Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. maí 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Var stjórnaraöild Alþýðubandalagsins til aö sætta verkafólk viö „nauösynlega” kjaraskeröingu? Grétar Sigurðsson Nokkur brot úr bréfum til vinar míns verkamannsins 3. mars 1978. Sæll vertu, vinurminn verka- maöur! Nú eru aö baki einhverjir merkilegustu atburöir islenskr- ar verkalýösbaráttu, þar sem verkalýöshreyfingin sýndi afl sitt á ótviræöan hátt og aö þessu sinni gegn hinum raunverulega óvini, sjálfu rikisvaldi burgeisa- stéttarinnar. Aldrei hefur af- staöa okkar alþýöumanna til rikisvaldsins komiö skýrar fram en einmitt i þessum aö- geröum. Hálfu merkilegra er, aö þarna var ekki um beinar aö- geröir verkalýösfélaganna aö ræöa, heldurvar höföaö til stétt- arvitundar hvers og eins. Og þrátt fyrir móðursýkislegan áróöur auðvaldspressunnar og hótanir upi hýrudrátt og lög- sókn, reyndist stéttarvitundin sterkari en nokkurn haföi óraö fyrir. Einnig sýndi þátttaka ykkar verkafólks í verkfallinu aö augu ykkar hafa opnast fyrir eöli verkalýösbaráttunnar, þ.e.a.s. aö hún er ekki eingöngu barátta um krónur og aura, heldur barátta fyrir frjálsu og réttlátu þjóöfélagi. Krónutölu- striöiö hefur þvi miður átt alltof stóran hlut i varnarstriöi und- anfarinna áratuga. En aögerö- irnar undanfarna tvo daga sýna svo ekki veröur um villst aö hin raunverulega orsök óréttlætis- ins er orðin okkur ljós, þar sem er rikisvaldiö sem stétttardvin- urinn. Borgarastéttin hefur fengiö aö beita sér gegn okkur án verulegra afskipta af okkar hálfu. Umbylting þjóöfélagsins er komin á dagskrá. Rökrétt framhald er þvi aö verkafólk fylki sér um þann stjórnmálaflokk sem einn is- lenskra flokka berst fyrir breyt- ingum þjóöfélagsins, meö hags- muni alþýöunnar aö leiöarljósi. í tvennum kosningum á sumri komanda gefst okkur kostur á aö gera kjörorö Alþýðubanda- lagsins og verkalýöshreyfingar- innar aö okkar. Færum kjara- baráttuna I kjörklefann og setj- um samningana I gildi. 26. júni 1978 Sæll vertu, vinur minn verka- maöur! Nú hefur rikisstjórn burgeisa- stéttarinnar fengiö sinn dóm og ekki veröur annaö sagt en hann sé afgerandi og ótviræöur. Hinn mikli fjöldi fólks sem lét af stuöningi sinum viö stjórnar- flokkana í tvennum kosningum nú i sumar og veitti verkalýös- flokkunum brautargengi, sýnir aö þaö er liðin tiö aö hægt sé aö bera þaö á borö fyrir alþýöu- fólk aö allur vandi efnahags- lifsins felist i of háum launum verkafólks, að vísitölubinding launa (sem i raun gerir ekkert annaö en aö bæta upp þegar til- komnar hækkanir verölags) sé höfuðorsök óöaveröbólgunnar. Og siðast en ekki sist þá sýnir þessi mesta fylgissveifla milli fylkinga sem átt hefur sér staö i sögu lýöveldisins, aö engri rik- isstjórn mun haldast uppi slik gerræöisvinnubrögö, aö ógilda samninga sem verkalýöshreyf- ingin hefur gert viö viösemjend- ur sina. Auövitaö dettur engum manni I hug aö þrælalögin frá i febrúar sl. hafi