Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6, júni, 1979 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis l'tgefandi: L’tgáfufólag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Kitstjorar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haróardóttir l msjónarmaóur Sunnudagsblafts: lngólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson BlaAamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason. Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuÖmundsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, EHas Mar Safnvöröur: Eyjóifur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Þorgeir Olafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristín Pét- ursdóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir. Sigrlöur Kristjánsdóttir Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavlk. simi 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. Vilja menn jajnlaunastefnu? • Það hefur verið endurtekið nógu oft, að rikis- stjórn sú sem nú situr varð til vegna þess að verka- lýðshreyfingin eða mjög stór hluti hennar vildi að slikt stjórnarsamstarf yrði reynt. Það hefur oft ver- ið rif jað upp að stjórninni var ýtt úr vör með fyrir- heitum um náið samstarf við samtök launafólks um allar meiriháttar aðgerðir i efnahags- og kjaramál- um. Það er og ljóst, að reynt hefur verið að fylgja samráðsstefnu. En þrátt fyrir allt þetta blasir nú við, að rikisstjórn sem vildi byggja á gagnkvæmum velvilja i sambúð við verkalýðshreyfinguna á i vax- andi sambúðarerfiðleikum við samtök launafólks, þótt sá vandi sé ekki hinn sami gagnvart einstökum hópum. • Ástæðan fyrir þessum vandkvæðum er meðal annars þar að leita, að margir veigamiklir þættir i stefnumótun voru óútkljáðir þegar af stað var farið og á þetta við bæði um verkalýðshreyfinguna sjálfa og þá flokka sem henni eru nákomnastir. Að visu mætti vitna til samstöðu um nokkra almenna hluti i kröfugerð fyrir hönd launþega, en við aðstæður þeg- ar erfiðara er að fylgja þeim eftir en stundum áður koma upp ný vandamál sem alltof litill gaumur hafði verið gefinn. Og meðal annars vegna þess hve góða kunnáttu atvinnurekendur hafa sýnt i að beina umrasðunni innábrautir hinnar frægu umræðu um þjóðarkökuna, þá hefur útkoman orðið vaxandi tor- tryggni milli einstakra félaga og hópa launafólks eins og mörg dæmi úr umræðu siðustu vikna sýna. • Við þessar aðstæður er ekki nema eðlilegt að innt sé eftir samræmdri stefnu launþegasamtaka i launamálum. Og þá er i reynd spurt að þvi fyrst og fremst hvað menn eiga við með jafnlaunastefnu og hvernig hún eigi að þróast. Langflestir eru tilbúnir að segja eitthvað jákvætt um jafnari tekjuskiptingu — en fátt umfram það. Menn, sem i mörgum grein- um eru samherjar, koma fram með andstæðustu svör, hvenær sem spurt er nánar út i þessi mál. Það eru borin fram veigamikil rök fyrir þvi, að það verðbótakerfi sé óréttlátt sem fái fjölskyldum mjög misjafnlega mikið fé i hendur til þess að bregðast við til dæmis jafn litt viðráðanlegum verðhækkun- um og á bensini eða kaffi. En um leið og það er sagt mun ekki standa á þeim, sem sanna, einnig með gildum rökum veruleikans, að visitöluþak, sem mundi vinna gegn ofangreindri mismunun, sé óframkvæmanlegt til lengdar i