Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6, júni, 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Siglaugur Brynleifsson: Handbuch der empirischen Sozialforschung. Herausgegebeben von Réne König. Band 10: Grosstadt messenkommunikation Stadt-Land- Beziehungen Deutscher Taschenbuch Verlag 1977 Þetta tiunda bindi er nátengt ellefta bindinu, en efnið sem þau spanna var of viðamikið fyrir eittbindi, þessvegna er þvi skipt. lellefta bindinu er einkum fjallaö um neysluogtúrisma. í þessu bindi er viðfangsefniö stórborgin, þ.e. metropolis, borg- ir sem telja margar miljónir ibúa ogerunýtt fyrirbrigði i veraldar- sögunni; borgir á stærð við Shanghai, Tokyo og New York, jafnframt þessu er fjallað um tengsl borga ogsveita ogloksum fjölmiðla. Fyrrum voru samfélög Evrópurikja skipt i sveit og borg og var hvorttveggja um sig sjálf- stæð eining eða einingar með eigin gildismati og sérkennum. A 19. öld var sveitin álitin upp- spretta heilbrigöi og „eölilegs lifs” en borgin aftur á móti oft kennd við spillingu og óeöli. Þvi meira f jölmenni sem hlóðst upp i borgum þeim mun rýmri varð markaðurinn fyrir lffsnauðsynj- ar, sem voru framleiddar utan borga og jafnframt fór úrvinnsla þeirra fram þar að mestu leyti að minnsta ’kosti hvaö varðar mat- væli. Með auknum iðnaði og verslun og viðskiptum og auknu innstreymi fólks veröur borgin eftir þvi sem liður á siöari hluta 19. aldar óg á þeirri 20. alls ráðandi og mótandi um fjár- mótar lifshætti og smekk.einnig þeirra sem enn sinna hráefna- framleiðshi i sveitum og nú virð- ist svo komið samkvæmt sfðustu rannsóknum i Evrópu og 1 Banda- rikjunum og öörum þróuðum rikjum, að borgin mótar algjör- lega félagslega meövitund þeirra sem enn búa i sveitum. Llfsform og smekkur stórborgarinnar ræð- ur. Markaðurinn ræður fram- leiðslunni og lifsmáta þeirra sem hana stunda. 1 formála segir Réne König að „sveitin” I hinni gömlu merkingu orðsins sé horfin I iðnaðarrikjunum, sem slfk, sem andstaða við „borgina” ognú sé I staðinn kominn „þriöji heimur- inn” sem starfsvettvangur „hinna útskúfuðu” eins og Franz Fanon nefnir ibúa þeirra svæöa. Borg og sveit 19. aldar hafa um- breyst á 20. öld I metropol og van- þróuö svæði heimsins. Herbert Kötter og Hans-Joachim Krekeler skrifa kaflann um borg og sveit. Réné König skrifar um stórborgina. Afstaðan til stórborgarinnar meðal fbúanna fyrir norðan Alpafjöll á dögum Rómverja var neikvæð. Róm var fjarlæg og fjandsamleg en þó lokkandi og þegar þær þjóðir sem byggðu norðlæg svæði stóðu yfir höfuö- svöröum Rómverja fór þvi fjarri að þær tækju upp hætti þeirra, þær héldu áfram sinni sveita- mennskuum margaraldir. Þegar miðstýringunni frá Róm létti hóf- ust miðaldir og þeim lauk með miðstýringu stærstu rlkja Evrópu og þá veröur borgin fyrst ráðandi um norðanverða Evrópu. „Borgarliftið gerir menn frjálsa” og það var skoðun ýmissa hugsuða og rithöfunda varðandi Amsterdam á 17. öld. Þar gátu menn látið I ljósi skoðanir og kenningar, sem voru litnar óhýru auga víðast hvar annars staðar 1 Evrópu. London gegndi hlutverki Amsterdam á 18. öld. Voltaire átti vart nógu sterk orð til að lofa þá stórborg. Sveit, stórborg, fjölmiðlar magnsdreifingu og menningu. Úrvinnsla heráefna einskoröast við borgina og híutverk sveitanna verður hráefnaframleiðsla. Siðan koma verksmiðjubúin og stórfækkun sjálfstæðra býla. „Agribisnissinn” hefst og þar með eru sveitirnar orðnar hráefnanámur borganna ogglata öllum sérkennum og sjálfstæði. Búskapur sem lifsmáti, eins og tiökaðist