Þjóðviljinn - 02.06.1979, Side 1

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Side 1
UOÐVIUINN Laugardagur 2. júni 1979 —124. tbl. 44. árg. MJÓLKURSAM LÖGIN MEÐ HÓTANIR Vinnslu hætt og mjólk hellt niður ef ekki leysist úr mjólkurfrœöingadeilunni ,,Það er óhjákvæmileg stað- reynd að fyrr eða seinna verður að hætta að taka á móti mjólk til vinnslu ogef til vill veröur að loka mjólkurbiíðunum og i framhaldi af þvi að segja upp fastráðnu starfsfólki. Bændur hafa ekki efni á að hella niður mjólk og greiða samt starfsfólki áfram fullt kaup, án þess að það hafi verkefni. í landbúnaðinum er að skapast neyðarástand, sem ekki er séð hvernig verður leyst.” Þannig hljóöar kafli úr greinar- gerð sem mjólkursamlögin afhentu blaöamönnum á fundi i mjólkurstöðinni i Reykjavlk I gær. A fundinum kom fram hjá forsvarsmönnum samlaganna að samlögin telja sér ekki fært aö semja við mjólkurfræðinga nú eins og ástatt er i þjóðfélaginu „Þeir þe. mjólkurfræðingar, eru tekjuhæsti starfshópurinn i mjólkurbúunum og tekjuhækkun hjá þeim hópi umfram aðra myndi kalla á kaupha*kun hjá öðru starfsliði mjólkurbúanna og siðan siast út i allt launakerfið i landinu. A meðan rikisvaldið er aðreyna að ná tökum á veröbólg- unni telja forráðamenn mjólkur- samlaganna að þeir geti ekki brotið isinn á þessu sviði,” segir i greinargerð samtoganna, Aðspuröir sögðust mjólkur- samlagsmennirnir ekki hafa orðið fyrir þrýstingi frá Vinnu- veitendasambandi Islands varðandi niðurhellingu á mjólk. Það væri einhugur um þessar aö- gerðir innan allra samlaganna og mættu menn eiga von á að þær kæmu til fljótlega eftir helgina. Rikisstjórnin hefur rætt mikið þessi mál að sögn samlagsmanna en ekki hafa enn verið teknar neinar ákvarðanir til að koma i veg fyrir að mjólk verði hellt niður. Bændur telja sig tapa að meöaltali 9.000 kr. á dag á hvern meðalbónda þessa dagana vegna þess hve stór hluti af mjólkinni fer i vinnslu á ostum og smjöri sem ekki eru lengur til neinar útflutningsbætur fyrir. Kaldasti maí í heila öld Mai-mánuðurinn sem nú var að liöa er langkaldasti maimánuður sem komið hefur hér á landi síðan mælingar hófust fyrir um það bil 100 árum. Munurinn á þessum mánuði og þeim kaldasta hingað til er á milli 1 og 2 gráður á þeim stöðum, sem reiknaðir hafa verið út i dag, og er það rúmri 4 1/2 gráðu kaldara en I meðalári. Að sögn Þóris Sigurössonar veður- fræöings var meðalhitinn i Reykjavik núna 2.3 gráður, en kaldasti mánuður til þessa var maimánuður 1888, en þá var með- alhitinn 3.3 gráður. 1 Stykkis- hólmi hófust mælingar 1845 og köldustu mánuðurnir hingað til voru mai 1866 og 1906, en þá var meðalhitinn 1.4 gráður. Núna var meöalhitinn hins vegar 0.9 gráð- ur. A Akureyri var meðalhitinn minus 0.3 gráður, á Raufarhöfn minus 1.9 gráða og er þetta 6-6 1/2 gráðu kaldara en i meðalári. Kaldasti mánuður sem mælst hefur á Akureyri hingað til var mai mánuður 1906, en þá var meðalhitinn 1 1/2 gráða eða tæpum 2 gráðum hlýrri en i ár. A Höfn i Hornafirði var meðal- hitinn í maí núna, 1 1/2 gráða, sem er 4.7 gráðum kaldara en I meðalári. Vorið i heild, þ.e. april og maí, eru þvi með þeim köldustu sem komið hafa. 1 Reykjavik var þó vorið 1949kaldara, þá var meðal- hitinn 1.8 gráður, en nú 2.2 gráð- ur. -Þig Margir yilja LSD 1 gærkvöld var útrunninn um- sóknarfrestur um stöðu yfir- manns Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins. Að