verið sett af tómum skepnuskap og rikisstjórnin hafi aöeins gert þetta til aö afhjúpa verkalýðsfjandsamlegteöli sitt. Hér var heldur um aö ræöa ör- væntingarfull viöbrögö til aö halda lifi I þvi kerfi sem nefnt hefur verið „pilsfaldakapital- ismi”. Islenskur kapitalismi hefur gengiö sér fullkomlega til húöar og þessum örþrifaviö- brögöum veröur helst likt viö hegöan náttúrulauss gamal- hrúts sem berst fyrir lifi sinu. öllum er ljóst aö algjör umbylt- ing þjóðfélagsins er frumfor- senda þess aö komist veröi fýrir meinin sem hrjáö hafa efna- hagslifið undanfarn^ áratugi. Fylgisaukning verkalýös- flokkanna, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, hefur skapað grundvöll fyrir slika umbylt- ingu, sem auðvitað veröur aö eiga sér staö með fulltingi hins faglega arms verkalýöshreyf- ingarinnar. 2. september 1978. Sæll vertu, vinur minn verka- maöur! Nú hefur verið mynduö ný rikisstjórn meö þátttöku (og reyndar undir forystu) Alþýöu- bandalagsins. Aö visu eru menn misánægöir meö okkar hlut, mörg grundvallarstefnumál flokksins hafa veriö „lögö i salt”. Svo varö t.d. um her- stöövarmáliö, en þar varö flokkur okkar aö sættast á stefnu ,,hinna”. Aframhald verður á stóriöjuframkvæmd- um útlendinga o.fl. o .fl.. En ég spyr, gátum viö fariö aö setja sllk „smámál” fyrir okkur þeg- ar viö höföum möguleika á aö setja samningana I gildi. Alþýöubandalagiö gengur til þessa samstarfs meö þaö aö leiöarljósi aö tryggja hag hins almenna launamanns. Kjara- baráttan hefúr nú veriö færö inn i sjálfa rikisstjórnina. Sú umbylting sem viö teljum nauðsynlega til aö nema burt þær meinsemdir sem eru undir- rót efnahagsvandans veröur aö vfeu ekki framkvæmd i sam- starfi viö slika aöila sem Al- þýðuflokkur og FramsiSinar- ftokkur eru, en þess i staö hefur veriö ákveöiö að milda afleiö- ingarnar meö lögum. Veröbólg- an verður niöurgreidd fyrst til aðbyrjameö, en timinn notaöur til aö framkvæma nauösynlegar „umbætur á kerfinu”. Þetta er kannski ekki alveg þaö sem viö heföum helst óskaö okkur. Sum-- ir andstæöingar rikisstjórnar- aöildarinnar innan Alþýöu- bandalagsins hafa látið i ljós ótta um aö flokkurinn veröi not- aöur til aö sætta verkalýös- hreyfinguna viö „nauösynlega” kjaraskeröingu, en þaö mun aldrei veröa.Meö aðild Alþýöu- bandalagsins aö rikisstjórn höf- um viö tryggingu fyrir aö samn- ingarnir veröa virtir, og um leiö og „hinir” sýna tilburöi i þá átt aö ganga á hlut launafólks er þessu samstarfi lokiö. 1. mai 1979. Sæll vertu, félagi verkamaö- ur! Nú hefur rikisstjórn „okkar” setið aö völdum i átta mánuöi. Ekki er þvi aö leyna aö ennþá eru nokkrir sem ekki hafa sætt sig viö aöild Alþýöubandalags- ins aö henni, en þeim fer þó ör- ugglega fækkandi. Þaö hefur gengiö á ýmsu þennan tima og árangurinn ekki sem skyldi á öllum sviöum. Stööugar erjur milli stjórnar- flokkanna hafa og sett dökkan blett á sögu hennar. Þvi hvaö er meira viröi þegar á allt er litiö en einmitt góöur mórall og