Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mal 1979 Laugardagur 12. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Það eru kosningar á næsta leiti í Gambíu. Nýjasta út- gáfanaf Gambia News Builetin er full af nöfnum flokka og frambjóðenda. Smárrkið Gambía er eitt af tiltölulega fáum ríkjum Afríku sem ekki býr við einsflokks kerfi. En þar með er ekki sagt að hinir ýmsu f lokkar búi við jafnræði/ í þeim skilningi sem við leggjum í það orð. Þessa dagana eru allar opinberar byggingar þaktar plakötum, og öll plakötin eru til stuðnings f rambjóðend- um ríkisstjórnarflokksins PPP (Peoples Progressive Party). Og í the Gambia News Bulletin eru nöfn allra PPP-framjóðenda prentuð með feitara letri en nöfn annárra frambjóðenda. Ein bygging er flestum öðrum byggingum útkiíndari i PPP- plakötum. Þar eru ýmsar opinberar skrifstofur og þar eru ritstjórnarskrifstofur The Gambia News Bullet- in. Eng skrífar frá Afríku Ég vil vera friáls blaða- maður en er opin- ber starfs- maður Mynd af þessu tagi gæti veriö tekin I dag; hún gæti allt eins veriö frá dögum Kúnta Kinte, sem átti sér „rætur” I Gamblu. En hér er spurt um nútlmann — um blöö, stjúrnmál, um málfrelsi.... Rætt við A.A.N’Jie, ritstjóra Gambia News Bulletin Þar inni hitti ég aö máli rit- stjúrann A.A.N’Jie, vingjarnleg- an mann sem talar prýðilega ensku, eins og reyndar langflestir menntaðir Gambiumenn. Eftir langt og kurteislegt rabb um lífiö og tilveruna, þar sem ég m.a. fékk að vita að hann er 43 ára og á aöeins 5 syni, spurði ég hann um útgáfu blaðsins og þá fyrst hver gæfi það út. Niðurgreitt blað „The Gambia News Bulletin er gefið út af ríkisstjórninni”, svar- aði mr. N’Jie (frb.ennjæ) og hélt áfram: „Blaðið hefur veriö gefið út siöan 1943. Upphaflega gaf breska nýlendustjórnin það út, og þá var það aðeins eitt blað og f jöl- ritaðá það beggja vegna. I dag er the Gambia News Bulletin fjórar siður að stærð. Það kemur út þrisvar i viku. Upplagið er 4000 eintök (ibúar Gambiu eru rúm hálf mifjón, innsk. eng) og eintak- iökostar 4 butuz (isl. kr. 7). Þetta verð er langt undir kostnaðar- verði, þannig að rikisstjórnin borgar verulegan hluta af útgáfu- kostnaðinum. Þau eintök sem send eru úr landi eru styrkt ennþá meira: Arsáskrift kostar 11 dalasi og þá er flutningskostnað- ur innifalinn (11 dalasi eru ca. 1200 krónur, innsk. eng). En þótt það sé bókhaldslegt tap á blaðinu, þá fær rlkisstjórnin þaö til baka 1 betri upplýsingum til almennings og kynningu á Gambiu erlendis. eng: „En þar sem rikistjórnin gefur út blaðið ert þú sem ritstjóri þá ekki bundinn af stefnu stjórnarinnar? Og hvernig er með sjónarmið stjórnarandstöðunnar, birtast þau I blaðinu? N’Jie: „Allt sem birtist I blað- inu veröur að vera I samræmi við stefnu rlkisstjórnarinnar. Þótt ég sé ritstjóri blaösins, þá er ég einnig opinber starfsmaður og er þannig ábyrgur gagnvart yfir- mönnum mlnum. Hin opinbera stefna blaðsins I innanlandsmál- um er að styðja við þróunarvið- leitni rlkisstjórnarinnar, meö frásögnum af framförum, nýjum opinberum ákvörðunum