Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 24
Sunnudagur 6. mai 1979. Nafn vikunnar Pétur Pétursson Pétur Pétursson Utvarps- þulur hefur veriö i sviösljós- inu i vikunni sem heisti forystumaöur „Andófs 79” innan BSRB og auglýstur ræðumaöur á tveim fundum róttækiinga 1. mai. Hann talaöi hjá Sameiningu á Hallærisplaninu, en fundi var lokiö hjá Rauðri verka- lýöseiningu þegar Pétur mætti til leiks I Miöbæjar- skólaportiö. — £g fór úr Alþýðuflokkn- um 1946, sagði Pétur, kannski samkvæmt þeirri kenningu að maður yxi upp úr fermingarfötunum söium. Þá var ég að vísu orðinn 28 ára gamall, en siðan hef ég ekki verið I flokki. Þaö er ekki þar með sagt að ég sé ópólitiskur, ég er alveg þræl- pólitlskur. En ég hef hins- vegar ekki fundið neina hreyfingu við mitt hæfi. Ég tók með fögnuði boði félaganna i Rauðri verka- lýðseiningu og Sameiningu að tala 1. mai, vegna þess að mér var efst i huga að koma málstað okkar andófsmanna á framfæri og vildi raunar segja margt fleira. Eg var búinn að semja punkta að tveimur mismunandi ræð- um. Þeir á Hallærisplaninu báðu mig að koma klukkan 3.10 og ég hafði þá samband við Ragnar jarðskjálftafræö- ing. Þá sagöi hannallt i lagi, tala þú bara þar fyrst og komdu svo til okkar, þvi það eru fjórir ræðumenn hjá okkur en bara tveir hjá hin- um. Þessu trúöi ég, en hann mun hafa gert ráö fyrir Malloreaveðri þennan dag, hvað algjörlega brást. Svo þegar ég kem niöur á Hallærisplan, þá standa þar nötrandi ungkommar og segja við mig: Heyröu, viltu bara ekki tala inni i Sigtúni og hætta við að tala hérna Uti? Ég sagK að það væri auglýst að ég talaði þarna úti og þeim væri ekki vandara um en öfum þeirra og ömm- um, sem stóðu nötrandi á kreppuárunum f kulda og trekki. Siðan kleif ég upp á paliinn en gat ekki tekið upp handritiðfyrirstorminum og þrumaði bara þaö sem and- inn blés mér í brjóst þá stundina. Það yljaði manni að sjá þarna ýmis gömul andlit, sem maður mundi eftir frá fyrri tið. Svo labba ég með mina skjóöu inn f Barnaskólaport- ið og býst við meira skjóli þar og að hægt veröi að taka upp blööin, en þá haföi fund- inum verið slitið. Ég vissi það, aö þar stóðu ýmsir vinir mfnir og kunningjar, sem höfðu ætlaö að heyra speki dagsins, en fóru algerlega á mis við hana. Ég sé að Svarthöfði, sem ég kalla nú raunar Kol- munna, mér finnst það meiraviöhæfi.er aöauglýsa eftir ræöunni. Og það er ómöglegt að vita nema ég gefi þetta út undir heitinu „Ræöan sem aldrei var flutt”. -eös Erótískur söngleikur Leikstjórinn Danya Krupska — Herra Hinrik er kominn aftur! Herra Hinrik er kominn aftur! Herra Hinrik er kominn aftur með nýja prinsessu! Þessi fræknu orð ásamt viðeigandi lúðraþyti glumdu við blaðamanni þegar hann læddist inn í myrkvaðan sal Þjóðleikhússins ásamt sambýlis- konu sinni. Blaðamenn hafa tiihneigingu til að taka sjálfa sig alvarlega og fyrst i stað hélt undirritaður að verið væri aö fagna komu hans, en svo var auðvitað ekki. Verið var að æfa eitt söngatriðið i „Prinsessunni á bauninni” nánar tiltekiö þegar herra Hinrik (I gervi Arnars Jónssonar) kemur aftur til hall- arinnar meö prinsessuna sjálfa, sem minnir einna helst á Linu langsokk i Undralandi, og leikin er af Sigriði Þorvaldsdóttur. Mikiö um músík Já, vel á minnst — það er mikið um músik, enda er þetta banda- riskur söngleikur — musical — að