islenskri verðbólgu vegna þess að það eyði öllum launamismun á skömmum tima. Það eru tiunduð dæmi um mikinn mun á hæstu og lægstu tekjum i landinu, en aðrir kunna frá þvi að segja, að umsamið launabil sé á Is- landi minna en i svotil öllum löndum, einnig þeim þar sem byltingar hafa verið gerðar i nafni sósial- isma. Og það er lika minnt á, að launamunur segi ekki nema hálfa sögu, umræða um hann verði einn- ig að taka mið af rauntekjum og svo þvi hvernig bamabætur, skattakerfi og fleiri þættir virka til kjarajöfnunar. • Þessi mál hafa verið reifuð i viðtölum og dag- skrárgreinum hér i blaðinu, og að sjálfsögðu er mikil nauðsyn að þvi haldi áfram. Eyður eru enn margar i upplýsingum — t.d. munu alltof fáir hafa sæmilega hugmynd um það hvert við höfum i raun verið að stefna i þróun launakerfa. En einna nauð- synlegast er þó að komast að þvi, hvaða hlut samtök launafólks ætla sér sjálf um afdrif hugmynda um jafnlaunastefnu eða samstöðulaunastefnu. Vill hún hafa eigið frumkvæði i þeim efnum, eða láta þau ráðast i einhverri illa útreiknanlegri blöndu af rikisafskiptum og átökum einstakra félaga og hópa við mótaðila sina á vinnumarkaði? Þetta er að sjálfsögðu spurning sem mjög erfitt er að svara i þvi ástandi sem nú rikir, en hitt er jafnljóst að undan henni verður ekki komist. —áb : Olíumengun enn Ellas Jóhannsson ritar pistU I 2 10 ára afmælisblaö Suöurnesja- I tiöinda og tengir þar velheppn- ■ aöa baráttu Suöurnesjabúa | gegn mengun frá Fiskiöjunni ■ nauösyn þess aö beita viölfka ■ þrýstingi gegn ollusulli Banda- J rikjahers á Keflavlkurflugvelli. ■ Grein Ellasar er svohljóöandi: ■ „I framhaldi af Fiskiöjumálinu | svokallaöa er ekki vanþörf á aö ■ vekja enn einu sinni upp um- ■ ræöur um olíutanka þá sem eru J hérna alls staöar fyrir ofan bæ- ■ inn okkar. Ollum viröist hjart- ■ anlega sama um alla þá hættu " eribúarnir, sem næst tönkunum | búa eru, eöa réttara sagt veröa ■ I, þegar þessir tankar gefa sig, I þvl varla standa þeir til eillföar- * nóns. Viröast þeir margir hverj- ■ ir vera aö hruni komnir. Ekki má gleyma leiöslunni 'l frá Keflavíkurhöfn, sem kemur I úr jöröu rétt fyrir ofan Fiskiöj- ■ una og klýfur byggöir 1 Keflavikur og Njarövikur I 2 tvennt, þannig aö örmjó renna | er fyrir bílaumferö undir veggj- ■ um Fiskiöjunnar, sem tengir í byggöirnar I Keflavfk, Sand- | geröi og Garöi í þjóövegarsam- ■ band viö Reykjavík og lands- I byggöina. betta kallar maöur m aö vera girtur af. En hvaö skeö- ■ ur ef leiöslan hrekkur I sundur ■ og ollan lekur niöur I jaröveg- J inn? Þaö kallast á nútimamáli | mengun.” j Vatnsbólin j flutt? B ,,En vel aö merkja, þess kon- ■ ar mengun kemur ekki I ljós a fyrr en eftir nokkur ár eöa ára- | tugi. Og þá duga engin ■ vettlingatök, eins og aö moka m yfir drasliö til aö fela þaö. Nei, I þaö kostar aö færa vatnsbólin ■ nokkrakflómetra út Ihrauniö og | jafnvel langleiöina upp aö hita- ■ veitunni okkar viö SVartsengi. ■ Þá þyrftum viö einnig aö huga J aö nýjum vatnsleiöslum i göt- ■ urnar og inn 1 húsin. JSjálfsagt 1 yröum viö aö bjarga okkur meö “ garöslöngur og vatnsveitu liggj- | andi ofan á götunum til aö byrja - meö.” L. Eða beitt þrýstingi „En þetta kostar allt saman peninga og vinnu og heilmikiö jarörask. Þetta getum viö losaö okkur viö