Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mai 1979.
Sunnudagur 6. mal 1979.‘ÞJÓÐVILJINN — SIÐA ls
Þegar ég var staddur fyrir islands. Ég segi sem er aö
rúmlega mánuöi siöan I lang- ástandiö sé nú svona og svona
ferðabil, skammt frá hinum og tilfæri nokkur dæmi þar um.
alþjóðlega flugvelli I Los Viö ávarp Larsens óx mér
Angeles, birtist I dyragættinni nokkurt ásmegin og dró úr
glaölegur maöur sem ailir pússi minu bók hans um
farþegar, væntanlegir þátt- Heimsm eistaraeinvigiö á
takendur skákmótsins f Lone Filipseyjum, en hana haföi
Pine, könnuðust vei viö. Þessi ég þá nýveriö keypt með hæfi-
maöur var danski skáksnilling- legum afslætti af frænku
urinn Bent Larsen. Ég haföi minni I Bókaverslun Snæ-
komið mér fyrir einhversstaöar bjarnar. Fékk bókin skjóta
fyrir miðju I sætaröðinni og afgreiðslu, þ.e. áritun höfundar.
sessunautur minn var hollensk- Aö því búnu innti ég Larsen eftir
ur skákmeistari sem tilgangs- þátttöku hans á næsta Reykja-
laust væri að nefna I Islensku vikurmóti. Glefsur úr svari
dagblaöi — og þó. Þegar Larsens birtust I Þjóöviljanum
Fischer og Spasski háöu sitt nokkrum dögum seinna og má
fræga einvigi hér heima sum- nærri geta að forráöamenn
arið 1972, var komiö upp skákmála brugðust ókvæða við,
einskonar skákmiöstöö I veit- enda flestar skákfréttir
ingastaönum Glæsibæ. Þar sátu hneykslisfréttir nú til dags. Var
menn og tefldu daginn út og ég sagöur umboöslaus meö öllu
daginn inn. Einn hinna kapps- og maður hinn armasti — eöa
fullu skákiökenda var þessi Hol- svo skildist mér eftir aö heim
lendingur. Komst hann meira var komiö.
aö segja á slður dagblaöanna
þvl dágóöar þótti hann hafa En nú er degi tekið aö halla,
tekjur af iðju sinni, auövit- feröin til Lone Pine styttist og
að var lagt undir hverja samræöurnar hjaöna. Siöasta
skák eins og tiökast á öll- spölinn nota keppendur til að
um kaffihúsum V-Evrópu. hvílast þvl mótiö á aö hefjast
En nóg um þaö, — ekki strax daginn eftir. Ég haföi orö-
getur maöurinn I dyragætt- ið nokkurs visari um þá persónu
inni staöiö þar endalaust, hann sem Bent Larsen hefur aö
er lika viðfangsefni þessarar geyma.
greinar, eöa viðtalsþáttar sem Þegar ég tók þátt I Lone
hér kemur fyrir augu lesenda. Pine-mótinu á slöasta ári haföi
Larsen gengur fram og tekur ég mikinn hug á viötali viö
sér sæti samslöa mér og Larsen. Tækifæriö ætlaöi aö
áöurnefndum Hollendingi. koma seint þvi mótiö útheimti
Áfangastaöur langferöabllsins mikla orku, auk þess sem
er litiö þorp upp til fjalla I frídagarnir tveir höfðu algjör-
noröanveröri Kalifornlu. Ferða- lega fariö til spillis I spilavitum
lagiö tekur svona 4—5 tlma og Las Vegas. 1 mótslok komst ég
mestur hluti þes^þótt ótrúlega þó loks i tæri viö Larsen. Hann
kunni aö hljóma, fer I aö . var þá nýbúinn aö hirða 1.