o.s.frv. Viö segjum einnig fréttir af fram- förum i nágrannalöndunum. All- ar slikar fréttir ritum við I anda samþykkta Einingarsamtaka Afrlku (OAU) og forðumst af- skipti af innanrikismálum. Þar sem um átök er aö ræða forðumst við eftir megni að taka afstööu, en skýrum frá sjónarmiöum beggja aðila”. eng: „A þetta við um striöið milli Tansaniu og Uganda?,, N’Jie:,,Já, I þvl máli tökum viö ekki afstöðu, segjum aðeins frá skoðunum beggja aðila og látum I ljósi von um friðsamlega lausn I anda Einingarsamtaka Afrlku. Þaö getur einnig verið mjög var- hugavert að gagnrýna innanrikis- mál annarra Afrlkurikja. Fyrir 2 árum var ungur Gamblumaður sem var við nám i Uganda settur i fangelsi þar og látinn dúsa inni I heilt ár vegna þess að Jawara forseti (Gamblu, eng.) sagði eitt- hvað sem móðgaði Amin. Hann var að lokum látinn laus fyrir milligöngu Einingarsamtaka Afriku”. eng.,,EnhvaðmeðRhodesIu og S. -Afrlku?” N’Jie: „1 Rhodeslu gerum viö ekki upp á milli hinna ýmsu fylk- inga svartra manna, en I S. - Afrlku fordæmum við stefnu stjórnarinnar og styðjum barátt- una fyrir svartri meirihluta- stjórn. Þess utan styðjum viö málstað Palestinumanna I deilunum fyrir botni Miðjaröar- hafs”. Einn kann á rokkinn eng: „En hvað með málstaö stjórnarandstöðunnar?” N’Jie: ,£ins og ég sagði, þá er allt efni I samræmi við stefnu stjórnarinnar. Ef ég er I vafa, þá ber ég það undir mlna yfirmenn. Stefna stjórnarandstööunnar fær yfirleitt ekki pláss I þessu blaöi, enda er yfirleitt mjög lltill munur á stefnu stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Hins veg- ar er engin ritskoðun I Gamblu. Stjórnarandstaðan getur þvl gefiö út blöð, og gerir þaö einstöku sinnum, og þar geta þeir sagt hvaö sem er.” Það er útgáfudagur hjá Gambia News Bulletin, blaðið er I prentun, og við göngum I prent- salinn til að lita það augum. N’Jie: Prentvélin sem við notum er mjög gömul og úr sér gengin. Sennilega hefur þú aldrei séð jafn gamla prentvél. En við höfum mjög góðan viðgerðar- mann, hann heitir George”. Og þaö eru orð að sönnu, aö prentvélin er sannkallaöur forn- gripur. Hún er svo snjáð að það sést ekki einu sinni hvaða teg- undar hún er. Og ekki tekur betra við þegar George birtist. Hann er ansi hreint gamall og hrumur, viröist jafn gamall og prentvélin, og þeirri hugsun slær niður I höfuöiö á mér að hann geti varla átt langt ólifað og þegar hann deyi muni blaðaútgáfa leggjast niður I Gambiu. Þvi hann einn kann á prentrokkinn. En þá segir N’Jie mér að þeir séu búnir aö fá nýjar vélar og það sé veriö aö setja þær upp I öðru húsi, og bætir viö: „Þá getum við fariö aö hafa myndir I hverri útgáfu af blaðinu”. En forngripurinn vinnur sitt verk, og brátt er enn ein útgáfa af Gambia News Bulletin tilbúin til dreifingar. Það er ekki gott blaö á vestrænan mælikvaröa, en vafa- laust öllu mikilvægara en flest þeirra. eng 1 vikunni er haldið norrænt sálfræöingaþing um börn og þeirra vandamál. Meðal gesta er háskólakennari frá Höfn, Per Schulta Jörgensen sem segir meðal annars: „Við getum ekkert gert fyrir börn, nema