Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 20
MOÐVIUINN
Miftvikudagur 6, júnl, 1979
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I sima-
skrá.
Tilboð
ólíklegt í
farmanna-
deilunni
Sáttanefnd í yfirstandandi
kjaradeilum kom saman til
fundar í gær til aö meta
þau störf undirnefnda/
sem unnin voru yfir
helgina.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóöviljinn aflaði sér hjá Páli
Hermannssyni blaöafulltrúa
Farmanna- og fiskimannasam —
bandsins þá munu undir-
nefndirnar m.a. hafa lagt drög að
nýjum töxtum fyrir hugsanlega
samninga i þeirra deilu, en
taxtarnir eru allir tölulausir.
Þjóbviljinn hafði samband við
Torfa Hjartarson rikissátta-
semjara og innti hann eftir næstu
skrefum sáttanefndarinnar. Torfi
sagöi að sáttanefndin hefði rætt
um þessi störf undirnefnda og
taldi hann undirnefndur hafa
unnið mjög gott starf. Frekari
upplýsingar um hvaö sátta-
nefndin hygbist nú gera vildi
Torfi ekki veita. Er Torfi var
inntur eftir þvi hvort nefndin
mundi leggja fram sáttatilboö i
farmannadeilunni, þá svaraði
hann þvi til, að hann teldi þaö
nánast útilokaö, þar sem óliklegt
væri aö deiluaðilar myndu
fallast á eitthvaö slikt frá sátta-
nefnd og þeir hefðu hingaö til ekki
fallist á nein tilboð. Hins vegar
heföi sáttanefndin skoðaö ýmis
önnur mál i þessum kjaradeilum.
— Þig
Frystihúsbruninn
á Stokkseyri:
Ungur
maður
í gæslu-
varðhald
Sýslumannsembættið á Selfossi
hefur úrskuröaö tvitugan
Stokkseyring i sjö daga gæslu-
varöhald þar sem hann er grun-
aöur um aö vera valdur aö
brunanum I frystihúsi
Stokkseyringa i siöustu viku.
Er rannsókn hófst i bruna-
rústum frystihússins eftir
brunann þar s.l. miðvikudag kom
fljótlega i ljós aö orsaka brunans
væri aö leita i ikveikju. S.L.
föstudag var siöan tvitugur
Stokkseyringur, sem mun hafa
unnið i frystihúsinu um tima, úr-
skurðaöur i 7 daga gæsluvarð-
hald grunaöur um að vera valdur
aö brunanum. Sýslumanns-
embættið á Selfossi annast
rannsókn málsins og mun vera
unnið stööugt aö lausn málsins,
og ættu linurnar aö skýrast
fljótlega.
— Þlg
„Sjóræningjaskipiö” Berglind i Hafnarfjaröarhöfn i gær. Ljósm,-eik
• 55
„ S j óræning j askip
kyrrsett hér?
Sjómannasamtökin munu
hafa reynt I gær aö fá „sjóræn-
ingjaskipiö” „Berglind”, sem
nú liggur i Hafnarfjaröarhöfn
kyrrsett vegna farmannaverk-
fallsins og vangoldinna stéttafé-
lagsgjalda yfirmanna skipsins.
1 gærmorgun kom inn i Hafn-
arfjarðarhöfn kaupskip eitt,
sem hefir verið i siglingum fyrir
Bifröst, en er i leigu fyrirtækis
ins Islensk kaupskip, sem nú er
að festa kaup á þvi. Skip þetta
ber nafnið „Berglind” og siglir
það undir fána frá Singapore og
er þvi gjarnan nefnt, farmanna
á meðal, sjóræningjaskip.
Ahöfnin á skipinu er 14 manns,
þar af 11 islendingar 1 vestur-
tslendingur og tveir Kanada-
menn. Áhöfnin er stór aðili að
Islensk kaupskip, en þetta er
eina skip félagsins.en skipiö er
3074 brúttólestir aö stærö.
