Þjóðviljinn - 09.05.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.05.1979, Síða 7
MiOvikudagur 9. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Nemendur eru hvorki farísear né heiðingjar held- ur blátt áfram dauðþreyttir á látunum í, kringum kristinfræðina. Það er síst trúnni til framdráttar að ætla sér að þvinga fólk til að meðtaka hana. Gisli Ásgeirsson kennaranemi: AFKRISTNUN KENNARANEMA Þar sem DB hefur nú i tvigang birt á siðum sinum pistla sem snerta kristnifræðikennslu i KHt finnst mér ástæða að gera að umtalsefni þær deilur, sem þessi grein og kennsla i henni hefur valdiö innan veggja skólans nú siöustu árin. Allt frá þvi að ég undirritaður hóf nám i KHI hefur kristni- fræði og kennsla hennar verið eitt mesta og ofstækishlaðnasta deiluefni innan skólans. Raunar má rekja deilur þessar langt aftur i timann eöa til þess árs er núverandi lektor hóf kennslu i' þessum fræðum við skólann. Þvi miður verður ekki hjá þvi kom- ist að draga nafn hans inn i þess- ar umræður, þar eð upptök og aðalkveikju deilnanna má rekja til hans. Rauði þráðurinn i árekstrum nemenda og lektorsins hefur verið sá, aö nemendur hafa krafist þess að hann vinni þau störf sem hann á að vinna og haidí sig við gildandi lög og reglugerðir. Þaö má heita furðulegt að þurfa að fara fram á slikt i háskóla, en sú er þvi miður raunin. Námsskráin Núverandi kennarar kristinna fræða i KHt tóku sig til fyrir nokkrum dögum og fengu birta á lesendasiðu DB „námsskrá i bibliufræðum og trúarbragða- sögu”. Þessi námsskrá hefur verið alls sjö ár i fæðingu, og er þvi eðlilegt að feðurnir séu stolt- ir, þegar hún loksins sér dagsins ljós. Það verður kannski næsta skrefið, að þeir óska sjálfum sér til hamingju á tilheyrandi siðu I DB. Eftir sjö ára meðgöngutima er eölilegt að fæöingarhriðir verði erfiöar, enda er króginn ekki sem burðugastur þegar hann loksins birtist. Þegar Kennaraháskólinn var settur á fót, varð það eðlilega fyrsta verk flestra kennara að semja námsskrá, hver fyrir sina grein. Samkvæmt 19. grein reglugerð- ar um KHl, þá ber að hafa sam- ráð við nemendur um hvaö skuli kennt og hvernig. Langflestir kennarar fóru eftir þessum á- kvæöum, enda munu flestir telja þau sjálfsögð og eðlileg. Eina undantekningin frá þessu hefur verið I kristnifræði. Alls hefur það tekið nemendur sjö ár að herja út úr kristnifræöilektorn- um þessa títtnefndu námsskrá sem birtist i DB siðasta laugar- dag. Þar fyrir utan hefur hann engin samráð viljaö hafa við nemendur, nema með þannig skilyrðum sem óaðgengileg eru hverjum sjálfstæðum manni. Yfirstjórn skólans hefur gert sér ljósa grein fyrir þessum vandræöum, en litið sem ekkert gert til að koma á sáttum. Það er helst að félagar lektorsins innan félagsskorar hafi reynt að fá hann til að leggja fram titt- nefnda námsskrá. Þrivegis hefur verið gerö bókun á skorarfundum þess efnis að honum beri að leggja fram námsskrána sem fyrst. Jafnvel á fundi skólaráös i jan. 1977 var kartað undan þessari vöntun á námsskrá. En það varð ekki til þess að ýta neitt við honum. Kristnifræðilektorinn hefur borið þvi við, er hann hefur verið inntur eftir námsskránni að hann vilji hafa frjálsar hendur með að prófa sig áfram og hann viljiekki fastbinda neitt ináminu.