Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 13
Miövikudagur 6, júni, 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13 ,,Nú sparkaöi hesturinn i höfuö hans og ég varö hræddur um lif hans, en hann hló bara og sparkaöi i hestinn á móti.” Drykkjusiðir og kynlíf víkinga Hinn 21. júní árið 921 hélt arabíski aðals- maðurinn Ibn Fadlan ásamt föruneyti sínu frá Bagdað áleiðis til Búlgar, höfuðborgar Búlgara, sem stóð á bökkum Volgu. Hann var sendi- maður kalifsins í Bagdað til Búlgarakonungs. Ferðin var löng og erfið. Heimkominn tveim árum síðar skrifaði Ibn Fadlan opinbera skýrslu til hirðarinnar í Bagd- að um ferðina. Þar er m.a. að finna fyrsta vitnisburð sem vitað er um af samfélagi og lífi víkinganna. Sjálft handritiö er týnt, en hluta þess er að finna i siðari tima ritum. Þekktast þeirra er hið arabiska landafræði-lexikon Jaktusar frá 13. öld. Fleiri brot úr ferðalýsingu Ibn Fadlans, á arabisku eða latinu, hafa fund- ist með tið og tima. Heimildasöfnun Norskur prófessor, Per Fraus-Dolus, tók sér fyrir hend- ur að bera saman og safna öll- um þeim þýðingum og útgáfum sem vitað er um á meira en þúsund ára timabili. Prófessor- inn byrjaði að safna öllum þekktum köflum saman árið 1951 og þýða þá og við það verk var hann önnum kafinn þangað til hann lést sex árum siðar. Bandarikjamaðurinn Michael Crichton gaf siðan út bók hSrna um árið sem byggir á verki norska prófessorsins. Bókin ber nafnið „Mannæturnar” og undirtitillinn er „Frásögn ara- biska sendiherrans Ibn Fadlans af ævintýrum með vikingum i austurvegi og kynni hans af verstu fjendum vikinganna.” Crichton birtir i bókinni óstytta útgáfu af þýðingum Fraus- Dolusar með nokkrum smá- breytingum, sem hann kynnir i bókinni, ásamt skýringargrein- um og eftirmála. Víkingaríki Þessi frásögn er heillandi, næstum of góð til að vera sönn. Ibn Fadlan rakst á hina norrænu menn i verslunarplássi við Volgu. Hann naut gestrisni þeirra lengi, uns hann dróst inn i ófyrirséða atburði. Leiðangur var sendur af stað til að leggja litlu vikingariki i Venden liö, en á það herjaði frumstæður þjóð- flokkur, sem vikingarnir köll- uðu „wendol”. Til að leiðangurinn yrði vel heppnaður varð hann að saman- standa af þrettán mönnum, þar af einum útlendingi. Þvert gegn vilja sinum var Ibn Fadlan val- inn sem þrettándi maður, út- lendingurinn. Höfðinginn hér Buliwyf. Svo vel vildi til að einn striðs- manna kunni dálitið I latinu og með aðstoð hans gat Arabinn í þúsund ára gamalli frásögn Ibn Fadlans hins arabíska gert sér grein fyrir þvi sem hann varð vitni að. Þar með var grundvöllurinn lagður að einni mest spennandi ferðalýsingu i sögunni. Sá kafli^sem oftast er vitnað i, er hin nákvæma lýsing á greftrun vikingahöfðingja. Höfðinginn var settur i skip sitt ásamt mat, vini og öllum vopn- um sinum og ein af ambáttum hans var valin til að fylgja hon- um i dauðann. Menn höfðu kyn- mök við hana sem siðasta kveðjuvott til hins látna, rétt áður en hún var færð um borð i skipið. Síðan var eldur lagður i skipið og brunaði það brennandi útáhafið.. Þetta er með réttu fræg lýsing. Þarna er lika margt annað að finna handa þeim sem hafa áhuga á fornaldarsögu. Buliwyf og menn hans gistu eitt sinn vikingabæinn Trelleborg á Vestur-Sjálandi. Nákvæm lýsing Ibn Fadlans á þessum stað kemur mjög vel heirmog saman við þann uppgröft sem gerður var þar 1948. Norræn einkenni Fyrir þá sem ekki hafa sér- fræðiþekkingu i fornaldarsögu er annað sem gripur hugann meira: Lifsmáti vlkinganna og afstaða þeirra til tilverunnar. Norðurlandabúar kannast vel við þau norrænu skapgerðarein- kenni sem Ibn Fadlan furðaði sig á. Hann lýsir hinum norræna manni sem óvenjulega kátri manngerð — aðeins einu sinni sá hann þá deila. Fylgdarlið Buliwyfs reið um skóga og þá tók Arabinn eftir þvi að menn- irnir urðu verri i skapinu með hverjum deginum sem leið. Honum var sagt að það væri vegna þess, að þeir heföu ekki fengið neinn áfengan mjöö að drekka lengi. Þegar þeir loks komu tii bæjar þar sem slfkir drykkir fengust, drukku þeir sig þegar i stað blindfulla. Einn þeirra varð drukkinn þegar á hestbaki og féll við þegar hann reyndi að stiga af baki. „Nú sparkaði hesturinn i höfuð hans og ég varð hræddur um lif hans, en hann hló bara og sparkaði i hestinn á móti.” Aöur höfðu þeir ferðast með miklum