Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. mal 1979 ÞJOÐVILJINN — StÐA 9 Svava Jakobsdóttir um frumvarp um samræmdan framhaldsskóla: í anda kröfu um jöfnuö og einstaklingsþroska Svava Jakobsdóttir mælti á miðvikudagskvöld fyrir því áliti meirihluta menntamálanef ndar að samþykkt verði, með nokkrum breytingatillögum þó, frumvarptil laga um samræmdan f ramhaldsskóla. En það er í þriðja sinni sem f rumvarpið liggur fyrir þinginu og hef ur mætt allmiklu andófi, enda þótt allir flokkar hafi í stórum dráttum lýst sig fylgjandi þeirri menntastefnu sem frumvarpið lýsir. 1 ræöu sinni ræddi Svava mikil- vægi frumvarpsins og um menntastefnu þess og gagnrýni á hana. Hún sagöi m.a.: „Þjóöfélag okkar tekur miklum og örum breytingum og skóla- starfiö veröur aö geta brugöist viö þessum breytingum; löggjöf veröur þvi aö vera svo úr garöi gerö aö þaö veiti skólamönnum svigrúm til aö laga skólastarfiö hæfilega aö breyttum aöstæöum og hún veröur aö veita öllum þeim fjölda sem innan þessarar löggjafar á aö starfa, svigrúm til aö beita eigin frumkvæöi þegar þess er þörf. Þaö er enginn vafi á þvi aö núverandi fyrirkomulag meö þeirri mergö lagasetninga um hvern einstakan skóla eöa skólagerö og hvers konar sérnám meö ýtarlegum lagafyrirmælum um skólastarf er þegar oröinn þrándur í götu eölilegra fram- fara. Skólastarfiö hefur þegar i raun sprengt þau bönd af sér... Bóknám og verknám Alvarlegast er þó aö núverandi framhaldsskólakerfi er byggt á úreltum viöhorfum um skarpa aögreiningu bóknáms og verk- náms.l samræmdum framhalds- skóla er öllum námsbrautum gert jafnt undir höföi, bæöi stjórnunarlega og fjárhagslega. Skipulag hins samræmda fram- haldsskóla tryggir þvi jafnframt aö möguleikar til áframhaldandi náms fylgja jafnt öllum náms- brautum en viö núgildandi skipu- lag eru þessi sjálfsögöu réttindi aö mestu bundin viö þá sem valiö hafa bóknámsleiöina, en nemendur á verknámsbrautum hafa haft afar takmarkaöa mögu- leika á aö skipta um námsbraut Minning Sigurður Magnússon F. 26. nóv. 1918, D. 26. apr. 1979 Hugann setur hljóðan við helfregn þína skjóta hundruð glaðra stunda i minningunni skína. Þú lagðir upp í ferð sem við fara hljótum síðar en finnst að mætti dragast og svo var líka um þína Til átta margra lágu þeir ævivegir forðum sem óráðin við héldum og leiðir skildu að sinni. En vináttan hún er eins og fljót sem fellur áfram i farvegi sem er þarna djúpt í vitund þinni. Og hvað er betra í lífinu en handtak gamals vinar hlýjubros i auga og gamanyrði á munni. Þú unnir Ijóðsins snilli og orðsins spekimáli af öllu þínu hjarta sem miðla öðrum kunni. Bros þitt er nú slokknað en birtist vinum þínum í bjarma minninganna frá stundum löngu horfnum. Þér arnfirzk strönd mun heilsa með yl og sól í hlíðum öldufall við sanda og klettum brimi sorfnum. Þ.J. Kveðja bræðranna. eða sækja fram til áframhaldandi náms. Allt framhaldsskólanám lýtur þvl sama markmiði eins og það er skilgreint i 3. gr. frv., þar sem segir aö hlutverk framhaldsskóla sé að veita menntun er sé á hverj- um tíma markviss undirbúningur starfs eöa frekara náms og stuöli jafnframt aö alhliöa þroska nemandans sem einstaklings og þátttakanda i lýöræöissamfélagi. Þetta þýöir auövitaö ekki aö allt verklegt nám eigi aö fara fram I skólahúsnæöi eins og sum- ir viröast halda. Þaö er hvorki framkvæmanlegt né æskilegt. Eftir sem áöur mun framhalds- skólinn þurfa aö njóta samstarfs viö meistara i iöngreinum, og ýmsar stofnanir og fyrirtæki. En