samningsvilji??? Eins og ég gat um I siöasta bréfi varð Alþýðubandalagið aö slá „litillega” af sinum grund- vallarprinsippum viö myndun stjórnarinnar, svo sem I her- málinuo.fl. Siöan hefur flokkur- inn þurft aö slá af i launamálun- um einnig „litillega” og visi- tölugrundvellinum hefur veriö breytt „litillega”. En svona hlýtur þetta alltaf aö fara þegar þrir flokkar eiga i hlut, aö enginn einn getur vænst þess aö ná öllu sinu fram. Nú kann e.t.v. einhver aö spyrja, var ekki nógsamlega slegiö af þegar i upphafi? Voru þaö ekki einmitt launamálin og visitalan sem rikisstjórnaraöildin var réttlætt meö, og þvi þá aö slá af þar lika. Þvi er til aö svara aö Alþýöubandalagiö hefur auövit- aö fastmótaöa stefnu um „umbætur á kerfinu” án kjara- skeröingar, en meiniö er aö „hinir” hafa ekki viljaö fallast á hana, og þvi höfum viö oröiö aö fallast á stefnu „hinna”. Þaö sem stendur upp úr er auövitaö þaö aö samningarnir eru I gildi ogmeira aö segja visitöluþakiö sem sett var á hátekjumenn hefur veriö fjarlægt meö dóms- oröi og þaö óréttlæti er þar meö úr sögunni. Sem fyrr segir hefur flokkurinn fallist á smá kjara- skeröingu, og þó aö þetta hafi veriöstefnan þá, þá hefur flokk- urinn ekki efni á aö hanga I þannig „smáprinsippum” þeg- ar lif rikisstjórnarinnar hangir á bláþræöi (auk þess hefur verkalýöshreyfingin sætt sig fullkomlega viö þessar aögeröir sem nauösynlegar og óhjá- kvæmilegar). Menn hafa spurt hvort okkur sé þá nokkur akkur i aöild Al- þýöubandalagsins aö þessari rikisstjórn og vilja aö flokkur- inn segi sig úr henni. En þeir hafa greinilega ekki hugsaö þá hugsun til enda, þvi aö hvaö tæki þá viö? Halda menn virki- lega aö ástandið muni batna? Nei! Viö veröum aö gefa okkur þaö aö ástandiö yröi mun verra. Allt er þó betra en helv... ihaldið (eöa hvaö?) Vertu svo ævinlega blessaöur, og megi þér og þinum farnast vel um ókomin ár. E.s. Um páskana fékk ég ein- konar „félagsmálapakka” I formi paskaeggs, skreyttu meö hænuunga og marslpanrós. Inn- an i þvi var málshátlarstrimill sem a stóð: „Sælir eru einfald- ir” (Skrýtiö). Kennaraháskóli íslands Námskrá í kristnum fræðum og trúarbragðasögu kjarni III ár 1978—79 I. Trúarbragöasaga (Um þaö bil 1 eining) Markmiö. Kennaraefni geti: — gert grein fyrir hvernig trúmenn heimstrúarbragöanna skynja hinstu rök tilverunnar og — gert grein fyrir hvernig þeir túlka stööu sfna gagnvart þeim — gert grein fyrir höfuöatriöum og sögu átrúnaöarins, —skiliö algengustu tákn átrúnaöarins i oröum og at- höfnum — miölaö þessari þekk- ingu og skilningi til nemenda á grunnskólastigi. Námsefni. Aðalnámsskrá grunnskóla, kristin fræöi (7. námsár A). Nokkur grundvallar- hugtök túarbragöafræöa, al- mennar hugmyndir til greiningar og samanburöar mismunandi átrúnaöa, áhrif átrúnaöar á siö- gæöi og þýðingu hans fyrir sam- félag manna I ólikum þjóðfélög- um. Yfirlit yfir skilyröi trúarlegr- ar reynslu, tileinkun hennar og mótun. Nokkur mikilvæg trúar- heimspekileg