Þjóðviljinn - 26.05.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1979, Síða 7
Laugardagur 26. mal 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Sífelld viðleitni til að halda grunnlaunum niðri veldur þrýstingi sem fær útrás i aukagreiðslum hverskonar. Óréttlætið vex og ógjörningur verður að átta sig á raunverulegum launakjörum Hólmgeir Björnsson: Hin íslenska menningarbylting greinar i Þjóðviljanum um mis- ræmi i launamálum, kjarajöín- un o.fl. í útvarpsumræðum frá Al- þingi s.l. fimmtudag fjallaði Ragnar Arnalds ráðherra i upp- hafi ræðu sinnar i löngu máli um nauðsyn visitöluþaks. Ég hygg að hann hafi varið til þess þriðj- ungi hins dýrmæta ræðutima. 1 dag er fyrirsögnin yfir þvera forslðu Þjóðviljans „Krafa Al- þýðubandalagsins á hendur samstarfsflokkunum: ÞAK FYRIR 1. JÚNI”. Þakið er aug- ljóslega mál málanna og eitt sér til þess fallið að ráða úrslitum um farsæla lausn efnahags- mála. Upphaf visitöluþaksins Til að varpa ljósi á málið skal saga visitöluþaksins rakin i megindræattum. Vonast ég til að fara rétt með allt, sem máli skiptir, þótt treyst sé á minnið. Þakið var fundið upp i efna- hagskreppunni 1967 og hefur Björn Jónsson þáverandi vara- forseti ASl verið talinn yfir- smiður þess. Þá urðu allir að draga saman seglin og nauðsyn- legt var að hlifa þeim, sem minnst gátu misst. Ég held, að á þessu hafi verið nokkuð al- mennur skilningur, enda var visitöluþakið miklu skárri kostur en atvinnuleysið sem sumir urðu að þola. Litið var á þetta sem neyðarráðstöfun til skamms tima og gengið að þvi sem visu að þakinu yröi lyft, þegar rofaði til. Sömuleiðis hygg ég að þakið hafi haldiö bet- ur þá en siðar, vegna þess að minna hafi veriö um yfirborg- anir og aukagreiðslur. Færri hafi sloppið undan þakinu vegna dulbúnings launanna. Ég kom heim frá námi og hóf störf i ársbyrjun 1969. Mánaðar- launin voru 20.000 kr., en hefðu verið 25.000, ef launakjör allra launþega hefðu skerst hlutfalls- lega jafnt. Af þessum launum gat ég staðið undir brýnasta framfærslukostnaði, greitt húsaleigu, keypt mat, og ég gat keypt i skarðið ef diskur brotnaðben litið meir. Þetta var kaupmáttur launa háskóla- menntaðs sérfræðings i ríkis- þjónustu, „hálaunamanns”, árið 1969. Reyndar átti ég bil, en hann var ódýr i rekstri og ég fékk hluta reksturskostnaðar greiddan vegna notkunar I þágu atvinnu minnar. Afgangur varð hins vegar enginn til kaupa á fötum, heimilistækjum og hús- gögnum, hvað þá að húsnæðis- kaup kæmu til greina. Ekki var þvi um annað að ræða en að veröa sér úti um aukavinnu, sem tókst, eða flytja úr landi ella. Launasprenging Þjóðin rétti úr kútnum 1970- 71. Þegar að þvi kom, að áhrif- um visitöluþaksins yrði eytt, var hins vegar viðkvæðið, að þarna hefðu hálaunamennirnir fengið meiri hækkun en aðrir. Að sjálfsögðu var allur sá áróður fluttur gegn betri vitund. Afleiöingin varð s.k. launa- sprenging. Svo vel vildi þó til, að á sama tima bötnuðu viðskipta- kjör og efnahagskerfið þoldi launahækkanirnar tiltölulega vel um sinaen mér er til efs, að áhrif þaksins frá 67-68 hafi nokkurn timann verið afmáð til fulls. Ný launasprenging varö 1974 og enn var vitnað til þess, að „hálaunamenn” hefðu fengið sérstakar hækkanir. Rikis- starfsmenn drógust enn á ný aftur úr I launakapphlaupinu, að þessu sinni ásamt hinum raunverulegu láglaúnahópum I þjóöfélaginu. Láglaunabætur Næsta uppfinningin var lág- launabætur. Þá varð ég vitni að þvi að maður með 75-80.000 kr. i mánaöarlaun og litla sem enga von um aukatekjur, fékk engar dýrtiðarbætur, þótt hann hefði fyrir fjölskyldu að sjá. A sama tima gátu barnlaus hjón með 70.000 kr. I laun hvort fengið samtals 10.000 kr. i láglauna- bætur. Óréttlætið var yfirþyrm- andi. Þess voru dæmi að skyldu- sparnaður á hátekjur væri lagður á tekjur , manna, sem höfðu notið láglaunabóta! Skerðing kaupmáttar launa rikisstarfsmanna innan BHM umfram launþega I ASt nam um 25-30%. 