i frv. er kveðiö svo á, aö allt slikt nám sem fram fer utan skól- ans skuli vera undir stjórn skól- ans og háö eftirliti. Þannig er leit- ast viö aö tryggja aö kennslu- fræöileg sjónarmiö ráöi, en ekki þröng stéttarsjónarmiö. Eftir sem áöur er leitast viö aö tryggja áhrif ýmissa aðila vinnu- markaðarins meö aöild þeirra aö framhaldsskólaráði. Fyrsta og annars flokks fólk? Framhaldsskólafrumvarpiö er byggt á þeirri stefnumörkun viö grunnskólann aö allir nemendur seir. ljúka námi i grunnskóla skuli eiga kost á einhverju námi I framhaldsskóla og aö val i grunn- skóla takmarki ekki réttindi nem- enda til framhaldsnáms. Þar seg- ir að hver sá sem veröur 19 ára, geti á þvi ári hafiö nám i fram- haldsskóla án þess aö fullnægja inntökuskilyrðum þessum nema aö því er varöar starfsþjálfun þar sem hennar er krafist. Þau mótmæli hafa komið fram gegn þessari stefnu aö hún muni leiða til almennra'r lækkunar á menntastaðli, ekki sist á bókleg- um sviðum og i þvi námi sem hin- ir heföbundnu menntaskólar veita, og aö hinir „betur gefnu” eins og það er stundum oröaö, fái ekki notiö sin I samræmdum framhaldsskóla sem sé opin öll- um og veiti öllum jöfn tækifæri. Ég get ekki aö þvi gert aö mér finnst stundum stutt i þaö hjá þeim sem þannig tala, að nemendum sé skipt i fyrsta flokks fólk og annars flokks fólk. Ég læt mér nægja aö lýsa þeirri skoöun minni, aö sú menntun sem fengin er meö þvi móti aö meina öörum sjálfsagðra réttinda til náms er ekki mikils viröi. Sveigjanleiki Hitt er annað mál, aö þaö er yfirlýst takmark framhaldsskól- a að veita öllum nám viö hæfi — þaö þýöir aö kerfiö sjálft veröi aö vera sveigjanlegt svo nemendur fái notiö sin sem einstaklingar. Það er skoöun mín að hinn sam- ræmdi framhaldsskóli og áfanga- kerfiö veiti svigrúm til sllkra einstaklingsbundinna frávika i miklu rikara mæli en núverandi kerfi gerir kleift. Nemendur geta fariö hratt yfir og þeir geta farið hægt yfir námsefni — innan skyn- samlegra marka, auövitaö, og hvaö þaö varöar, aö nemendur muni koma verr undirbúnir en áöur inn I framhaldsskólana og þarafleiöandi hljóti öll kennsla i framhaldsskólum aö rýi-na aö gæðum, þá er hér ekki um óleysanlegt vandamál aö ræöa, ef vilji er fyrir hendi á annað borö til aö leysa þaö. (1 framhaldi af þessu lýsti Svava svonefndum „núlláföng- um” sem reyndir hafa veriö i Hamrahliöarskóla). Breytingartillögur Þá geröi Svava grein fyrir jákvæöum undirtektum meiri- hluta umsagnaraöila, sem og nokkrum breytingatillögum meirihluta menntamálanefnda. Tvær þær veigamestu eru á þessa leið: Lagt er til að lögin komi til framkvæmda á næstu fimm ár- um, og falli þá úr gildi gildandi lög um ýmsa sérskóla. Ýmis lög um skóla á framhaldsstigi gilda þangaö til settar hafa verið reglu- geröir um tilsvarandi náms- brautir og skólageröir. Um leiö er gert ráð fyrir þvi, aö Alþingi móti stefnuna meö þvi aö geröar séu þingsályktanir um meginefni hverrar reglugeröar. Þetta þýöir i reynd ákveðna frestun á málum sérskóla og áfangaafgreiðslu á þeim. 1 annan staö er fundin millileið að þvl er varöar fjármagn til framhaldskólastigsins. Fyrri gerðir frumvarpsins geröu ráö fyrir þvi aö þetta skólastig yröi Nýja testamentid endur sagt á daglegu máli Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefiö út Nýja testamentiö endursagt á daglegu máli. Hér er um að ræöa Islenska þýöingu á bandarisku bibliuþýöingunni Living Bible. Eins og aö framan er sagt er LIFANDI ORÐ endursögn á Nýja testamentinu, þar