Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mai 1979.
Eitt uppáhalds viðfangsefni umbótaafla og
vinstrisinna á siðustu árum hefur verið tilrauna-
starfsemi i skólamálum. Umbótabarátta innan
opinbers skólakerfis hefur búið við þröngan
ramma, og margir hafa leitast við að sprengja
hann með sjálfstæðum skólatilraunum. Þar má
m.a. nefna Summerhill i Bretlandi, Glocksee i
Vestur-Þýskalandi og starfsemi Ivan Illich i
Bandarikjunum. Danmörk hefur á margan hátt
verið gósenland umbótaglaðra skólamanna; bæði
hefur skólakerfi rikisins reynst opnara fyrir sliku
en viðast annars staðar, og auk þess veita bæði
riki, félög og einstaklingar viðtækan stuðning til
hinna fjölbreytilegustu tilrauna.
Undanfarna mánuði hefur
umfangsmesta skólatilraunin
mjög verið á milli tannanna i
opinberri ..umræðu. Einkum
hafa vinstrisinnar látið þar til
sin taka, enda hefur það orðið
þeim tilefni til almennrar um-
ræðu um sósialiska baráttu
gagnvart skólakerfi. Þetta bit-
bein manna er samsteypa fjöl-
margra skóla, sem kenndir eru
við Tvind.
Saga Tvindskólanna
Eins og svo margt annað, eiga
Tvindskólarnir rætur sínar i
æskulýðsuppreisninni fyrir um
áratug. Hópur ungs fólks hafði
búið og ferðast saman um nokk-
urra ára skeið og þróað með sér
nýjar hugmyndir um æskilegt
uppeldi og persónumótun. Með
viðtækum stuðningi danskra
vinstrisinna og riflegum rikis-
styrkjum var starfsemin hafin
meö „ferðaháskóla” (Den rejs-
ende höjskole) og kennaraskóla
(Det nödvendige seminarium)
upp úr 1970. Brátt fylgdu s.n.
eftirskólar i kjölfarið.
Aður en lengra er haldið, er
rétt að gera grein fyrir þvi, að i
Danmörku er afar sterk hefð
fyrir frjálsum skólum af ýmsu
tagi, og flestir islendingar
þekkja lýðháskóla af afspurn og
margir Grundtvig. Um slika
skóla er viðtæk löggjöf, sem
veitir þeim margs konar rétt-
indi til fyrirgreiðslu af hálfu
hins opinbera. „Tvindjánarnir”
notuðu þessi réttindi út i æsar,
enda telur samsteypan nú um
tug skóla.
Nemendur Tvind eru að stór-
um hluta krakkar sem lent hafa
að meira eða minna leyti utan-
garðs i skólakerfinu og flosnað
upp við lok skyldunáms eða
fyrr. Jafnframt eru aðrir eldri,
sem orðið hafa fyrir barðinu á
atvinnuleysinu eða fara i skóla
af meira eða minna yfirlýstum
pólitiskum hvötum. Nemendur
eftirskólanna eru flestir á aldr-
inum 14-18.
Skólastarfið var ekki einungis
mótað i andstöðu við opinbera
skóla, heldur einnig ráðandi
sjónarmið meðal vinstrisinna.
Sérstaklega gagnrýndu Tvind-
jánar sjónarmið einstaklings-
hyggju og forgang bóknáms.
Markmið skólanna átti að vera
félagsþroskun, börnin áttu að
læra að starfa og lifa i hópum,
við rika hópkennd, og verklega
hliðin að hafa forgang fram yfir
hina bóklegu.
Sem dæmi um aðferðirnar má
nefna, hvernig ferðaháskólinn
starfar að þvi markmiði sinu að
kynna nemendunum samfélags-
ástand i öðrum löndum, einkum
þriðja heiminum. Fyrri hluta
námsársins kynna nemendur
séraf bókum það land/lönd sem
þeir ætla að heimsækja og safna
um leið peningum til annars
hlutans. Hann felst i ferðum til
viðkomandi staða, á eigin rút-
um eða skipi. Loks setjast nem-
endur og kennarar niður og
draga lærdóma af ferðinni.
Tákn skólasamsteypunnar er
vindmyllan i Tvind, stærsta
vindmylla Evrópu. Með smiði
hennar átti m.a. að leggja lóö á
vogarskálar annarra orkuteg-
unda en kjarnorku, en jafn-
framt að sýna samtakamáttinn.
Fæstir nemendur Tvind hafa
unnið að marki áður, og einung-
is hluti kennaranna kann veru-
lega til verka. En myllan var
reist, og sér nú Tvind fyrir raf-
magni, og jafnframt er sögð eft-
irfarandi dæmisaga um vinn-
una:
Heilan mánuð hafði hópur
nemenda og kennara baslað við
að flytja annan væng myllunnar
úr skúr einum og koma honum
upp. Verkinu var lokið, en þá
Tilraunaskólar
leysa agavandamál
Það er ekki vel séð i tilraunaskólanum Tvind að einstaklingar skeri sig úr hópnum. — (Mynd: Per
Marquard Olzen — Information).
