Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 6, júni, 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 iþróttir X íþróttir m íþróttirf ■ \f J M umsiún:lNOOLFUR HANNESSOnL V, Erlendir punktar Skotar rassskelltir Evrópuferð argentinsku heimsmeistaranna i knatt- spyrnu lauk á Hampden- vellinum i Skotlandi um helgina þegar að þeir kepptu við heimamenn. Heims- meistararnir höfðu umtals- verða yfirburði og sigruðu 3- 1. Hinn ungi knattspyrnu- snillingur, Maradonxa, sá um að afgreiða Skotana, og réðu þeir bókstaflega ekkert við hann. A 32. min. lék hann skosku vörnina sundur og saman og gaf siðan á Leopoldo Luque, sem skoraði. Luque skoraði aftur á 60.min. eftir fyrirgjöf frá Outes. Maradonxa skoraði sjálfur á 70. min. úr nær vonlausri aðstöðu. Fyrir Skota skoraði Leeds- leikmaðurinn Arthur Graham, 3-1. Japanir sigursælir Hinir miklu Asluleikar voru haldnir um helgina i Tókió. Japanir voru ákaflega sigursælir og fengu 20 gull- verðlaun af 38 mögulegum. Kinverjar fegnu 7 gull. Wales með forystuna Wales skaust I efsta sæti 7. riðils Evrópukeppni lands- liða i knattspyrnu um helgina þegar að þeir sigr- uðu Möltu 2-0. Nýliðinn Peter Nicholas skoraði fyrra mark Wales eftir að gamli kappinn John Toshack hafði gefið til hans. Seinna markið skoraði Leeds-leikmaðurinn Brian Flynn. Wales hefur nú 6stig eftir 4 leiki. Vestur-Þjóðverjar koma næstir með 4 stig að afloknum 3 leikjum og i þriðja sæti eru Tyrkir með 3 stig eftir 3 leiki. Nadía fékk 10 í tvígang Sovétmenn fengu báða gullverðlaunahafana i fjöl- þraut i heimsbikarkeppninni i fímleikum, sem fram fór i Tókio um helgina. 1 kvennaflokki sigraði Stella Zakharova og önnur varð Emilia Eberle frá Rúmeniu. Þriöja varð Nelli Kim, USSR og sjálf Nadia Comaneci, Rúmeníu, en hún vann það afrek á mótinu að fá einkunina 10 I tvigang. í karlaflokki sigraði Sovétmaðurinn Ditiatin, og i öðru sæti varð Japaninn Kasamatsu. Vel gengur hjá Knapp Góðkunningi okkar, Tony Knapp, gerir það gott meö norska liðið Viking um þessar mundir. Víkingarnir eru nú i efsta sæti deildar- innar og hafa þriggja stiga forskot á næstu lið. Strasbourg meistari Franska liðið Strasbourg tryggði sér um helgina sigur i i. deild þarlendra i knatt- spyrnu. Þeir unnu Lyons meö þremur mörkum gegn öngvu. Strasbourg hlaut 56 stig, Nantes og St.Etienne fengu 54 stig. I Tyrklandi sigraði Trabzonspor, en þá ættu margir að þekkja eftir að þeir slógu út ÍA i Evrópu- keppni meistarliða 1976. Hreiðar KR-markvörður gripur hér skemmtiiega inn I leikinn, en Guðjón er greinilega fullviss um að Skagamaðurinn Sigþór sé rangstæður. Skagamenn sigruðu KR-inga í gærkvöldi 3:1 Glæsimark Sveínbjöms gerði út um leikinn Sérstaklega glæsilegt mark Sveinbjörns Hákonarsonar 3 min. fyrir ieikslok tryggði Skaga- mönnum sigur i leik þeirra gegn KR i gærkvöldi. Knettinum var skaliað frá KR-markinu, út aö vitateigslinu. Þar negldi Svein- björn hann viðstöðulaust i markið án þess að Hreiðar kæmi vörnum við. 1A komiö yfir 2-1 og sigurinn tryggður. Akurnesingarnir voru mun sterkari i byrjun og á 7. min. skoruðu þeir sitt fyrsta mark. Stungubolti var gefinn inn fyrir vörn vesturbæinganna á Sigþór. Hann gaf sér góðan tíma og renndiút á Sveinbjörn, sem skaut föstu skoti á milli fóta Hreiðars og i markið, 1-0. Á 21. min. átti KR loks skot á 1A markið og á eftir fylgdi nokkuð snörpsókn. 