1 launasprengingunni 1977 var þessi skerðing ekki leiðrétt meir en til hálfs, en að sjálfsögðu var úthrópað að nú hefðu hálaunamennirnir rétt einu sinni fengið meiri kaup- hækkanir en aðrir. Og visitölu- þak var enn sett á 1978. Meö þeirri verðbólgu sem geisaði og geisar enn, voru áhrifin til kjaraskerðingar mjög fljótvirk. Meginþorri launþega I land- inu sameinast undir kjörorðinu „Samningana i gildi”. Þessi samstaða var ekki pólitisk að- gerð gegn rikisstjórninni. Hún helgaöist af þvi,að erfitt var aö koma auga á, að kjaraskerðing- in væri liður i markvissri bar- áttu gegn veröbólgunni. Samningana í gildi hér um bil Ný stjórn tók við völdum fyrir niu mánuðum. Enginn vafi leik- ur á, að hún naut þeirrar vel- vildar, að hún gat gripið til harðra ráðstafana, ef sanngirni réði og von var um stefnufestu. Ragnar Arnalds haföi hins veg- ar verið svo ólánssamur i kosningabaráttunni að lofa visi- töluþaki I sjónvarpsþætti. Viö það varð að standa, enda var vel kynt undir, bæði af stjórnarand- stöðublööunum og þeim þrýsti- hópafulltrúum, sem nota Al- þýðubandalagið sem sitt bar- áttu- og valdatæki. Stefnan var rofin. Athugun leiddi i ljós aö hið nýja visitöluþak minnkaði heildarupphæð vlsitölubóta til allra launþega um einn hundraðshluta. Þegar visitölu- bætur án þaks hefðu numið 10,0%, jukust kaupgreiðslur um 9,9%. Fyrir framvindu efna- hagsmála voru áhrif visitölu- þaksins einskis virði. Fyrir þá tiltölulega fáu einstaklinga sem undir þvi lentu margir hverjir miðlungstekjumenn eða ekki það skipti það hins vegar miklu máli. Tilgangsleysið var aug- ljóst og þolendurnir orðnir lang- þreyttir á svona aðgeröum, sem hafa varað linnulitið I rúman áratug. Þaklyfting hlaut að koma og skapa óróa á vinnu- markaðinum. Endurtekning þess nú yrði timasprengja sem leiddi til nýrrar launa- sprengingar. Hversvegna þak? Sýnt hefur verið fram á fánýti þaksins sem efnahagsaðgerðar, og þó fremur skaðsemi þess. En hvers vegna er það þá sett? Fyrst kemur I hug, að nú sé stjórnmálaleiðtoginn Ragnar Arnalds og hans menn að sýna stefnufestu sina með þvi að standa við fyrirheitin úr kosningasjónvarpinu 15. júni I fyrra. Einnig kemur i hugann að hér sé stjórnmálamönnunum rétt lýst að setja á oddinn smá- mál sem hafa nokkurt slagorða- gildi i eyrum sumra kjósenda, en skjóta sér um leið undan þvi að takast á við hin raunverulegu viðfangsefni. I þessum vinnu- brögðum sé einmitt skýr- ingarinnar að leita á þvi hve stjórn landsins hefur mistekist hrapallega um alllangt skeið. Jafnframt er grafið undan viröingunni fyrir lýðræðinu. En það má lika leita annarra skýringa. Hefur það einhvern sérstakan tilgang að etja laun- þegahópum saman? Hvers- vegna er alltaf niöst á sömu hópunum? Ekki veit ég svarið en ósjálfrátt veröur huganum reikað til menningarbyltingar- innar I Kina, þar sem mennta- menn voru ofsóttir aö undirlagi fjórmenningaklikunnar. Kin- verjarnir gengu vist ansi hreint til verks. Hér er beitt sein- drepandi aðgerðum. Stefnt er að landflótta. Það gæti verið freistandi að reyna að nafngreina hina Is- lensku fjórmenningakliku en ég eftirlæt þá ánægju EIKurum og öðrum Kinavinum. Tilgáta mln er þó sú að Ragnar Arnalds sé aðeins málpipa kllkunnar. Úrræði Ég hef tvivegis áður stungið niður penna og fengiö birtar I fyrra sinnið fyrir tveimur árum og aftur 26. april s.l.. Meginniðurstaðan var að launa- mismunur stafi ekki nema að takmörkuðu