við gerum eitthvað fyrir foreldra þeirra. Og þá er röðin komin aö nauðsynlegum breytingum á þjóðfélaginu sjálfu.” Neyslufjöiskyldan, sem svo er nefnd, og börn hennar er viö- fangsefni Per Schultz Jörg- ensens. Um þau efni hefur hann skrifað bók þykka, og um þaö snýst þetta viðtal. Afköst og sundrung Per hóf máls á þvi aö minna á hvernig borgarsamfélag okkar tlma virkar. Þaö er skjótvirkt og afkastadrjúgt, en hefur um leið hrapalleg áhrif á sambúö fólks. Það sundrar, sendir börn á einn staðinn, gamalt fólk á annan og stofnana sem eiga aö þjóna aimenningi, og þá ekki slst dag- vistarstofnana fyrir börn. Við þurfúm á stofnunum að halda, engin ástæöa er til að taka undir níö um þær sem slikar, en við þurfúm öðruvlsi stofnanir en við höfum þekkt til þessa, sem betur falla að þörfum barna og for- eldra. Stofnanir sem eru opnari og sveigjanlegri og þar sem for- eldrar hafa meiri áhrif en áður. Þetta er þróun sem við sjáum gerast mjög vlða heima I Danmörku. 1 þriðja lagi vildi ég nefna ýmsar „grasrótarhreyfingar” sem svo eru nefndar. Þar með er Per Schulz Jörgensen; okkur er hollast að hlusta á fólk I andófi og hjálpa þvl til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt Sálfiræðingar eiga ekki að sitja á sínum sérfræðings- stóli og seíja lifsreglur... kynslóð foreldranna á hinn þriðja, það dregur skörp skil milli búsetu og starfs. Þetta samfélag tekur fyrst og siðast mið af hag- rænum þáttum, af hagvaxtar- þörfúm. Litil kjarnafjölskylda er þessu afkastasamfélagi mjög þægileg grunneining, eftir nafnlaust, ópersónulegt starf úti á vinnu- maikaðisnýr hver ogeinn til sins litla athvarfs. Fjölskyldan slappar af saman, kannski segja limir hennar hver öðrum frá almennum tíöindum, kannski þegja þeir bara saman fyrir framan sjónvarp. En allavega lifa þeir ekki i sama heimi, deila ekki geði: hver er bundinn á sinn klafa. Neysluþjóðfélagið endumýjar sig auðveldlega við þessar aðstæður. En þegar til lengdar lætur eru einmitt þessar aðstæöur fullkomlega óhæfar sem uppvaxtarskilyröi barna. Ringluð böm Við sjáum mjög greinilega á þeim rannsóknum sem gerðar eru, að börnin eru ringluö og rót- laus og eiga I miklum erfið- leikum. Og allt þetta ágerist og vandamálin fikra sig niöur eftir aldursflokkum, læsaklóm sinum I æ yngri börn. Börnin veröa eins háð neyshikapphlaupinu og for- eldrar þeirra, um leið verða þau æósjálfstæðari, óvissarium sjálf sig og meira háð fjarstýringu samfélagsgildanna. Þetta er að mínu viti afskap- lega hættuleg þróun fyrir allt sem við viljum kalla lýðræði sem og fyrirhina mennskari þætti tilveru okkar. Þvl hlýtur þaö að vera eitt höfuöverkefni að veita öllu þvl stuðning sem gerir umhverfi okkar mennskara. Andóf fólksins Sem betur fer verðum við vör við, að fólk sættir sig ekki við þróunina og rls upp til andófs. Ég skal nefna dæmi. 1 fyrsta lagi gerist konan og móðirin sjálf- stæðari, hristir af sér kúgun, sækir til áhrifa á ýmsum þeim sviðum þar sem henni áöur var haldiö utan dyra. Þetta er mjög dýrmætt, ekki veitir af aö hræra upp I karlafélaginu. I ööru