Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 6. mai 1979. Lúðvík Jósepsson skrifar um viðhorf STJÓRNMÁL Á Framsóknarflokksins til bændastéttarinnar ®L v SUNNUDEGI , ,F ramsóknarflokkurinn er alls ekki bændaflokkur” sagði hinn nýi formaður flokksins Það vakti að sjálfsögðu mikla athygli, þegar Steingrimur Her- mannsson, nýkosinn formaður Framsóknarflokksins, svaraði fréttamanni útvarpsins meö þeim orðum: ,,að Framsóknarflokkur- inn væri alls ekki bændaflokkur”. Steingrimur bætti þvi siðan viö svar sitt, að flokkurinn myndi leggja mikla áherslu á að auka fylgi sitt I bæjum og þéttbýli. Ekki er óliklegt, aö þessi um- mæli Steingrims hafi komið bændum og öðrum ibúum úti á landi nokkuð á óvart. Liklegt má lika telja, að ýmsir Framsóknar- menn hafi talið þessi orð hins nýja formanns ónákvæm, eða jafnvel klaufaleg, þar sem varla hafi verið meiningin að afneita bændastéttinni, eða gefa það i skyn, að Framsóknarflokkurinn léti sig ekki skipta málefni bænda. Hvernig svo sem ummæli Steingrims eru til komin, er ástæða til að Ihuga þau nokkuð nánar með hliðsjón af þeirri stefnu, sem fram hefir komið af hálfu Framsóknarflokksins og einkum varða bændur og hags- munamál þeirra. Hér skal drepiö á nokkur slik mál sem á dagskrá hafa verið siðustu mánuðina. Lögbundin framlög til landbúnaðar verði felld níður 1 frumvarpi Clafs Jóhannes- sonar um efnahagsmál, sem hann lagði fram um miöjan febrúar- mánuð, var lagt til að lög um f jár- framlög til ýmissa sjóða landbún- aðarins og til framkvæmda i landbúnaði yrðu tekin til endur- skoðbnar, með það fyrir augum að fella slik ákvæði niöur. Hér var m.a. um framlög til jarðræktar- framkvæmda, framlög til Stofn- lánadeildar landbúnaöarins, framlög til Bjargráðasjóðs, framlag til Byggðasjóös o.fl. slikra sjóða og verkefna að ræða. Tillögur Framsóknar I þessa átt komu mörgum á óvart, enda er það alkunna, að flokkurinn hef- ir hælt sér fyrir þaö I mörg ár að hafa átt mestan þátt i þvl, að framlög til þessara sjóöa og þess- ara verkefna voru ákveðin i lög- um og fastbundin miöað við til- settar reglur. Nú kom þaö I hlut Steingrims Hermannssonar, hins nýja for- manns Framsóknarflokksins, að leggja til I hinni sérstöku ráð- herranefnd, sem undirbjó efna- hagsfrumvarpið, að að þvi skyldi stefnt að afnema öll þessi laga- ákvæði. Og slðan tók ólafur Jó- hannesson undir þessa tillögu með frumvarpi sinu. Það kom hins vegar i hlut Alþýðubanda- lagsins að knýja það fram, að þessum frumvarpsákvæðum yrði breytt þannig, aö ekkert yröi fyr- irfram ákveöið um það, þó að endurskoöun laganna færi fram, hvaða framlög yrðu felld niður, eða að hve miklu leyti. Tillögur Framsóknar um þessi lögbundnu fjárframlög eru vissu- lega athyglisverö. Það er ekki langtsiðan að Framsókn taldi sér það til góða að hafa tryggt Byggðasjóði fastar árlegar tekj- ur. Allir vita lika, aö Stofnlána- deild landbúnaðarins er mjög illa stödd fjárhagslega. Tapi hún tekjum sinum frá rikinu, veröur hún óhjákvæmilega aö leggja auknar byrðar á bændur i formi hækkandi vaxta og aukinnar verðtryggingar