Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. mai 1979. 'ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 15 löngum, en flestir kusu aö færa sig i Hvitárnes, enda var fólkiB á eigin bilum. Hún Jóna SigriBur hestakonan kunna var þarna stödd og vaknaöi og fór aB sinna hestum sinum. Hún talar litillega um þetta i bókinni sinni og færir til verri vegar. Henni var hreint ekki úthýst, en þaB segir sig sjálft aö þegar svona stór hópur fólks kemur i skála um miöja nótt veröur litiö um svefn hjá þeim sem fyrir eru en slikt ónæöi veröa menn aö skilja aö er ekki gert af mannvonsku. — Hvenær tókstu svo viö starfi framkvæmdastjóra Feröafélags- ins? — Ég byrjaði 1963. Þá var fé- lagið i fullum gangi, en samt má halda þvi fram að nokkurrar stöðnunar hafi gætt þá um skeið. Félagatalan hafði lengi veriö nokkuð stöðug, um 6000 manns en erfiðlega gengiö að auka hana. Fljótlega beitti ég mér fyrir þvi aö ljósprentaðir voru eldri ár- gangar árbókarinnar sem upp- seldir voru. Gegn þessu voru i fyrstu miklar mótbárur, menn töldu að árbókin yrði veröminni fyrir vikið, en það reyndist alveg á hinn veginn, hún hækkaði i verði. A hinn bóginn var með þessu fleirum gert kleift að eign- ast árbókina frá upphafi, og fé- lagatalan jókst og var hún komin yfir 7000 þegar ég lét af störfum. Nú, ég get alveg fullyrt það hér, að á þessum tima þótti nokkuð erfitt að halda úti feröum, þær stóðu alveg I járnum og jafnvel voru raddir innan félagsins, — I stjórninni, — sem vildu að ferðum væri hætt að mestu, eins og svo skeði seinna hjá Farfuglum. Þessar raddir hlutu ekki hljóm- grunn i það sinn, sem betur fer. Það voru fleiri nýmæli heldur en endurprentun árbókanna sem fram komu i minni tið. Við tókum að kappkosta að halda fast við áætlun, fórum allar ferðir og það þótt þátttaka væri litil og veður óhagstætt; Fólk fór að geta treyst þvi að þurfa ekki að fara heim aftur, enda er það að minu mati dýrara að hætta við ferð, heldur eú að fara hana með tapi, þvi að tiltrú fólks er lika nokkurs virði. Við byrjuðum á þvi að halda úti ferðum allt árið sem þótti nú litill gæfuvegur i fyrstu, en hefur sýnt sig að vera auðvelt. Nú rofna ekki tengslin við ferðafólkið og komið er meira jafnvægi i reksturinn. 1 minni tið var skálinn i Þórs- mörk tvistækkaður og sett var upp' snyrtiaðstaða ágæt en þá var rikið ekki byrjað að styrkja slikar framkvæmdir i ferðamannastöð- um eins og nú er. Einnig komum við upp nýju húsi i Landmanna- laugum og Veiðivatnahúsinu I samvinnu við Veiðifélag Land- mannaafréttar, báðum húsunum i Nýjadal og skálanum á Hlöðu- völlum. Félagið byggir nú rekstur sinn á þessari yfirburðaaðstöðu. — Er æskilegt frá sjónarmiði náttúruverndar að reisa þessi stóru hús á fegurstu gróðurvinj- um i óbyggð? — Ég held að landsins vegna sé það alveg sama hvort húsin eru litil eða stór, það þolir miklu meira álag, en frá rekstrarlegu sjónarmiði eru stór hús á megin- stöðunum heppileg, en svo mættu vera minni hús i tengslum við þau. Ég er hins vegar algjörlega mótfallinn þvi að reist séu hús i keðju eins og FI hefur gert á leið- inni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Slik ferðaleið er ein- faldlega of hættuleg og veður tlð- um of viðsjál til þess að verjandi sé að egna fólk til sllkra ferða. — Þið eigið enga skáia. Gerir það ekki reksturinn torveldari? — Þú getur nú imyndað þér hvernig það er að hafa hvergi ör- uggt afdrep á fjöllum og ekki sist kemur þetta að sök i Þórsmörk sem er vinsæll dvalarstaöur fólks i sumarleyfi. Reyndar eigum við gamalt hús sem við höfum verið aö lagfæra. Okkur langar til þess að setja það upp i Stóra-enda i Þórsmörk, en vissulega koma aðrir staöir til