Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 6. mal 1979. I I Þegar blaöamaður paufast inn i langa og þrönga rakarastofuna, helfrosinn úr nístandi norðanbálinu, stendur rakarameistarinn og hljómsveitaumboðs- maöurinn Pétur Guðjónsson í símanum eins og Karl tólfti eftir vellukkaðan bardaga á pólskum sumar- degi. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson sagði mér að það væri búið að brjóta fyrir rúmar 100 þúsund krónur á klósettinu á fáum mánuðum. Þá spurði ég hann af hverju þeir fengju sér ekki sal- ernisvörð. Þá sagði hann: „Hann mundi ekki lifa kvöldið af”. Svona er þetta nú orðið. — 0 — Klippingunni er lokið. Pétur sveiflar hvita lakinu faglega, og burstar siðan blaðamanninn hátt og lágt. Við erum nýbúnir að ræða knattspyrnumál og hugur Péturs dvelur enn við þemað meðan hann fælir siðustu hárstráin af öxlum viðmæland- ans. — Ég er Valsmaður frá fæð- ingu. Einu sinni Valur — alltaf Valur. Svona verður þetta, maður velst i félagiö upphaflega eftir hverfinu sem maður býr i og Ut frá þvi skynjar maður félagið. Utan vallar einnig. Og ég get sagt þér, að eftir þvi sem félagið á sterkari menn utan vallar, þvi sterkar stendur það. Og það hefur alltaf rikt góður andi i Val, ende svifur hugur Friðriks Friðrikssonar yfir vötnunum. Siminn titrar á veggnum. Þegar Pétur hefur sent nokk- ur fyrirmæli gegnum tækið og lagt á, snýr hann sér að mér: — Annars er ég aö draga sam- an seglin i rólegheitum. Þetta eru mest gömul sambönd. Mað- ur þekkir 70 — 80% af þessum markaði. Ég get utvegað alla, en er ekki með einkaumboð á neinum. Það hringir einhver i mig sem ætlar að halda ball og ég útvega honum hljómsveit, allt eftir þörfum viðkomandi. Einu sinni þegar ég var að klippa mann og var iðulega á hlaupum i simann, spurði kúnn- inn i bræði: „Ætlarðu að klippa mig eða ætlarðu að vera i sim- anum?” Þá svaraði ég: „Hvað á ég að gera; ég fæ 1500 kall fyrir að klippa þig, en 10 þúsund fyrir að taka þetta simtal?” Og viðskiptavinurinn brosti og sagði: „Blessaður taktu sim- ann!” Miklar upphæðir taka á sig ýmsar myndir i gegnum sim- þráðinn meðan þegjandalegur maður á miðjum aldri (senni- lega fastur kúnni af svipnum að dæma) biður eftir að bartsker- inn ljúki af bisnessnum i tólinu og setji lokasveifluna á hressi- lega herraklippinguna. — Blessaður vertu, segir Pét- ur, þegar hann hefur lokið við klippinguna og býður undirrit- uðum sæti með hnitmiðuðum þerrihreyfingum á baki og setu rakarastólsins, — nú eru ungir menn byrjaðir að skilja hvers konar munur þetta er að láta klippa sig. Um tima þá létu unglingar og ungmenni bara hárið vaxa óhamið. Fórnuðu allri æskunni. Hugsaðu þér, sautján ^ átján ára strákar komnir með sitt skegg og hár og létu ekki raka framan úr sér fyrr en yfir þrftugt! Þetta kalla ég að fórna æskunni — að vera eins og Oddur gamli á Skagan- um, þegar menn eru á besta aldri. Ég finn upp á mig sökina og segi eins og satt er, að ég hafi ekki komið til rakara árum saman. Siðast farið til klippara i Sviþjóð fyrir mörgum árum. — Og hver hefur þá klippt þig, spyr Pétur. Bara i heima- húsum? En fyrst þú minnist á Sviþjóð, get ég sagt þér að ég var i Gautaborg um daginn hjá þau vökvunarverkfræri sem meiriháttar garðyrkjumenn nota á pelargóniur og önnur stofublóm i miklum þurrkum. — Bransinn hefur breyst svo mikið, segir rakarameistarinn og leggur frá sér flöskuna. Það er ekki sama ánægjan hjá hljómsveitarmönnum. Þeim finnst ekki jafn gaman að