leyti af mismun launataxta. Nægir að minna á ráöherrana sem eru á tvöföld- um launum, en hliðstæöur eru ótal margar. Oðrum aðferðum en grunnlaunajöfnun verður að beita til kjarajöfnunar. Sifelld viðleitni til að halda grunnlaunum niðri veldur þrýstingi sem fær útrás i auka- greiöslum hverskonar. Órétt- lætiö vex og ógjörningur verður að átta sig á raunverulegum launakjörum. Sérákvæðum, sem aðeins sumir njóta, fjölgar. Lifskjör eru vissulega misjöfn en gera verður greinarmun á kaupmætti launa og fram- færslukostnaði þegar launamál eru rædd. Að endingu skulu talin nokkur úrræði til launa- og kjarajöfnun- ar: 1. Hverjum manni veröi óheimilt að selja meira en 50 stunda vinnu á viku sbr. dag- skrárgrein Margrétar Guöna- dóttur I mars s.l. 2. Álagsgreiðslur hverskonar, t.d. vegna eftirvinnu, vakta o.fl. verði ekki föst hlutfalls- tala. Hér er fært að setja þak (sjá grein mina frá 1977,) annaðhvort hallandi eða flatt. Dæmi sliks er að finna i kjarasamningum. 3. Grunnlaun má stórhækka, komist liðir 1 og 2 til fram- kvæmda. Þar með yrðu nú- verandi láglaun úr sögunni og launakerfiö mætti einfalda. 4. Með tekjuskatti má taka I al- menningsþágu kúfinn af tekj- um þeirra sem eru á marg- földum launum. Hægt veröur að fara i sakirnar, þvi að tekjuskattur leggst eiiúcum á launatekjur. Hins vegar hefur verðbólgan rýrt raungildi skatta og þar með skatta- byrðina um nær þriðjung. 5. Nota má skattatekjur til kjarajöfnunar, t.d. greiðslu barnabóta, i mun rlkari mæli og með meiri árangri en nú er gert. Slik millifærsla er mun áhrifameiri til kjarajöfnunar t.d. á samdráttartimum en breytingr á launahlutföllum. 6. Breyta þarf um stefnu I hús- næðismálum. Verðbólgan hefur fært húseigendum mikil verðmæti fyrir litið endur- gjald. Eru lifskjör að þvi leyti gifurlega misjöfn. Og nú er veriö að setja lög um styttingu yfirvinnu. Hvilikt grin. 19. mai 1979 Hólmgeir Björnsson 400 nýir vélstjórar Brautskráninga nem- enda Vélskóla Islands i Reykjavik fór fram laugardaginn 19. mai sl. Um 450 nemendur stunduðu nám við skól- ann á liðnum vetri, þar af 400 i Reykjavik en vélskóladeildir eru einn- ig á Akureyri, i Vest- mannaeyjum, á ísafirði, i Keflavik og á Akranesi. Tæplega 200 nýir nemendur hófu námið siðastliðið haust og var rétt á mörkum að hægt væri að sinna öllum um- sóknum vegna mikillar aðsóknar. Um 400 vélstjórar eru út- skrifaðir á þessu vori með vél - stjóraréttindi af ýmsum stigum, en undir lokapróf gengu 87 nem- endur og stóðust 70 prófið. Bestum árangri i sérgreinum skólans náðu eftirtaldir nemend- ur: Eyvindur Jónsson i 1. stigi, Eggert Atli Benónýsson i 2. stigi, Hörður Kristjánsson i 3. stigi og Ómar Grétar Ingvarsson i 4. stigi. Fyrir bestan árangur I vélfræði- greinum 3. stigs hlaut Höröur Kristjánsson silfurbikar (farand- 4. stigs vélstjórar, sem útskrifuðust vorið 1979, bikar) sem gefinn var af véla- sölufyrirtækinu Fjalari hf. Bikar- inn verður afhentur á Sjómanna- daginn ásamt heiðurspeningi Sjó- mannadagsráðs. Fyrir bestan árangur I Islensku hlutu þessi nemendur verðlaun úr minningarsjóöi Steingrims Páls- sonar cand. mag.: Ingólfur Haröarson I 1. stigi og Þorvaldur Pálsson Hjarðar I 3. stigi. Fyrir bestan árangur i dönsku hlutu þessir verðlaunabækur sem gefn- ar voru af sendiráði Dana: Páll Valdimar Ólafsson I 1. stigi og Eggert Atli Benónýsson i 2. stigi. Fyrir bestan árangur i ensku hlutu þessir verölaun bækur frá Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar: Þorkell Gunnarsson i 1. stigi, Friðrik Björnæs Þór I 2. stigi, Þorvaldur Pálsson Hjarðar i 3. stigi og Guðmundur Marteinn Karlsson I 4. stigi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.