Þjóðviljinn - 26.05.1979, Síða 13

Þjóðviljinn - 26.05.1979, Síða 13
Laugardagur 26. mal 1979' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 1.31 Um helgina Edda Jónsdóttir sýnir að Suðurgötu 7 1 gær opnafii Edda Jónsdóttir myndlistarmafiur sýningu á verkum sinum i Gallery Suöur- götu 7, Á sýningunni eru 18 verk sem eru unnin upp úr ljósmyndum og útfærö meö blýanti. Edda er fædd i Reykjavik 28. febrúar 1942 og nam myndlist 1 Myndlistaskólanum i Reykjavik, Myndlista- og handiðaskóla Islands og Rijksakademie Van Beeldende Kunsten, Amsterdam. Edda heftir tekiö þátt i grafik- sýningum áöur hér heima, auk þess sem hUn hefur sýnt i Danmörku, Sviþjóö, Noregi og i Póllandi. Sýningin veröur opin til 1. júni. Þess skal og getiö aö forsiöu- myndin á blaöinu á morgun, Sunnudagsblaöinu, veröur aö þessu sinni eftir Eddu Jónsdóttur Elías B. Halldórs- son í FÍM-salnum 1 dag, laugardag, opnar Ellas B. Halldórsson frá Sauöárkróki sýningu i FÍM-salnum, Laugar- nesvegi 112 Elias sýnir um sextiu myndir, oliumálverk, pastelmyndir og grafik og eru myndirnar geröar á siöastliönum tveim árum. Sýningin er opin til annars i Hvitasunnu kl. 4—10 virka daga og kl. 2—10 um helgar. Jónas sýnir í Norræna húsinu 1 dag kl. 14.00 opnar Jónas Guömundsson málverkasýningu I Norræna húsinu i Reykjavík. A sýningunni eru rúmlega 50 myndir málaöar i vetur og á siöasta ári. Oliumálverk eru rúmlega 20 og vatnsiitamyndir um 30 talsins. Jónas Guömundsson sýndi siöast i Reykjavik fyrir tveimur árum, þá á Kjarvalsstööum, en fyrr á árinu sýndi hann myndir i Frankfurt i Vestur-Þýskalandi ásamt Valtý Péturssyni, listmál- ara, og hlaut sU sýning lofsam- lega dóma, og var hennar getiö i fjölmörgum blööum. Sýningin i Norræna húsinu veröuropindaglega til 5. júnl, eöa framyfir hvítasunnu, en siöan er ráögert aö myndirnar, eöa hluti þeirra veröi sýndar i Galleri Háhól á Akureyri og mun sU sýn- ing aö likindum opna 16. júni n.k. Myndirnar á sýningunni eru flestar héöan Ur bænum af ýms- um motivum I Gamla bænum, en auk þess eru bátar og sjávarút- Jónas Guömundsson. vegur stór þáttur I myndefninu. Ennfremur fáein portret. JG. Stórhljómleikar á Barnaári 10 bama- lúðra- sveitir spila á Selfossi A iaugardaginn kemur veröa haldnir á Selfossi stórhljómleikar þar sem fram koma alls 10 barna- lúörasveitir víös vegar af landinu. Hljómleikarnir veröa haldnir i iþróttasal gagn- fræöaskólans á Selfossi og hefjast kl. 15.00. Hijómsveitirnar sem leika eru allar skipaöar börnum yngri en 14 ára og eru hljóm- sveitirnar frá Seltjarnar- nesi, Hafnarfiröi, Mosfells- sveit, Neskaupstaö, Garöa- bæ, Hverageröi, Njarövik úr Árbæjar- og Breiöholts- hverfum og frá Selfossi. Þessir fjölmennu tónleikar eru haldnir I tilefni barnaárs og stendur styrktarfélag barnalúörasveitanna aö mótshaldinu i samráöi viö bæjarstjórn Selfoss. Mjólkurbú Flóamanna mun sjá um allar veitingar, krökkunum aö kostnaöar- lausu. Kammer- tónleikar INorræna húsinu Annaö kvöld 27. mai kl. 20.30 halda nokkrir nemendur i Tónlistarskólan- um i Reykjavik tónleika i Norræna húsinu. A efnisskrá eru eingöngu kammerverk en iökun