Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 5
BYGGINGAMENN: Mótmæla harö- lega Ólafslögum Stjórn Sambands bygginga- manna hefur i einróma samþykkt fullskipaös stjórnarfundar mótmælt ólafslögunum svoköll- uöu og hvatt félög innan sambandssins til aö vera viö þvi búin aö þurfa innan tlöar aö verja kjör sín eftir hinum gömlu, hefö- bundnu leiðum, ef stjórnvöid og atvinnurekendur sverjast aö nýju i fóstbræöralag um aö rýra kaupmátt almennra umsamdra verkalauna, eins og þaö er oröað í samþykktinni. Alyktun fundarins i heild er svo- hljóðandi: „Fundur fullskipaðrar stjórnar Sambands bygginga- manna haldinn i Skiðahótelinu á Akureyri 26.og 27.mai 1979 itrekar fyrir samþykktir SBM um nauðsyn á samstarfi handhafa rikisvaldsins og verkalýðs- hreyfingarinnar til þess að tryggja þau kjör handa verka- fólki, sem um hefur samist á vinnumarkaðinum. Þá fagnar fundurinn og þeim réttarbótum sem nýlega hafa verið staðfestar með lagasetningum ákvæöa hins svokallaða félagsmálapakka, sem er árangur af samstarfi þessara aðila. Fundurinn telur að meö áfram- haldi sliks samstarfs hefði mátt ná verulegum árangri i að bæta kjör launafólks, jafnframt þvi sem dregið væri úr vexti verðbólgu. Nú sýnast hinsvegar ýmsar blikur á lofti i þessum efnum. Samþykkt hefur verið á alþingi gegn einróma mótmælum mið- stjórnar Alþýðusambands Islands svokölluð efnahagsmála- löggjöf (ólafslögin) sem skerða mjög umsaminn kaupmátt almennra vinnulauna, en á sama tima samþykkt af rikisstjórn að greiða án hindrana fullar verö- bætur á hæstu laun. Samtimis hafa samtök atvinnurekenda farið eins að, samþykkt hækkanir á hin hæstu laun starfshópa sbr. flugmenn og verslunarmenn en neitað almennri 3% launa- hækkum hjá verkafólki til samræmis við breytingar á kjörum opinberra stofnana. Þessum aðgerðum rikisvalds og atvinnurekenda mótmælir sambandsstjórnarfundur SBM Framhald á 18. siðu Söngsveitin Filharmónia á æfingu meö Sinfóniuhljómsveitinni. Sinfóníusveitin og Fílharmonía Níunda Beethovens á næstu tónleikum Niunda sinfónia Beethovens er verkefni næstu sinfóniutónleika. Vilja íslenska bréfavini „Viö, heilmargir Japanir, allt frá táningum til fer- tugra, óskum eftir bréfavin- um i ykkar landi.” Þannig hefst bréf frá al- þjóölegum bréfavinaklúbbi i Japan, sem vill ná sambandi við Islendinga. Klúbburinn er sá stærsti sinnar tegundar þar I landi og var stofnaöur 1950 I þeim tilgangi að vinna að auknum kynnum og menningarlegum samskipt- um Japana viö aðrar þjóðir. Segir I bréfinu að ensku- kennarar i Japan styðji starfsemina. Beðið er um, að þeir sem hafa áhuga og skrifa, taki skýrt fram aldurinn, kyn, nafn og fullt heimilisfang, svo og áhugamál. Þeir sem vilja eignast jap- anska bréfavini geta skrifað til: Mr. Yuzo Inoue, International Friendship Club, P.O. Box 5 Akabane, Tokyo 115-91, Japan. sem verða I Háskólabiói á fimmtudagskvöldiö kl. 20,30. Flytjendur ásamt Sinfóniuhljóm- sveit islands er Söngsveitin Fil- harmonia og einsöngvararnir Sieglinde Kahmann, Ruth Magn- ússon, Siguröur Björnsson og Guðmundur Jónsson. Stjórnandi á tónleikunum er franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat, sem hef- Stjórn Reykjavikur- deildar R.K.f. hefur ákveðið að hefja aftur heimsendingu tilbúinna máltiða til aldraðra og ör- yrkja í Reykjavik. Tilhög- un verður nú önnur en áður var, þar eð maturinn er frystur. Maturinn verður sendur út einu sinni í viku og verða minnst þrjár máltiðir sendar heim. Maturinn verður seldur á kostnaðarverði frá framleiöanda, ur veriö hér oft áður og stjórnað Sinfóniuhljómsveitinni I Reykja- vík og viðar um land. Marteinn H. Friðriksson hefur æft kórinn og undirbúið hann fyrir þessa tónleika, en söngsveitina skipa nú um 150 manns. Tónleikarnir verða endurteknir i Háskólabiói laugardaginn 9. júni og hefjast þá kl. 15. en heimsendingarkostnaður og önnur umfjöllun varðandi matar- sendingarnar er framlag deildar- innar vegna þessarar þjónustu. Stjðrn Reykjavikurdeildar hóf þessa þjónustu við aldrað