...en í hverra þágu?
kom fram gagnrýni á vinnuað-
ferðir. Félagsandinn var sagður
hafa verið af skornum skammti,
einstakir menn hefðu gefið fyr-
irskipanir um alla þætti verks-
ins o.s.frv. Vængurinn var þvi
tekinn niður og fluttur i skúrinn
og siðan settur upp aftur i
vinnuferli bræðralags og sam-
vinnu.
Tvindjánar lita svo á, að þeir
séu að móta sterka og skapandi
einstaklinga, sem sé samvinna
eðlilegri en einstaklingsbrölt.
Þar sem efniviðurinn er yfirleitt
það fólk, sem beðið hefur ósigur
i samfélaginu, telja þeir sig
þurfa strangan ramma um
starfið. Með öllu er bannað að
reykja hass það timabil, sem
skólavistin stendur, sterkra eit-
urlyfja mega nemendur ekki
hafa neytt siðasta hálfa árið
áður en þeir koma á skólann, og
áfengisneysla er bönnuð á
skólasvæðinu, en á ábyrgð nem-
enda og foreldrá i leyfum. Þá
eru lagðar hömlur á samdrátt
kynjanna, og m.a. bannað að
sofa annars staðar en i eigin
rúmi. Almennt er spornað gegn
öllu atferli sem er i andstöðu við
markmið skólans, vinnusemi og
hópkennd.
Gagnrýni kemur
fram
Þvi fer fjarri að danskir rót-
tæklingar hafi verið á eitt sáttir
um ágæti Tvind. Til skamms
tima varð þó tæpast nein opin-
ber umræða um skólahreyfing-
una. Annars vegar var það
stefna Tvindjána að taka ekki
þátt i slikri umræðu, þar að þeir
vildu njóta starfsfriðar. Hins
vegar veigruöu aðrir sér við að
hafa i frammi gagnrýni, þar
sem hún myndi e.t.v. verða
hægriöflunum búsilag i stöðugri
hannesargissurarlegri áróðurs-
herferð þeirra gegn „kommún-
iskri innrætingu” i skólum.
Fyrir tæpu ári rofnaði þögnin
um Tvind. Nokkrir fyrrverandi
kennarar birtu gagnrýni i Infor-
mation, og i kjölfarið komu fjöl-
margir hópar og einstaklingar
sem höfðu sjálfir verið eða átt
börn á Tvindskólum. Flestir
fluttu harða gagnrýni, en ein-
staka maður vörn. Forráða-
menn Tvind þögðu sem fyrr.
Hörðustu gagnrýnendurnir
liktu fyrirkomulaginu á Tvind
við ógnarstjórn. 1 orði kveðnu
væri ákvarðanir sameiginlegar,
en i raun fengju kennararnir
vilja sinum framgengt, með út-
smognu valdaspili. „Mani-
pulation” var lykilorð þessa
þáttar i gagnrýninni.
I nafni samstöðu og samtaka-
máttar væru meirihlutasjónar-
mið kveðin niður. Mörg dæmi
voru nefnd um það, hvernig
„uppreisnarseggir” hafi verið
brotnir niður sálrænt, með hörð-
um árásum á fundum og félags-
legrieinangrun og baktali i dag-
legu lifi.
Þá voru hinar hörðu reglur
gegn hassreykingum og drykkju
gagnrýndar, og talað um of-
stæki i þvi sambandi. Einkum
beindist gagnrýnin að þvi, að
nemendur væru látnir njósna
hver um annan, ef minnsti
grunur lék á um að menn virtu
vfmugjafabannið að vettugi. Ég
minnist frásagnar ungrar
stúlku, sem sagðist hafa hangið
oft klukkutimum saman i kjöll-
urum og skúmaskotum til að af-
hjúpa uppreisnarsegg, sem
grunaður var um að fá sér bjór
af og til.
Siðavendnin i kynferðismál-
um var ekki siður skotmark
gagnrýnenda. Manni datt
ósjálfrátt i hug, hvernig gleði-
konur voru grýttar áður fyrr,
þegar sagt var frá storfundum á
skólunum, sem beindust að þvi
að afhjúpa öll smáatriði um
parsambönd á skólunum.
Flestir telja Tvind hafa unnið
margt lofsvert i þvi að koma
unglingum á fastan kjöl i lifinu,
sem áður beið ekkert nema
reiðileysið eftir misheppnaða
skólagöngu. Um leið gagnrýna
menn þann „persónuþroska”
sem veittur er. Valdsmannsleg
uppbygging skólans, boð hans
og bönn og lymskulegt alræði
kennarahópsins ala einungis
upp þæg vinnudýr fyrir auð-
valdssamfélagið, segja gagn-
rýnendur. Og um leið eru öll
framsækin markmið fyrir bi.
