Þjóðviljinn - 09.05.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 09.05.1979, Qupperneq 5
Miðvikudagur 9. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Erling Blöndal Bengtsson Páll P. Pálsson hljómsveitarstj Dansk-islenski sellómeistarinn Erling Blöndal-Bengtsson er ein- leikari með Sinfónluhljómsveit- inni á tónleikum hennar annað kvöld og leikur sellókonsert eftir Lutoslavski. Hann hefur Erling leikið 29 sinnum á tónleikum áður, þar af fjórum sinnum undir stjórn höfundar sjálfs, og verður þetta þvi I 30. skipti sem hann leikur verkið. Stjórnandi á þessum tónleikum er Páll Pampichler Pálsson, fast- ráðinn hljómsveitarstjóri Sinf ónius veitar inna r. Auk sellókonsertsins eru á efnisskrá tónleikanna Oberon for- leikurinn eftir Weber, Rokokotil- brigði Tjaikovskis og Sinfónia nr. 7eftir Gunnar Bucht. Þeir verða i Háskólabiói og hefjast að venju kl. 20.30. A myndinni eru eigendur Gaflsins I Hafnarfirði Jón Pálsson og Einar Sigurðsson ásamt eiginkonum. Ný veitingastofa í Hafnarfirði Veitingahúsið Gaflinn i Hafnarfirði opnaði nýlega veitingastofu við Reykjanes- braut. Jafnframt henni er rek- in önnur veitingastofa að Reykjavlkurvegi 68 og hefúr hún verið starfrækt s.l. þrjú ár. Með nýju veitingastofunni opnuðust möguleikar til að senda út mat til fyrirtækja I einangruðum hitabökkum og hefur sú nýjung mælst vel fyr- ir. Einnig er það nýmæli i starfsemi fyrirtækisins að leigja út 2 samkomusali til fundahalds og annars mann- fagnaðar. Tekur annar salur- inn u.þ.b. 130 manns en hinn um 30. Erling Bl-Bengtsson með Sinfóníunni Flytur scllókonscrt eft- ir Lutoslavski í 30. sinn Kópavogsskólarnir: Vor í bæ Skólarnir I Kópavogi munu nú í fyrsta sinn gangast fýrir vorhátið skólanna i bænum dagana 9,—13. mai. Markmið háti'ðarinnar er að gefa nem- endum skólanna tækifæri til að hittast og flytja efni sem æft og undirbúið hefur verið i skólunum I vetur. Hér er um að ræða samhæfða skemmti- dagskrá þar sem kórar, dans- flokkar og leikhópar úr skólunum munu koma fram auk fjölda hljóðfæraleikara og annarra. Einnig munu djass- band Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokkur Kópavogs taka þátt i hátið- inni. Hátiðin verður haldin i Iþróttahúsi Kársnesskóla og eru fyrstu þrir dagarnir, 9—11. mai, eingöngu ætlaðir nemendum skólanna. A laugardag 12. mai kl. 14.00 og 16.00 og sunnudag 13. mai kl. 14.00 og 16.00 eru hinsvegar foreldrar og aðrir bæjarbúar velkomnir og eindregið hvatt- ir til að koma, sjá og heyra. 3 s» Sri Chinmoy kynntur Kynningarfundur um ind- verska yoga-meistarann Sri Chinmoy og yoga-leið hans verður haldinn i Norræna hús- inu fimmtudaginn 10. mai kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir sem áhuga hafa velkomnir. Um Sri Chinmoy segir m.a. I kynningarbæklingi, að hann sé fæddur i Bengal 1931. Tólf ára gerðist hann meðlimur i ashrami eða andlegu sam- félagi þar sem hann dvaldist næstu 20 ár við iðkun hugleiðslu og öfluga andlega þjálfun. Hann varð fyrir margháttaðri djúpri trúar- legri reynslu og öðlaðist hugljómun. 