Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 6. mai 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Já, en atkvœðin eru hér fyrir sunnan, Kjartan / Eg segi það \ r enn og aftur, það er ekki hœgt að veiða sama þorskinn bæði fyrir norðan og sunnan... / Adolf J. Petersen: VÍSNAMÁL Firnist heiður Fróns og manns Margur Islendingurinn hef- ur um ævina saknaö þess aö hafa ekki átt þess kost i æsku aö njóta menntunar i sam- ræmi viö manndóm sinn og hæfileika til náms. Hin kröppu lifskjör komu viöa viö, og þá ekki hvað síst á alþýöuheimil- um þar sem æskuskeiðin liðu i örbirgö mörg hver. Vestur- islendingurinn Friörik Pétur Sigurösson kvaö um örlög sfa: Ég er varla á linu læs, lágt I þrældóm sleginn. Sú varö aldrei gripin gæs aö ganga menntaveginn. Mikiö gott á menntaö fólk, sem miölaöist fróöleiksdrop- inn. Ég lifði best á móöurmjólk, og mér varö góöur sopinn. Timarnir breytast. Eftir striöið komu hingaö til lands allmargar þýskar stúlkur. Þær réðust helst til sveita- vinnu og komu bændum mjög til góöa, og reyndust þær þýsku bændum góö búbót; aö- eins tungnmálið var þar nokk- ur þrándur I götu, en nokkuö nákvæmt bendingamál kom þá i staðinn. Benjamin Sig- valdsson kallar þaö naflamál og kveöur: Óli fær sér unga mey, sem engu veldur táli. En skaöi er ef hún skilur ei skrift á naflamáli. Veröi heppnin honum trú, hún ei veldur táli. Viö tiivonandi tiskufrú talar „naflamáii”. Löngu seinna kvaö svo Benjamin um Óla: Taugaþreyttur fékk sér frú, föngin veitti glaöur. Yfirleitt þá er hann nú oröinn breyttur maöur Svo kom heilræðið hjá Benja- min: Ef þú vera vilt i tisku, vekja traust og kærleiksþel, skaitu r...þeirri þýsku og þér mun sjálfsagt liöá vel. Nú eru aörir timar. Þaö eru ekki þær þýsku sem sækja nú á Islandsmiöin, heldur eru þær ástralskar og kannski dökkar undir brún. Ekkert hef- ur heyrst aö kveöiö hafi veriö um vist þeirra hér, þó tilefni hafi veriö til. Nú væri gott aö hinir oröhögu senau Visna- málum sinar útskriftir á sam- búð ástralskra kvenna og islensks karlpenings. Annars er hér ein visa eftir Benjamin sem kann aö eiga viö: Þótt meyja sýnist blið og björt, býsna villt þar feröu. Eins og spaöaás er hún svört öll að neöanverðu. Ekki er vist nema spaöaás- inn verði til festa, eftir góöa reynslu. Þá er aö kveöa Festarölsvisur eftir Leiru- lækjar-Fúsa. Frétt hef ég aö festaröl fari I hönd hjá yður, þaö mun drukknum drengjum böl detti gamanið niöur. Söngur visna sæmd er full samdrykkjuna aö prýöa, svo sem rúbin gerir gull glansa sinum frlöa. Hingað barst að höndum mér helst um tima þenna dæmisagan sem eftir er upprituð með penna. Vilji það til að veislukeim virðar nokkuð finni, þá mun dauflegt drengjum þeim sem drekka Veneris minni. I niöurlaginu kveður Fúsi: Þessi lyktuð ljóðaskrá meö laginu hynna þekka, laglega fer ef læsist þá er lýðir minnið drekka. Veröi þeim bæði vært og heitt. Venus ástir magni, Hggi bæði liöugt og gleitt svo limirnir komi að gagni. Nú kann svo aö fara aö einhver áströlsk kvinna fæði af sér ástralskan tslending, og veröi sá lagður i vöggu, þá koma íslensk vögguljóö aö góðu gagni. Leirulækjar-Fúsi gætti eitt sinn barns I vöggu, og kvaö yf- ir þvi sin vögguljóö: Varastu þegar vits fær gætt tU vonds aö brúka hendur, það er gjörvallt þjófaætt þaö sem aö þér stendur. Faðir og móöir furðu hvinn, frændur allir bófar, ömmur báðar og afi þinn, aUt voru þetta þjófar. . A stríösárunum gekk sá orö- rómur að breskum og banda- riskum hermönnum litist ekki aöeins vel á Islenskar konur, heldur kýrnar lika. Um þaö kvað Þorsteinn Magnússon I Gilhaga: Stórum hafa stofninn bætt strákar af bresku kyni, kálfar og börn af aðalsætt orðin hálfsystkini. Eftir hverja fýluferð fötin þarf aö viðra. Hún er alveg undraverö Engla-veiöin syðra. Eftir lýðveldisstofnunina 1944 kvaö Jónas Jóhannsson i öxney: islands meyjar eignast jóð undan svörtum Könum. Slðan við uröum „sjáifstæð” þjóö sinna þær ekki Dönum. Jónas kvaö: Þórarinsson Þór Fyrnist heiður Fróns og manns, fornar vættir gráta, þegar Freyja fósturlands féU með enskum dáta. Svo eru til alveg ósnortnar meyjar, og ein af þeim var Lauga. Um hana var kveðið: Ast á henni enginn tók auönusveinn né drjóli. Liggur einsog lokuö bók Lauga I sinu bóli. Samt var allt I lagi: Mjúkur feldur, rétt er rás, rennileg er skeiðin, spöngin lfk og spaðaás spönn er mUli leiöin. XZ ÞINGLYNDI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.