fyrrum, hverfur. Borgin Borgin verður uppspretta frjáls- ræðishugmynda liberalismans og jafnframt andstæða við iheldni sveitanna. Rousseau leit aftur á móti á borgina sem „óeðlilegan vöxt”, óhollan stað sem eitraði út frá sér. Skoðanir voru þá þegar skiptar, ai borgin hélt áfram aö vaxa með auknum iðnaði og verslun. Vaxtapólitlkin átti mik- inn þátt I örum vexti borganna, laust fjármagn ávaxtaöist á styttri tima I iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum og verslun en I hefðbundnum landbúnaði, það var ekki fyrr en með verk- smiöjubúskapnum og stórræktar- búskap sem fjármagnsmyndun landbúnaðar náði því magni að verða jafnoki ábatasömustu at- vinnugreina. König rekur fjölmargar kenningar um gerð borga, for- sendurnar fýrir útþenslu þeirra og sögu þeirra og skipulagi allt frá borgum fornþjóðanna og til þessa dags. Heimildirnar eru vlða að fengnar og heimilda- skráin með ritgerð König er um 20 blaðsiöur. König gerir mun á stórborgum eins og þær voru allt fram á fyrri hluta þessarar aldar og þeim sem hafa þanist út á þessari öld, meö 10-15 miljón ibúa að meðtöldum ibúum þéttbýlis- kjarna. Höfundur rekur skoðanir margra fræðimanna á þeim vexti og breytingum sem oröið hafa og eru aðgerast á hugarheimi þeirra mannvera sem byggja sllk risa- borgarfélög (Megalopolis). Rætt er um myndum risaborga I þriðja heiminum og raktar eru kenn- ingarmargrafélagsfræðinga sem um þau hafa fjallað. Þessi ritgerð Königs er mjög gott yfirlit um mótun, gerð og þróun stórborga fyrr og siðar og ekki slst risa- borga nútlmans. Hann flokkar hinar ýmsu kenningar, kerfar flokkana og ber fram helstu niðurstöður með þeirri gagnrýni sem hann álitur réttasta. Alphons Silbermann skrifar um fjölmiðlun og spannar sú ritgerð helming þessa bindis. Höfundur skilgreinir hugtakið „masse- kommunikation” eða fjölmiölun, sem „magnútbreiöslu efnis ætlaö mjög stórum hópum eða miklum fjölda”. Silbermann rekur einnig skilgreiningar annarra fræöi- manna I þessum greinum, en þær hljóða mismunandi. Fjölmiðlun kenninga, frétta og fræði- eða skemmtiefnis hefur vitaskuld alltaf verið til, en tæknilega hefúr aldrei verið hægt að ná til jafn margra o g nú á dögum meö blöð- um, kvikmyndum, útvarpi, sjón- varpi, bókum og plötum og kassettum. Fyrst greinir Silber- mann frá rikjandi skoðunum og niöurstöðum sem fengist hafa viö félagsfræðilegar rannsóknir á fyrirbrigðinu, I knöppum úrdrætti, siðan birtir hann hand- bóka, timarita- og ritaskrá sem snerta þessa grein félagsfræft- innar, fjölmiðla almennt. Slöan rekur hann rannsóknir fjöl- miðlunar og vitnar þar til ófárra rita um þau efni. 1 lokin fjallar hann um f jölmiöla og áhrif þeirra samkvæmt eigin skoðunum og annarra. Þessu fylgir um 30 blaðslðna heimildaskrá. Ritgerö Silbermanns er heimild um stöðu rannsókna á efninu nú og mismunandi skoðanir og kenningar fjölmargra félags- fræðinga um þessi efni. Margir fræðimennálltaaðaf nútima fjöl- miölum sé sjónvarpiö áhrifamest og það móti aftferðir og stefnu annarra fjölmiðla meira en virst gæti við fyrstu athuganir. Ef þetta er rétt hlýtur að vera mjög þýðingarmikið aö sú stofnun sé vel mönnuð og vandaö sé sem mest til alls efnisvals. Banda- rlkjamenn og Vestur-Þjóðverjar hafa gert ýtarlegar rannsóknir á sjónvarpsefniogsegirnokkuð frá niðurstöðum I þessu riti og einnig á mun þeim sem er á rlkisreknu sjónvarpi og þvl sem framtaks- samir athafnamenn hafa stofnað til. Handbuch der empirischen Sozialforschung tók að koma út I 3ju útgáfu hjá dtv og Ferdinand Enke Verlag 1973. Félagsfræðin er yfirgripsmikil fræðigrein og grþur inn I margar aðrar greinar mennskrar þekkingar og á tfmum mikilla breytinga er hún m jög svo timabær. 