Þjóðviljinn - 16.06.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. júní 1979
Verdlauna-
samkeppni
Æskunnar
og
Flugleiða
Nýlega var dregið úr réttum
lausnum i verðlaunasamkeppni
Æskunnar og Flugleiöa sem fram
fór i vetur i tilefni af 80 ára af-
mæli Æskunnar.
Það var 14 ára stúlka Hrönn
Baldursdóttir Jörfabakka 30
Reykjavik sem hlaut fyrstu verð-
laun, ferð til Kaupmanna-
hafnar. Hún má bjóða foreldrum
sinum með sér og einu systkini,
svo þetta er sannkallað
fjölskylduboð.
bað var einnig dregið um fleiri
verðlaun, tvær feröir innanlands
og þrenn bókaverðlaun.
Pólifónkórinn efnir til skyndi-
happdrættis þessa dagana, til að
afla fjár til starfseminnar næsta
vetur. Dregið verður 3. júli og
eru ýmsir feröavinningar o.fl. i
boöi.
Næsta vetur mun kórinn reka
söngskóla og raddþjálfun og i
frétt frá kórnum segir aö nú hylli
undir lausn á húsnæðismálum
kórsins. Þá hefur kórnum borist
tilboð frá hljómsveitarstjóranum
Hubert Soudant sem gjarnan vill
stjórna tónleikum hér með
kórnum. Einnig er sú hugmynd á
lofti aö kórinn fari utan og taki
þátt i tónleikum undir stjórn
Soudant en ekki hefur verið
gengið frá þvi enn.
—ká
Hækkun ál
j Ieigubifreiða-
akstri
Samþykkt hefur veriö
hækkun á taxta leigubifreiða
ognemur sú hækkun rúmum
14% að þvi er Þjóöviljinn
hefur fregnaö. Þegar blaðið
hafði samband við leigubif-
reiðastöð i bænum var okkur
tjáð aö verið væri að prenta
gjaldskrána og yrði henni
dreiftum leiðoghún yrðitii-
búin. -kd
éMÍÆ
Sáluhjálp i viólögum
Ný þjónusta — Símaþjónusta frá kl. 17-23 alla
daga vikunnar. SIMI 81515 Þjáist þú af áfengis-
vandamáli? Er áfengisvandamál einhvers náins
að eyðaleggja þitt lif? Hringdu - og ræddu málið
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
£>lLnLU UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Aðalfundur 20. júní
Aður auglýstur aðalfundur Alþýðubandalagsins I Reykjavik
verður haldinn miðvikudaginn 20. júni að Hótel Esju og hefst kl.
20.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Ólafur Ragnar
Grimsson alþingismaöur gerir grein fyrir niðurstöðum af störf-
um nefndar er falið var aö gera úttekt á störfum Alþýðubanda-
lagsins i borgarstjórn, rikisstjórn og verkalýðshreyfingu. 3.
Onnur mál.
Hvert stefnir
Framhald af 7. siðu.
menntaiðju félagslegum veru-
leika og sett bókmenntir i rök-
rétt samhengi við beinharöar
samfélagslegar staöreyndir.
Helga Kress hefur tæpitungu-
laust og með skýrum dæmum
sýnt fram á þá kvenfyrir-
litningu, sem fyrirfinnst og
kemur að meira eða minna leyti
upp á yf irborðiö hvar og hvenær
sem kona er að brjótast inn á ný
svið og hasla sér völl á hefð-
bundnu yfirráðasvæði karl-
manna. Konur eru þannig ofur-
seldar mati karlveldisins á þvi,
hvaö sé nýtilegt, frambærilegt
og áhugavert. Þess er máttur-
inn að dæma þar um.
Karlmenn ákveöa hvaö séu
góöar bókmenntir, hvaö séu
merkileg yrkisefni, og þar er lif
og reynsla kvenna ekki ofarlega
á blaði. Menning og list kvenna
hefúr einatt veriö þöguö niður.
Það er eins og fyrri daginn, að
það stendur aftarlega i karl-
mönnum aö viðurkenna konuna
sem jafningja sinn úti í sam-
félaginu við margvísleg störf og
viðfangsefni, þegar komið er út
fyrir heimiliö, eldhúsiö, að ekki
sénú talað um rúmstokkinn. Á
konuna er einkum litið sem kyn-
veru, og það er mikill misskiln-
ingur og hrapallegur, þegar
talsmenn kvennahreyfinga,
sem telja sig framfarasinnaðar
og róttækar, einskorða sig I
málflutningi slnum við svið
einkamála og náinna samskipta
kynjanna. A þvi hefur borið full
mikið í seinni tiö á kostnað ann-
arrar umræðu og mikilvægari,
sem verður að beinast út á við.
