Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mal 1979.
Viðtal við
Einar
Guðjohnsen
sem tekið
var íflýti
og skrifað
á handa-
hlaupum
£g sem þessa þætti
skrifa hef hug á að eiga
öðru hverjutal við einstak-
linga sem tengjast þeim
áhugasviðum sem ég þekki
best. I þetta sinn ér Einar
Guðjohnsen spurður um
ýmislegt sem lýtur' að
fjallgöngum og ferða-
mennsku. Ég hef talsvert
ferðast með Einari og
stUndum bölvað honum í
hljóði/ en þó í góðu, þegar
hann hefur verið að ganga
mig af sér sem hann gerir
stundum enn þegar tæki-
færi er til. Einar hef ur um
langt árabil verið einn
allra duglegasti ferða-
maður landsinsog forystu-
maður í þeim félögum sem
mest hafa gert af því að
kenna okkur að þekkja
þetta land. Einar hefur
ákveðnar skoðanir á
hvérju máli sem mótast
mjög af hugtakinu
„einstaklingsfrelsi", og
þótt skrifari þessara
þátta sé alls ekki alltaf
sammála honum, getur
hann vel unnt honum máls.
— Einar, hvar ertu upprunn-
inn?
— Ég er Norömýlingur, fædd-
'ur á Bakkafiröi, en uppalinn á
Húáavik að öllu leyti. Ég var i
Menntaskólanum á Akureyri i 5
vetur og útskrifaðist þaðan 1942,
en fluttist um þaö leyti hingað
suður og hef búiö hér siðan, nema
4—5 ár sem ég var i Bandarlkjun-
um.
— Nú ert þú frægur fjaliagarp-
ur, Einar.og ferðafrömuður, hvar
tókstu bakteriuna?
— Sem ungur sveinn bjó ég eins
og aðrir æskumenn á Húsavik i
hlýju sambýli við náttúru lands-
ins. Við komumst ekki hjá þvi að
verða fyrir sterkum áhrifum
frá henni, enda er kauptúnið
einstaklega vel i sveit sett,
nágrenniö fagurt og nærsveit-
irnár með stór náttúruundur. Ég
gekk ungur fjöllin i kring og
fjörurnar þekkti maður vel, þvi
ailir strákar snudda þar. Seinna
komu svo til skiðaferöir, enda
óviöa betri skfðalönd en heima,
þótt öll aðstaða sé að sjálfsögðu
orðin svo miklu betri núna með
tilkomu þessara lyftukerfa. Nei,
ég held að ekkert sérstakt tilvik
eöa einstaklingur hafi vakið
þeunan áhuga hjá mér á ferðum
um fjöll og firnindi, heldur hafi
heimaslóöin, fegurð hennar og
yndi skapað ferðabakteriunni góð
skilyrði i minni sál.
— Þú hefur strax byrjað aö
feröast með Fí þegar þú komst
suöur?
— Nei, ég byrjaði strax með
Farfuglum og ferðaðist eingöngu
með þeim eða á eigin vegum um
æöi mörg ár, en var auövitað I F1
til þess að fá árbókina. Þaö var
talisvert lif i Farfuglum um þess-
ar mundir og mikiö ferðast. Ég
var reyndar um skeiö I forystu
þar og m.a. eitt árið formaður.
Þejtta er góður félagsskapur. En
svó er þaö 1957 eða 8 að dæmið
snýst, og má reyndar segja að
örlagahjól mitt hafi snúist um
þúfur Snæfellsjökuls. Þannig bar
til; að ég fór hvitasunnuferð á
Snaefellsnes með fyrirtæki, sem
hét Orlof B.S.Í.. Við gistum i
Ólafsvik, en þegar átti að hefja
jökulgönguna kom i ljós aö farar-
stjórinn hafði gengið úr skaftinu,
og var ég,sem þarna var aðeins
venjulegur farþegi, fenginn til
þess að vera leiðsögumaður á
jöklinum. Þetta varð til þess að
ég var meira og minna allt sum-
arið i starfi sem fararstjóri með
fyrrnefndu fyrirtæki til ýmissa
staða, mest bó inni Þórsmörk. En
i þessari hvitasunnuferð og
reyndar uppi á hæstu þúfum
jökulsins hitti ég i fyrsta sinn
Jóhannes Kolbeinsson og ýmsa
feröafélaga hans, t.d. Þorstein
Kjarval. Jóhannes hafði ég þá
aldrei séð, en báðir vissu af hin-
um. Eftir þennan fund okkar og
þau kynni sem af honum spruttu
var farið aö biöja mig um að
stjórna feröum fyrir Ferðafélag
Isiands sem ég gerði i vaxandi
mæli næstu árin. Þarna var sem
sé upphafið að afskiptum mlnum
af F1 og dettur mér stundum * hug
þegar talað er um áhrifamátt
Snæfellsjökuls, að hann hafði
máske að einhverju leyti verið
örlagavaldur i minu lifi. Vinátta
okkar Jóhannesar Kolbeinssonar
hefur og vafalaust veriö undir
hollum áhrifum jökulsins, enda
höfðum við náin samskipti og
samstarf meðan ég starfaði fyrir
F1 og uröum vinir og verðum það
meðan báðir lifa.