Þaðergottog blessað svo langt sem það nær og myndi I eyrum ókunnugra hljóma sem framfarasinnað viöhorf. En i verki hefur þetta frjálslyndi verið á þá leið að hinar ýmsu kennslugreinar innan kristinna færöa eru færðar fram og til baka milli ára. Út úr þessu hafa ýmsar undarlegar blöndur komið. Slikur hringlandaháttur veldur þvi, að nemendur vita oft ekki sitt rjúkandi ráð, enda eru þeir sjaldnast spurðir álits eða látnir vita af fyrirhuguðum breytingum. Og svo kom námsskrá- in... En svo gerist það núna i haust, 1978, að lögö er fram námsskrá fyrir 3 ár KHI i kristnum fræðum og trúar- bragðasögu. Samkvæmt reglu- gerð hefði átt að bera þessa námsskrá undir nemendur og gefa þeim kost á aö gera sinar athugasemdir og vera þannig með I mótun námsins. En sliku lýðræði var ekki aö fagna! Stundakennari sá, sem settur var til að kenna 3. árs nemum, vildi ekkert við þá ræða um námsskrána og visaði jafnan á lektorinn. Lektorinn visaði svo aftur á stundakennarann. Engar umræður voru leyfðar um málið! Kristnifræðilektor- inn sagði að visu að nemendum væri heimilt að leggja frafti kvörtunarbréf og tillögur að breytingum, en slikt yrði „ekki tekið til greina”. //Siðfræði" og siðfræði Siðfræðikennsla i KHI hefur einnig orðið að ásteytingar- steini. A vormisseri 1977 tók kristnifræðilektorinn að sér kennslu i siðfræöi. Var það gert með þeim skilyrðum af hans hálfu, að eingöngu yrði kennd kristin siðfræði. Það var rök- stutt með þvi að i 2. grein grunn- skólalaga stendur m.a. að starfshættir skólans skuli m.a. mótast af „kristilegu siðgæði”. Með þessu eina orði „kristilegt” var hans útfærsla á faginu rétt- lætt. Sömu afstöðu tekur reynd- ar námsskrá i kristnum fræöum fyrir grunnskóla. Aður en kristnifræðilektorinn tók við kennslunni hafði sið- fræðin verið i höndum stunda- kennara og þá verið kennd sem almenn siðfræði i tegnslum við siðfræði og uppeldisfræði menntunar (educational philo- sophy). Þessi breyting fékk þvi litinn hljómgrunn meðal nem- enda, og urðu út af þessu all- harðar deilur jafnt i kennslu- stundum sem utan þeirra. En þar sem umræður báru engan á- rangur frekar en fyrri daginn, var sent svohljóðandi mótmála- skjal til skorarstjóra félags- skorar: „Viö undirritaðir nemendur á 1. ári i KHl mótmælum hér meö þeirri nýju kennslutilhögun sem viðhöfö er i siðfræði. Við teljum forkastanlegt að rigbinda sið- fræðikennslu við kristna sið- fræði eingöngu. 22. mars 1977.” (56 nemendur rituðu undir.) Þetta var sent rétta boðleið til skorarstjóra með óskum um einhverjar breytingar. En eng- ar fregnir hafa siðan borist af meðferð málsins. A vormisseri 1978 sendu nem- endur, sem þá voru á 2. ári, á- skorunarskjal til skólaráðs, þar sem bent var á óeölilegt vægi milli stundafjölda I trúar- bragðafræðum og uppeldisfræð- um og farið fram á um leið auk- inn stundafjölda I uppeldisfræð- um. Nemar sem þá voru á 1. og 3.