Er skipiö kom hlaðið gámum
og bifreiöum inn i höfnina i
Hafnarfiröi þá voru þar mættir
menn frá sjómannasamtökun-
um og tjáöu þeir Þjóöviljanum
aö reynt yröi aö fá skipið kyrr-
sett vegna farmannaverkfalls-
ins auk þess aö yfirmennirnir
skulduðu stórar upphæðir i
stéttarfélagsgjöld.
Skipiöhefur veriö mikið i sigl-
ingum á Karabiska hafinu og til
Kanada.
K ■ mm ■ ■■ ■ mm ■ mm ■ ■■■ ■ mm ■■■■■■■ ■■ ■ ■■ ■ mm ■ h ■ ■ ■ ■ ■ ■■■ ■ ■■ ■ ■■
Gfr./— Þig
■ «■■■■■ ■Ji
Sundlaug við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
íbúar mótmæla
seina-
gangi
Það hefði mátt halda að
gamla borgarstjórnin væri
tekin við að nýju þegar
ibúar i Breiðholti III
afhentu mótmæli sin/ við
sundlaugabyggingu Fjöl-
brautaskólans i Breiðholti
síðdegis í þriðjudag.
Allri borgarstjórninni var boðiö
til aö taka viö undirskriftum
ibúanna en þeir Birgir ísleifur,
Ölafur Thors og Magnús L.
Sveinsson voru þeir einu sem létu
svo litið að mæta. Lét Birgir þau
orö falla aö stundum yröu þeir aö
hlaupa i skaröiö f. meirihlutann
en mótmælunum skyldi komiö til
skila.
Málið er þannig vaxiö aö
sundlaug hefur veriö i smiöum
við Fjölbrautaskólann og átti aö
vera tilbúin til notkunar 1978. Þá
var framkvæmdum frestað til ’79
og eftir aö nýi meirihlutinn komst
til valda var enn frestaö og nú til
1981.
Tvær borgarstjórnir hafa frestaö þvi aö ljúka viö þessa sundlaug — og
vinnusvæöiö er opiö og hættulegt. (Ijósm. Leifur).
Ýmis félög i hverfinu hafa
safnað undirskriftum til að
mótmæla þessum Itrekuöu
frestunum og benda á aö hverfiö
er eitt barnflesta hverfi borgar-
innar. Sundkennsla er i algjöru
lágmarki og töluveröur kostnaöur
þvi samfara aö senda börnin
niöur i bæ.
tbúarnir vilja einnig benda á
hversu óvariö vinnusvæöiö viö
sundlaugina er. Þar getur aö lita
gryfjur og steypuvira sem skaga
upp úr nýsmiöinni. Svæöiö er
ógirt og þvi hættuleg slysagildra
fyrir börn sem litla aöstööu hafa
til leikja i hverfinu og leita i svona
„spennandi” umhverfi.
Ætlun samtakanna sem að mót-
mælunum stóöu var aö sýna
borgarstjórninni aöstæðurnar
þarna um leiö og mótmælin væru
afhent, en eins og áöur segir voru
engir' fulltrúar meirihlutans
viöstaddir til aö skýra sin
sjónarmiö. Létu þeir ekkert frá
sér heyra.
—ká
Hótun um niður-
hellingu mjólkur
Herbragð
búanna
segja mjólkur-
fræðingar
Talsmenn mjólkurfræð-
inga telja þær fréttir/ sem
berast frá forráðamönn-
um mjólkurbúanna um að
bráðlega þurf i að hella nið-
ur mjólk/ herbragð til að
þrýsta á stjórnvöld.
Þetta voru upplýsingar sem
Þjóöviljinn aflaði sér hjá Gissuri
Jenssyni ritara Mjólkurfræöinga-
félags íslands, er hann var inntur
eftir upplýsingum um stööuna i
kjaradeilunni og um álit hans á
fréttum I fjölmiölum i gær þar
sem haft var eftir forstjóra
Mjólkursamsölunnar aö nauösyn-
legt væri að hella nú niöur mjólk.