Éghefeiginlega furðað mig á
þvi, að Helga Kress skuli ekki
hafa fengið meiri undirtektir frá
konum t.d. i blöðum. Hún heföi
átt þaöskiliö, en fyrir mitt leyti
vildi ég, þótt i Iitlu sé, færa
henni þakkir fyrir timabært
framlag hennar bl jafnréttis-
baráttu og bókmenntalegrar
umræöu. Þá get ég ekki lokið
þessum linum svo aö ég minnist
ekki á ágætt frumkvæði af hálfu
Rauðsokkahreyf ingarinnar,
sem gekkst nýlega fyrir
bókmenntakynningu i Norræna
húsinu þar sem flutt voru verk
eftir Jakobinu Sigurðardóttur.
Þar var myndarlega og vel að
verki staðið.
ílíÞJÓOLEIKHÚSIfl
STUNDARFRIÐUR
i kvöld kl. 20
miðvikudag kl. 20
föstudag kl. 20
Tvær sýningar eftir
A SAMA TÍMA AÐ ARI
þriðjudag kl. 20
fimmtudag kl. 20
Siðustu sýningar
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200.
BLÓMARÓSIR
3. sýning mánudag kl. 20,30
4. sýning fimmtudag kl. 20,30
Miöasala í Lindarbæ alla daga
kl. 17-19,— sýningardaga kl.
17-20,30. Simi 21971.
Blað-
berabíó
I dag kl. 13.00
Leikhúsbraskararnir
Gamanmynd með Islenskum
texta
Aðalhlutverk:
Dick Shown
Gene Wilder
Lífeyrissjóöir
Framhald af 14. siðu.
mönnum um þetta mál. Hann
taldi að 3 leiðir kæmu til greina.
í fyrsta lagi að hafa óbreytt
ástand, sem þýðir stöðuga
hækkun vaxta. I Öðru lagi væri
hægt aö bæta verðbótaþættinum
ofan á grunnvextina. Verðbóta-
þátturinn er nú 22%, en almennir
grunnvextir 6%. I þriöja lagi væri
svo hægt að fara alfarið út I það
að verötryggja lánin. Gallinn við
verðtrygginguna væri sá að
fyrsta árið myndi útlánageta
sjóðanna versna mikið, vegna
þess að ráðstöfunarfé þeirra mun
minnka verulega. Kosturinn er
hins vegar viö aðbæta verðbótar-
þættinum ofan á, væri að
greiðslubyrðin jafnaðist, og kæmi
það láglaunafólki mjög til góða.
Hrafn lagði hins vegar áherslu
á aö ekkert væri hægt aö segja til
um, hvaða leið væri æskilegust,
en lifeyrissjóðirnir myndu kapp-
kosta að ná samstöðu um þetta
mál.
— Þig
Sumarferðir
Framhald af 13. siöu.
hópnum, sem þar dvelst.
3) 13. júli kl. 14.00 verður
farið frá tsafirði til Aðal-
vfkur og til baka föstu-
daginn 20. júli.
4) 13. júli kl. 14.00 verður
fariö til Hornvikur og
dvalið þar i viku, eða til
20. júlí. Þá kemur
Fagranesið og tekur
þá sem dvelja í Aöalvik
og Hornvik.
5) 20.—27. júli: Hornvik eða
Aðalvik eöa Fljótavikur.
Þeir sem taka þátt I þess-
um ferðum veröa að hafa
með sér allan viðleguút-
búnað og dvelja I tjöldum
allan timann. Þeir sem fara
til Hornvikur og Aöalvíkur
tjalda einu sinni og fara I
allar skoöunarferöir að
morgni, en koma aftur I
tjaldstað að kvöldi.
Þátttakendur geta hagað
feröum sinum að vild til tsa-
fjarðar, tekið þátt I hópferð
flugleiðis, frá Reykjavík, eða
komiö á eigin bilum þangaö
og slegist I hópinn á bryggj-
unni á tsafirði.
Nánariupplýsingar um til-
högun ferða þessara eru
veittar á skrifstofú Ferða-
félags tslands, Oldugötu 3, s.
11798 og 19533.