Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. jiinl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Skálatunsheimilid 25 ára Akureyri: Byggingaefni er á þrotum Enn atvinna, en hœtt við langvarándi afleiðingum — Þaö er oröinn hér skortur á ýmsu byggingaefni, sem orsak- ast auövitaö af þvi, aö aöflutn- ingar hafa stöövast og þó aö nokkuö hafi veriö flutt meö bil- um hafa þungatakmarkanir á vegum sniöiö þeim flutningum stakk, sagöi Torfi Sigtryggsson hjá Trésmiöafélagi Akureyrar okkur i gær. Þess utan er dýrt aö flytja byggingaefni meö bilum. Til dæmis mun kosta 1000 kr. aö flytja hingaö meö bfl sements- poka aö sunnan, sem þýöir aö hver poki hækkar i veröi úr 2 þús. kr. i 3 þús. Þessvegna kin- oka menn sér viö þvi aö flytja mikiö þannig. Torfi sagöist álita, aö þessi skortur ætti viö um flestar tegundir byggingar- efnis og raunar færi svo aö veröa um vörur yfirleitt. Hann vissi ekki til þess aö nein byggingafyrirtæki væru al- veg stöövuö. „En ég veit til þess aö þau hafa sum hver oröiö aö hnika til sínum áætlunum og jafnvel aö stööva vinnu viö upp- slátt og steypu vegna þess aö þau hafa ekki fengiö sement. En ég hef hvergi oröiö var viö al- gjöra stöövun. Þetta er lika aö þvi leyti slæmt aö þó aö verk- falliö leysist nú og þungatak- mörkunum veröi aflétt þá eru þessar vörur ekki komnar á staöinn i einum hvelli. Sumt af þessu efni er jú I Reykjavik, annaö er erlendis og þaö tekur sinn tima aö nálgast þaö. Torfi sagöist ekki vita til þess aö atvinnuleysis væri fariö aö gæta hjá byggingamönnum um- fram þá þaö, sem veriö heföi I vetur, en hætt væri viö aö þaö færi aö segja til sin aö óbreyttu ástandi. Samdráttur I bygg- ingavinnu yfir sumarmánuöina bitnar lika á vetrarvinnunni þvi hún byggist á þvi, hverju er hægt aö koma upp yfir sumariö. Þannig er engan veginn búiö aö bita úr nálinni meö afleiöingar þeirra þrenginga, sem vöru- skorturinn veldur. Og enginn veit á þessari stundu hvort haustiö færir byggingamönnum nokkurn sumarauka. — mhg Skálatúnsheimiliö i Mosfells- sveit er 25 ára um þessar mundir. Þaö var upphaflega stofnaö fyrir frumkvæöi Jóns Gunnlaugssonar stjórnarráös- fulltrúa og félaga úr umdæmis- stúku nr. 1. Ariö 1960 geröist Styrktarfélag vangefinna eignar- og rekstraraöili aö heimilinu ásamt umdæmisstúkunni. — Setiö viö handavinnu. Gróöursetning og sýnikennsla viö Hvaleyrarvatn í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi Hafnarfjaröar segir, Ekki frá ráöu- neytinu Fyrir mistök varö fyrir- sögn á frétt Þjóöviljans á fimmtudag um Opec verö á hráoliu „Viö þyrftum aö eiga oliuhreinsunarstöö segir viöskiptaráöuneytiö”. Þetta hefur viöskiptaráöuneytiö aldrei látiö frá sér fara, eins- og reyndar kemur fram i fréttinni sjálfri, en fyrir- sögnin gefur alranga mynd af innihaldi hennar. Er ráöu- neytiö og lesendur beönir afsökunar á þessum mis- tökum. Undirskrift féll niður Nafn höfundaraö greininni „Enn um Helgarpóstinn og Alþýöuflokkinn” sem birtist ábls. 5 1 Þjv. i fyrradag, féll þvi miöur niöur. Höfundurinn var Ossur Skarjátéöinsson. aö félagiö sé nú aö hefja sumar- starf sitt innan giröingar félagsins viö Hvaleyrarvatn. Lesendur muna eflaust aö þar varö mikill bruni 8. mal sl. en nú aö gróöursetja nýjar plöntur i sem stærstan hluta þess svæöis en einnig munu brunnin tré standa áfram i sumar til áminningar þeim sem fara óvarlega meö eld. Félagiö mun einnig gangast fyrir sýnikennslu i trjárækt mánudaga til laugardaga kl. 17- 19. öllum er heimil þátttaka án greiöslu en þess er vænst aö gestir gróöursetji nokkrar trjá- plöntur sem sjálfboöaliöar. Fyrstu árin voru ákaflega erfiö, en meö tilkomu Styrktarsjóös vangefinna og daggjöldum h^il- brigöisráöuneytisins léttist róö- urinn til uppbyggingar og daglegs rekstrar. Frá 1960 hafa byggingarfram- kvæmdir veriö stööugt I gangi. Nú eru þar tvö vistmanna- hús, tvö starfsmannahús og vinnu- og þjálfunarhús. Einnig hefur veriö komiö upp gróöurhúsi og myndarlegur búrekstur er á staönum. Þá var heimilinu gefin sundlaug sem komiö hefur aö góöum notum. Nú dveljast i Skálatúni 57 vist- menn en þeir voru i upphafi 17. Þeir eru á aldrinum 5-51 árs af báöum kynjum og af öllum stigum þroskaheftunar. Markmiö heimilisins er aö gera vistmenn eins sjálfbjarga og hægt er, meö þjálfun og kennslu. Þeir eiga aö læra aö halda sér þurrum og hreinum, klæöast' sjálfir , matast og fleira. Daglega koma 46 manns til þjálfunar og kennslu I hiö nýja vinnu- og þjálfunarhús, og sjá 16 manns um þann hluta kennsl- unnar. Vinnustofur og skóli starfa frá 9-15 virka daga. Reynt er aö raöa nemendum i hópa eftir getu og þroSka, en veitt er einstaklingsmeöferö eftir þvi sem hægt er. Talkennari veitir talkennslu og sumir nemendur fá bóklega kennslu. Handavinnukennsla er rikur þáttur i starfinu og smiöa- kennsla hefur veriö frá sl. hausti. 