flýti, en nú vék allt fyrir drykkju og svefni og engum fannst neitt merkilegt við það að þeir sólunduðu þannig tveim dögum. Engum nema Ibn Fad- lan. Flissandi af kæti Hinn arabiski heimsmaður átti bágt meö að skilja hið barnalega i eðli norðurálfu- búanna. Þegar þeir nálguðust aðsetur Buliwyfs jókst eftir- vænting þeirra svo mikið að þeir fóru að haga sér eins og konur eða börn i augum Arabans. ,,Eg undraðist að sjá svo sterka og hraustlega striðsmenn piskra og hlægja eins og kvennabúr kalifans, en þeim fannst þetta bara eðlilegt.” Arabanum þótti norrænu konurnar of magrar. Hann gat ekki skilið hversvegna þær voru svona grannar, þvi hann sá þær borða með bestu lyst. Hann tók lika eftir þvi að þær voru hvorki undirgefnar né skartgjarnar og að þær blygðuðust sin ekki fyrir greiðasemi sina við karlmenn. Til að byrja með fann hann til andúðar á þeim hætti viking- anna að hafa kynmök við am- báttir hvenær og hvar sem var og i augsýn annarra. Slðar vandisthann þessu og tók upp sama háttalag sjálfur. Við vitum að vikingunum var umhugað um að einhver gæti sagt eftirkomendum frá hetju- dáðum samtimans. Dómurinn yfir dauöum manni réðist siður en svo af tilviljun. A undan sið- ustu orrustu sinni kallaði Buli- wyi Ibn Fadlan á sinn fund og vildi fá að vita hvort það væri satt að hann kynni að skrifa. Hann skoraði siðan á Arabann að vera varkár i orrustum og sjá til þess að hann kæmist lifs af. Þegar Buliwyf var allur, var Ibn Fadlan einn þeirra manna sem hafði samfarir við ambátt- ina ungu sem átti að fylgja hús- bónda sinum i dauðann. Hann bað hana að segja herra sinum, þegar hún hitti hann, að honum hefði auðnast aö skrifa. En hann bætti við: „Eg veit ekki hvort hún skildi það sem ég sagði, hin eina skrift sem þessir norrænu menn kunna eru rúnir i tré eða stein og sllkt stunda þeir afar sjaldan.” Nú megum við þakka fyrir aö Ibn Fadlan auðnaðist að færa ferðasögu sina I letur. Frá- sagnarlist hans jafnast að sjálf- sögðu ekki á við Islendingasög- urnar að skáldlegum slagkrafti. En i staðinn er hún visindalega nákvæm og gerir sitt besta til að vera óhlutdræg, sem gerir það að verkum að maður efast aldrei um sannsögli Ibn Fad- lans. — 0 — Claes Hylinger, höfundur greinarinnar i Dagens Nyheter, bætir við i eftirmála, að eftir nokkurra daga leit á bókasafni hafi hann i ýmsum bókum fund- ið heimildir fyrir þrem fyrstu köflunum i „Mannætunum”, þar sem greftrun vikinga höfðingjans er m.a. lýst, en það sem á eftir komi I bók Crichtons eigi þvi miður enga stoð I fræði- ritum. Það liti þvl út fyrir að vera i raun of gott til að vera satt — einmitt eins og hann óttaðist. Og hvaö þá um norska prófessorinn Per Fraus-Dolus? Hann virðist satt best að segja ekki vera til. -eös endursagöi úr DN Kðpavngskaupstaðurra Starfsmaður óskast Kópavogskaupstaður óskar eftir starfsmanni til þess að stjórna malbik- unarvél og útlögn malbiks og oliumalar i Kópavogi. Reynsla við slik störf æskileg. Umsóknir sendist til Bæjarverkfræðings Kópavogs fyrir 15. júni n.k. Bæjarverkfræðingur. V antar starismann til starfa i mötuneyti flugmálastjórnar. Laun samkvæmt launasamningum Verkakvennafélagsins Sóknar. Umsóknir sendist skrifstofu Flugmála- stjórnar Reykjavikurflugvelli fyrir 10. þ.m. Flugmálastjóri Iþróttakennara vantar að grunnskóla Hellissands. Góð kennsluaðstaða. Upplýsingar gefnar hjá skólastjóra i sima 93-6682 og hjá formanni skólanefndar 93- 6605. Skólanefndin Aðalíundur Sölusamband islenskra fiskframleiðenda verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu fimmtudaginn 7. júni n.k. og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórn Sölusambands islenskra fiskframleiðenda. Frá Tónlistarskólanum á Akranesi Staða skólastjóra hjá Tónlistarskóla Akraness er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er ákveðinn til 20. júni n.k. Nánari upplýsingar gefur formaður skólanefndar Haukur Sigurðsson i sima 93-1211 eða 93-2459 frá 11. júni n.k. Skólanefndin. Tökum að okkur 'viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- • um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á leldri innréttingum. Gerum við leka vegna 1 steypugalla. ’Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐ AVERKSTÆÐIÐ LBergstaðastræti 33, símar 41070 og 24613.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.