greina, en ekkert hefur verið ákveðið i þessum efn- um enn. Ég verð að segja það og Á þessari mynd er Konráð Kristinsson fararstjóri útivistar að klifa efstu kletta Vifilsfells ásamt tveimur félögum sinum. Hér er útivistarfólk með nestistöskur sinar á Vifilsfelli efst. er i lagi að það komi fram, að inn- an Ferðafélagsins hefur verið mikil andstaða vissra aðila fram að þessu gegn þvi að við útivist- arfólkið fengjum að nota hús þess, þótt við séum sem einstak- lingar allir i félaginu. Þetta við- horf er náttúrlega bara eimur sem eftir er af þeirri óviid sem var aðdragandi að stofnun Úti- vistar. — Nú eru stórveldin i ferða- skrifstofubransanum að efna til samvinnu; hefur verið um nokkuð slikt að ræða milli ykkar og Fl? — Sáralitið. Frá minum bæjar- dyrum séð mætti hún vera meiri, þvi að þótt samkeppni sé vissu- lega á milli félaganna á hún að vera drengileg og samvinna kæmi báðum vel á tiöum, en þaö vil ég taka skýrt fram að við vilj- um ekki lifa á Ft á nokkurn hátt, enda engir þurfalingar. — Viltu nokkuð segja um að- draganda þess að þú hvarfst frá Fí? — Þetta var nú og er sjálfsagt mörgum ennþá viðkvæmt mál og þaraðauki eru ekki allir enn á meðal okkar sem máliö snerist i kringum, en það get ég sagt að valdastreita var það. Sumum fannst ég ráðrikur, en ég vann mitt starf af áhuga og reyndi að gera það vel. Ég var framkvstj. félagsins og taldi mig eiga að stjórna félaginu i umboði stjórnar og framkvæma hennar vilja. Ein- stakir stjórnarlimir litu hins veg- ar á mig sem sérstaka undirtyllu sina og vildu ráðskast innan mins verkahrings. Ég gat ekki við það unað, og þessi ágreiningur magn- aðist og inn i hann blandaöist annað, eins og þetta með frönsku hópana. Fyrirgreiðslan viö Frakkana var félaginu mjög hag- stæð og eintómur fyrirsláttur að þeir tækju upp sæluhúsin eða hefðu einhvern forgang þar. Hóp- arnir höfðu sin tjöld, en notuðu húsin i neyð eins og aðrir sem um fjöllin fara. — Er ekki þröngt um Útivist við hlið svo gróins félags sem Ft? — Það er sannarlega grund- völlur fyrir bæði þessi félög, og reyndar er alls ekki útilokað að fleiri geti bæst i hópinn. Ég held að það sé flestra mál sem á annað borð hagnýta sér þessa þjónustu, að ferðavalið hafi stóraukist. Úti- vist kom á sínum tima meö nokkrar nýjungar, t.a.m. ýmsar feröir sem voru aðgengilegar fyr- ir allan almenning eins og ferðir i kræklingafjöru svo eitthvað sé nefnt þar sem heilu fjölskyldurn- ar koma meö. Þessi og önnur ný- breytni hefur orkað hvetjandi á bæði félögin enda hefur tilkoma Útivistar ekkert dregið úr aðsókn hjá Fi, nema siður sé. Það hefur alltaf verið talað um það á þessu og hinu sviði, að fleiri gætu ekki dafnað, t.d. með bilaútgerð og ferðaskrifstofur, en alltaf hefur það sýnt sig, að pláss er fyrir fleiri, markaðurinn vikkar með fjölbreyttari möguleikum. Ég er lika alltaf á móti einokun i hverju sem hún kemur fram, vil hafa hæfilega og vinsamlega sam- keppni. — Finnst þér aö gera eigi mikið I þvi að laða hingað erlenda ferðamenn? — Það finnst mér. Það á að gera miklu meira af þvi heldur en gert er nú. Landið þolir og getur tekiö við miklu meiri fjölda ferða- fólks, en það verður að vinna skipulega að þvi að dreifa fólkinu betur um iandið, gera fleiri leiðir færar, og tengja saman leiðir og bæta aðstöðu til móttöku ferða- manna á miklu fleiri stöðum en nú er bæði I byggð og óbyggðum. Mér finnst sjálfum, að á þessum helstu áningarstöðum á fjöllum, þar sem umferð er mest, hafi gróðri fleygt fram. Ég get nefnt dæmi, t.d. Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og að sjálf- sögðu Þórsmörk. Þessir staðir hafa verið i umsjón og gæslu, þar hefur verið sáð og borið á og gróð- ur hefir stórum aukist. (Einar er mjög einarður á svip, eins og hann hafi grun um að spyrill sé svolitiö van- trúaður á að þessi sáð- mennska hafi bætt uppruna- legan gróður). En Einar heldur áfram: — En umgengnina viö landið þurfum við að bæta og það er skammar- legt að við sem eigum þetta land erum ekki ætiö góð fyrirmynd. Landinn gengur nefnilega stund- um mun verr um heldur en hinn erlendi ferðamaður. Og vegna þess sem alloft heyrist að alltof mikill fjöldi sé kominn inná há- lendið ætla ég að benda á það hve strjálbýlt þetta land er, það getur borið svo margfalt meiri búsetu en nú er og þessir fáu gistivinir sem hér ferðast um á sumrin skipta sáralitlu máli. Hins vegar er þvi þannig farið um þetta land að það er ekki áðlaðandi fyrir hinn almenna ferðamann og þvi verður aldrei gestanauö hér við- lika og er á Spáni og sólarlöndum, hingað koma sérvitringar og náttúruskoðarar. — Þú talaðir, Einar, um að við- kvæmar gróðurvinjar hefðu bara haft gott af allri umferðinni, finnst þér virkilega t.d. Land- mannalaugar jafn yndislegar og áður en nýja húsið og vegurinn komu til sögu? — Vegurinn breytti ekki neinu. Meö tilkomu hans varö jú minni bilum gert fært að Laugafitinni, en þeir fara ekki lengra en á bila- stæöin. Aður voru það jepparnir sem voru vandamálið og það er óbreytt. Engin ráð hafa enn verið fundin viö hóflausum jeppaakstri utan vega. — Nú eru Hornstrandir stund- um nefndar framtiðarland ferða- manna: Hvað er æskilegt að gert verði þar fyrir ferðamanninn? — Hornstrandir eru einangraö landsvæði. Þangað liggja ekki bilvegir og takmarkaðar sam- göngur eru á sjó, enda byggöar- lagið i eyði. Skipulagðar ferðir á Hornstrandir hófust fyrir mitt til- stilli árin 1966 og 67, og var ég sjálfur fararstjóri i fyrstu ferðun- um. Við gengum þá með allt okk- ar hafurtask frá einum stað til annars, en á seinni árum hafa ferðirnar þróast þannig að haft er fastaðsetur á ákveðnum stað, t.d. i Aðalvik eða Hornvik, og þaðan göngum við létt i ýmsar áttir út- frá. Við hjá Útivist byrjuðum á þvi i hitteðfyrra að leigja Fagra- nesið til þessara ferða og hefur það tekist mjög vel og er langtum öruggara heldur en að láta ferja sig á minni bátum. Hornstrandir eru dáindis staður og i raun er ekki þörf á að gera neitt fyrir ferðamanninn, viða eru skýli eða hús sem hægt er að leita til i neyð- artilvikum, en annars er best að vera bara i tjaldi. Hitt er svo ann- að mál, að landið er i einkaeign og ekki er gott að segja nema land- eigendur vilji á einhvern hátt hafa gott af auknum ferðamanna- straumi á svæðið, t.d. með þvi að koma upp gistiaðstöðu af ein- hverju tagi sem væntanlega yrði i smáum stil, enda má alls ekki breyta heildarsvipmóti og blæ svæðisins. Mér er reyndar kunn- ugt um að þeir Reykjafjarðar- bræður hafa látið i ljósi áhuga á þessu, og slikur áhugi gæti komiö upp viðar á svæðinu. Ef byggð yrðu þarna hús, hæfði ekki aö þau væru iburðarmikil, en einföld i sniðum og falleg. Þarna ætti ekki að skorta eldivið, þvi nóg er af rekaviöi, eins og þú veist, sem sjálfsagt væri að nýta. — Jæja, Einar, ég man nú ekki eftir fleiru að sinni, en þú vilt kannski segja eitthvaö að lokum eins og þegar ráðherrar sitja fyr- ir svörum? — Ja, Jóhannes, við höfum nú komið vfða við, en það er aldrei ofsagt, að viö eigum stórkostlega náttúru Islendingar, sem við verðum að vernda og njóta til fullnustu. En, að vernda er ekki þaö sama og að loka og banna. Rétta leiöin er að létta fólki að nálgast landiö, hjálpa þvi til að kynnast þvi og þá munu aukast likurnar fyrir þvi að það verði ástfangið af þvi. Astfanginn mað- ur meiðir ekki elskuna sina. — je

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.