1 vinnustofu eru unnin ýmis verk- efni fyrir fyrirtæki. Þá hefur kennsla i matreiöslu einnig veriö nokkur. Mikil áhersla er lögö á útivist, garörækt o.fl. Reynt er aö glæöa lif hvers einstaklings þeirri fyll- ingu sem auöiö er og unniö aö þvi aö opna þeim sem til þess hafa getu leiö úr Skálatúni út i þjóö- félagiö. Úr herbergi Einars. A boröinu er biblla sem hann fékk frá Torfhildi Hólm rithöfundi 1915 og þar er einnig forlátasimi. Glugginn er prýddur skreytingum Einars. íbúö Einars Jónssonar myndhöggvara opnuö almenningi til sýnis A horni Njaröargötu og Eiriks- götu hér I borg stendur Listasafn Einars Jónssonar, bygging sem minnir á kastala og hefur alltaf haft dularfullt aödráttarafl á undirritaöa. 1 þessu húsi bjó Einar Jónsson og starfaöi ásamt konu sinni Onnu frá árinu 1920. Ibúö þeirra hjóna er á efstu hæöinni og liggur þröngur marmaralagöur hring- stigi þangaö upp. Stjórn listasafnsins hefur nú ákveöiö aö opna ibúöina til sýnis almenningi ogvar blaöamönnum boöiö aö skoöa ibúöina og safniö i gær. Ibúöin er fremur litil á nútima- mælikvaröa og herbergjaskipan upp á gamla móöinn. Sitt hvort svefnherbergi þeirra hjóna og lokrekkjiu> auk stofti. Margt dýrgripa er I lbúöinni, málverk eftir þá Kjarval og Asgrim, mikiö og merkilegt bókasafn og ber þar mest á bókum um iistasögu. Þá eru gömul húsgögn og skraut- munir, aö ekki sé minnst á forláta sima meö islenska skjaldar- merkinu, sem stendur á skrif- boröi Einars. Ibúöin ber þess merki að þar hafi búiö fólk, en er ekki eins og dautt safn, likt og oft vill veröa á slikum minjasöfnum. Þáerekkisistaö nefna útsýniö; frá húsinu sést vltt tilallra átta og þar sem við stóöum I stofunni sáust húsin í Viðey glöggt handan viö sundiö blátt. 1 kjallara hússins hefur nú bæst viö listasafniö mynd af Einari Jónssyni eftir danska málarann Johannes Nielsen og i sýningar- boröum hefur teiknibókum og nokkrum útskuröa rverkum Einars sem hann geröi á unga árum veriö komiö fyrir. 1 stjórn listasafnsins eru nú: séra Jón Auðuns form., Höröur Bjarnason, ritari, dr. Kristján Eldjárn, Ármann Snævarr og Runólfur Þórarinsson. Ólafur Kvaran listfræöingur er nýtekinn viö forstööu safnsins. 1 sumar veröur safnið opiö alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16,00. -ká Heimild til verðtryggingar, Veldur ekki snöggum breytingum, „Undirstrika þarf að hér er aðeins um heim- ild að ræða til verð- tryggingar lána utan innlánastofnanna. Fyrir vaxtakjarabreytinguna 1.6. s.l. var heimilt að hafa 26% vexti á fasteignaveðslánum fyrir eftirstöðvum kaup- verðs í fasteigna- viðskiptum, en þrátt fyrir það tíðkuðust á sama tíma 14-16% vextir á því sem lánað var í fasteignaviðskiptum." Þannig fórust Atla Vagnssyni lögfræöingi, hjá fasteignasölu Vagns E. Jónssonar, orö er - Þjóöviljinn innti hann eftir þvi hvert væri hans álit á verö- tryggingu lána. „Svo viröist sem fólki standi almennt geigur af háum vaxta- greiöslum, jafnvel þótt tekiö sé tillit til þeirra i söluveröi, en visitöluálagi nýju verötryggöu lánanna má jafna viö vaxta- hækkun.1 Þaö hefur t.d. veriö min reynsla i fasteignaviö- skiptum, aö erfitt hefur reynst aö fá fólk til aö yfirtaka lán sem hvilt hafa á húseignum og veriö meö kjörum vaxtaaukalána nema um væri aö ræöa upphæö sem næmi litlum hluta eftir- stööva. Ég tél þvi aö hinn nýi möguleiki til verötrygginga valdi ekki snöggri breytingu á fasteignaviöskiptum. A hinn bóginn hlýtur verö- tryggingarmöguleikinn aö vera kærkominn þeim sem eru aö minnka viö sig ibúöarhúsnæöi sitt fé o.þ.h. og þurfa aö eiga bundiö I skuldabréfum. Spurningin hlýtur þó aö vera sú á endanum, hvort fólk sé al- mennt tilbúiö til aö gefa út verötryggö skuldabréf I óöa- verðbólgu sem hér er, þegar illa gengur aö láta launin fylgja veröhækkunum, en lánskjara- ■ vlsitala verötryggöu lánanna miöast viö visitölu framfærslu og byggingarkostnaöar. Ég tel að fólk almennt sé ekki reiöubúiö islikt,” sagöi Atli aö lokum. -Þig 1 i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.