brjótast úr viöjum Los verölaunin, 12 þús. bandariska
Angeles-borgar, þvi aö þótt slóö dollara, og var aö vonum hýr I
langferöabllsins sé lengst af bragöi. Viötaliö fór fram I nota-
6—8 akreinar er umferðarteppa legri ölkrá skammt frá móts-
á henni allri og heftir ferö öku- staö og þar leysti Larsen úr
tækja verulega. Þaö er þó litil spurningum minum af stakri
hætta á aö þeim sem sitja I þolinmæði. Svo óheppilega vildi
námunda viö danska stórmeist- til að ég og félagar minir urðum
arann leiöist þvi aö allt frá að yfirgefa Lone Pine mjög
upphafi feröar lætur hann skyndilega sama kvöldiö. Eöli-
móöan mása um heima og lega var þvi litið skipulag á
geima, allt frá nýjustu viöhorf- pjönkum vorum, t.a.m. glataöi
um I oUukreppunni til einhvers ég öUum helstu punktum úr
nauðaómerkilegs endatafls sem viötalinu. Varö þvl lltið af birt-
Pétur vann af Páli á stórmeist- ingu þess. Ekki lagöi ég þó árar
aramótinu f Róm á dögunum. í bát. Á mótinu I ár var einhvern
Ekki veröur svo bryddaö uppá veginn meiritfmi til alls og eitt
nýju umræðuefni að Larsen geti sinn er Larsen kom I
ekki lagt þar orö I belg, og þá „heimsókn” til aö fá lánaöa
venjulega fleiri en nokkur skrá yfir allar skákir mótsins I
hinna. Munchen, en þær haföi ég'áöur
Þegar komiö er útfyrir fengiö að láni hjá Guömundi
borgarmörkinogæ færribanda- Sigurjónssyni, gómaöi ég hann.
riskir sérvólettar og aörir þess Rakti ég fyrir honum örlög hins
háttar bryndrekar skjótast fyrra viötais og leitaöist eftir
fram úr hæggengum rútubllum ööru. Brást hann skjótt viö og
vindur Larsen sér aö mér og vel og ákváöum viö þegar bæöi
spyr hvaö tltt sé I samskiptum stað og stund. Skal þá hafist
forseta FIDE og Skáksambands handa:
Danski stórmeistarinn
Bent Larsen í einkaviðtali
við Sunnudagsblaðið
Ég get
hugsað mér
Helgi
Ólafsson
skrifar
„Ég hef átt I útistööum viö dönsk skattayfirvöld.” Bent Larsen og
kona hans Lizzie búa nú á Kanarleyjum.
Max Euwe
glæpsamlegur lygari
Viötaliö hefst siöla kvölds
þann 1. april. Larsen er fljótur
aö koma sér fyrir f notalegum
hægindastól I herbergi okkar
Margeirs Péturssonar þar sem
allt er á rúi og stúi, skákbækur
og blöö liggja á viö og dreif um
herbergiö, jafnvel þótt svo hafi
átt aðheita aö til hafi veriö tekiö
I herberginu, svona rétt til
málamynda aö minnsta kosti.
Frysta spurningin hljóöar svo:
— Hvernig llst þér á Friörik
ólafsson sem fórseta FIDE?
— Þótt ég hafi ekki haft mikið
af honum aö segja þann stutta
tima sem hann hefur gegnt
þessu starfi þekki ég hann fyrir
mann sem stendur fyrir sinu.
Mér skilst aö hann hafi átt i
nokkrum útistöðum viö stjórn
Skáksambands Islands og sú af-
staöa sem hann hefur tekiö þar
lofar góöu, sýnir aö hann lætur
ekki hvern sem er vaöa ofan i
sig. Ég get þó nefnt tvö atriði
sem ég hef ekki getað fellt mig
við. Annaö er niöurrööunin á
millisvæöamótin og hitt varðar
atburði sem geröust á einu
svæöamótanna. A millisvæöa-
mótunum viröistmérsem mótiö
i Sovétrikjunum sé töluvert
sterkaraeni Brasiliu en þar eru
tveir keppendur sem eiga alla
möguleika á aö tryggja sér sæti
i áskorendakeppninni. Þetta eru
þeir Portisch og Timman. Ég
geri mér þó grein fyrir aö
Friörik er ekki i þessu starfi
eingöngu til aö þóknast mér.