lagi eru gerðar nýjar kröfur til þeirra Viötal við Per Schultz Jörgensen um það, hvað má börnum að liði verða í neyslu- þjóðfélagi nútímans einu heiti skellt á margskonar andóf gegn skrifræði og miö- stýringu, sem ekki spyr um vilja og hugðarefni almennings, baráttúhópa sem veröa til vegna mála sem upp koma i næsta umhverfi og ber jast kannski gegn hraöbrautarlagningu, eöa gegn þvi að sjúkrahús verði rifið, eöa fyrir „samborgarahúsi” þar sem Ibúar hverfis geta komiö saman og rætt sln mál. Á hreyfingu Allt þetta — sjálfstæöi kvenna, nýjar dagvistarstofnanir, hverfa- samtökin — ber vitni um hreyfingu I samfélaginu. Sú hreyfing þarf aö nýtast vel gegn firringu og- sundurvirkni I sam- félaginu; gera okkar næsta umhverfi manneskjulegra. Og hreyfing af þessu tagi er, þegar allt kemur til alls, þaö eina sem betur komið börnum okkar að verulegu liði. Nú er barnaár, og við erum á þaðminnt, aðbörnf stórum hluta heims búa við skelfileg kjör. Okkar börn eru miklu betur sett efnahagslega, en uppvaxtar- skilyrði þeirra eru afleit. Og við getum ekkert gert fyrir börn ein og sér, sem kæmi að verulegu gagni. Til þess aö gera eitthvað fyrir börnin, veröum við að gera eitthvaö fyrir foreldra þeirra. Og þaö gerum viö fyrst og fremst með þvi að breyta samfélaginu meö þeim hætti sem ég áðan nefridi. Opin ráðgjöf Nú má spyrja: hvar koma sál- fræðingarnir inn I þessa mynd? Mér finnst ekki, að þeir eigi að sitja á sinum sérfræðingstóli og segja fólki hvernig það á að lifa. Við getum gert rannsóknir og miðlað upplýsingum — til dæmis um þaö hve rugluð börn okkar eru orðin. En hoDast er okkur að hlusta á fólk i andófi, taka þátt 1 að hjálpa fólki til áhrifa á umhverfi sitt og hlutskipti. Ráðgjöf hugsum við okkur oftast sem eitthvað sem fer fram á sérstakri stofnun bak við luktar dyr. En nú er vlða að þróast ný tegund ráðgjafar, sem þarf að efla og útfæra meö öllum ráöum. Viö köllum þetta opna ráðgjöf. Þá eiga Ibúar hverfis greiðan aðgang að sálfræöingi — eða þá lækni eöa lögfræöingi —með sin vandamál, geta gengið beint inn af götunni án pantana og skriffinnsku og milligöngu — og þá líka börn og unglingar. Og sálfræðingar til dæmis láta starf sitt verða hlutá af D'f ihverfisins, þeir leita vanda- málin uppi, heimsækja fólk, kannski tekst þeim að gripa á vandanum áöur en hann er alvar- legur orðinn. Viö erum þá með I aö blása lifi I hverfið sem lifandi samfélag, þar sem iökuð er sjálfstjórná ýmsum sviðum, þar sem menn hafa yfirsýn yfir umhverfi sitt og þar með sjálfs- traust gagnvart viðfangs- efnunum. Á tímum kreppu Það er rétt, aö það kann aö sýnast erfitt að halda áfram á þessari braut nú á tímum kreppu og tilhneiginga til niðurskurðar á fétil félagslegra þarfa.En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuögott. Það má einnig segja um orkukreppuog hráefnakreppu ognúllvöxtinn svonefnda, sem viö I Danmörku erum að venjast. Ég held að þessi tlðindi öll kenni okkur að við getum ekki haldið áfram aö sóa auðlindum, náttúru og manneskjumeins ogviðhöfum gert, aUt fyrir vafasama blessun