viöfangsefni. Stutt yfirlit yfir nokkur heimstrúar- brögö svo sem Gyðingdóm, Krist- indóm, Islam, Hindúasiö og Búddadóm. Aherslan liggur i trú- arhugmyndum viökomandi átrúnaöar, siögæöisreglum, til- beiöslu og samfélagsskipan, svo og nútimaaðstæðum. Þá er m.a. fjallaöum umburöarlyndii trúar- efnum. Kennsluaöferöir og vinnubrögö Kennslan fer fram i fyrirlestr- um og umræöutímum. Nemendur leggja til grundvallar kennslu- bók, hliösjónarbækur og fjölritað efiii. I fyrirlestrum erfariö I aöal- atriöi en i umræðutimum i valin verkefnii tengslum viö fyrirlestr- ana þar á meöal kennsluverkefni fyrir grunnskóla. Námsmat og próf. Skriflegt próf er I lok nám- skeiös. Til prófs er krafist efnis kennslubókar, fyrirlestra og um- ræöutima auk fjölritaös efnis. Lágmarkseinkunn er 4 (sbr. reglugerð). Námsvisir fyrir námskeiö á haustönn 1978. Kennari: Dósent, sr. Kristján Búason, teol. lic. Timafjöldi: 2 fyrirlestrar á viku I 7vikurog 1 umræöutimi á viku I 7 vikur fyrir hvern nemanda. Bækur: Kennslubók: H. Ström: Religionskunskap. Religioner i dag. Oslo 1976. Hliösjónarbækur: H. Sundén: Religionspsykologi. Stockholm 1977. J. Hick: Philosophy of Religion. Prentice Hall (1973). □ . Bibliufræöi (um þaö bil 2 einingar) Markmiö: Kennaraefni geti: — gert málefnalega grein fyrir þvi hvernig kristnir menn skynja hinsturök tilverunnar og hvernig þeir túlka stööu sina I henni — gert grein fyrir höfuöatriöum og forsögu og sögu kristinnar trúar i Bibliunni. — Sýnt nokkurn skilning á Bibliutextum (Gt. Nt.) — Sýnt færni i nokkrum grund- vallaratriöum sagnfræöilegra og bókmenntafræöilegra vinnu- bragöa til þess aö komast aö þvi sem höfundar textanna vildu segja i sinum kringumstæöum — Yfirfært niöurstööur slikrar vinnu til kennslu á grunnskóla- stigi. Námsefni. Aöalnámskrá grunn- skóla, kristin fræöi. Helstu þættir landafræöi og samtiöarsöguvaröandiGamla og Nýja testamentiö. Innihald, aöal- hugmyndir, einkenni og uppruni einstakra rita Gt. og Nt. svo og tilurö þessara ritsafna, ágrip af textasögu. Framhald á 18. siöu. Séra Ingólfur Guðmundsson lektor KHÍ: Athugasemd við dagskrárgrein Vegna dagskrárgreinarinnar „Afkristnun kennaranema” sem birtist í Þjóöviljanum miö- vikudaginn 9. mai óskar Ingólf- ur Guömundsson, lektor i kristnum fræöum og trúar- bragöasögu viö KHl, aö nýjasta útgáfa af námsskrá skólans I þessum „kjarna” veröi birt I blaöinu. Auk þess óskar hann aö taka fram eftirfarandi: I fyrsta lagi og aö sjálfsögöu hefur ætiö ver- iö I gildi einhver námsskrá I kristnum fræöum og trúar- bragðasögu og sifellt veriö endurskoöuö. 1 ööru lagi, aö hann hafi aldrei leyft Dagblaö- inu aö hafa neitt eftir sér um þessi mál eins og mætti ráöa af dagskrárgreininni. 1 þriöja lagi að hann kenni þriöja ár* nemendum ekki I vetur, heldur einungis nemendum á fyrsta ári og nemdendum i „vali” enda þótt hann beri vissulega ábyrgö á greininni gagnvart nemend- um og skólastjórninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.