Yfir höfuö hef ég þó ekki mikiö
álit á FIDE og mörgum geröum
Jþess. Samkundur þess eru oft
hinar furöulegustu.
— Max Euwe?
— I minum augum er Euwe
einfaldlega glæpsamlegur
lygari sem aldrei heföi átt aö
veröa forseti FIDE.Égfékk
þetta álit á Euwe eftir viöræöur
viö hann i San Antonio 1972, en
þar fór fram mjög sterkt skák-
mót. Umræðuefnið var milli-
svæöamótin sem hefjast áttu
næsta ár. Þar fullyrti Euwe að
engar tilslakanir yröu geröar
Sovétmönnum i hag og FIDE
myndi leiða hjá sér hverskyns
þrýsting frá sovéskum
skákyfirvöldum. Þegar til kom
var állt, bókstaflega allt gert til
að þóknast þeim. Hér fór maöur
sem var meö öllu óhæfur I starf
forseta, ákaflega veikur forseti
sem vildi þóknast öllum en bara
þá og þá stundina. Friðrik
viröistekkiætla aö feta I fótspor
Euwes hvaö undanlátssemina
varðar. Þvi fagna ég.
Vonast til að koma
til Reykjavíkur
— Eru talsveröar likur á
þátttöku þinni I Reykjavlkur-
skákmótinu?
— Jú, þaö er rétt að ég hef
fengið bréf frá Skáksambandi
Islands þar sem 4-manna mót-
inu ef aflýst, enf staöinner mér
boðin þátttaka á Reykjavikur-
skákmótinu. Ég get á þessu stigi
ekki sagt neitt ákveöiö um þátt-
töku mina annaö en aö þaö eru
talsveröar likur á aö ég veröi
meö. Rekist áskorendakeppnin
á viö mótiö get ég ekki veriö
meö þ.e. svo framarlega sem ég
vinn mér rétt þar. Þá veröur
e.t.v. haldið mót á sama tima i
Las Vegas. Verölaunin eiga aö
veröa firnahá og ef af verður,
má likja þvi móti viö skák-
mótiö i Montreal. Þá yrði ég aö
slaufa Reykjavikurskákmótinu.
Annars er aldrei aö vita nema
þetta mót sé aðeins eitt af þeim
sem aöeins er talaö um en
ekkert veröur af. Mér hefur
veriö boöiö á nokkur slik. Þaö
stórkostlegasta átti aö halda i
Acapulco i Mexikó. Stórkostlegt
mót. Ég hitti nokkrum sinnum
einn af forsprökkunum og hann
átti ekkiorð til aö lýsa hrifningu
sinni, keppendur aö sjálfsögöu
allir bestu skákmenn heimsins,
verölaun svimandi há. Siðan
ræddi hann vitt og breitt um
mótsbókina, sjónvarpslýsingar
og guð má vita hvað. En siðan
geröist' eitthvaö, allir
keppendur fengubréf um aö þvi
miöur yröi að fresta mótinu, og
liklega yröi það haldið næsta ár.
Já, þetta var mikiö mót, Uklega
eitt þaö sterkasta sem ég hef
ekkitekiö þátt i.
Nýju tímamörkin
athyglisverð
— Ég held að reglurnar sem
giltu á siöasta Reykjavikur-
skákmóti hefi veriö vel til
fundnar. Staöreyndin er sú aö
áhorfendum likaöi vel hin mikla
spenna sem strax skapaðist, og
þvi flykktust þeir á mótsstaö.