ári studdu einnig þessa kröfu, þannig að fylgi meirihluta nem- enda var fyrir hendi. En svör skólayfirvalda við þessu komu aldrei og var þögnin ein þar lát- in nægja. ,/óeðlilegt vægi" 1 kjarna kennaranámsins er einungis litilsháttar kennslu- fræði þeirra greina, sem kennd- ar eru i grunnskólanum, það er islensku, stærðfræði, sam- félagsfræði, landafræði, liffræði ogeölisfræöi. 011 nánari kennsla þessara faga fer fram 1 vali, en hver nemandi kýs sér 2 val- greinar sem hann leggur svo’ stund á. Kristinfræðin hefur þá sérstöðu i kjarna, að i stað kennslufræði, sem byggist á verkefnum og æfingum, þá hefur fagið feykimikil umsvif miðaö við önnur fög eða allt 1 allt 10 tima misserislangt. Kennd er kirkjusaga, trúar- bragðasaga og Bibliufræöi. Sið- ■ fræöin er jafnvel einokuð i þágu kristinfræðanna, sem „hrein” kristin siðfræöi þar sem Bibliu- tilvitnanir og aðrar opinberanir eru eini „visindalegi” grunnur fagsins. Allt námiö er teoria, sem miðast við próf og hefur lit- ið kennslufræðilegt gildi. Kennslufræðin er algjört auka- atriði. Þvingun Það er þessi sérstaða krist- inna fræða við KHI, sem bent er á hér að framan, sem er eitt af veigamestu deiluefnunum. Þessi forréttindi eru, að sögn lektorsins, komin til vegna þess að kristni er rikistrú hérlendis og að 95% — 97% barna eru skirð viö fæðingu hérlendis. I krafti þessaeru nemendur KHI þvingaðir til að læra kristin- fræði i rikara mæli en aðrar greinar, sem eru I kjarna. Ég held að nemendur i KHI séu passlega trúaðir á islenskan mælikvarða, en þegar á að fara að troða fagnaöarboöskapnum ofan i fólk, þá er mælirinn full- ur. Slikt nægir eflaust til aö gera jafnvel sannkristiö fólk frá- hverft faginu. Skilaö auöu A prófi i Bibliufræöum 25. mai. 1978 skalaði 51 af 64 nem- endum á 3. ári auðu. 11 aðrir 3. árs nemar sem tóku prófið voru þar að auki sammála þeim á- stæðum, sem að baki lágu þess- ari abgerð. Undirskriftalistum var komið til forráðamanna skólans, og var álitsgerð nem- anna svohljóðandi: Við undirritaðir nemendur á 3. ári i K.H.I.: 1. Mótmælum óeðlilega miklu vægi kristinfræði i kjarna- námi K.H.Í. miðað við aðrar kjarnagreinar, sérstaklega uppeldisgreinar. Jafnframt mótmælum við þeim náms- kröfum sem gerðar eru i greininni, sem eru ekki i sam- ræmi við þær námskröfur sem gerðar eru i öðrum kjarnagreinum en uppeldis- fræði. Þvi krefjumst við þess að kristinfræði verði kennd sem valgrein og aðeins kennslufræði greinarinnar verði i kjarna eins og tiðkast i öðrum valgreinum sbr. lif- fræði, eðlisfræöi, samfélags- fræði. 2. Lýsum við furðu okkar á þvi, að viö skulum vera einu kenn- arar á landinu, sem ekki fá starfsréttindi nema með námi I kristnum fræðum. Frá K.H.I. útskrifast hópur nem. (handav. deild) án þessa náms og einnig frá öðrum skólum (Iþróttakennaraskól- anum, Handiða- og mynd- listask., H.I., Tónlistask. i Reykjavik). 3. Fordæmum það, að ekki skuli hafa verið samin fullnægjandi námsskrá fyrir greinina, hvorki sem kjarnagrein né valgrein. 