1964 kom hann til Bandarikjanna til að miðla af reynslu sinni og hefur siðan komið á fót andlegum setrum vlðsvegar um Bandarikin, Kan.ada, S-Amerlku, Sri Chinmoy V-Evrópu og Astraliu. Þá hef- ur Sri Chinmoy gefið út fjöl- margar bækur um hugleiðslu og andleg mál og haldið fyrir- lestra viðfjölda háskóla. Hann leiðbeinir I hugleiðslu tvisvar i viku fyrir starfsfólk og full- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum og hugleiðslum hans er út- varpað daglega um stöðvar vlðsvegar um Bandarlkin. ATVINNUHORFUR SKÓLAFÓLKS í SUMAR: Ástandið viröist svipað og í fyrra þó eru ekki öll kurl komin til grafar Samkvæmt skráningum á Ráðningarstofu Reykjavikur- borgar virðist ástandið i atvinnu- horfum skólafólks vera svipað og var á sama tima i fyrra, þrátt fyrir nokkurn ugg um aukið at- i vinnuleysi vegna samdráttar á i flestum sviðum. 2. mai s.l. höfðu 857 einstak- ; lingar 16 ára og eldri látið skrá sig hjá Ráðningarstofunnii en sambærileg tala frá 9. mai I fyrra er 894. Þetta kom m.a. fram I svari Guðmundar Þ. Jónssonar, ' formanns atvinnumálanefndar Reykjavlkurborgar við fyrir- spurn frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins s.l. fimmtudag i borgarstjórn. 1 fyrirspurninni var vitnað til blaðaviðtala við Guðmund og garðyrkjustjóra borgarinnar, þar sem fram kom að erfitt ástand virtist framundan i atvinnu- málum skólafólks. Spurt var um, hvort þessi vandi hefði verið kannaður af hálfu borgaryfir- vaida og hvernig ætlunin væri að bregðast við honum. 1 svari Guðmundar kom fram að atvinnumálanefnd hefur rætt þessi mál á nokkrum fundum sinum að undanförnu, en skrán- ing skólafólks hófst á Ráðningar- stofunni i aprilbyrjun. M.a. hefur nefndin samþykkt að verja allt að 3,5 milj. króna til undirbún- ings ýmiss konar framleiðslu sem hentað gæti skólafólki, en einnig hefur verið kannað hversu marga skólanema borgin og fyrirtæki hennar geta ráðið I sumar skv. gildandi fjárhags- áætlun. Þá hefur verið leitað til ýmissa aðila i byggingariðnaði og eins til fiskvinnslufyrirtækja úti á landi, því auk þess að ráða skóla- fólk i vinnu til borgarinnar, hefur Ráðningarstofan milligöngu um ráðningu unglinga i vinnu áhinum almenna vinnumarkaði. Sagði Guðmundur Þ. Jónsson að skýr mynd af ástandinu, — framboð á vinnu og eftirspurn skólafólks Skólanemar við gatnagerö eftir vinnu — lægi ekki fyrir ennþá, en búast mætti við að svo yröi á fundi nefndarinnar nú i þessari viku. Þó sýnist sem eftir- spurnin sé svipuð og i fyrra, en um framboöið er öllu óljósara. I fyrra voru ráðnir til Reykjavikurborgar um 760 skóla- nemar en skv. gildandi fjárhags- áætlun verða þeir aðeins um 300 i ár. Guðmundur sagði að lokum, að brýnt væri að sérstök fjár- veiting fengist til þess að hægt yrði að útvega fleiri skólanemum vinnu á vegum borgarinnar, en sá háttur hefur verið hafður á undanfarin ár. Allmargir borgarfulltrúar tóku til máls við þessa umræðu og voru þeir á einu máli um að borgar- stjórn yrði að taka þessi mál föstum tökum og leggja til sér- staka fjárveitingu svo forða mætti stórfelldu atvinnuleysi skólanema i sumar. Gætti i máli flestra svartsýni um að hinn almenni vinnumarkaður tæki til sin jafnmargt skólafólk og undan- farin ár vegna samdráttar I framkvæmdum. —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.