Mér hefur alltaf tekist vel að aö-
laga mig breyttum timamörk-
um og hef þvi enga ástæöu til aö
kvarta. Aö visu missti ég niður^
vinning á skákum mínum viö
Miles og ögaard aö einhverju
leyti vegna timamarkanna, en
sjálfsagt hef ég fengiö þaö bætt
upp á einhverjum öörum. Sá
eini sem andmælti tímamörk-
unum var Lev Polugajevski, en
þaö kemur ekki á óvart þvi
sovéskir skákmenn eru örugg-
lega mestu ihaldsmenn I heimi!
Smejcal var sá skákmaöur sem
þekktastur var fyrir b'mahrak.
Hann átti I erfiöleikum i
upphafi, en þegar liöa tók á náöi
hann sér á strik og haföi þá
ekkert nema gótt eitt aö segja
um þetta nýstárlega fyrirkomu-
lag. Kerfiö á tvimælalaust
framtiö fyrir sér á alþjóðlegum
skákmótum, en hvaö varöar
heimsmeistarakeppnina held ég
aö þaö mætti standa óbreytt,
fyrsta kastið a.m.k.
Hef húið á
Kanaríeyjum
í fimm ár
— Síöustu 5 árin hefur mitt
fasta heimilisfang veriö I Las
Palmas á Kanarieyjum. Ég átti
I nokkrum útistööum viö dönsk
skattayfirvöld sem helst vildu
klófesta allar tekjur minar og
gott betur. Þaö var þvi ekki um
annaö aö ræöa en aö flytja úr
landi. Kostirnir viö aö búa
þarna eru töluverðir, þó aö ég
geti nú varla talaö um eitt fast
heimili. Ætli ég sé ekki svona 4
mánuöi á Kanarieyjum, 4 mán-
uði I Kaupmannahöfn og af-
ganginn einhversstaðar annars
staöar.
A tvinnumaður
frá 1964
— Hvenær geröist þú at-
vinnumaður I skák?
— Þaö er ekki auðvelt aö
seg ja til um þaö. Nú m iöa ég viö
áriö 1964, en þaö ár vann ég mér
I fyrsta sinn þátttökurétt I
áskorendakeppninni. Ég tefldi
að sjálfsögöu einhver reiðinnar
býsn allt frá árinu 1950 en haföi
tiltölulega litlar tekjur af þeirri
iðju minni. A þessum árum
liföi ég lifi sem flestir
háskólaborgarar kannast vel
við, peningar af skornum
skammti, heimilisfang einhver
stúdentagaröurinn. Ég lagöi
stund á verkfræöi en sem
hliðargreinar haföi ég sögu og
rússnesku. Þó er ég sannfæröur
um aö ef ég heföi ekki gerst
skákmaöur, væri ég annaðhvort
stjórnmálamaöur eöa reyfara-
höfundur. En þetta féll nú allt
um sjálft sig. A árinu 1964 var
kominn timi til aö gera upp hug
sinn. Ég var lengi á báöum átt-
um, en svo kom vitrunin eins og
sending af himnum ofan:
DANMÖRK A YFRIÐ NÓG AF
VERKFRÆÐINGUM — EN
AÐEINS EINN SKAKMANN.
Svoég lagði út á hina hálu braut
atvinnumennskunnar og hef
ekkiséöeftir þvi. Égvar nokkuö
fljótur aö koma ár minni vel
fyrir borö og I dag eru tekjur
minar geysilegar. Þaö er þó
óhætt að segja aö ég vinni fyrir
þeim. Sem dæmi umöll þau skrif
sem ég læt frá mér fara þá
skrifa ég á hverjum degi þátt i
Ekstrabladet og nokkrum sinn-
um I mánuöi fyrir þrjú önnur
dagblöö.Þáskrifa égfasta þætti
I danska skákblaöiö, sænskt
skákblaö, Modern Chess
Theory, Informanto.s.frv. Af og
til skrifa ég i önnur blöö m .a. hiö
ágæta Islenska skákblaö. Þá hef
ég svona u.þ.b. 20 skákbækur á
samviskunni. I fyrra reit ég um
einvigi Karpovs og Kortsnojs,
auk þess sem ég endurbætti
fyrri útgáfu um skólaskák. Þaö
er þvi all nokkuö sem ég hef
fyrir stafni, en eitt er vist, — ég
gæfi mig aldrei út i þessi skrif
nema ég heföi ánægju af þeim.