Gissur sagöi að þessar fréttir
kæmu sér mjög spánskt fyrir
sjónir þar sem nægt geymslú'rými
væri til I Mjólkurbúi Flóamanna,
a.m.k., og mjólkurfræöingar
reiöubúnir til að vinna alla mjólk
sem aö þessu búi bærist. Þá taldi
Gissur aö geymslurýmiö myndi
endast mikiö lengur.
Gissur Jensson taldi þvi þessar
hótanir forráðamanna búanna
herbragð til aö þrýsta á stjórn-
völd til aögeröa i deilunni. Ef hins
vegar veröur fariö aö hella niöur
mjólk, sem ekki þarf af ofan-
greindum sökum, þá firrum viö
okkur allri ábyrgð af sliku, sagöi
Gissur. Framhald á 18. siöu
Forseti
FFSÍ krefst
lausnar
sáttanefndar
Greint var frá i fréttum fyrir
helgi aö Ingólfur Ingólfsson for-
seti Farmanna og fiskimanna-
sambandsins ætlaöi aö ganga á
fund forsætisráðherra og krefjast
þess aö hann leysti sáttanefndina
I farmannadeilunni frá störfum.
Þjóöviljinn haföi samband við
Torfa Hjartarson rikissáttasemj-
ara, siödegis i gær og innti hann
eftir þvi hver væri afstaða hans til
þessarar kröfu forseta FFSÍ.
Torfi sagöi að hann héldi aö
ekki gæti veriö mikil alvara I
þessari kröfu. Hann teldi aö far-
menn yröu engu bættari ef hann
eöa aörir nefndarmenn segöu af
sér og myndi sáttanefndin halda
áfram störfum þrátt fyrir þessa
yfirlýsingu Ingólfs Ingólfssonar.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóöviljinn aflaöi sér i gærkveldi
hjá Farmanna og fiskimanna-
sambandinu þá er fúlasta alvara i
þvi hjá Ingólfi aö ganga á fund
forsætisráöherra i dag og fara
fram á aö sáttanefndin veröi leyst
frá störfum. Ingólfur mun hafa
ætlaö aö hitta forsætisráðherra i
gærmorgun, en ekki varö aö þvi
þar sem fyrirhuguöum rikis-
stjórnarfundi var frestaö vegna
heimsóknar varaforsætisráö-
herra Kina.
-Þig
------------------------1
Leysingar og vatnavextir norðanlands |
Eins og landsmenn hafa orðiö
varir viö hefur veöriö breyst
mjög til hins betra nú siöustu
daga. Hlýindi og sólskin hafa
brætt snjóaiög og klaki hverfur
” óöum úr jöröu meö þcim afleiö-
j^ingum aö viöa eru leysingar og
vatnavextir.
Fyrir noröan hefur viöa flætt
yfir vegi og skörð myndast.
Hjá vegageröinni fékk Þjóö-
viljinn þær upplýsingar aö allar
aöalleiöir væru færar, en hjá
Húsabakka viö Köldukinn fór
vegurinn i sundur, en hefur þó
tekist aö koma bilum þar yfir.
Þá fór vegurinn i sundur á
tveimur stööum á Tjörnesi.
Öfært er á kafla i öxarfiröi og
Mývatnsöræfi eru ófær.
I Eyjafiröi hafa oröiö smá
skriöuföll, þó ekkert alvarlegt;
ófært var i Vaglaskóg sökum
aurbleytu.
Annars staöar á landinu var
ástandiö allgott en viöa gilda
þungatakmarkanir vegna aur- B
bleytu. A Hjallahálsi á Vest-
fjöröum er aöeins jeppafært og
veriö er aö ryöja Þorskafjarö-
arheiöi, og ekki gott aö segja
hvenær hún verður fær. ■
— ká ?