hagvaxtarins. Þróun síðari ára hefur skapaöótta og öryggisleysi, sem nær jafnt til barna og full- oröinna. Og eina leiðin til að endurheimta öryggiskennd bæði börnum og fullorönum er að þau fái aukin áhrif á hlutskipti sitt. Meö þvi aö næsta umhverfi manna verði lifandi samfélag með atvinnulýöræði, með nýjum llfsháttum. Hitt skal svo viöurkennt aö yf- ir okkur vofir sá draugur, að stöðnun cg kreppa verði notuð til að sundra fólki, etja þeim sem i raun eiga samstööu út 1 innbyrðis þrætur út af „skiptingu kök- unnar”, magna síngirni ákveðinna hópa — ogskapa jarö- veg fyrir trúna á þann „sterka mann” sem á aö leysa aDan vanda með valdboði. En sem fyrr segir: þaö er annarra kosta völ, og margt sem bendir tD þess, aö þeir sem þær leiðir fara eigi drjúgan byr... áb. af er/endum veftvangi Kenía fékk skeU í Úganda Striðið I Uganda, sem er ekki meira en svo um garð gengiö enn, er ekki einungis viðleitni tlganda- manna sjálfra til þess að losna við viðbjóðslega ógnarstjórn og ráð- stafanir Tansanlustjórnar til aö losna viö viðsjárveröan og óút- reiknanlegan nágranna, heldur og er það liöur I togstreitu milli Tansaniu og Keniu. En heldur hefur verið kalt milli þessara rikja siöustu árin. Aö einhverju leyti kann það að stafa af hugmyndafræðilegum rig. I efnahagsmálum hallast Kenía aö markaöskerfi að vest- rænni fyrirmynd, en Tansanla hinsvegar aö einskonar sósial- isma eða samvinnustefnu þar sem megináherslan er lögð á aö landið standi á eigin fótum efna- hagslega. En þykkjan á líklega ekki slður upptök sin I austur- afrlska efnahagsbandalaginu svokallaða, sem bæði rikin stóðu aö ásamt Úganda. Landamærum lokað Bandalag þetta átti sér ekki Iangan aldur, og ekki einungis vegna þess að erfitt væri að tjónka við Idi Amin. Kenia var efnahagslega séð sterkasti aðilinn, bæöi best á sig komin á þeim vettvangi þegar breska heimsveldið skilaði löndunum þremur af sér og hefur auk þess átt innangengt I vestrænar fjár- málastofnanir,þarem ráðamenn hafa af hugsjónaástæöum samúð með markaöskerfi og kapltal- isma Keniu og telja hana þar aö auki eina örugga bandamann vesturveldanna i austanverðri Afriku. A grundvelli þessara yfir- buröa réöi Kenia mestu i banda- laginu og bar hagsmuni hinna rikjanna tveggja allmjög fyrir borð, eða þvi halda Tansanir að minnsta kosti fram. Þetta leiddi til þess að bandalagið var leyst upp 1977 og landamærum Keniu og Tansaníu lokað. Smyglarinn og / umboðsmaður hans Hafi Keniumenn verið óhæfi- lega harðdrægir viö granna sína I efnahagsmálasamstarfinu, þá var Idi Amin aö minnsta kosti ekkert aö erfa það viö þá, kannski vegna þess aö Keniustjórn hefur laumað drjúgum umboðslaunum aö honum og gæöingum hans persónulega. Sambúðin milli hans og Keniu fór því heldur batnandi, sem aftur varö svo til þess aö Tansanir báru enn þyngri hug til hans en áður. Lifleg verslunarviðskipti héldu áfram á milli Keniu og Oganda, löglega og þó enn frekar ólöglega. Kaffi og hrisgrjónum var smyglað i stórum stll frá Úganda til Keniu, og I Nairobi, höfuðborg slðar- nefnda landsins, gengur sá orð- rómur