Vissulega koma þeir timar sem
ég læt allt reka á reiðanum,
einkum þegar ég tefli á skák-
mótum sem ganga illa. Þá ligg
ég iöulega uppi i rúmi og glápi á
alls kyns dellumyndir i sjónkan-'
um, svona á borö viö þá sem þú
varst aö horfa á þegar ég kom
inn! Skákin er flókiö fyrirbrigöi,
enaömi'nu mati hefur hún ýmsa
kosti framyfir aörar iþróttir.
Tökum til dæmis knatt-
spyrnumann. Hann leggur
skóna á hilluna svona I kringum
þritugsaldurinn, en skákmaöur
i fremstu röð getur veriö á
toppnum til fimmtugs aö
minnsta kosti, i mörgum tilvik-
um lengur. Eftir aö haila tekur
undan fæti er alltaf hægt að ein-
beita sér aö þjálfun, skrifum og
ýmsu ööru varöandi skák. Afar
fáar Iþróttir hafa þennan kost,
golf er ein af þeim sárafáu. Já
golf, ég hef oft velt fyrir mér
vinsældum þeirrar iþróttar.
Sjónvarpiö hefur átt þar stóran
þátt. Þó að golfmót taki marga
daga hefur sjónvarpsfrétta-
mönnum tekist aö gæöa þau
mikilli spennu meö þvi aö vera
alltaf þar sem eitthvaö er aö
gerast: „Nú erum viö á 17. holu
og hér er Nicklaus á feröinni.
Hann virðist eiga góöa mögu-
leika á aö fara þessa holu á
höggi undir pari, er meö boltann
aöeins 4 fetum frá holunni... ”.
Meö réttri skipulagningu mætti
gera þetta sama með skákina.
Breska sjónvarpiö BBC hefur
tvö undanfarin ár staöiö fyrir
skákkeppni sem heppnast hefur
prýöis vel. Ég var þátttakandi I
báöum mótunum, og fylgdist
þvinokkuövelmeö þvi sem gert
var, efninu var sjónvarpaö
hratt, hreinlega dælt uppi
áhorfandann og naut vitaskuld
mikilla vinsælda. (Svona i
framhjáhlaupi má geta þess aö
Larsen sigraöi á siöasta móti
eftir mikinn úrslitabardaga viö
Hort. Karpov heimsmeistari
sigraöi áriö áöur.) I Montreal
skilst mér aö ætlunin sé aö
reyna aö fullnýta alla þá
möguleika sem sjónvarpiö hef-
ur upp á aö bjóöa.
Aldrei haft
aðstoðarmann
Bent Larsen hefur vakib
athygli fyrir einstrengingslega
afstöðu til ýmissa hluta. A nú-
tima skákmótum og einkum þó
einvígum tlökast þaö mjög aö
keppendur hafi meö sér aðstoö-
armann. Er þar skemmst að
minnast einvigisins á Filipseyj-
um en þar var heill flokkur
manna i kringum keppendur.
Larsen hefur aldrei haft meö
sér aðstoðarmann. Hvers-
vegna?
— Astæðan er éinfaldlega sú
aö ég hef aldrei fundiö mann
sem hefur hentaö mér sem slik-
ur. Ég get nefnt nöfn manna
sem mjög gjarnan vildu verða
aðstoöarmenn mínir, t.d. Ene-
voldsen, en gat ekki með neinu
móti séö hvaöa styrk ég heföi af
þeim, til dæmis I áskorenda-
keppni. Góöur aðstoöarmaður
er skákmaöur sem mér myndi
lika vel viö og heföi eitthvað
fram aöfæraá skáksviöinu um-
fram þaö sem ég hef þegar til-
einkaö mér. Kortsnoj t.d. væri
örugglega mjöggóöur aöstoðar-
maður en hann hetur nóg meö
sjálfan sig og myndi ekki vilja
vera aöstoöarmaöur neins. Hol-
lenski stórmeistarinn Donner er
einmitt sú manntegund sem ég
gæti haft gagn af, en þaö er eins
farið meö hann og Kortsnoj.
