- göngu á Quebec-fýlginu. Til þess þarf hann a.m.k. aö vinna þétt- býlissvæði i kringum Toronto, en þar hefur flokkurinn farið halloka á siðustu mánuðum i aukakosningum og Urslitum skoðanakannana. Til viðbótar þessu bætist að kanadiskir kjósendur munu hugsa meira um magann á sér i þessum kosning- um en einingu rikisins. Skoðana- könnun, sem gerð var fyrir nokkrum mánuðum, benti til að Kanadamenn liti ástand efiia- hagslifsins alvarlegri augum, en einingarmáliö. Nokkur önnur mál geta einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir frjálslynda i þessum kosningum. I fyrsta lagi hefur flokkurinn glatað mörgum af sinum fram- bærilegustu frambjóðendum á „veiku svæðunum” (eins og i Toronto), þ.e. nokkrir einstakl- ingar, sem höfðu lofaö Trudeau að bjóða sig fram, hafa dregið sig til baka vegna persónulegra og málefnalegra árekstra við forsætisráðherrann. Annað mál er að ýmsir erfiðleikar steðja nú að þvi, sem nefna mætti stolt Kanada (i samanburði við Bandarikin), en það er heil- brigðiskerfiö. Kerfi þetta er snið- iö að mörgu leyti eftir evrópskum heilbrigðistryggingakerfum þ.e. heilsugæslan er greidd af hinu opinbera, eins og viö þekkjum. Þetta kerfi gerir llf einstaklinga mun öruggara hér i Kanada en i Bandarikjunum, en þar geta veikindi I fjölskyldunni leitt til meiriháttar fjárhagslegs áfalls. Vandamáliö, sem komiö er upp, er aö læknar, sem starfað hafa innan kerfisins, streyma nú út Ur þvi og bera fyrir sig skriffinnsku og tortryggni embættismanna gagnvartskýrslum þeirra, þó svo raunveruleg ástæða sé oft á tiðum hreinlega peningalegs eðlis. Þetta ástand verður auövitað skrifað á reikning frjálslyndra, en nýir lýðræðissinnar leggja mikla áherslu á aö styrkja og verja heilbrigðistryggingakerfiö, sem þeir raunverulega kynntu upphaflega i Kanada á siöasta áratug og Frjálslyndi flokkurinn ákvað að taka upp. Lögregluhneyksli Eitt mál enn kemur til meö að veikja stöðu Trudeaus, en það eru nýlegar játningar fyrrverandi yfirmanns leynirannsóknadeildar Kanadisku Riddaralögreglunnar. (Kanadiska Riddaralögreglan er alrikislögregla, nokkurs konar kanadisk FBt.) A siðasta ári varð þessi deíid uppvis aö stunda ólöglega starfsemi. Deildin hafði opnað sendibréf til og frá róttæk- um stjórnmálasamtökum i Kanada, hleraö simtöl, smyglað njósnurum inn i raðir meðlima samtakanna, brotist inn á skrif- stofur, stolið spjaldskrám o.m.fl. Einkum beindi hUn spjótum sin- um aö Frelsishreyfingu Quebec (FLQ), sem m.a. stóð fyrir mannránum, sprengitilræðum, og moröi á ráðherra i stjórn Trudeaus haustið 1970. Deildin varö einnig uppvis að hafa stolið spjaldskrá Parti Qubecois, sem er flokkur Lévesque forsætisráð- herra Quebec. Eftir aö uppvist varö um þessi misferli riddara- lögreglunnar var skipuð sérstök rannsóknamefiid til aö kanna málið. Nefndin hefur eytt miklum tima i þaö að fá Ur þvi skorið, hvort Trudeau ogaðrir ráöherrar hafi vitað um þessarathafnir lög- reglunnar og þá hvort þeir hafi beinlfnis fyrirskipað þær. Ollum slikum ásökunum hefur veriö neitaö hingaö til. 1 siðustu viku játaöi svo yfirmaður þessarar deildar aö Trudeau og nokkrir ráðherrar hafi vitað allan tlmann um að riddaralögreglan væri að brjóta lögogi einu tilvikihafi þeir fyrirskipað lögreglunni að safna upplýsingum um starfsemi Parti Quebecois, sem riddaralögreglan túlkaði umsvifalaust sem heim- ild til aöm.a. brjótast inn á skrif- stofur flokksins og afrita spjald- skrána. Hvað segir Magga? Þá er ónefnt eitt mál, til gam- ans, sem kanadískir fjölmiölar nefna að gæti haft áhrif á útkomu fyrir forsætisráðherrann. Þessa dagana eru æviminningar fyrr- verandi eiginkonuhans, Margrét- ar, að koma Ut. Sú mynd, sem kjósendur fá af Trudeau eftir lestur þessarar bókar, sem vafa- laust á eftir að slá öll sölumet, getur haft áhrif á fylgi Frjáls- lynda flokksins, bæöi til hins verra og hins betra; það fer eftir þvi, hverjar veröa uppljóstranir eiginkonunnar fyrrverandi. Þessi kosningabarátta, sem nú er hafin, er talin verða mjög grimm, persónuleg og svivirði- leg. Fréttaskýrendur eru sam- mála um aö hún muhi snúast um Framhald á blaðsiðu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.