1 þessu riti birtast helstu niðurstööur nútima félags- fræði um þá tlma sem viö lifum. Rit þetta er öðrum þræði mjög ýtarleg „bib1 i o graphie raisonnée”, heimildaskrárnar eru t.d. um 60 blaðsfður eða um 1/5 hluti þessa tlunda bindis. Kenningar margra höfunda eru tiundaðar og bornar saman við kenningar annarra og á þessan hátt fæst ágætt yfirlit yfir þann heim sem við byggjum séðan um gleraugu félagsfræðinnar. Prinsinn af nikkunni Tónleikar i Norræna húsinu 28.5. 1979 J.S. Bach: Die Kunst der Fuge (Contrapunctus I, II, III, og IX) og Toccata og fúga I d-moll E. Pozzoli: Stef og tilbrigfti Salvatore di Gesualdo: Impromptu nr 1 og Epitaph nr 1. Salvatore Di Gesualdo mun hafa leikiö einu sinni efta tvisvar hér á landi áður, en sá er þetta ritar heyröi I harmónikusnill- ingnum I fyrsta skipti nú um daginn. Þetta voru sérkennilegir tónleikar. Hinn harði kjarni tón- listarunnenda frá fjölmörgum sinfónlu- og kammertónleikum vetrarins lét sig vanta nær gjör- samlega, og þó var salurinn troö- fullur af fólki. Hér var komið áhugafólk um harmónlkuleik, sem yfirleitt er ekki áberandi á hefftbundnum klalsslskum tón- leikum, enda skilst mér að drag- spilsfélag hér um slóðir, sem ég kann ekki aft nefna, hafi staftiö að þvl aö fá italska meistarann hingað. Menn kváðu hafa hringt mikið I formanninn aö undan- fórnu og beðið hann I guösbænum að láta virtúósinn „eitthvað almennilegt Kannski hafa téðir félagsmenn orðið fyrir sömu vonbrigöum og I fyrri skiptin, þvl að di Gesualdo lék hvorki polka né ræla, eins og ofangreindefnisskrá ber meö sér, heldur sjálfa kórónuna af fúgu- gerðarlist Bachs auk verka eftir landa sinn Pozzoli (1873-1953) og sjálfan sig. En þrátt fyrir það var ekki annað aö sjá en að áheyr- endur væru ánægöir eftir undir- tektum að dæma. Signor di Gesualdo er maður á miftjum aldri, fæddur 1940. Hann virtist nokkuft á nálum framan af, semkannaðhafa stafaöaf þvl, að farangur hans kvað hafa glatazt á flugvellinum I London og haffti hann ekki endurheimt hljóðfærið sitt fyrr en hálftima fyrir tónleikana. Þó gaf hann sér tima til að spjalla litils háttar um verkin áöur en hann spilaði þau, eins og hinn litli salur Norræna hússins gefur tilefni til. Þaögegndi furðu aft heyra list- fúgur Bachs I þremur eða fjórum sjálfstæðum röddum leiknar á þetta gamla verbúftarhljóftfæri á jafii skýran og sannfærandi hátt. Di Gesualdo fullyrti aft mér nær- stöddum eftir tónleikana, aðengu hefði verið sleppt né einfaldaö i neinni fúgunni, enda fékk maður Salvatore di Gesualdo ekki betur heyrt. Til sliks þarf ótrúlega tækni, og eins og reyndar vildi til, stærra hljóöfæri en venja er að smiða. Dýnamik di Gesualdos og áherzlur voru frá- röp skrifar um tónlist bærar og spilamennskan mjög Bach-leg, aö manni fannst, nema hvað punktering I „frönsku” fúgunni, nr. 2, heföi mátt vera hvassari. Kannski hefði Hka mátt breiða betur yfir belgstefnu- skiptingar, en þær voru þaö eina sem minnti mann á ókosti harmónlkunnar. Hin alkunna Toccata og fúga I d-moll uppskar mikil fagnaöar- læti svo og hið brilljanta virtúósa- stykki Pozzolis, sem vorueins og, vax I höndum di Gesualdos, en hann lék þau af bæfti þunga og leiftrandi snerpu. Að lokum voru tvö nýleg verk eftir snillinginn sjálfan, sem vörpuðu ljósi á meiri blæbrigða- möguleika harmónikunnar en manni óraði fyrir. —RÖP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.