sem reynt er aö koma boöskap þess til skila á skýran og einfaldan hátt og aölaga þaö þvi máli sem talaö er I dag. Séra Sigurbjörn Einarsson biskup ritar nokkur orö á kápu hinnar nýju útgáfu og segir þar m.a.: ,,Ég býö þessa bók velkomna á is- lenskan markaö ... Þaö er von þeirra, sem aö þessari útgáfu standa, aö þessi búningur hins helga efnis geri mörgum auöveldara aö komast I snertingu viö þaö, hjálpi þeim til þess aö stiga fyrstu skrefin inn i auöugan heim Nýja testamentisins og örvi þá til þess aö leita, þar til þeir finna hiö lifandi orö, sem þar er fólgiö.” Höfundar Nýja testa- mentisins notuöu oftsinnis orö og myndrænt mál, sem erfitt er fyrir nútimafólk aö skilja. Af þessum sökum fara mikilvæg atriöi stund- um framhjá fólki. I oröréttri þýöingu Bibliunnar er ógjörningur aö reyna aö út- skýra orð og hugtök en i endursögn sem þessari er þaö mögulegt. Bandariska þýöingin Living Bible, sem fslenska þýðingin er býggö á, er árangur margra ára vinnu. Myndaöur var sérstakur samstarfshópur sem i voru griskufræöingar og aörir menn, þaulkunnugir ritmáli Nýja testamentisins og yfir- fóru þeir texta bókarinnar gaumgæfilega. tsíenska þýöingin LIFANDI ORÐ er á svipaðan hátt unnin af hópi manna. Meöal þeirra voru þeir séra Karl Sigur- björnsson, séra Lárus Halldórsson, Friörik Schram, dr. Eysteinn Sigurösson og Andrés Krist- jánsson. Svava Jakobsdóttir kostaö alltaf riki og sveitarfélög- um I sameiningu, en nú á þaö við um fyrstu tvö ár þess, en siöan tekur rikiö viö. Svava Jakobs- dóttir itrekaði þaö viöhorf sitt, aö óframkvæmanlegt væri annaö en rikiö kostaöi allt framhaldsskóla- stigiö. Hún taldi sig hinsvegar geta fallist á þessa millileiö eink- um svo aö deilur um fjármögnun teföu ekki lengur framgang frum- varpsins. Um leiö eru geröar raunhæfar tillögur um aö bæta sveitarfélögum hina auknu greiöslubyröi sem frv. hefur i för meö sér. Vitund og veruleiki komið út Nýlega er komið út annað hefti af timaritinu Vitund & veruleiki. Markmið ritsins er að birta greinar merkra höf- unda er litt hafa veriö kynnt- ir hérlendis og koma einkum þeim sjónarmiðum á fram- færi er sklrskota til mannúðarstefnu I félags- og menningarmálum. I þeirri viöleitni f jallar ný- útkomiö tölublaö mestmegn- is um ráöandi gildismat i islensku þjóölífi. Reynt er aö skilgreina þær forsendur sem legið hafa aö baki menningarþróun Vestur- landa. Jafnframt er sýnt fram á að gildismat samtim- ans er orðiö úrelt og þvi i al- gjöru misræmi við þjóö- félagsveruleikann. Nauösyn er á nýju, gjörbreyttu gildis- mati sem getur tekiö viö af hinu gamla og visað leiöina áfram. Auk annars efnis sem fjalla um þetta sama efni frá ólikum hliöum má nefna: grein um mannúölega menntun og þriöja afliö i sál- fræöi, þ.e.a.s. kenningar Abrahams Maslows, kaflar úr bókinni Oprör fra Midten, grein um visindarannsóknir á hugleiöslu, viöhorf rót- tækra lýöræðissinna og llfs- skilningur ameriskra indi- ána o.fl. Timaritiö Vitund & veru- leiki er gefið út af áhugafólki um mannúöarstefnu og kem- ur út fjórum sinnum á ári. 90 Volvo- menn þinguðu Kynnihgar- og þjónustu- ráöstefna Volvo Trucks Ltd. i Bretlandi var haldin á Hótel Loftleiðum i slöustu viku og sóttu hana um 90 fulltrúar fyrirtækisins frá ýmsum stööum á Bretlandi. Gestir hér voru fúlltrúar Veltis hf. sem hefur umboö fyrir Volvo á Islandi. Ráöstefnudeild Flugleiöa undirbjó ráöstefn- una i samráði viö breska fyrirtækið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.