Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mal 1979 Hrunadans á Dalvík íslandsmetið í maraþon- dansi slegið í Víkurröst Edda, Maggý, Anna Llsa og Signý I pásu á sunnudagsnótt: „Iss, viö höfum oft veriö þreyttari”. Þær slógu allar íslandsmetiö og sumar betur. Æskulýðsstarf i Bögg- veri Frá fréttaritara Þjóð- viljans á Dalvik islandsmetið i mara- þondansi var slegið á Dalvik fyrir hálfum mánuði og varð sigur- vegarinn 16 ára Dalvik- ingur, Valur Júliusson, sem dansaði i 22 1/2 tima. Aö morgni laugardags 28. april kl. 10.30 hófst maraþondans- keppnin i Vikurröst. Keppnin fór fram á vegum Böggvers, sem er æskulýðsheimili Dalvikurbæjar, en vegna plássleysis I Böggveri var ekki unnt að halda keppnina þar. 56 keppendur skráðu sig til Héraöslæknirinn Eggert Briem var i viöbragösstööu allan tlmann. Hér tekur hann púisinn á önnu LIsu, en Anna Geröur fylgist meö úr hvlldar- stööu undan boröi. þátttöku, en þar af voru 20 innan við ferminaraldur, og fengu þau aðeins aö vera með til kl. 20.00. Islandsmetið i maraþondansi var 19 1/2 klst. áður en unglingar á Dalvík hófu sinn „Hrunadans”, og tókst 11 að slá það um kl. 6 á sunnudagsmorgun. Þá þótti nokkrum nóg komið og fóru „til kojs”, en fimm héldu áfram til kl. rúml. 9. Islandsmetið núer þvi 22 1/2 klst. Sigurvegari no. 1 var dæmdur Valur Júlíusson 16 ára frá Dalvik. Sáust vart á honum þreytumerki allan tlmann að sögn dómara. No. 2 var Edda Gunnarsdóttir 13 ára Dal- vikingur, no. 3 Magnea Helga- dóttir 14 ára einnig frá Dalvlk og no. 4 urðu þau Stefán Hauksson 16 ára frá Hrlsey og Signý Kristins- dóttir 13 ára, Dalvik. 011 hefðu þau verið til I aö halda áfram og teygja metið til sins síðasta svita- dropa, endómnefnd ákvað að láta þar við lenda. Heiðar ólason, framkv.stj. Böggvers stjórnaði keppninni, og dómarar auk hans voru þrír for- vígismenn æskulýðsráðs bæjar- ins. „Diskótekiö Bambus” sá um takt og tón, eigendur þess eru fjórir „græju-” og sklfueigendur á Dalvik. Keppendur voru frá Hrísey, Arskógsströnd og Dalvik, allir nemendur viö Dalvikurskóla nema einn. Diskótekiö „Bambus” sá fyrlr músik. Soffia og Leifur sitja viö fóninn. Sigurvegararnir aö lokinni 22 1/2 tima törn. Frá vinstri: Valur, Edda, Maggý, Stebbi og Signý. Ótrúlega hress aö sjá. í spjalli viö Guðmund Inga Jónatansson, sem er form. æsku- lýðsráðs á Dalvlk og var einn dómenda I keppninni, sagði hann að krakkarnir hefðu átt hug- myndina að þessu sjálf. Æsku- lýðsstarf hefði ekki verið mjög blómlegt undanfariö á Dalvik, og væri þar helst um að kenna aðstööunni. Hún hefur þó skán- aö örlltið meö tilkomu Bögg- vers.i en þaö er eitt af eldri hús- um bæjarins (hét áður Sogn) sem unglingar fengu leyfi til að gera upp fyrir tveimur árum. Unnu þau það að miklu leyti sjálf I sjálfboðavinnu i frl- stundum. Húsiö er mjög litið, tekur mest 40-50 manns og er illa staðsett, enda byggt löngu áður en hugtakið bæjarskipulag kom til sögunnar. Aöalumferðargatan liggur þétt við framhlið hússins. 