Fischer teflir
ekki framar
Bobby Fischer er vinsælt um-
ræöuefni i skákheiminum og
auövitaö ber hann á góma I
þessu viötali. Kynni Larsens af
honum hafa staöiö I meira en 20
ár. Ariö 1959 var Larsen aðstoö-
armaöur hans I áskorenda-
keppninni og gengu ýmsar sög-
ur af samskiptum þeirra. Fisch-
er var barnungur, aöeins 16 ára
gamall, og á ineöal annars aö
hafa tekiö þaö til bragös þegar
mjög ilia slettist uppá vinskap
þeirra aö sturta fuilu glasi af
rauövini yfir vesalings Larsen.
Hvortsú saga er sönn skal ósagt
látiö. Ég sel hana ekki dýrari en
ég keypti hana. Áriö 1971 tefldu
þeir sitt fræga einvigi. Fischer
vann meö núlli. Hvað hefur Lar-
sen aö segja um þennan dular-
fulla mann sem hvarf algjör-
lega úr sviösljósinu eftir einvig-
iö viö Spasski sumariö 1972?
— Fiscþer teflir ekki aftur.
Þaö er mln skoöun. Að sjálf-
sögðu er ekki hægt að segja þaö
með neinni óyggjandi vissu en
ég held að möguleikarnir fyrir
þvi séu hverfandi. Ég hitti fýrir
stuttu fólk sem er nákunnugt
Fischer og upplýsingarnar sem
þaö gaf mér voru á þá lund aö
Fischer væri búinn að missa
aUanáhuga á skák. Einvigið við
Gligoric var eitt allsherjar
kosningabragð af hálfu
Júgóslavanna. Ég er þess full-
viss aö úr þvi verður ekki,
einfaldlega vegna þess aö það
stóö aldrei til aö þeir tefldu. Þaö
er þó gleöilegt aö Fischer fór til
Júgóslaviu; bendir til þess að
eitthvað gæti gerst I málum
hans. En timinn er oröinn lang-
ur, heil 6 ár siöan hann tefldi.
Einhvern veginn finnst mér
hann likjast Paul Morphy æ
meira. Hann viröist sjá óvini
hvarvetna, tortryggir alla. Það
er ekki gæfulegt i mannlegu
samfélagi. En viö getum beðiö
og séö tU. Hann er ennþá tiltölu-
lega ungur, 36 ára, en sannar-
lega má hann gæta þess að
timinn hlaupi ekki á brott frá
honum.
Leiðist að fljúga
Þaö slöasta sem viö Larsen
ræddum var hvernig hin eilifu
ferðalög legöust I hann:
— Lif mitt hefúr nú um
tveggja áratuga skeið snúist um
feröalög og það verður varla
mikil breyting á þvi næstu árin.
Annars dauöleiöist mér aö
fljúga en hjá þvi verður bara
ekki komist. Þaö sem ég f æ út úr
þessu eillfa flakki er aö hitta
fólk, sjá ný lönd og tefla skák.
—hól
„Max Euwe er glæpsamlegur lygari — sem forseti FIDE geröi hann allt til aö „Heföi ég ekki gerst skákmaöur,
þóknast sovéskum skákyfirvöldum". Myndin sýnir Dr. Max Euwe og Karpov. væri ég annaö hvort reyfarahöf-
undur eöa stjórnmálamaöur.”
— „Friörik stendur fyrir slnu”. Myndin var tekin I Revkjavfk fyrir
tæpum þremur áratugum er Friörik og Larsen leiddu saman hesta
slna.