Pólitiskt markmið
„afhjúpað”
Almennt hefur verið litið á
Tvindhreyfinguna sem hluta af
vinstriarminum. Sá stimpill
hefur ekki verið forráðamönn-
um hennar að skapi. t opinber-
um skjölum skólanna stendur
ekkert um pólitisk markmið
þeirra, og Tvindjánar hafa sóst
eftir samstarfi við ýmsa skoö-
anahópa. Þeir hafa átt samstarf
við danska Verkamannasam-
bandið, sem vitaskuld er alger-
lega á valdi krata. I málefnum
byggðalagsins, sem Tvind til-
heyrir, hafa þeir stutt Vinstri-
flokksmenn. Þeir gengu m.a.s.
svo langt að bjóða Glistrup i
heimsókn til að afla stuðnings
hans fyrir afgreiðslu fjáriaga,
en afturhaldsseggurinn sá við
þeim og sagði. „Ég veit það
nefnilega að þið eruð rauð.”
29. mars sl. birti Information
skjal, sem varpaði nýju ljósi á
umræðuna um Tvind. Leiðtogi
hreyfingarinnar, Amdi Peter-
sen,skrifaði þetta skjal fyrir 5
árum og orðaði markmið skól-
anna á eftirfarandi hátt:
„Starf skólans, skólanna, hef-
ur sem sé það markmið að
mennta fólk.sem getur unnið að
hinu stóra verkefni kynslóðar
vorrar: að undirbúa og fram-
kvæmda samfélagsumbyltingu,
sem markar upphaf samfélags,
þar sem verkalýðsstéttin og
bandamenn hennar segja fyrir
um framleiðslu og menningu.”
Merking þessara orða fer ekki
á milli mála, og eftir birtingu
þeirra harðnaði gagnrýnin á
Tvind. Poul SchlOter, formaður
Ihaldsflokksins, krafðist þess
að veldi Tvind yrði brotið á bak
aftur. Flestir frjálslyndir danir
tóku hins vegar þá afstöðu, að
rlkisvaldið gæti ekki fett fingur
út I markmið Tvindskólanna,
fremur en alls kyns Heimatrú-
boðs- og KFUM-skóla, sem
einnig eru reknir með rlkis-
styrk.
Vinstri menn settu hins vegar
margir fram gagnrýni á tvö-
feldni Tvindjána: Annars vegar
hefðu þeir byltingarsinnuð
markmið, en hins vegar legðu
þeir rika áherslu á að leyna
þeim I starfinu. Tvindjánar gátu
lifað við þessa tvöfeldni, þar
sem þeir álitu framferði sitt
vera taktik. Með þvi að sýna
einungis ákveðnar hliðar á
markmiðum sinum ætluðu þeir
að tryggja viðtækan stuðning.
Þeir ætluðu að ala upp bylting-
arsinna á kostnað rikisins og
beita þannig ævafornu her-
bragði Odysseifs, Trójuhestin-
um.
Gagnrýninbeindisteinkum að
áhrifum þessarar tvöfeldni á
skólastarfið. Markmið þess -vita
kennararnir einir, og samt á
ákvarðanaferlið að vera lýð-
ræðislegt. Þar með er að nokkru
leyti fundin skýringin á þvi,
hvers vegna kennararnir beita
lymskulegri manipúlasjón til að
fá samþykki þorra nemenda við
ákveðnum tillögum.
Af þögninni um hin pólitisku
markmið leiðir, að uppeldis-
markmið skólans eru aldrei
rædd til hlitar. Hinstu rök skóla-
starfsins eru aldrei dregin fram
I dagsljósið, svo að starfið sýnist
oft á tiðum marklaust.
Lokaorð
Mér virðist það augljóst, að
Tvindskólarnir sæki fyrirmynd
sina á margan hátt tii kinversku
menningarbyltingarinnar. —
Grundvöllurinn er sams konar
siðferðileg krafa um vinnusemi,
og óvinurinn er hinn sami, borg-
aralegt frjálslyndi, og ber að
setja boð og bönn gegn þeim vá-
gesti og flestri þeirri lifsnautn,
sem dregið gæti úr vinnusem-
inni.
Fæstir vinstrisinnar geta nú
fallist á siik markmið, en þau
hefur ekki mátt ræða, og þar
með hefur skort þá umræðu,
sem hefði getað breytt Tvind i
frjóa tilraunastarfsemi. Al-
mennt ber þessi hreyfing keim
af einhvers konar skæruliða-
starfsemi, að visu með friðsam-
legum vopnum, en hún reynist
tæpast árangursrikari en að-
ferðir þeirra Baaders og Mein-
hofs.
Tilraunastarfsemin á Tvind
gefur tilefni til umræðna um
möguleika sósialiskrar skóla-
starfsemi. Það virðist hafa farið
fyrir Tvindjánum eins og mörg-
um sem lagt hafa kapp á um-
bætur innan kerfisins: mark-
miðunum verður ekki náð, en
þess i stað fær hið borgaraíega
uppeldiskerfi gott búsilag. 1
þessu tilviki taka róttækling-
arnir að sér að gera frávikshópa
að nýtu og duglegu vinnuafli
fyrir arðránsöflin.
Gestur Guðmundsson
Gestur Guðmundsson skrifar frá Kaupmannahöfn