1 haust var framkvæmdastjóri ráðinn að húsinu, og hefur þar verið opið hús fjórum sinnum i Tónlistarfélag V-Skaftfellinga Miðvikudaginn 25. april si. var stofnað Tónlistarfélag V- Skaftafellssýslu. Var stofnfund- urinn haldinn á Kirkjubæjar- klaustri af áhugamönnum um tónlistarmál og mættu á fundinn 32 austan og vestan Mýrdais- sands. Mörg undanfarin ár hefur verið mjög rætt um nauðsyn á að efla tónlistarlifið i sýslunni og hefur stofnun og starfræksla tónlistarskóla veriö þar efst á baugi, enda mun bað veröa eitt aðalverkefni stjórnar þessa ný- stofnaða félags, aö koma þvi máli I örugga höfn. Með nýsett- um lögum um stuöning rlkia'bg sveitarfélaga við tónlistarskóla, hefur opnast færari leið en ella til að skólinn geti ráðið tón-' listarkennara til starfa. S.l. tvo mánuði hafa V-Skaft- fellingar, austan Mýrdalssands veriö svo lánsamir að hafa tón- listarkennara á Kirkjubæjar- klaustri, fyrir tilstilli nokkurra áhugamanna. Það lif og sá tón- listaráhugi sem skapast hefur i kringum þennan starfsmann, hefur sett mjög svip sinn á allt menningar- og félagsllf, kirkju- kórar hafa starfað af krafti. tveir kórar voru stofnaðir við grunnskólann að Kirkjubæjar- klaustri, I fyrsta skipti i sögu skólans, og siöan hefur fjöldi nemenda sótt einkatlma á hin ýmsu hljóðfæri. Allt þetta ber vitni um bjartari framtið i tón- listarmálum okkar V-Skaftfell- inga, segir I frétt frá Tónlistar- félaginu. í stjórn Tónlistarfélags V- Skaft. eru: Margrét Isleifs- dóttir, form., Einar Bárðarson, gjaldkeri, Birgir Einarsson, rit- ari, Sigrlður ólafsdóttir og Kristin Björnsdóttir, með. stjórnendur. Valur, sigurvegarinn nr. 1,1 pásu um kl. 2, aöeins aö byrja aö iýjast en skömmusiöar náöihann fullum dampiá ný oghélt honum tilenda. viku I vetur. Eldri unglingarnir hafa sótt þangað sæmilega að jafnaði; þeir yngri aftur minna. Sagði Guðmundur aö mjög litið væri um þaö að krakkarnir kæmu sjálfir fram meö hugmyndir um starfsemi á vegum æskulýðsráös. Þá leiðirmaöur fyrsthugann að þvi hvort unglingar á Dalvik séu svona rólyndir og nægjusamir'. Eöa eru þau eins og fleiri Islenskir unlgingar afsprengi tlðaranda mötunar og firringar? Hvert stefnir i félagslegu uppeldi unglinga á heimilum og i skólum á Islandi I dag? —Brynja/Ljósm.:Guöm Ingi Jónatansson Mjólkurframleiðendum fækkar norðanlands Mjólkursamlag KEA hélt aöai- fund 7. mais.i. 1 fréttatilkynningu frá fundinum kemur fram aö inn- vegiö mjólkurmagn jókst um 4,07% á siöasta ári cöa um 974.611 iitra. Um 20% mjólkurinnar var seld sem neyslumjólk, en 80% fór til framleiðslu á ýmsum mjólkur- vörum. Má nefna aö 1978 voru framleidd 605 tonn af smjöri, 934 tonn af osti, 158 tonn af skyri og 30 tonn af jógúrti. Þeir norðanmenn eiga nú smjörfjall upp á 494 tonn. A fundinum kom fram að mjólku rf ra mleiðendum fækkaöi um 10 á svæði félagsins s.l. ár. Þeir eru nú 293 að tölu en um 150 voru mættir á fundinn. —ká Auglýsið í Þjóðviljanum Simi 81333 NODVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.