spila lengur. Þetta er orðin eintóm timavinna. Nú var ég að ráða hljómsveit upp í Klúbb um dag- inn — Póker — þeir byrja að spila klukkan tiu, fara i pásu hálf ellefu og hætta tólf. Aður byrjuðu menn klukkan niu og svo var spilað þindarlaust alveg til eitt á nóttunni. Og skemmtu sér vel. _q_ Pétur sveiflar skærunum. — Þetta er lika orðið allt miklu dýrara i kringum böllin. Bæði fyrir þá sem halda þau og fólkið sem sækir dansleikina. Uppnámið er lika miklu meira. Skilurðu? Meiri fjöldi sækir böllin og skemmtir sér öðruvisi en áður. Nú koma menn bara til að drekka. Hérna í dentid var áfengi minna áberandi og menn komu til að dansa og skemmta MEÐ SKÆRIN helgarviðtalið 1 SÍMANUM skyldmennum minum, og þar var velferðin bara ekki meira en svo, að maðurinn var klippt- ur heima í eidhúsi hjá konunni. Ég fór nú og keypti græjur og klippti Islendingana. Fannst þetta nú bara ekki ganga. En svona er það. Það er ekki nóg að miða við verðlagið allan tim- ann. Maður verður að spyrja: „Hvað er ég lengi að vinna fyrir hinu og þessu?” Og ætli að Is- land kæmi þá nokkuð verr út en Sviþjóð? Annars má ég ekki tala svona. Ég er jú formaður fé- lagsins, og verð að halda þvi fram að þetta sé alltaf of ódýrt — er ekki mórallinn þannig? Heyrðu, ég tek þetta bara svona, þynni soldið i hliöunum — þú ert nefnilega dálitið breið- leitur, annars læt ég þetta bara vera nokkuð líkt og áður, stytti það náttúrlega og snyrti. — 0 — Sfminn urrar. — Já, sæll, segir Pétur með simtólið i annarri hendinni og skærin f hinni. — Nei, nei, þetta er allt dautt, Ha? Já, þú ert ósanngjarn, en það er allt i lagi, Við höfum það bara þannig. Þegar Pétur hefur lagt á tólið er hann spurður um hvenær hann hafi byrjað sem umboðs- maður hljómsveita. Pétur þræðir greiðunni i hárið meðan hann hugsar sig um. — Ætli það hafi ekki verið 1948. Ég var fyrst meö umboð fyrir Björn R. Einarss. Svo kom KK-sextettinn. Eftir það hef ég veriö meö alla og enga. Ég get sagt þér hvernig ég byrjaði með KK. Þeir héldu ball á Suður- nesjum sama kvöld og það var landsleikur i Reykjavik. Nátt- úrlega vitavonlaus aðsókn. Eftir þá helgi kom ég að máli við Kristján og sagði honum að það væri vafasamt að halda ball þegar leikinn væri landsleikur samtimis. Þá sagöi hann að ef ég héldi að ég gæti gert þetta eitthvað betur, þá mætti ég reyna. Og ég reyndi. Siðan var alltaf fullt hjá okkur. Ég var með honum i sex ár. Og bar aldrei skugga á milli. Nú nær Pétur i mikla úðunar- flösku sem minnir einna helst á sér. Núna tapa menn stað og stund á ákveðnu slagi, t.d. klukkan tólf. Ég fór sjálfur ekki að smakka það fyrr en ég var 26 ára, en hafði þvi meira gaman af að dansa. Var tjúttmeistari og sýndi dansa. Pétur styður báðum úlnliðun- um á öxl undirritaös og horfir beint i augu viðskiptavinarins i speglinum. — Fyrst kom ég fram og dansaði við unga stúlku sem hét Lina. Skemmtiatriðið hét „Pét- ur og Lina.” Seinna sýndum við tveir karlmenn grindans. Við kölluðum okkur „Ballerinu- dansparið”. Hann var klæddur sem kvenmaður — i strápils, en ég var sminkaður sem negra- strákur. Hann var yfir 100 kiló — Jón Gíslason hét hann — og skutiaði mér þversogkruss yfir sviðið. Við sýndum um allt land viðofsa lukku. Þaö eru til þrjár kvikmyndir um þetta atriði. Pétur leggur frá sér skærin og fer að róta i skúffunum. — Ég á að eiga mynd hérna einhvers staðar úr kvikmynd- inni sem hann Loftur Guð- mundsson — sá eini sanni Loftur — geröi um þetta atriði okkar. Hérna