Þjóðviljinn - 02.06.1979, Side 15

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Side 15
Laugardagur 2. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 15 Málefni aldraðra koma okkur öllum við og nú er ýmislegt á döfinni hjá Reykjavikurborg þeim til handa. Myndin er tekin á Hrafnistu I janúar sl.;það er greiniiega spenna ispilinu. — Ljósm.: Leifur. Rætt viö Öddu Báru Sigfúsdóttur formann heilbrigðis- málaráös MÁLEFNI ALDRAÐRA í REYKJAVÍK „Heilmikið ad gerast” Oft er til þess vitnað að samfélagið á skyldum að gegna við elstu kynslóðina sem sest er i helgan stein. Gamla fólkið sem löngu hefur skilað sinu dagsverki ætti að geta lifað áhyggjulaust og ánægt á sinu ævikvöldi. Við vitum öli að sú er ekki raunin. Allt of margt aldrað fólk býr við bágar aðstæður, er einmana og öryggislaust ef ekki bláfátækt. Borgarstjórnarmeirihluti vinstri manna er eins árs um þessar mundir. Hvað er hann að gera fyrir aldraða? Við gengum á fund Öddu Báru Sigfúsdóttur sem er form. heilbrigðismálaráðs og leituðum fregna af framkvæmdum borgarinnar öldruðum til handa. — bað er heilmikið að gerast i málefnum aldraðra , sagði Adda Bára. Dvalar- heimili aldraðra er i byggingu við Dalbraut. Þar er stór aðal- bygging með ibúðum fyrir ein- staklinga og einnig þrjú stök hús með ibúðum fyrir hjón. Alls eru þetta 18 hjónaibúðir og 46 ein- staklingsibúðir. Þarna verður veitt ýmis konar þjónusta t.d. fullkomið eldhús auk eldunaraðstöðu i hverri ibúð. Hver einstaklingur fær alla þá þjónustu sem hann þarf og vakt verður allan sólar- hringinn. I stærri byggingunni er rúmgott anddyri, þar sem verður verslun og hægt verður að setjast niður og fá sér kaffi og bjóða gestum með sér eða að ræða við aðra ibúa. 1 dvalarheimilinu verður aö- staða fyrir likamsþjálfun og einnig föndurherbergi. Þetta heimili er likt þvi sem opnað var i vetur við Lönguhlið, en við Dalbrautina verður meiri þjón- usta. Nœsta verkefni — Þá er einnig verið að teikna heimili fyrir 60 manns á reitnum bak við Heilsuverndar- stöðina. Það veröur næsta verk- efnið. Þar veröur fólk sem þarf á umönnun að halda og með þvi verður væntanlega hægt að sinna fólki sem er umhirðulitið i heimahúsum. I fyrra þegar ibúðirnar við Lönguhlið voru auglýstar bárust 210 umsóknir um 30 ibúðir. Það er þvi enn eftir að bæta úr þörf margra. Þeir sem sóttu um þá, þurfa ekki að sækja um aftur, en bráðlega verða ibúöirnar við Dalbraut auglýstar. Hafnarbúöir og Arnarholt — 1 Hafnarbúðum tekur bráðlega til starfa dagdeild — fólk kemur þá á morgnana og er daglangt. Það nýtur læknisþjón- ustu og fær hressingu. Þessi þjónusta léttir á heimilum og verður gamla fólkinu væntan- lega einnig til ánægju. — Það er veriö að endur- skipuleggja starfsemi geðdeild- arinnar i Arnarholti. Nú er farið að keyra starfsfólkið úr og i bæinrt og við það losnaði hús. Borgarspitalinn er að sækja um leyfi til ráðuneytisins til að fá aö nota húsið sem hluta af spital- anum. Þá verður hægt að taka við 23 sjúklingum i viðbót. 1 tengslum við þessar breytingar hefur verið unniö að endurskipu- « lagningu geðdeildarinnar. Starfshópur vann að þessum breytingum, en i honum var meðal annarra yfirlæknirinn Karl Strand. Þessar breytingar eru i undirbúningi og búið að samþykkja þær i stjórn spital- ans. Nýja slysadeildin — Ef við vikjum nánar að sjúkrahúsmálum þá er verið að ljúka við nýja slysadeild sem hefur reyndar verið allt of lengi i byggingu, þar hafa áætlanir staðist illa. Það á að flytja i nýju álmuna i sumar og þá verður ekki aðeins um að ræða að slysadeildin fái nýtt húsnæði til umráða, heldur á það öngþveiti, sem skapast vegna fólks sem þarf að fá framhaldsmeðferð, að vera úr sögunni. Vaktþjónustan um helgar og á nóttunni verður þarna til húsa og fær betri aðstöðu. Sundlaugin við Grensásdeildina Þá ber einnig að nefna aö búið er að greiða úr flækjunni vegna sundlaugar við Grensás- deildina. 1 fyrra var deilt um kostnaðarskiptinguna milli rikis og borgar, en við gerð fjárlaga fyrir þetta ár var endanlega úr þvi skorið að rikið tekur fullan þátt i þessari byggingu sam- kvæmt lögum um sjúkrahús og greiðir 85% af byggingar- kostnaði. Brautin er nú alveg bein og gaman væri að geta tekið sund- laugina i notkun á Ari fatlaðra, 1980. —ká

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.