f jöllunum hærra að Daniel Arap Moi, eftirmaður Jomos gamla Kenyatta á forsetastóli, hafi sjálfur veriö einn virkasti at- hafnamaöurinn I smyglinu og að aðalumboösmaöur hans i Oganda hafi verið enginn annar en Idi Amin sjálfur. Fjölþjóðafyrirtækið Kenia I þessu sambandi er rétt aö geta þess, að Keniuforseti, ráð- herrar hans og aðrir háttsettir stjórnarembættismenn eru ekki einungis stjórnmálamenn, heldur og einkar áhugasamir kaupsýslu- menn og ekkert að vfia fyrir sér smámuni i þeim efnum. Þaö er ekki f jarri sanni, sem sagt er, að þeir liti á Keniu sem hvert annaö fyrirtæki og reki hana samkvæmt þvi. 1 Nairobi segja skæðar tungur að aöalmunurinn á þeim Jomo sáluga Kenyatta og eftir- manni hans sé sá, aö undir stjórn gamla mannsins hafi landiö veriö fjölskyldufyrirtæki, en að Daniel Arap Moi, maður nýja tlmans, hafi gert það að fjölþjóðafyrir- tæki. Moi, sem er kennari að menntun, hefur sem sé verið engu siður virkur á viðskiptasviðinu og setiö i stjórn ýmissa fjölþjóöa- fyrirtækja. Samúð Keníustjórnar með Amin Þar sem Moi og aörir keniskir ráðamenn högnuðust trúlega vel á kaupskapnum við Oganda, var þeim ekkert illa við Amin, þótt þeir af skiljanlegum ástæðum vinguöust ekki við hann opin- berlega. Að minnsta kosti fór það ekki leynt að þeim likaði stórum betur viö hann en 1’ansani. Meðan striöið milli Tansanlu og Amins geisaði var samúð Keniustjórnar þvi meö Amin. Keniumenn munu þó ekki hafa veitt honum mikinn stuöning, kannski sumpart vegna þess hve illa ræmdur Amin er en kannski ekki síður af þeirri ástæðu, að Moi mun hafa taliö Amin sterkari á svellinu en hann i rauninni var. I Nairobi er þvl hvislað aö fréttamönnum að fyrrgreind verslunarviöskipti þeirra Mois og Amins hafi þróast upp I einskonar persónulega vináttu þeirra á milli. Þannig eiga þeir daglega aö hafa talaö saman simleiðis dag- ana áður en Tansanir tóku Kampala. Afall fyrir Moi Þetta hefur orðiö til þess að Moi hefur sett allmjög ofan I augum sins fólks, en þangað til hafði hann notiö mikilla vinsælda. „Oganda-deilan var hans fyrsta raun i utanrikismálum,” segir fréttaskýrandi nokkur, „og hann stóðsthana ekki”. Daöur hans við Amin er nú gagnrýnt I kenlsku blööunum, sem hafa sér til gildis aö vera tiltölulega frjáls. Þar I landi er sagt að Moi hafði átt að geta séö, hvert stefndi, og slita sambandinu við Amin en vingast þess i staö viö úgandisku upp- reisnarmennina. Þannig hefði mátt bjarga góöu og arðvænlegu sambandi Keníu við Oganda. En nú blasir það við að Keniumenn eru næsta illa þokkaðir I Úganda fyrir vinskap sinn við harðstjór- ann Amin, en Tansanir virðast almennt lofaðir þar sem frels- arar. Þarna hefur Moi þvi leikiö illilega af sér I taflinu við Tansaniu. Þegar ljóst var að Amin átti sér ekki viðreinsar von féllu verðbréf I kauphöllinni I Nairobi. Það hefur væntanlega fært jafn reyndum kaupsýslumanni og Moi heim sanninn um, hvilikan ósigur hann hefur beðiö. dþ Vinsæll innrásarher — I Úganda fagna menn tansönsku hermönnunum sem frelsurum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.