lána. Minnkun niðurgreiðslna Eitt af ákvæðunum I efnahags- frumvarpi Ólafs Jóhannessonar var aö minnka skyldi niöur- greiðslur á landbúnaðarafurðum, sem næmi um 5.7 til 7.6 miljörö- um króna á næstu 2 árum. Afleið- ingarnar af slikri minnkun niður- greiöslna veröur hækkun á verði landbúnaðarvara um sömu fjár- hæð og um leið hækkar kaup- gjaldsvisitalan um 3%og dýrtiöin vex að sjálfsögðu. Telja má alveg vist, af fenginni reynslu, að hækkandi verðlag dragi ur sölu á landbúnaöarvör- um og vex þá'enn sá vandi sem bændastéttin stendur frammi fyr- ir meö útflutning á búvörum. Þessari tillögu tókst Alþýðu- bandalaginu ekki að fá breytt I efnahagsfrumvarpinu, enda stóðu þar saman Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur, sem töldu ráðstöfun þessa mikilvæga I átökunum viö verðbólguna. Hér er þó um að ræða tillögu, sem augljóslega leiðir til aukinnar verðbólgu, ekki aðeins sem nem- ur 3% heldur einnig til margföld- unaráhrifa sem af þeirri hækkun leiöir. Þá er ótrúlegt, að rikis- valdiö komist hjá því að taka að einhverju leyti tillit til aukinna fjárhagserfiðleika bænda, sem fylgja mun i kjölfar aukins út- flutnings. Lán samkvæmt arðsemismati í efnahagsfrumvarpinu, marg- umtalaða, sem nú er oröiö aö lög- um, er ákvæði um aö taka skuli upp nýjar reglur um allar lán- veitingar, þar sem það sé megin- reglan, að lán séu veitt sam- kvæmt ,,arðsemismati”.Ekki fer það framhjá neinum, að i þessum efnum er sérstaklega átt við lán til landbúnaðar og lán til ýmissa framkvæmda úti á landi, eöa i dreifbýli. Lán til minni slátur- húsa myndu t.d. falla i „arösem- ismati” og lán til landbúnaðar I Strandasýslu eða Baröastrandar- sýslu yröu ekki talin há I „arð- semismati”. Þá er hætt við aö hafnarlán til minni staða yröu talin hæpin og iðnaðarlán út á land gætu varla átt rétt á sér. „Arösemismat” er eitt af þess- um nýju og fallegu orðum, sem reynslulitlir skrifborðsmenn slá um sig meö og telja að öllu geti breytt. Auðvitaðer til þess ætlast, aö ný lán til framkvæmda eigi að skila arði á beinan eöa óbeinan hátt. En um arösemismatið munu lengi standa deilur. Skrifborðs- menn ýmsir telja t.d., aö við hefð- um ekki átt að kaupa neinn skut- togara. Þeir telja, aö gömlu bát- arnir á Reykjanesi, i Vestmanna- eyjum, á Snæfellsnesi og annars staðar á landinu séu nægilega stórir að tonna-tölu, séu stærðir þeirra allra lagöar saman, og aö ekki þurfi „stærri fiskiskipa- nota”. Og sérfræðingar Alþýðu- flokksins og Dagblaðsins i land- búnaöarmálum telja, eins og allir vita, aö öll lán til landbúnaöar séu röng, þvf að landbúnaðinn þurfi að skera niður um helming. Hins vegar heyrist enginn á það minn- ast, að litil arðsemi getir verið i þvi aö byggja ný verslunarhús i Reykjavik né ný bankahús eða stórhýsi vátryggingarfélaga. Og enginn talar um, aö litil arðsemi sé i þvi að lána miljaröa króna á ári til bilakaupa. Það sem einkum vekur athygli I sambandi við þessar nýju arö- semis-lánareglur er, aö tillög- urnar um þau koma frá Stein- grimi Hermannssyni og krata- ráöherra og siöan frá Ólafi