ef viö viljum. Baraaö beita þrýstingi til að losa okkur við mengun sem þjáö hefur oss f áraraöir. Sá þrýstingur sem viö beitum ráöamenn til aö hafa áhrif á aö herinn komi þessum ollugeymslumálum sinum I mannsæmandi horf, kemur okk- ur til góöa upp á alla framtfö og gérir búsetu á svæöinu örugga meö þau grundvallarréttindi aö hafa vatnsbólin okkar í friöi. Aö lokum: Burt meö stóru tankbflana af Keflavikurvegin- um! ” Nýtt tvistirni í Framsókn „Þeir eru farnir aö llkjast Ey- steini og Hermanni I slagnum viö Jónas á sfnum tfma, þeir Tómas Steingrímur og Tómas,” sagöi maöur meö gottpólitfskt nef viö klippara í gær. Rétt er, aö engu llkara er en Steingrímur flokks- formaöur og Tómas fjármála- ráöherra séuslfellt með tilhlaup til þess aö skáka Ólafi Jóhann- essyni f orsætisráöherra úr sviösljósinu ef þá ekki pólitik- inni. Siöasta dæmiö kom upp meö- an Olafur var aö taka viö dokt- orsnafnbótinni og riddaraliös- hattinum vestur i Manitóba I siöustu viku. Þá dustuöu Stein- grimur og Tómas rykiö af tillög- um Framsóknarflokksins I kjaramálunum sem þeir höföu drifiö f gegnum stofnanir flokksins, en forsætisráöherra blásiö á eins og sápukúlur. Ólafur ræöur enn öllu sem hann vill I Framsóknarflokkn- um, en Ijóst er aö Tómas og Steingrimur una þvi illa og þykjast finna aukinn stuöning I flokksstofnunum fyrir þvi aö forsætisráöherra veröi aö viröa flokkssamþykktir. Meö þær aö vopni sækja þeir aö Ólafi, ogeft- ir er aö sjá hvort honum fatast vörnin eins og Jónasi forðum. Steingrimur Jakobínuvaka Dagskrá úr verkum Jakobínu Siguröardóttur í Norrœna húsinu Dagskrá úr verkum Jakobfnu Siguröardóttur skáldkonu I Garöi veröur flutt f Norræna húsinu á fimmtudagskvöldiö kl. 20.30. Þaö er Rauösokkahreyfingin sem stendur aö undirbúningi, en leik- arar og leikmenn flytja. Meðal efnis er leikþátturinn NEI sem saminn var fyrir sýn- ingu Akureyringa á „Ertu nú ánægö kerling” fyrir nokkrum árum. Þá veröur lesiö og leikiö úr skáldsögunum Dægurvisu, Snör- unni og Lifandi vatninu og sög- unni af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilriöi kotungsdóttur, einnig smásaga úr Sjö vindum gráum. Ljóö veröa lesin og sungin, en þær Fjóla ólafsdóttir og Olga Guörún Arnadóttir hafa samiö lög viö ljóö Jakobinu i tilefni dagskrárinnar. Jakobina hefur þegiö boö Rauðsokkahreyfingarinnar um að koma i bæinn og hlýöa á dagskrána. —ká Jakoblna Siguröardóttir. Verðlaunasamkeppni um barnabók Stjðrn Rlkisútgáfu námsbóka hefur ákveöiö aö efna til verðlaunasamkeppni um samn- ingu barnabókar I tilefni barna- árs Sameinuöu þjóöanna. Þykir útgáfunni þetta tilhlýöilegt nú I ár þegar athygli þjóöa beinist aö högum barna og nánasta um- hverfi þeirra, aö þvi er fram kemur^ fréttatilkynningu. Markmiö meö samkeppni þessari er aö efna til útgáfu barna- eða unglingabókar sem hefur m.a. uppeldislegt og þroskandi gildi. Þriggja manna dómnefnd metur aösend handrit. Verölaun — 500.000 krónur — verða veitt fyrir handrit sem valiö yröi til útgáfu. Handritum sé skilaö fyrir 1. desember n.k. og skulu þau merkt dulnefni en nafn og heimilisfang fylgi i lokuðu umslagi. Ef dómnefnd metur fleiri en eitt handrit æskilegt til útgáfu, hefur Rikisútgáfan hug á að kaupa útgáfurétt aö þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.