fólk og öryrkja fyrir nokkrum árum, og mæltist hún vel fyrir. Þetta var þá algert nýmæli, sem ekki haföi þekkst áður hér á landi. Þeir sem ðska að njóta þessar- ar þjónustu geta fengiö aliar nán- ari upplýsingar á skrifstofu Reykjavikurdeildar R.K.I., Oldu- götu 4, simi 28222 og er þar veitt móttaka á pöntun á matnum. RKÍ Reykjavík Heimsending máltída aldraðra og öryrkja Miövikudagur 6, júni, 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 í stuttu máli Frá handavinnusýningunni Handavinnusýning aldraðra í Bústaðasókn Sýning a handavinnu aldraöra var haldin i safnaöarheimili Bú- staöasóknar sunnudaginn 20. mal. Þar voru sýndir munir, sem aldraðir I sókninni höfðu unnið á samverustundum i safnaöar- heimilinu, sem haldnar hafa vcr- iö vikulega á miövikudögum i vetur. Bústaðasókn hefur nú um þriggja ára skeið gengisi fyrir slikum samkomum aldraðra, og hefur aösókn að þeim verið mjög góð. Samkomurnar hafa verið haldnar á miövikudögum milli kl. 14 og 17 yfir vetrarmánuðina. Þar hefur eldra fólkinu gefist kostur á að hittast, spjalla saman og vinna aðýmsum handavinnuverkefnum undir leiðsögn kennara. Auk þess voru haldnir fyrirlestrar um ýmis málefni, kórar komu i heimsókn og sungu fyrir samkomugesti, og ennfremur veittu sóknarprestur- inn og organistinn fólkinu aðstoö hvor á sinu sviði. Safnaöarráð Bústaðasóknar skipulagði þessar samverustund ir, en formaður þess er Aslaug Gisladóttir. Aðalkennari var Magöalena .Sigurþórsdóttir, en Lára Asbjörnsdóttir sá um veit ingar. Sýning Landsambands ísl. frímerkjasafnara Landssamband islenskra fri- merkjasafnara gengst fyrir fri- merkjasýningu i Alftamýrar- skóla dagana 7.-10. júni, en þar veröa sýnd ýmis áhugaverö söfn islenskra frlmerkja I eigu is- lenskra, danskra, sænskra og bandariskra safnara, sem sum hafa unniö til verölauna á er- lendum sýningum. Starfrækt verður sérstakt pósthús á sýningunni og verður þar I notkun stimpill hennar. Gerö hafa veriö sérstök umslög og sérstök blokk i 500 tölusettum eintökum. Sömuleiðis postullns- platti með merki sýningarinnar, sem veittur verður I verðlaun, og aö auki 80 tölusett eintök af plattanum, sem seld verða á sýningunni. Einsog á undanförnum sýn- ingum verður starfræktur veiöi- pottur, þar sem menn geta reynt hæfni sina og eru ýmis fri- merki i verölaun. Sýningin verður opin fimmtudag og föstudag kl. 17-22, en laugardag og sunnudag kl. 14-22. Merkir r Islendingar á frimerkjum Ingibjörg H. Bjarnason skóla- stjóri og alþm. og Torfhildur Hólm skáld eru næstu merkir lslendingar sem út koma á frl- merkjum i samnefndum flokki, aö verögildi 80 kr. og 170 kr. Þröstur Magnússon hefur teiknaö frimerkin, sem verða prentuð i frimerkjaprentsmiöju frönsku póstþjónustunnar. Ot- gáfudagur er 7. júli og má panta merkin hjá Frimerkjasölunni, POB. 1445, 121 Rvik. Fyrsta- dagsumslög kosta kr. 40, en óáprentuö kr. 30. Ljósmyndasýning í Sívertsenhúsi í Hafnatfirði Félagið Byggðarvernd stend- ur fyrir ljósmyndasýningu og kaffisölu I byggöasafninu i Hafnarfiröi, húsi Bjarna Slvert- sen aö Vesturgötu 6 i Hafnar- firöi, dagana 4.-17. júni. Vill félagið með þessu vekja fólk til umhugsunar um þróun byggðarinnar. Þarna verða til sýnis gamlar myndir af byggð- inni og einstökum húsum, og jafnframt nýjar myndir til sam- anburöar. Kennir þar margra grasa. Gefst fólki kostur á að gæöa sér á kaffi og vöfflum á meðan þaö viröir fyrir sér myndirnar. Einnig er hægt að panta eftir ljósmyndum sem á sýningunni eru Sýningin er opin virka daga frá kl. 20.00 til 23.30 en laugar- daga og sunnudaga kl. 14.00 til 23.30 og er aðgangur ókeypis. Stuðningur við FFSÍ Fundur ,,Ýr”, fjölskyldufé- lags landhelgisgæslumanna, 28. mai sl. samþykkti einróma aö lýsa yfir stuöningi við aögerðir i kjarabaráttu Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Ennfremur lýsti fundurinn yfir andúð á þeirri auglýsinga- og áróðursherferð sem Vinnuveit- endasamband Islands hefur haft í frammi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.