Jóhannessyni. Steingrimur Hermannsson Ólafur Jóhannesson Tómas Arnason Sömu lánskjör á öll lán og hækkun vaxta Það hefir einnig vakið athygli margra, að Framsóknarflokkur- inn hefir snúið frá sinni fyrri stefnu i lána- og vaxtamálum. Aöur þótti sú stefna sjálfsögö, að lánskjör á ýmsum lánum til landbúnaðar væru hagkvæmari en ýmis önnur lán, m.a. af þvi að landbúnaðurinn skilar fullum aröi tiltölulega seint, miðað við margar aörar greinar. Þá hefir þaö legiö fyrir, að landbúnaöur i öllum nálægum löndum nýtur hlunnindalána og styrkja. Sjávarútvegurinn hefir einnig notiö hér nokkuð hagstæðari lána en aðrar atvinnugreinar, m.a. af þvi að hann hefir sjálfur byggt upp stofnlánasjóö sinn með eigin framlögum, og eins vegna þess, að framleiðslan er nær öll fyrir erlendan markaö. Enn gilda þær reglur i mörgum löndum, aö lán vegna útflutnings- framleiöslu séu veitt með hag- stæöari kjörum en ýmis önnur lán.. Nú tekur Framsóknarflokkur- inn undir þá stefnu Ihalds og krata, að öll lán eigi að vera með sömu kjörum og skiptir þá engu, hvort um er að ræöa lán til bila- innflutnings, almenn eyðslu-lán, eða lán út á útflutningsfram- leiðslu, sem aðeins biður eftir flutningi á erlendan markaö. Hin nýja lánastefna mun óhjá- kvæmilega leiða til hækkunar vaxta, eða aukinnar verðtrygg- ingar, sem kemur i sama stað niður.Hún hlýtur einnig að leiöa til þess að framleiöslugreinar, sem látnar hafa verið greiöa sér- stakt framleiðslugjald til þess að byggja upp lánasjóði, veröi nú endanþegnar sliku gjaldi. Undir- stöðu-framleiðslu-atvinnuvegir landsins munu liða viö þessa breytingu og mikil hætta er á, að landbúnaðurinn þoli þessa breyt- ingu verr en aðrar atvinnugrein- ar. Eins og nú er komið þarf aö greiöa um 600 krónur i vexti af einu kilói af smjöri I eitt ár. Ot- flutningsveröiö er hins vegar 350 krónur. Með hækkandi vöxtum má búast við að vaxta-kostnaður veröi um 1000 krónur á ári. Bú- vöruframleiöslan er hins vegar meö þeim hætti hjá okkur, aö bændur verða að leggja út fram- leiöslukostnaðinn i eitt til eitt og hálft ár, áöur en framleiðsluverö- mætið er greitt að fullu. Stefnan í landbúnaðarmálum Hér er ekki aðstaöa til að rekja stefnuna i landbúnaðarmálum siðustu árin. A þaö veröur þó að minna, að enginn stjórnmála- flokkur ber jafn-mikla ábyrgð á þeirri stefnu og Framsóknar- flokkurinn. Þaö eru forystumenn Framsóknarflokksins sem á þvi bera höföurábyrgö, að enn er haldiö i löngu útelt verð- ákvöröunarkerfi á landbúnaðar- vörum, þar sem er sex-manna- nefndar fyrirkomulagiö. Og þaö eru sömu forystumennirnir ,sem á þvi bera höfuð-ábyrgð, að enn hafa ekki veriö teknir upp samn- ingar á milli bænda og rikisvalds- ins um stefnu I framleiðslumálum landbúnaðarins. í þeim efnum hefir aldrei til þessa mátt minn- ast á neitt skipulag framleiðsl- unnar. Nú er hins vegar svo kom- iö, aö skipulagsleysið blasir við öllum og bændur standa frammi fyrir gifurlegum fjárhagslegum vandamálum. Viðbrögöin viö þeim vanda er þáttur út af fyrir. sig, og veröa ekki rædd hér, en þó verður að segja, að tillögur þær, sem Framsóknarforystan, og