— Geturðu skilgreint eitthvað
þessa ápægju fjallamannsins
og er hún ekki hvað þig sjálfan
áhrærir, farin að dofna, eftir alit
þetta volk I gegnum árin?
(Einar ris i sæti, sprettur á
fætur og stikar um gólf stæltur
og snar með arnarblik i auga,
en litur svo góðlátlega til min
eins og hann vildi segja:
„Getur veriö að þin sé farin að
dofna, ekki min.”)
— Það er mjög persónubundið
hvað gefur hverjum og einum
manni mesta ánægju og fyllingu á
ferðlagi. Áhugi sumra beinist sér-
staklega að t.d. jaröfræöi,
gróðurfari, dýralifi, skordýrum,
skeljum, steina-eöa skeljasöfnun
og fleiri þáttum. Hjá öðrum
blandast þetta saman, áhuginn er
fjölþættari,-enda snerta allir
þessir þættir hver annan, verða
hluti af ferðastil hvers og eins.
Fyrr á árum beindist áhugi minn
helst að fjallgöngum og klifri, ég
stilaði uppá að komast i ferðir
sem buðu uppá slikt. Þegar ég
dvaldi i Bandarikjunum gerðist
ég félagi I fjallgönguklúbbi og
gekk reyndar i gegnum stift
námskeið i fjallgöngum og klifur-
tækni, bæöi bóklegt og verklegt.
Þarna klifum við fjöll upp i 4300 m
á hæð. En allt breytist. Með árun-
um hef ég hægt svolitið á, ferða-
stillinn hefur breyst og ég tek
kannske meira eftir hlutum sem
hlaupið var yfir áður, hinu
smálega I náttúrunni. Vist má
segja að ég hafi allgott yfirlit yfir
alla landshluta, hafi ef svo má
segja horft yfir alla parta þess og
viða er ég þaulkunnugur, en inná
milli eru viða staðir sem ég á eftir
að kynnast, maöur er svo lengi að
fylla uppi, þvi landið okkar er
furðu stórt og mannsævin endist
vist ekki til að grandskoða það.
En áhuginn er samt ekki farinn
aö dofna, þótt yfirferðin sé
eitthvaö minni, nei, það er
áreiðanlegt.
— Nokkurn tlma séð hann
svartan?
— Nei, aldrei lent i neinu sem
ekki hefur veriö fullkomlega und-
ir stjórn. Þaö versta sem ég man
eftir er volk sem ég lenti i þegar
viö vorum á Kjalvegi eitt sinn, á
leiö til Kerlingarfjalla. Augablað
brotnaði I bilnum við Innri-Skúta.
Hann var að skella yfir með
hraglanda rigningu. Auðvitað var
alltof langt að ganga til Kerl-
ingarfjalla, en ég vissi af fólki og
bflum viö Hveravelli. Það var
byrjaö að húma þegar ég þandi
mig af stað og versnandi veður.
Ég skokkaði þetta og gekk, og
mest f myrkri á fjórum timum.
Leiöin er um 34-5 kilóm. Ég var
orðinn blautur og þvældur, en
góðar móttökur fékk ég og skjóta
aðstoö og var allt fólkið komið i
Fjöllin um miðja nótt. Talsvert
fólk var fyrir i skálanum og urð-
um við aö biðja það að færa sig
saman, eða fara i tjöld sin til að
rýma fyrir hinum hröktu ferða-
Myndin er tekin I tJtivistarferö af Vffilsfelli og sér til Henglafjalla.