9 min. siðar jafnaöi KR og var þar Vilhelm Fredriksen að verki með föstu skoti frá vitapunkti. Það sem eftir lifði hálfleiksins sóttu bæði liðin ákaft og voru KR-ing- arnir öllu ágengari, einkum eftir glæsilega sóknarlotu hverja Sæ- björn endaði með þvi að kasta sér fram og skalla naumlega fram- hjá. Liðin \®ru nokkuð spræk f upp- hafi seinni hálfleiksins, en siðan dofnaði mjög yfir leiknum og hann varð beinlinis leiðinlegur á aðhorfa. A87. min. skoraði síðan Sveinbjörn eins oe áður var getið Þróttarar náðu stigi Fá mörk skoruð í 2. deild um helgina 1 hávaöaroki og rigningu á laugardaginn léku Breiðablik og Þróttur, Neskaupstað. Knatt- spyrnan, sem liðin sýndu varð af þessum orsökum ekki buröug, og sannast sagna má segja, að veðurguðirnir hafi sigrað þar sem knattspyrnuliðin deildu með sér stigunum, 0-0. Blikarnir sóttu meiripart leiks- ins og eins og fyrr vantaði allan brodd i sóknina. Hákon, Vignir og Sigurður fengu allir góð tækifæri til þess að skora, en mistókst. Þróttarar vörðust af miklu kappi og aftast i hlutverki sóparans rikti þjálfarinn, Sigurbergur Sigsteinsson, eins og kóngur i riki sinu. I Hafnarfirði fengu FH-ingar nýliðana Magna i heimsókn og likt og i Kópavoginum þurftu aðkomumenn að verjast af mikl- um móð. Hafnfirðingarnir voru öllu ágengari, en fóru illa með mörg góð tækifæri. Eina mark leiksins skoraði Þórir Jónsson 1-0. Fylkismenn héldu austur á Eskifjörð og gerðu sér góðar von- ir um sigur, en það var nú ekki hlaupið að þv^ vegna þess að Austramenn ætluðu sér einnig sigur. Niðurstaðan varð þ.a.l. sú, að liöin sættust á jafntefli, 1-1. Sigurbjörn Marinósson, þjálfari Austra, náði forystunni i fyrri hálfleiknum fyrir sina menn með marki úr vitaspyrnu. Undir lokin fékk Fylkir einnig viti og það var markvörður þeirra, ögmundur Kristinsson, sem sá um að skora. IngH og kom það mark eins og þruma úr heiðski'ru lofti. Að venjulegum leiktima loknum eða á 91. min. fullkomnaði Sveinbjörn þrennu sina meö þvi að læða sér á milli varnarmanna KR og skora auð- veldlega, 3-1. KR tefldi fram hálfgerðu hækjuliði að þessu sinni. Ottó er Framhald á 18. siðu Gústaf Agnars. í Evrópulið Lyftingamaðurinn góðkunni Gústaf Agnarsson, KR.hefur verið valinn i Evrópulið i lyftingum i keppni gegn Bandarikjunum, sem fram á aðfara I Tammerfors iFinnlandi i haust. Skeyti þessa efnis barst Lyftingasambandi tslands f gær og er ljóst aö hér er um að ræða eina mestu viðurkenningu sem Islenskir lyftingamenn hafa fengiö. Mótið veröur haldið i Finnlandi 7. til 9. ágúst n.k. og á LSt og sjá um ferðir Gústafs þangað, en eftir þaö munu mótshaldarar sjá um kostnaöinn. IngH Gústaf Agnarsson, KR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.