þá ekki sist núverandi landbúnaðar- ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, hafa haft fram að færa, eru ótrúlega skamm- sýnar og bera æði mikinn keim af niöurskuröartillögum Alþýðu- flokksins. Tillögur, sem miða að hækkun vaxta, verri lánskjörum, minnkandi niðurgreiðslum „arð- semislánveitingum” og siöan skattlagningu á bændur sjálfa með kenningum umað skera þurfi kindakjötframleiðsluna niður um 35% og mjólkurframleiösluna um 25% eru ekki uppörvandi né álit- legar til að leysa mikinn vanda. Er Framsóknar- flokkurinn að breyta um stefnu? Yfirlýsing Steingrims Her- mannssonar um að Framsóknar- flokkurinn sé alls ekki bænda- flokkur, vakti skiljanlega mikla athygli. Sé yfirlýsingin jafnframt borin saman við tiilögur Fram- sóknarflokksins I þeim málum, sem hér hafa veriö rædd, vekur hún til umhugsunar um ýmislegt fleira. Hún vekur til umhugsunar um þaö, hvort Framsóknar- flokkurinn sé aö breyta um stefnu I ýmsum grundvallaratriöum og þar á meðal á viöhorfum til bændastéttarinnar. Stefna Framsóknarflokksins hefir vissulega veriö umdeild og það ekki að ástæöulausu. 1 siöustu kosningum tapaöi flokkurinn miklu fylgi og virtist tapið jöfnum höndum vera i sveit- um og kaupstöðum. Tapiö kom i kjöífar fjögurra ára ihaldssam- starfs og frámuna lélegrar stjómar hans á málefnum land- búnaðarins. Ekki fer á milli mála, aö eftir tapið i siöustu kosningum hafa mikil umbrot verið I Fram- sóknarflokknum og reynt hefir veriö að finna skýringar á hinu mikla fylgistapi. t þeim umbrot- um hefir allmikið boriö á ýmsum nýjum mönnum i forystu flokks- ins — ýmsum nýmenntuöum pabba-drengjum, sem taliö hafa, að hin gamla stefna flokksins um félagsleg málefni, landsbyggöa- stefnu, bændastefnu, rikisafskipti og opinbera fyrirgreiðslu hafi verið og sé ástæðan til ófara flokksins. Þessir nýju áhrifa- menn I flokknum vilja taka upp nýja stefnu. Þeir vilja ekki, að Framsóknarflokkurinn sé bænda- flokkurog ekki að hann sé flokkur rikisafskipta. Þeir trúa á há- vaxtastefnu, á verslunarfrelsi af þvi tagi sem ihaldiö hefir boðað, þ.e.a.s. að öll verðlagning eigi að vera i höndum þeirra, sem með verslunina fara. Þeir telja vald verkalýðshreyfingarinnar alltof mikið og að afnema eigi vlsitölu- bætur á laun. Þeir falla fyrir áróöri ihalds og krata um að landbúnaöurinn sé dragbltur á hagvöxtinn. Þeir telja lika aö of miklu sé „eytt” i sjávarútveginn og að stööva þurfi kaup á nýtisku skipum. Þeir aðhyllast hinsvegar frjálsan innflutning á hvers konar varningi til almennrar sölumeð- feröar. Þessir menn eru fulltrúar hinnar nýju stefnu Framsóknar- flokksins. Ekki skal það dregiö I efa, aö þörf sé á endurskoöun á stefnu Framsóknarflokksins á mörgum sviöum. Hitt er svo annaö mál, hvort Steingrimi Hermannssyni og Tómasi Arnasyni og öðrum nýjum forystumönnum flokksins tekst aö gera flokkinn aðgengi- ■ legri en hann hefir verið, með þvi að taka upp gamla og útþvælda stefnu ihalds og krata og með þvi að færa flokkinn enn meira til hægri en orðið var.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.