sögn Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra eru umsækjendur um tiu talsins en hann vildi ekki gefa upp nöfn þeirra að svo stöddu, þar sem umsóknir voru enn að berast I gær. Að þvi er Þjóðviljinn hefúr fregnað eftir öðrum leiðum munu eftirfarandi vera meðal umsækj- enda: Bryndls Schram, Erlingur Halldórsson, Tage Ammendrup, Elinborg Stefánsdóttir, Ragnar Jónsson, Jón örn Marinósson, Hinrik Bjarnason, Róska og Hrafn Gunnlaugsson. —vh Innan skamms frumsýnir Alþýðuleikhúsið nýtt Islenskt leikrit sem nefnist „Blómarósir”. Höfundur er ólafur Haukur Sfmon- arson en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Þjóðviljinn leit inn á æfingu fyrir skömmu og spjallaði við höfund og leikstjóra. — Sjá opnu. m ■ mm m mma mm ■ bm ■■ ■ mm ■ m ■ mi ■ ■ ■ ■■ ■ m ■ mm ■ csa Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Oiíufélagsins h.f. Hvergi ódýrari olía Flutningsgjöldin frá Sovétríkjunum eru mjög hagkvæm „Ég held að það sé ekki neinn möguleiki að kaupa ódýrari oliu annarsstaðar en frá Sovétrlkjun- um,” sagði Vilhjálmur Jónsson forstjóri óllufélagsins hf. I sam- tali við Þjóðviljann I gær. ,,Það er skortur á óliu I heiminum, en menn viröast eiga erfitt með aö gera sér grein fyrir þvl.” Vilhjálmur sagði að þessi skortur heföi leitt til þess, að stóru oliufélögin tækju ekki við nýjum viðskiptamönnum. Þau reyndu að láta viöskiptaaðilja sinahafa þá oliusem þaugætu og jafnvel draga heldur úr magninu. ESSO miöaöi t.d. við afgreiðslu siðasta árs og drægi slðan 10% frá. Sem dæmi um samdráttinn nefndi hann að Texaco, sem er þriðja stærsta ollufélag i heimi, hefðu tilkynnt Flugleiöum, sem hafa haft samning við þá I Frank- furt, aö félagiö verði að loka öllu þar og Flugleiðir geti ekki fengið hjá þeim eldsneyti frá 1. júni. Flugleiðir eru þvi að leita fyrir sér hjá öörum ollufélögum um þessar mundir og Oliufélagið grennslaðist m.a. fyrir um hvort Framhald á bls. 22 Kristinn Finnbogason náöi sínu í Iscargo Sjá frétt á sídu 3 pFá sk7pai'élög Té úr 'bönkúin í hérkostnað?] Þjóðviljanum barst til eyrna I gær að skipafélögin Hafskip og Eimskip hefðu að undanförnu fengið stórfelldan yfirdrátt hjá Lands bankanum og (Jtvegs- bankanum m.a. til þess að standa undir herkostnaði I yfir- standandi deilu þessara félaga viö farmenn. Jónas Rafnar bankastjóri (Jtvegsbankans ■ ■■■■■■nillBIHDI kvað það af og frá að Hafskip hefði fengið einhverja auka- fyrirgreiðslu nú vegna verk- fallsins, þvert á móti hefðu viðskipti þess við bankann dreg- ist saman siðustu vikur. Bankaráð Landsbankans var á fundi siðdegis i gær, en Þjóðviljinn haföi samband við Atla Viðar Jónsson yfirmann nndðijui i uivcgbudiiKdiia rtiid viudi juiibbuii yiiriridnn Hlaupareikningsdeildar Lands- bankans. „Mér er óheimilt að | gefa það upp. Ég get þvi hvorki " svarað þessu með jái eða neii”, | sagði Atli Viðar er Þjóöviljinn ■ spurði hvort Hafskip og Eim- J skip hefðu fengið aukinn yfir- I drátt hjá bankanum á siðustu I vikum. —ÞIG b isniwstaiaasiamiKi wm Rætt vid Gudmund J. Guðmundsson SJÁ SÍÐU 6 Vésteinn Lúdvíks- son skrifar um leiklistina í Ijósi Prinsessunnar á bauninni SJÁ SÍÐU 7 Vidtal við gamlan franskan sæúlf frá Pompól, sem strandaði við Ingólfshöfða 1912 SJÁ SÍÐU 8 SJÁ SÍÐU 15 SJA SIÐU 4 Lúðvík Jósepsson skrifar um afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins til bænda Rætt við Öddu Báru Sigfúsdóttur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.