vísu kominn eilitið til ára sinna, skrifaður fyrirrúmum 20árum af þeim Jay Tompson, Marshall Barer og Dean Fuller auk Mary Rodgers, sem lagði til tónlistina og heiðrar Þjóðleikhúsið með nærveru sinni á frumsýningunni, laugardaginn 5. mai. En leikurinn hlýtur að hafa klassiskan boðskap, enda mikið i hann kost- að og valinn eftir mikla leit að sögn Þjóðleikhússtjóra Sveins Einarssonar, sem upplýsti á blaðamannafundi fyrr i vikunni, að um 12 söngleikir hafi verið teknir til athugunar, en „Prinsessan á bauninni” orðiö ofan á að lokum. Sigurður Rúnar Jónsson — „Diddifiðla”er á þeytingium allt sviðið með nótnastafla i fanginu. öðru hverju hleypur hann upp miklar kastalatröppur, sem eru hluti af leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar, og upp á mikinn pall þar sem hljómsveitin situr. Hljómsveitin er skipuð ungum vöskum sveinum, öllum þekktum úr djass — og popplifi borgarinn- ar. Frygðarleg leikmynd Leikmyndin — rammbyggður kastali á hjólum, sem skraut- klæddir leikarar flytja I ýmsar myndir eftir atvikum, er stór um sig og þekur nær allt Stóra sviðið. Leikmyndin er eins og andi leiks- inssjálfs.erótisk og i anda bældra kynkvata. Sérstaka forvitni vek- ur mikið fortjald sem hift er niður öðru hverju og minnir á miðalda- list, en við nánari skoðun reynist I fyrrgreinum anda og meira aö segja merkt vel: „Atburðirnir i Læragjá: Anno domini”. Danya Krupska, sem lengi hef- ur starfað á Broadway og er ekki íslendingum að öllu ókunn (setti upp „Zorba” og „Oklahoma” i Þjóðleikhúsinu) gengur meðal leikaranna og lagfærir búninga og sýnir stöður og einstakar hreyfingar. Leikararnir, — ég var nærri búinn að gleyma þeim. Fyrir utan fyrrgreinda leikara má nefna Bessa Bjarnason i gervi prinsins giftingarsjúka, Róbert Arnfinns- son leikur kónginn mállausa (skyldi það vera tilviljun — en siðast lék hann Goya heyrnar- lausa), Margrét Guðmundsdóttir túlkar drottninguna drottnunar- sjúku, Gisli Alfreðsson fer með Prmsessan á bauninni (Sigriður Þorvaldsdóttir) I átakanlegum ásta hugieiðingum við pnnsinn (Bessi Bjarnason). hlutverk loddarans drykkjusjúka og Berglind Bjarnadóttir leikur hirðmeyna Þrastalind. Ef einhverjum finnst persónugalleri- ið undarlegt, iái ég honurn það ekki, en búningarnir, sem eru bæði skrautlegir og skringilegir undirstrika enn betur þessar ævintýrapersónur. Tina Claridge heitir kona sú, sem þá teiknaöi. En núna eru loksins allir tilbún- ir, æfingin getur hafist. Salurinn myrkvast og fyrsta senan hefst. Trúbadúrarnir tveir stiga i ljós- keiluna, þeir Egill Ólafsson og Flosi Ólafsson. Sá siöarnefndi á reyndar heiðurinn af þýðingunni, eða eins og hann orðaði það á blaðamannafundi fyrr I vikunni: „Ef Islendingar geta sungið söng- textana mina i þessum erfiðu töktum, þá er ég genlal. Og mér heyrist þeir syngja þetta alveg snurðulaust.” _ira Það gleður mig... ... að börnin skuli halda Listahátíð að Kjarvalsstöðum. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aðra starfs- menri blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig tkai benl á heima- sima starfsmanna undir nafnl Þjóðviljans I sima- skrá. Loddarinn (GIsli AlfreOsson) lýtur óhýru auga á Þrastalind hirömey (Berglind Arnadóttir) en drottning hugsar aðeins um sitt eigið vald (Margrét Guömundsdóttir)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.