4. Lýsum yfir stuðningi við und- irskriftasöfnun nemenda á 2. ári þar sem bent er á alvar- legt misræmi milli stunda- fjölda i trúarbragðafræðum og uppeldisfræöum, og farið fram á aukinn stundafjölda i uppeldisfræðum. Við teljum eðlilegt að það verði gert á kostnað trúarbragðafr. þar sem heildarstundafjöldi er mikill fyrir. Þessu til áréttingar, og i framhaldi af mjög dræmri timasókn i vetur, einkum á vor- önn, höfum við ákveðið að svara ekki spurningum á prófi I Bibliufræðum 25. mai 1978. (51 nafn af 64.) Hvaö er til ráða? Rauði þráðurinn i mótmælum nemenda er sá, að öll fram- kvæmd kristnifræðikennslu við KHI hefur verið til háborinnar skammar. Kröfur nemenda, sem þeir telja að gætu orðiö til úrbóta, eru i stuttu máli þær, eins og fram kom i álitsgerö 3. árs nemanna, að öll trúar- bragðafræðsla veröi færð yfir i val og i kjarna veröi eingöngu kennd kennslufræöi kristni- fræða, þar serri áhersla verði lögð á fagið 1 uppeldisfræðilegu samhengi. Ég held aö hér sé ekki farið fram á mikið og að vel megi verða við jafn hógværum kröfum. Nemendur vilja lika að haft verði viö þá samráð og litið verði á þá sem fullorðið fólk. Ef kristilegt umburðarlyndi og ná- ungakærleikur hefði rikt I þessu máli frá upphafi, þá hefði ekki þurft að koma til neinna vand- ræða, Okkar ágæti kristnifræði- lektor segir í viötali við DB 28. april siðastliðinn: „Fer hiklaust í hart... Ég verð ekkert billegur ef eitthvert vesen verður”. Ég veit ekki hvort hann óttast ann- að prófverkfall eöa hvað. Það verður hver að gera upp við sig persónulega hvaö hann gerir á prófinu, og það á lekt- ornum ekki að koma neitt við. Nemendur eru engir farisear eða heiðingjar, heldur orðnir langþreyttir á öllum látunum i kringum kristinfræðina. Það er sist trúnni til framdráttar að ætla sér að þvinga fólk til að meðtaka hana. Slikar stólpipu- aðferðir ættu aö heyra fortiðinni til. A meðan kennaranemar læra nauðugir kristinfræði og á jafn- óþróuðum grundvelli eins og kennslan er núna á, þá er fyrir- sjáanlegt að fagið muni halda áfram að ala fólk upp á móti sér og þar með „afskristna” þorra kennaranema. Ahrif þeirrar þróunar ættu öllum að vera ljós! GIsli Asgeirsson kennaranemiá 3. ári, Kennaraháskóla Isl. Minning Anna Sigríður Jónsdóttir Fœdd 15. júni 1926 — Dáin 14. april 1979 , „Eitt sinn verða allir menn að deyja”. Þetta vitum við öll, en þ-átt fyrir það er alltaf jafn erfitt að trúa þvl, að einhver, sem okkur hefur þótt vænt um, sé horfinn úr lifenda Ufi. Eitthvað á þessa leið hugsaði ég þegar ég frétti lát Onnu Jónsdóttur. Hugurinn reik- aði nokkur ár aftur i timann, þeg- ar égsem vinkona dóttur hennar var daglegur gestur á heimili hennar. Ösjálfrátt hreifst ég af sterkum persónuleika önnu, sem m.a. einkenndist af óbilandi glað- værð og hlýju viðmóti er geröu þaö aö verkum aö hún mun alltaf verða mér hugstæð. Anna var vel máli farin og minnist ég margra ánægjustunda i návist hennar þar sem hún á skemmtilegan hátt kunni frá mörgu aö segja. Það var ekki ætlun min að ti- unda mannkosti önnu hér; þá þekktu allir þeir, sem báru gæfú til aðkynnast henni. Mig langaði aðeins til að þakka hve vel hún reyndist mérogveit ég að margir munu vilja taka undir þau orð. Blessuð sé minning hennar. ..Og þvi varð aiit svo hljótt viðhelfregn þina sem hefði kiökkur gfgjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar tii þin aila daga sina T. Guöm. Anna Guðjðnsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.