er hún! Pétur réttir mér brúna mynd, sem sýnir rakarameistarann ungan og spengilegan í all- svakalegum átökum við vöðva- fjall i kvenmannsliki. Síminn hringir i þann mund sem Pétur ætlar að fara aö út- í klippingu hjá Pétrí Guðjónssyni rakara skýra myndina nánar. — Já, segir umboðsmaðurinn — þið verðið á fimmtudaginn og föstudaginn. Leggur tólið á. — Þetta er nú þannig að ég afgreiði bara stutt samtöl hérna á stofunni, en þurfi menn að ræða nánar við mig, bið ég þá að hringja heim til min utan vinnutima. — 0 — Pétur var meðal fyrstu um- boðsmanna hljómsveita sem hófu skipulagöar skemmtiferðir út á land. — Þá var tekið á móti okkur sem höfðingjum, segir Pétur og teygir sig i rafmagnsskerann. — Þetta var voðalega skemmtilegt en ægilegt strit. Sérstaklega fyrir mig. Þetta voru 24 daga túrar, ball á hverju einasta kvöldi. Ég þurfti að ganga frá öllum samningum og leigum á húsum. Svo var maður dyravörður og miðasali lika. Strákarnir voru alveg undrandi á því, að ég gat sofið i framsæt- inu með sólina i fangið á milli staða. Rafmagnsskerinn fer að mala á hnakka undirritaðs. — Ég man einu sinni á Húsa- vík. Við vorum búnir aö selja 100 miöa, ballið byrjaö og mikil stemmning. Þá uppgötva ég allt i einu aö þaö er allt önnur leiga á húsinu en upphaflega hafði ver- iðsamiðum og það miklu hærri. Ég fer að spyrjast um þetta, og var bæjarstjóranum kennt um. Ég fór eins og skot og talaði við hann. Ég sagöi honum hreint út, aö ef hann stæði ekki við fyrri samning, þá yrði ballið stöðvaö, og ég myndi lýsa hann ábyrgan á þvi. Benti honum á að hér værum við komnir alla leið frá Reykjavik til að skemmta Hús- vikingum og þarmeð stuðla að minni flótta úr byggöinni. Og hvort hann vildi taka á sig þá ábyrgð að láta ballið hætta i miðjum kliðum; hann yrði sennilega ekki vinsæll i næstu kosningum. Bæjarstjórinn varð svo hrif- inn af þessu kjaftæði i mér að hann samþykkti strax um fyrri upphæð sem við höfðum áður talað um. Pétur slekkur á rafmagns- skeranum og hengir hann upp. — Já, það gerðist margt i þessum túrum. Einu sinni vorum við staddir i hörku- miklu sjávarþorpi og það brutust út ofsafengin slags- mál i' einu horni salarins. Þetta stefndi i mikið ó- efni, svo ég stökk upp á svið, þreif mikrófóninn og öskraði, að ef þeir hættu ekki að slást, myndi ég skerast i leikinn og jafna um þá. Þetta gerði mikla lukku; menn veltustum af hlátri og allir gleymdu barsmiðum. — 0 — — En það er annars furðulegt, segir Pétur og greiðir snögg- klippt háriö frá eyrum við- skiptavinarins (sem sjá nú dagsins ljós eftir margra ára út- legð) — það er undarlegur and- skoti að gegnum árin hef ég aldrei fengið kjaftshögg eða glóðarauga. Ég hef alltaf kjaftað mig út úr þess konar þrengingum. Aðeins einu sinni hef ég veriö hætt kominn. Þá höfðum við tekið á leigu félags- heimili út á landi og einn sveita- maðurinn sem hafði tekið mik- inn þátt i að byggja húsið áleit að hann þurfti nú ekkert að vera borga sig inn á ball sem að- komumenn héldu i húsinu hans. Ég talaði mjög frjálslega við piltinn og benti honum á að meöan ég hefði húsiö á leigu ætti hann ekkert i húsinu, og borg- aði aðgangseyri eins og allir aðrir. Þetta vildi nú ekki minn maður bekenna og ætlaði að lemja mig flatan þegar sam- sveitungar hans skárust i leik- inn og björguðu mér. En þetta heyrði til undantekninga þá. Um daginn talaði ég viö hús- vörðinn á Hvolsvöllum og hann I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.