kammertónlistar hefur fariö ört vaxandi I skólanum siöustu árin. Fyrst á efnisskrá er Sonata da camera eftir Corelli, þá Trió-sónata eftir C.P.E. Bach og aö lokum Pianó- kvintett i Es-dúr eftir Schu- mann. Þess má geta aö nokkrir af nemendum þeim sem tekiö hafa lokapróf frá skólanum þettaár taka þátt i tónleikum þessum. Aögangur aö þessum tónleikum er ókeypis og öll- um heimill. Skemmti- fundur Gigtar- félagsins Gigtarfélag Islands heldur skemmti- og kaffifund I samkomusalDomus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavik, sunnudaginn 27. mai kl. 15. A dagskrá verður meðal annars söngur, gleöi og grin. Verð aðgöngumiöa er kr. 1500 — (innifaliö er kaffi, heimabakaöar kökur og happdrætti). Agóöi af skemmtuninni rennur til styrktar sólarferö gigtveikra barna og unglinga. Aö öllu forfallalausu veröa sólarferðir félagsins 1979 kynntar á fundinum. Kári Eiriksson á Kjarvalsstöðum t dag, iaugardag, opnar Kári Eiriksson máivekasýningu aö KjarvaIsstööum og er hún opin til 17. júni. Kári sýnir 72 ollumál- verk. Kári Eiriksson er fæddur 1935 á Þingeyri viö Dýrafjörö. Náms og dvalarstaöir, Reykjavik, Kaupmannahöfn, Flórens, Róm, Mexikóborg og New York. Kári hefur haldið fjórar einka- sýningar erlendis, siöast i Genf I Sviss 1974. Fyrsta sýning hér heima var i Listamannaskálanum viö Kirkju- stræti 1959 og síöast Kjarvals- stööum 1973. Þetta er fimmta málverkasýn- ing Kára hér I Reykjavík. Italskur harmoniku- snillingur í Norræna húsinu ttalski harmonikuleikarinn Salvatore de Gesualdo heldur tónleika I Norræna húsinu nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Di Gesualdohefúr tvfvegis áöur veriö hér á ferð, 1972 og 1974, en þá lék hann á tónleikum viðsvegar um landið. Aö þessu sinni mun hann, auk Reykjavikur, leika á HUsavIk og eftúvill viöar. Hingað til lands kemur Salvatore de Gesualdo á vegum Högna Jónssonar, sem hyggst reyna aö kynna harmonik- una sem klassiskt hljóöfæri hér á landi, meö tónleikahaldi fremstu harmonikuleikara. Salvatorede Gesualdo, sem er kennari I tónsmiöum viö tónlistarháskólann i Flórens, tel- ur aö harmonikan sé ákjósanlegt hljóöfæri til túlkunar eldri orgel- Di Gesualdo verka sem og nútimatónlistar. Ýmsir nútimahöfundar hafa til- einkaðhonum verk sin,má nefna Sylvano Bussotti, Bruno Barto- lozzi og György Ligeti. Di Gesualdo hefur haldiö tónleika i flestum Evrópulöndum og i Bandarikjunum. Hann hefur hlotiö frábæra dóma gagn- rýnenda, bæöi sem flytjandi og tónskáld, nefna þeir gjarnan að hann hafi lyft harmonikunni á hærra sviö listræns flutnings. Bóndakona í Ásmundarsal Soffia Þorkelsdóttir opnar mál- verkasýningu laugardaginn 26.05. kl. 14.00 i Asmundarsal viö Freyjugötu I Reykjavlk. Hún sýn- ir þar 51 mynd. Sýningin veröur opin frá 26.05—04.06 alla daga frá 14.00—22.00. Soffia er rúmlega fimmtue bóndakona af Snæfellsnesi, 7 barna móöir. HUn hefur teiknaö frá unga aldri, og málaö siöustu 15 árin. Á þessari sýningu sýnir hún árangur verka sinna hin siðari ár, myndir sem fyrst og fremst eru unnar I fristundum frá erilsömu starfi hversdagslifsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.