Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 flöskuskeyti aö utan ...flöskuskeyti aö utan ...flöskuskeyti aö utan ... Pyntingar I spænskum fangclsum: Andi Frankós svlfur enn yfir vötnum Juan Carlos. Forsíðu myndin Forslða Sunnudags- blaðsins er að þessu sinni eftir Ragnheiði Jónsdóttur og ber myndin nafnið „2010”. Ragnheiðurstundaði nám i Myndlistarskólanum i Reykjavik 1959-60 og 1964-68, og ennfremur i Myndlista- og handiðaskóla Islands á árunum 1968-69. HUn var einnig við myndlistarnám i Danmörku, á Glytpotekinu Kaupmannahöfn 1961-’62, og i Frakklandi, Atelier 17 Paris, 1970. Ragnheiður hefur tekið þátt i fjölda samsýninga. Af alþjóðlegum samsýningum má nefna: Biannalinn i Bradford 1972 og 1978, Graf- isku sýninguna i Ljubljana 1971, ’73, ’75, ’77, og ’79. Prentbiannalinn i Freidrik stad i Noregi ’72, ’74, ’76, og Ragnheiður Jónsdóttir ’78, Evrópska biannalinn i Mulhouse 1974 og 1978, Biannalinn á Ibiza, 1974 og 1978, Alþjóðlega biannalinn i Krakow, Póllandi ’72, ’74, ’76 og '78, Biannal evrópskrar grafiklistar Heidelberg — New York 1979 og Sýningu verölaunahafa i Frechen 1978, en á þeirri sýningu hlaut Ragnheiður 6. verðlaun. Ragnheiður hefur einnig haldið margar einka- sýningar bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur bæði sýnt i Reykjavfk, á Akureyri og ísafirði. Erlendis hefur Ragnheiður haldið sýningar I Galleri Móment 76, Stokk- hólmi 1977, Galleri Hell- iggjest, Kaupmannahöfn, 1978 og i Alberta-háskóla Edmonton, Kanada 1979. Fjöldi listasafna, bæði á Islandi og I Evrópu hafa keypt myndir Ragnheiðar Jónsdóttur, þ.á.m. öll helstu listasöfn Norðurlanda. —im de Gaulle: Landsetrið selt, mun- irnir á uppboð og ekkjan á elli- heimili. Ekkja de Gaulle a emheimili Paris 27. april: Yvonne de Gaulle, ekkja fyrr- verandi Frakklandsforseta, Charles de Gaulle, hefur neyðst til að selja landsetur sitt i Comombey-Les-Deux-Eglises vegna fjárhagsörðugleika . Ekkjan mun innan tiðar fara til Parisar og eyða ævikvöldinu á elliheimili. Phillipe de Gaulle aðmiráll og sonur forsetans heitins, hefur ákveðið að hluti landsetursins verði gerður að safni. Hann hefur tilkynnt uppboð á 300 munum, sem voru i eigu föður hans, og hyggst nota peningana til að fjár- magna safnið. Franska stjórnin hefur hins vegar lýst þvi yfir nýverið, að hún muni reyna að finna lausn á fjármögnunar- vandamálinu, þannig að ekki þurfi að koma til þess, að munir fyrrverandi Fakklandsforseta fari á uppboð. Ný lög varðandi nauðgun Honululu, 30. april: Hawaii er fyrsta ríki Banda- rikjanna, sem hefur sett lög þess efnis, að eiginmenn geta ákært konur sinar fyrir nauðgun. Allmörg riki Bandarikjanna hafa sett lög varðandi nauðgun I hjónabandi, en einungis I þvi til- viki, að konan sé fórnarlambið. Hawaii er hins vegar fyrsta rikið, sem heimilar manninum að kæra konuna fyrir sama verknað. Pyntingar í fangelsum á Spáni Kaupmannahöfn 28. april: — Pyntingar eru enn við lýði I fangelsum á Spáni, en aðferðirn- ar hafa breyst, sagði spænski læknirinn Eva Forest á blaða- mannafundi sem hún hélt I Kaup- mannahöfn I slðustu viku. Eva Forest hefur nýlega sent frá sér tvær bækur um aðstæð- urnar i spænskum fangelsum. Þær heita „Pyntingar á Spáni” og „Dagbókarkorn og bréf úr fangelsi minu”. A fundinum sagði læknirinn að fangarnir gætu til og með valið sér pyntingaraðferð — og auðvitað er þetta allt gert i nafni lýðræðisins. Siðustu fjóra mánuði hafa rúmlega 400 fangar verið pyntaðir i spænskum fang- elsum, að sögn Forest og hefur hún sjálf tekið viðtöl við um 40 þessara fanga. Höfuðpyntingaað- ferðin er rafmagnshögg og sér- stök högg sem slegin eru með höndinni á allan likama fangans með þeim afleiðingum að fórnar- lambið fær svima og ógleði sem likist sjóveiki. Fleiri en einn ieinu Tími ferðalaga og sumarleyfa fer í hönd, þá er endurnýjun miða fyrir fleiri en einn mánuð í einu góður varnagli. Komiö tímanlega til umboðsmanns- ins. Við drfigum 10. maí. 5. flokkur 18 @ 1.000.000- 18.000.000,- 36 — 500.000.- 18.000.000,- 207 — 100.000,- 20.700.000- 630 — 50.000- 31.500.000,- 8.100 — 25.000- 202.500.000,- 8.991 290.700.000- 36 — 75.000,- 2.700.000,- 9.027 293.400.000- Brögðóttur bakari Messina, 30. april: Bakari frá Sikiley hefur veriö handtekinn af Itölskum yfirvöld- um, ásakaður fyrir að svikja fé út úr tryggingarfélögum og valda umferðaröngþveiti. Hann hefur einnig misst ökuleyfið. Dómarinn i Messina gaf skipun um að handtaka bakarann, sem heitir Pietro Vernuccio og er 35 ára að aldri, eftir að mörg trygg- ingarfélög höfðu kært hann. Tryggingafélögin höfðu borgað Pietro háar upphæðir vegna árekstra sem hann átti ekki sök á, en talan var orðin grunsamlega há, þar sem Pietro hafði lent i 100 árekstrum á siðasta ári. Við rannsókn kom i ljós að bak- arinn var sérfræðingur i um- ferðarreglum. Þekkingu sina not- aði hann i fristundum sinum með þvi að koma öðrum ökumönnum á óvart en ávallt þannig að það var ekki hann heldur fórnardýrið sem átti sök á árekstrinum. Billinn hans Pietro, sem er af gerðinni Fiat 500, var orðinn mjög skældur og skellóttur eftir alla árekstrana, en hvað gerði það til þegar ökutækið aflaði honum mikilla tekna... HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna --------------------------------------- Skrifstofustörf Fjármáladeild Sambandsins óskar að ráða i eftirtaldar stöður: 1. Viðskipta- eða hagfræðing i kaupfélaga- eftirlit. 2. Skrifstofumann með bókhaldskunnáttu, Samvinnuskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, er gefur nánari upplýsingar, fyrir 12. þ. mán. $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Nordsjö og Harpa deila með sér plássi í nýju byggingavörudeildinni. Nordsjö málningin blönduð á staðnum í þúsundum lita, örugg og einstaklega qj áferðarfalleg málning. Öll áhöld til málningar- __ vinnu og allrar almennrar byggingarvinnu. e>L_______________________________________ Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.